Morgunblaðið - 11.04.2006, Side 9

Morgunblaðið - 11.04.2006, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 9 FRÉTTIR HÓLASKÓLI fagnar því í ár að 900 ár eru liðin frá því að skólahald hófst þar og til þess að minnast þessara tímamóta hyggst skólinn halda veglega ráðstefnu í lok mán- aðarins um skólahald á Íslandi í fortíð, nútíð og framtíð. Í tilkynn- ingu frá skólanum segir að mikil umræða eigi sér stað um skólamál í samfélaginu og mikilvægt sé að skoða bæði samtímaþróun og fram- tíðarsýn í skólahaldi með hliðsjón af því sem á undan er gengið og í því tilliti megi meðal annars mikið læra af sögu Hólaskóla. Rektorar allra íslensku háskólanna munu halda erindi á ráðstefnunni sem fram fer 28.–29. apríl nk. Þá mun menntamálaráðherra ávarpa ráð- stefnuna. Skúli Skúlason, rektor á Hólum, segir að ráðstefnan sé fyrst og fremst haldin til að fagna afmæli skólahalds á Hólum. „Biskupsstól- inn var settur hingað niður fyrir 900 árum og Jón Helgi Ögmund- arson, biskup, kom frá námi í Frakklandi og setti þetta allt af stað, þar á meðal Hólaskóla,“ segir Skúli og bætir við að til standi að fanga afmælinu með ýmsum hætti á árinu. „En okkur þótti mjög við hæfi að minnast afmælisins líka með því að taka til umfjöllunar með nokkuð þungum hætti skóla- sögu Íslands og upphaf þessa skólahalds á Hólum og gerum því ítarleg skil á þessari ráðstefnu,“ segir hann. Staða háskólanna og framhalds- skólanna verður sérstaklega tekin fyrir á ráðstefnunni. „Það er alveg ljóst að bæði á Ís- landi og annars staðar í heiminum á sér stað menntabylting. Ef við tökum bara umræðuna um há- skólana í dag er svo margt að tala um, umræða um þekkingarsam- félag og hvert við stefnum með ís- lenska menningu og fleira slíkt. Háskólarnir hafa verið að þjappa sér saman í þessari umræðu, meira en áður,“ segir Skúli og bætir við að aukin umræða eigi sér stað milli skólanna um þessi mál. Það megi því búast við líflegum og gagn- legum umræðum á ráðstefnunni. Skólastefna rædd á 900 ára afmælisári Hólaskóla Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Fréttasíminn 904 1100 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 36-56 Full búð af glæsilegum vörum Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Vor 2006 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Flottir toppar Höfum opnað á Laugavegi 44 Opið 10-18 virka daga, 11-15 laugardaga Laugavegi 44 • Sími 561 4000 • www.diza.is Ensk bómullarefni Mikið úrval af bútasaumsefnum Tilvalin í sumarbústaðinn eða í barnaherbergið Mikið af dýramyndum Mjúkt og fallegt handa fermingarbarninu Fermingargjafir í miklu úrvali KRINGLUNNI Bómull - satín RÚMFÖT 100% bómull - satín - silki - damask 20 gerðir á TILBOÐI verð frá kr. 1.995.- STÆRÐIR: 140X200cm - 140X220cm - 200X220cm Verð frá kr. 2.995.- Verð kr. 995.- www.tk.is Verð frá kr. 1.995.- Verð frá kr. 4.990.- Verð kr. 1.950.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.