Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 9 FRÉTTIR HÓLASKÓLI fagnar því í ár að 900 ár eru liðin frá því að skólahald hófst þar og til þess að minnast þessara tímamóta hyggst skólinn halda veglega ráðstefnu í lok mán- aðarins um skólahald á Íslandi í fortíð, nútíð og framtíð. Í tilkynn- ingu frá skólanum segir að mikil umræða eigi sér stað um skólamál í samfélaginu og mikilvægt sé að skoða bæði samtímaþróun og fram- tíðarsýn í skólahaldi með hliðsjón af því sem á undan er gengið og í því tilliti megi meðal annars mikið læra af sögu Hólaskóla. Rektorar allra íslensku háskólanna munu halda erindi á ráðstefnunni sem fram fer 28.–29. apríl nk. Þá mun menntamálaráðherra ávarpa ráð- stefnuna. Skúli Skúlason, rektor á Hólum, segir að ráðstefnan sé fyrst og fremst haldin til að fagna afmæli skólahalds á Hólum. „Biskupsstól- inn var settur hingað niður fyrir 900 árum og Jón Helgi Ögmund- arson, biskup, kom frá námi í Frakklandi og setti þetta allt af stað, þar á meðal Hólaskóla,“ segir Skúli og bætir við að til standi að fanga afmælinu með ýmsum hætti á árinu. „En okkur þótti mjög við hæfi að minnast afmælisins líka með því að taka til umfjöllunar með nokkuð þungum hætti skóla- sögu Íslands og upphaf þessa skólahalds á Hólum og gerum því ítarleg skil á þessari ráðstefnu,“ segir hann. Staða háskólanna og framhalds- skólanna verður sérstaklega tekin fyrir á ráðstefnunni. „Það er alveg ljóst að bæði á Ís- landi og annars staðar í heiminum á sér stað menntabylting. Ef við tökum bara umræðuna um há- skólana í dag er svo margt að tala um, umræða um þekkingarsam- félag og hvert við stefnum með ís- lenska menningu og fleira slíkt. Háskólarnir hafa verið að þjappa sér saman í þessari umræðu, meira en áður,“ segir Skúli og bætir við að aukin umræða eigi sér stað milli skólanna um þessi mál. Það megi því búast við líflegum og gagn- legum umræðum á ráðstefnunni. Skólastefna rædd á 900 ára afmælisári Hólaskóla Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Fréttasíminn 904 1100 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 36-56 Full búð af glæsilegum vörum Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Vor 2006 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Flottir toppar Höfum opnað á Laugavegi 44 Opið 10-18 virka daga, 11-15 laugardaga Laugavegi 44 • Sími 561 4000 • www.diza.is Ensk bómullarefni Mikið úrval af bútasaumsefnum Tilvalin í sumarbústaðinn eða í barnaherbergið Mikið af dýramyndum Mjúkt og fallegt handa fermingarbarninu Fermingargjafir í miklu úrvali KRINGLUNNI Bómull - satín RÚMFÖT 100% bómull - satín - silki - damask 20 gerðir á TILBOÐI verð frá kr. 1.995.- STÆRÐIR: 140X200cm - 140X220cm - 200X220cm Verð frá kr. 2.995.- Verð kr. 995.- www.tk.is Verð frá kr. 1.995.- Verð frá kr. 4.990.- Verð kr. 1.950.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.