Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alla fimmtudaga í maí verður lifandi jass á Primavera í samstarfi við vínframleiðandann Castello Banfi. Í kvöld spilar Björn Thoroddsen ásamt Guðmundi Steingrímssyni og Jóni Rafnssyni. Borðapantanir í síma 561 8555 jass á fimmtudögum Matseðill Antipasto Ravioli fyllt með eggjarauðu, spínati og ricotta borið fram með jarðsveppaolíu Kjúklingabringa með ratte kartöflum, kóngasveppum og eggaldinmauki Panna cotta með grappa borið fram með hindberjum kr.5200.- #1: 4. maí Næstu fimmtudaga: 11. maí: Kristjana Stefánsdóttir 18. maí: Sigurður Flosason 25. maí: Óskar Guðjónsson ÁHRIF hvalveiða stjórnvalda í vís- indaskyni á hvalaskoðun og rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja eru ber- sýnilega að koma í ljós segir Guð- mundar Gestsson, varaformaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Hann segir stjórnvöld ekki hafa staðið við gefin loforð um að fara út fyrir svæði hvalaskoðunarfyrirtækja til veiða. „Við upphaf þessara vísindaveiða var farið ofan í þessi mál með sjáv- arútvegsráðherra og ráðamönnum. Þá gáfum við upp á hvaða svæðum hvalaskoðunarfyrirtækin eru að vinna og fengum mjög skýrt loforð um að það yrði aldrei farið með veið- ar inn á þau svæði,“ segir Guðmund- ur og bætir við að eftirsjá sé að því að fá loforðið ekki skriflegt. „Við vor- um svo bláeygðir í þessu þá að við létum orðin nægja.“ Guðmundur segir að nýjar tölur frá Hafrannsóknastofnuninni yfir veidda hvali frá árinu 2003 sýni að loforðið hafi verið þverbrotið og aldrei hafi fleiri dýr verið veidd inni á hvalaskoðunarsvæðum en á síðasta ári. „Mér finnst að stjórnvöld hafi ekki staðið við þetta loforð sem hefði verið óhætt að gera, vegna þess að þegar menn tala um að hægt sé að stunda hvalveiðar og hvalaskoðun saman á það ekki við að hægt sé að skjóta hvalina á sömu svæðum og við erum að skoða þá á.“ Minna um spaka hvali Þeir hvalir sem samtökin hafa hvað mestar áhyggjur af eru svokall- aðir skoðarar. Það eru spakir hvalir sem koma upp að hvalaskoðunar- skipunum, vekja mesta athygli og bera hróður hvalaskoðunar áfram. Guðmundur segir að verulega hafi borið á því á síðasta ári að minna væri um skoðara og klárt að það sé afleiðing hvalveiða. Þessu hafi hann og samtökin varað við frá upphafi, nú sé ljóst í hvað stefni og ekki bætir það úr skák að dýrin séu veidd á há- annatíma fyrirtækja í hvalaskoðun. „Það sem var mjög augljóst á síðasta sumri var að hringt var iðulega í hvalaskoðunarskipin þegar þau voru á innleið og spurt hvort þau færu aft- ur út eða ekki. Ef svo var ekki fór hvalveiðiskip út að veiða,“ segir Guð- mundur. Rúmlega 81 þúsund gestir fóru í hvalaskoðunarferðir á síðasta ári yf- ir allt landið og stendur fjöldinn í stað frá fyrra ári. Er þetta í fyrsta skipti í tíu ár, eða frá upphafi hvala- skoðunarferða á Íslandi, sem gestum fjölgar ekki en t.a.m. voru ríflega 45 þúsund gestir árið 2000. Guðmundur segist sáttur við fjölda gesta á síð- asta ári og efast um að hvalveiðarnar hafi dregið úr fjöldanum. Hafró gaf engin loforð Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í sam- tali að stofnunin hefði aldrei gefið nein loforð um ákveðin hvaðaskoð- unarsvæði „Þetta loforð um ákveðin afmörkuð svæði er ekki frá okkur komið. Við viljum hinsvegar hvala- skoðuninni allt það besta og við höf- um gert okkar ýtrasta til að valda engri, eða sem allra minnstri truflun og höfum verið í sambandi við þá.“ Gísli sagði að hvalaskoðunaraðilar hefðu lagt til í upphafi að hvalveiðar færu ekki fram á ákveðnu svæði en því hefði verið hafnað vegnað stærð- ar þess: „Það svæði var svo stórt í Faxaflóa; í fyrsta lagi vissum við að þetta var miklu stærra en farið er dagsdaglega í ferðum frá þeim. Og ef við myndum algerlega útiloka það svæði myndi það hafa veruleg áhrif á okkar rannsókn, því að þetta var hálfur Faxaflóinn.