Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 15 ERLENT Ósló. AP. | Þrír menn voru á þriðju- dag fundnir sekir um það fyrir rétti í Osló í Noregi að hafa rænt málverk- unum Ópið og Madonna eftir Edv- ard Munch. Alls voru sex manns ákærðir fyrir aðild að ráninu en þrír voru sýknaðir í gær, þ.á m. meintur höfuðpaur, Stian Skjold. Sakborn- ingar hyggjast allir þrír áfrýja til æðra dómstigs. Tveir vopnaðir og hettuklæddir menn rændu verkunum úr Munch- safninu í Ósló hinn 22. ágúst 2004 í viðurvist fjölmargra starfsmanna og ferðamanna. Þeir flúðu þvínæst af vettvangi á stolnum bíl, sem ekið var af félaga þeirra. Héraðsdómur í Ósló taldi sannað, að Norðmaðurinn Bjørn Hoen hefði tekið þátt í að skipuleggja ránið og var hann dæmdur í sjö ára fangelsi. Þá var talið sannað að Petter Thar- aldsen hefði ekið flóttabílnum en hann var dæmdur í átta ára fangelsi. Þeir tveir voru einnig dæmdir til að greiða Óslóborg 750 milljónir norskra króna, jafnvirði níu millj- arða íslenskra króna, í bætur fyrir málverkin, sem enn eru ófundin. Þá var Petter Rosenvinge dæmd- ur í fjögurra ára fangelsi fyrir að út- vega bílinn en hann hélt því fram að hann hefði ekki vitað að nota ætti hann við rán. Ýmislegt þykir benda til að mynd- irnar hafi skemmst í meðförum ræningjanna. Vitni, sem sá til ræn- ingjanna, sagði að þeir hefðu spark- að í verkin til að fjarlægja rammana. Þá lágu málverkin um tíma í sendi- bíl. Málverkanna er enn saknað og hafa yfirvöld í Noregi boðið sem svarar 20 milljónum íslenskra króna hverjum þeim sem getur gefið upp- lýsingar um hvar þau sé að finna. Þrír fundnir sekir um rán á verkum Munchs Mogadishu. AFP. | Sómali á tánings- aldri tók á þriðjudag af lífi mann sem hafði verið dæmdur af íslömsk- um rétti fyrir að myrða föður hans. Aftakan hefur vakið mikla athygli, en hún er sú fyrsta í höfuðborg landsins, Mogadishu, í áraraðir sem er fyrirskipuð af rétti sem dæmir eftir strangri túlkun á sharía-lögum múslíma. Þau eru mörg afar fornleg og í andstöðu við mannúðleg ákvæði nútímalegri lagasetningar. Aftakan fór þannig fram að ung- lingnum, hinum sextán ára gamla Mohamed Moalim, var fenginn hníf- ur, eftir að hinn dæmdi, Omar Huss- ein, hafði verið reyrður við staur með höfuðpoka. Því næst gekk Moa- lim að Hussein og stakk hann til bana. Hundruð manna fylgdust með aftökunni, sem fór fram undir berum himni í Bermuda-hverfinu í Mogad- ishu. Ættingjar beggja á meðal hundraða áhorfenda „Morðingi föður míns er nú allur,“ sagði Moalim yfirvegaður í samtali við AFP-fréttastofuna, en Hussein og föður hans, sjeiknum Osman Moalim, hafði lent saman vegna deilna um menntun Moalims. Ættingjar Moalims voru á meðal áhorfenda og sögðu að bæði þeir og og fjölskylda hins dæmda hefðu samþykkt niðurstöðu réttarins. Ísl- amskir leiðtogar lofuðu dóminn og sögðu hann til vitnis um að löggæsla hefði verið endurreist á svæðinu. „Íslam veitir okkur hughreyst- inguna sem þarf til að yfirvinna þá erfiðleika sem að okkur steðja,“ sagði sjeikinn og trúarleiðtoginn Ibrahim Mohamed Nur. „Réttlæti Allah hefur verið fullnægt og það er ekki til fullkomnara réttlæti en það sem Allah boðaði.“ Þrátt fyrir að fjölskylda Husseins hafi samþykkt dóminn var hún ósátt við að rétt- urinn skyldi ekki hafa gefið þeim tækifæri á að greiða aðstandendum föður Moalims bætur, í því skyni að freista þess að fá aftökudóminn felldan niður. „Það var ekki fjallað um mál okkar manns af réttlæti,“ sagði Ismail Haji Hassan, ættingi Husseins. Á sama tíma lýstu vestrænar leyniþjónustur yfir áhyggjum af „talibana-væðingu“ Sómalíu, en ísl- amskir öfgamenn í landinu eru m.a. taldir skjóta skjólshúsi yfir liðsmenn al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Sádi- Arabans Osama bin Ladens. Tók morðingja föður síns af lífi Fyrsta aftakan í nafni sharía-laga ísl- ams sem fer fram í áraraðir í Sómalíu MÁLVERK eftir myndlistar- manninn Vincent Van Gogh seldist á uppboði í New York í fyrrakvöld á 40 milljónir og 336 þúsund dollara, um þrjá milljarða króna, sem er fjórða hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk eftir meistarann á uppboði. Málverkið gerði Van Gogh árið 1890 og er það talið tileinkað öðrum im- pressjónista, Paul Gauguin. Van Gogh er talinn hafa þjáðst af þunglyndi og ein sagan segir að hann hafi skorið af sér eyrnasnepil. Frægt er að hann seldi varla nokk- urt verka sinna um ævina og naut stuðnings bróður síns til að geta ein- beitt sér að myndlistinni. Nú seljast verk hans hins vegar fyrir milljarða. Á uppboðinu í Christie’s seldist einnig málverk eftir Picasso af rúss- neskri eiginkonu hans og ber það heitið Le Repos. Það málaði Picasso árið 1932 og seldist það fyrir um 2,6 milljarða króna. Samanlögð sala í uppboðshúsinu fór upp í um 13 milljarða króna og segir uppboðshaldari Christie’s að listmarkaðurinn sé sterkur um þess- ar mundir og að safnarar hafi ekki látið deigan síga. AP Verkið góða eftir Van Gogh heitir L’Arlesienne, Madame Ginoux. Seldist fyrir þrjá milljarða ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.