Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 20
www.thinghol t . is Mjög vandað og vel skipulagt 215 fm einbýli með mikilli lofthæð, 31 fm bílskúr, samtals 246 fm, á þessum eftirsótta stað í Kópavogi. Verið velkomin. Tilboð óskast. Sveinn Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali Borgartún 20, 105 Reykjavík • thingholt@thingholt.is Sími 590 9500 Kjartan Kópsson Sveinn Guðmundsson Þorbjörn Þ. Pálsson Sigríður Sigmundsdóttir Þórarinn Kópsson Í 30 ÁR O P I Ð H Ú S Drangakór 6 laugardaginn 8. apríl frá kl. 14.00 til 15.00 Keflavík | Þau eru mörg ævintýrin sem hægt er að upplifa í gönguför en ekki síður ævintýraleg þótti blaðamanni þessi gönguför sem hann sá við Hringbrautina í Reykjanesbæ. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ævintýri á gönguför Bæjarlífið Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Þegar úrslitin lágu fyrir í spurninga- keppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í sjónvarpinu í fyrrakvöld, stóðu nemendur Menntaskólans á Akureyri upp og sungu fyrsta erindi skólasöngs MA, Undir skólans menntamerki. Það ku hafa verið sérstök ósk fyrirliðans Ásgeirs Berg Matthíassonar – mannsins með hattinn – að svo yrði gert ef vel færi.    Hátt á fjórða hundrað nemenda braust suður yfir heiðar á sjö rútum að morgni fimmtudagsins til að vera við keppnina. Á annað hundrað nemenda og kennara var saman komið í Kvosinni í MA og fylgdist með keppninni á breiðtjaldi um kvöldið.    Það var brjálað að gera á Bautanum á fimmtudaginn eins og við mátti búast, enda nokkrir réttir í boði á 35 ára gömlu verði í tilefni 35 ára afmælis staðarins. Alls seldust um 1000 matarskammtar á staðnum á afmælisdaginn.    Sjálfstæðismenn halda flokksráðs-, for- manna- og frambjóðendafund á Akureyri um helgina. Af því tilefni sóttu nokkrir MA-ingar úr þeirra hópi heim þá gömlu menntastofnun sína í gærmorgun. Þar voru m.a. Sigríður Anna Þórðardóttir, Halldór Blöndal, Einar Oddur Krist- jánsson og Kristján Þór Júlíusson.    Þegar hópi þessara sjálfstæðismanna og gömlu MA-inga var stillt upp til mynda- töku á Sal heyrðist skyndilega stund- arhátt úr stofunni við hliðina: „Ingibjörg Sólrún.“ Brostu þá sumir í kampinn og fannst það skemmtileg tilviljun. Ekki er ólíklegt að kennsla hafi staðið yfir í stjórn- málafræði eða Íslandssögu.    „Ingibjörg Sólrún var nú kosningastjóri hjá mér hér síðast,“ sagði þá Halldór Blöndal. Það var reyndar ekki núverandi formaður Samfylkingarinnar heldur al- nafna hennar. Úr bæjarlífinu AKUREYRI eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann yfirlögregluþjónn að það muni örugglega koma sér vel að hafa slíkt tæki í einum lögreglubíla emb- ættisins. Sagðist hann reyndar vona að aldrei þyrfti að nota tækið en ef þess þyrfti með væri gott KiwanisklúbburinnKaldbakur á Ak-ureyri hefur fært lögreglunni þar í bæ að gjöf handhægt, sjálfvirkt hjartarafstuðtæki. Tækið er sagt einfalt í notkun og segir Daníel Guðjónsson að hafa svo gott tæki við höndina. Á myndinni eru Höskuldur Stefánsson forseti Kaldbaks, Daníel Guðjónsson yfirlög- regluþjónn ásamt nokkr- um félögum í Kiwans- klúbbnum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gáfu lögreglunni hjartarafstuðtæki Davíð Hjálmar Har-aldsson las um af-rek Guðmundar Inga Jónatanssonar við snjómokstur: Vetrar er liðið að lokum, laukur brátt sprettur úr for. Snjónum við mokum og mokum og mokum þótt komið sé vor. Guðmundur Ingi svarar: Í mjöll og for oft markast spor mun því krafta spara. Komi vor með krapa og for ég kann með reku að fara. Þá Davíð Hjálmar Haraldsson: Ég þó nokkuð mokaði þá ég var yngri, því er ég dálítið hissa að finna að bæði er snjórinn nú blautari og þyngri og blaðið á skóflunni sljórra og minna. Sigrún Haraldsdóttir hefur annað að sýsla: Ég var úti að skoða skó, skyrtu, pils og glingur, meðan sveittur mokar snjó mæddur Norðlendingur. Af snjómokstri í vetrarlok pebl@mbl.is Blönduós | Sjö þingmenn og varaþing- menn Norðvesturkjördæmis hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að menntamálaráðherra verði falið að skipa starfshóp er leggi fram tillögur um framtíðarhlutverk húsnæðis Kvennaskól- ans á Blönduósi. Starfshópurinn geri jafn- framt framkvæmda- og kostnaðaráætlun þar sem fram komi tillögur um viðhald hús- næðisins og endurbætur. Fyrsti flutnings- maður tillögunnar er Adolf H. Berndsen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Í greinargerð segir að húsnæði Kvenna- skólans á Blönduósi hafi verið byggt á ár- unum 1911 til 1912. Húsið séu tvær hæðir, kjallari og ris og standi á bökkum Blöndu. Byggingin sé að 75% í eigu ríkisins en 25% í eigu Héraðsnefndar A-Húnvetninga. Þar fari nú fram ýmis starfsemi, eftir að skóla- haldi lauk. „Nú er verulega farið að sjá á húsi Kvennaskólans. Nauðsynlegt er að gera við steypuskemmdir á því og mála það. Innanhúss er þörf á verulegum end- urbótum. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 1 milljón kr. til úttektar á ástandi mannvirkjananna. Nauðsynlegt er að finna þessu fallega og fornfræga húsi Húnvetn- inga nýtt hlutverk í samráði við heima- menn, jafnframt því að halda sögu þess og reisn á lofti,“ segir í greinargerð. Húsnæði Kvennaskól- ans verði fundið nýtt hlutverk Keflavík | Meirihluti valnefndar í Keflavík- urprestakalli mælir með að séra Skúli Sig- urður Ólafsson, sóknarprestur á Ísafirði, verði skipaður sóknarprestur í Keflavík. Ekki var samstaða um niðurstöðuna. Tíu sóttu um embættið sem nýlega var auglýst. Það verður veitt frá 1. maí næst- komandi, til fimm ára. Þar sem ekki náðist samstaða í valnefnd er málinu vísað til biskups Íslands, sem mun leggja til við ráðherra að sr. Skúli verði skipaður sókn- arprestur í Keflavík, að því er fram kemur á vef Keflavíkurkirkju. Mælt með Skúla Sigurði Ólafssyni ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.