Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 20
www.thinghol t . is
Mjög vandað og vel skipulagt 215 fm einbýli með mikilli
lofthæð, 31 fm bílskúr, samtals 246 fm, á þessum eftirsótta
stað í Kópavogi.
Verið velkomin.
Tilboð óskast.
Sveinn Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali
Borgartún 20, 105 Reykjavík • thingholt@thingholt.is
Sími 590 9500
Kjartan
Kópsson
Sveinn
Guðmundsson
Þorbjörn Þ.
Pálsson
Sigríður
Sigmundsdóttir
Þórarinn
Kópsson
Í 30 ÁR
O P I Ð H Ú S
Drangakór 6
laugardaginn 8. apríl frá kl. 14.00 til 15.00
Keflavík | Þau eru mörg ævintýrin sem hægt er
að upplifa í gönguför en ekki síður ævintýraleg
þótti blaðamanni þessi gönguför sem hann sá við
Hringbrautina í Reykjanesbæ.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Ævintýri á gönguför
Bæjarlífið
Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Þegar úrslitin lágu fyrir í spurninga-
keppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í
sjónvarpinu í fyrrakvöld, stóðu nemendur
Menntaskólans á Akureyri upp og sungu
fyrsta erindi skólasöngs MA, Undir
skólans menntamerki. Það ku hafa verið
sérstök ósk fyrirliðans Ásgeirs Berg
Matthíassonar – mannsins með hattinn –
að svo yrði gert ef vel færi.
Hátt á fjórða hundrað nemenda braust
suður yfir heiðar á sjö rútum að morgni
fimmtudagsins til að vera við keppnina. Á
annað hundrað nemenda og kennara var
saman komið í Kvosinni í MA og fylgdist
með keppninni á breiðtjaldi um kvöldið.
Það var brjálað að gera á Bautanum á
fimmtudaginn eins og við mátti búast,
enda nokkrir réttir í boði á 35 ára gömlu
verði í tilefni 35 ára afmælis staðarins.
Alls seldust um 1000 matarskammtar á
staðnum á afmælisdaginn.
Sjálfstæðismenn halda flokksráðs-, for-
manna- og frambjóðendafund á Akureyri
um helgina. Af því tilefni sóttu nokkrir
MA-ingar úr þeirra hópi heim þá gömlu
menntastofnun sína í gærmorgun. Þar
voru m.a. Sigríður Anna Þórðardóttir,
Halldór Blöndal, Einar Oddur Krist-
jánsson og Kristján Þór Júlíusson.
Þegar hópi þessara sjálfstæðismanna og
gömlu MA-inga var stillt upp til mynda-
töku á Sal heyrðist skyndilega stund-
arhátt úr stofunni við hliðina: „Ingibjörg
Sólrún.“ Brostu þá sumir í kampinn og
fannst það skemmtileg tilviljun. Ekki er
ólíklegt að kennsla hafi staðið yfir í stjórn-
málafræði eða Íslandssögu.
„Ingibjörg Sólrún var nú kosningastjóri
hjá mér hér síðast,“ sagði þá Halldór
Blöndal. Það var reyndar ekki núverandi
formaður Samfylkingarinnar heldur al-
nafna hennar.
Úr
bæjarlífinu
AKUREYRI
eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann
yfirlögregluþjónn að það
muni örugglega koma sér
vel að hafa slíkt tæki í
einum lögreglubíla emb-
ættisins. Sagðist hann
reyndar vona að aldrei
þyrfti að nota tækið en ef
þess þyrfti með væri gott
KiwanisklúbburinnKaldbakur á Ak-ureyri hefur fært
lögreglunni þar í bæ að
gjöf handhægt, sjálfvirkt
hjartarafstuðtæki. Tækið
er sagt einfalt í notkun og
segir Daníel Guðjónsson
að hafa svo gott tæki við
höndina. Á myndinni eru
Höskuldur Stefánsson
forseti Kaldbaks, Daníel
Guðjónsson yfirlög-
regluþjónn ásamt nokkr-
um félögum í Kiwans-
klúbbnum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gáfu lögreglunni
hjartarafstuðtæki
Davíð Hjálmar Har-aldsson las um af-rek Guðmundar
Inga Jónatanssonar við
snjómokstur:
Vetrar er liðið að lokum,
laukur brátt sprettur úr for.
Snjónum við mokum og
mokum
og mokum þótt komið sé vor.
Guðmundur Ingi svarar:
Í mjöll og for oft markast spor
mun því krafta spara.
Komi vor með krapa og for
ég kann með reku að fara.
Þá Davíð Hjálmar
Haraldsson:
Ég þó nokkuð mokaði þá ég
var yngri,
því er ég dálítið hissa að finna
að bæði er snjórinn nú
blautari og þyngri
og blaðið á skóflunni sljórra og
minna.
Sigrún Haraldsdóttir
hefur annað að sýsla:
Ég var úti að skoða skó,
skyrtu, pils og glingur,
meðan sveittur mokar snjó
mæddur Norðlendingur.
Af snjómokstri
í vetrarlok
pebl@mbl.is
Blönduós | Sjö þingmenn og varaþing-
menn Norðvesturkjördæmis hafa lagt
fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar
um að menntamálaráðherra verði falið að
skipa starfshóp er leggi fram tillögur um
framtíðarhlutverk húsnæðis Kvennaskól-
ans á Blönduósi. Starfshópurinn geri jafn-
framt framkvæmda- og kostnaðaráætlun
þar sem fram komi tillögur um viðhald hús-
næðisins og endurbætur. Fyrsti flutnings-
maður tillögunnar er Adolf H. Berndsen,
varaþingmaður Sjálfstæðisflokks.
Í greinargerð segir að húsnæði Kvenna-
skólans á Blönduósi hafi verið byggt á ár-
unum 1911 til 1912. Húsið séu tvær hæðir,
kjallari og ris og standi á bökkum Blöndu.
Byggingin sé að 75% í eigu ríkisins en 25%
í eigu Héraðsnefndar A-Húnvetninga. Þar
fari nú fram ýmis starfsemi, eftir að skóla-
haldi lauk. „Nú er verulega farið að sjá á
húsi Kvennaskólans. Nauðsynlegt er að
gera við steypuskemmdir á því og mála
það. Innanhúss er þörf á verulegum end-
urbótum. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð
fyrir 1 milljón kr. til úttektar á ástandi
mannvirkjananna. Nauðsynlegt er að finna
þessu fallega og fornfræga húsi Húnvetn-
inga nýtt hlutverk í samráði við heima-
menn, jafnframt því að halda sögu þess og
reisn á lofti,“ segir í greinargerð.
Húsnæði
Kvennaskól-
ans verði
fundið nýtt
hlutverk
Keflavík | Meirihluti valnefndar í Keflavík-
urprestakalli mælir með að séra Skúli Sig-
urður Ólafsson, sóknarprestur á Ísafirði,
verði skipaður sóknarprestur í Keflavík.
Ekki var samstaða um niðurstöðuna.
Tíu sóttu um embættið sem nýlega var
auglýst. Það verður veitt frá 1. maí næst-
komandi, til fimm ára. Þar sem ekki náðist
samstaða í valnefnd er málinu vísað til
biskups Íslands, sem mun leggja til við
ráðherra að sr. Skúli verði skipaður sókn-
arprestur í Keflavík, að því er fram kemur
á vef Keflavíkurkirkju.
Mælt með
Skúla Sigurði
Ólafssyni
♦♦♦