“ Gísli sagði að ef rétt væri fyllt inn þá væri hægt að sjá á korti að hvalveiðiskipin veiddu ekki á athafnasvæði skoðunarskip- anna og hvalveiðiskip hefðu á hverj- um degi athugað ferðir skoðunar- skipa, ef fara ætti t.d. á óvenjulegar slóðir, svo að starfsemi þeirra rækist ekki á. Hann vísaði því jafnframt á bug að þetta hefði verið gert til að skjótast til veiða á skoðunarsvæðum meðan skoðunarskip væru í landi. Hvalaskoðunarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld Ekki staðið við gefin loforð Eftir Andra Karl og Sigurð Pálma Sigurbjörnsson Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Hvalaskoðunarfyrirtækin eru ekki sátt við hvernig staðið hefur verið að hrefnuveiðum. SKIPULAGSFRÆÐINGAFÉLAG Íslands afhenti í gær Skipulags- verðlaunin 2006 við hátíðlega at- höfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Skipu- lagsverðlaunin eru veitt árlega til sveitarfélaga, stofnana eða einka- aðila sem unnið hafa vel á sviði skipulagsmála og lagt sitt fram til að bæta og fegra borgarumhverfi og landslag. Tveir aðilar deildu verðlaununum á milli sín í þetta skiptið og voru það Fasteign ehf., fyrir tillögu sína og Schmitt, Hammer & Lassen, Teiknistofu Halldórs Guðmunds- sonar, Bernard Engle og Arrow- street, VSÓ ráðgjafar og Línuhönn- unar að tónlistarhúsi og Landsmótun, fyrir deiliskipulag í Úlfarsfelli ásamt Yngva Þór Lofts- syni, Óskari Erni Gunnarssyni og Margréti Ólafsdóttur. Fram kom í ræðu Sigríðar Krist- jánsdóttur, formanns Skipulags- fræðingafélags Íslands, að tillaga Fasteignar sé faglega unnin og framsetning skýr. Áhersla sé lögð á að skapa manneskjulegt umhverfi og tengsl við miðbæinn vel úr hendi leyst. Tillagan um Úlfarsfell fékk þá umsókn að gott skipulag sameini greiningu svæðisins og þarfagrein- ingu samfélagsins og endurspeglist niðurstaðan í sjálfri tillögunni. Markmiðið með góðu skipulagi sé að skapa grundvöll fyrir öflugt og heilbrigt samfélag þar sem íbúarnir geti vaxið og dafnað. Morgunblaðið/ÞÖK Halldór Guðmundsson og Freyr Frostason taka við verðlaununum fyrir hönd Fasteignar úr höndum Magnúsar Jóhannessonar ráðuneytisstjóra. Skipulagsverðlaunin 2006 veitt Verðlaunuðu tillögu um tónlistarhús Óðinn sent á staðinn til að fylgja skipinu að landi. Það hefði komið til Ísafjarðar um kl 15 sama dag og voru þá einhverjir farþeganna látn- ir og hefði því verið lagt mest kapp á að hlúa að þeim slösuðu. Þá hefði meðal annars verið sett upp loftbrú frá Ísafirði til Reykjavíkur og Ak- ureyrar, auk þess sem sóttar hefðu verið bjargir til hinna Norður- landanna, meðal annars slökkviliðs- menn, búnaður og fleira sem ekki var aðgengilegt hér á landi, en í slysinu var gert ráð fyrir að margir hefðu fengið alvarleg brunasár. Þá hefði einnig verið opnuð flugleið til Norðurlandanna til að flytja slas- SVOKÖLLUÐ skrifborðsæfing stendur nú yfir í samhæfingarstöð Almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra, en á slíkum æfingum eru viðbrögð þeirra sem stjórna björgunar- og neyðaraðgerðum æfð. Að sögn Gyðu Helgadóttur, stjórnanda í samhæfingarstöð, hófst æfingin í gærmorgun þegar tilkynnt var um skip í neyð sem statt var norðvestur af Hornbjargi. Þar hafði orðið sprenging og mikill eldur hafði brotist út auk þess sem tilkynnt hafði verið um mikinn fjölda slasaðra. 1696 manns voru um borð í skipinu og var varðskipið aða, þar sem sjúkrahús landsins önnuðu ekki slíkum fjölda slasaðra og sagði Gyða þessar samnorrænu aðgerðir vera hluta af samningi sem í gildi væri við hin Norðurlöndin. Gyða sagði ennfremur að æfingin gengi vel, þrátt fyrir hnökra í byrj- un og ítrekaði það að æfingin færi einungis fram í samhæfingarmið- stöðinni og því hefði slysið sjálft hvorki átt sér stað né hefði það ver- ið sett á svið. Á sama tíma og æfing- in fer fram er haldin alþjóðleg björgunarráðstefna þar sem sam- hæfð viðbrögð við slysum eru m.a. umfjöllunarefnið. Æfingunni lýkur í dag kl 16. Æfðu viðbrögð við slysi í skemmtiferðaskipi merki sambandsins númer 7 en Björn númer átta en í 18 ára sögu BJÖRN Bjarnason, dóms- málaráðherra, var í gærkvöldi sæmdur gullmerki Landssambands lögreglumanna í lok landsþings sambandsins í Munaðarnesi í Borgarfirði. Er Björn fyrsti ein- staklingurinn utan lögreglunnar, sem hlýtur gullmerkið. Sveinn Ingiberg Magnússon, for- maður Landssambands lögreglu- manna, sagði við Morgunblaðið, að ákveðið hefði verið að heiðra Björn, sem hefði með ýmsum hætti sýnt að hann hefði mikinn metnað fyrir hönd lögreglunnar. Hann hafi m.a. beitt sér fyrir bættum að- búnaði lögreglumanna, eflingu sérsveitar og fjölgun stöðugilda en í ráðherratíð hans hefði orðið mesta fjölgun lögreglumanna á síðari tímum. Óskar Bjartmarz, yfirlög- regluþjónn á Seyðisfirði og fyrr- um formaður Landssambands lög- reglumanna, var einnig heiðraður í lok þingsins. Fékk hann gull- sambandsins hafa átta ein- staklingar fengið gullmerkið. Lögreglumenn heiðruðu Björn Morgunblaðið/Guðmundur Fylkisson Sveinn Ingiberg Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, af- henti þeir Birni Bjarnasyni og Óskari Bjartmarz gullmerki sambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.