Morgunblaðið - 04.05.2006, Page 44

Morgunblaðið - 04.05.2006, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ HILMAR Jensson var einna fyrstur Íslendinga til að leika frjálsan djass í alvöru, en hann hefur leitað víða fanga og spilað tónlist sem spannar vítt svið – stundum nánast hljóðlist. Þetta föstudagskvöld á Garðabæj- ardjasshátið var hann einn á sviðinu með gítara sína og flutti sjö verk sem hann hefur samið á und- anförnum árum og flutt nokkur þeirra áður. Þetta var seiðandi tón- list, lágstemmd og oftar en ekki skreytt fallegum laglínum og mjúk- um hljómum. Stundum truflaði að- eins, einsog jafnan þegar hljóð- nemar eru nálægt gítarhálsi, að það ískrar eilítið er gítaristinn rennir fingrum eftir strengjum. En ætli þeir svari því ekki til einsog Árni Kristjánsson tæknimanni útvarps er hann fann að að það heyrðist er pí- anistinn fletti nótnablöðum: ,,Það á að heyrast.“ Lögin báru engin nöfn svo vitað sé en það sem var nr. tvö á efnisskránni hefði vel getað heitið Patorale, svo sæll var ómurinn af fuglasöng og lækjarnið í brotnum hljómunum. Næst var Elegie þar sem djúpir bassatónar gítarsins rímuðu við þá björtu í angurværð og enn var tregi í fjórða verkinu, einsog ómur frá Rob- er Johnsson og félögum við Miss- issippi. Í næstsíðasta verkinu var ryþminn sterkari en fyrr og í demp- aðri stakkatólínu mátti heyra óm af boppi. Tónleikunum lauk svo á seið- andi verki þar sem endurtekning réð ríkjum og hörpuhljómar. Hilmar er frábær gítarleikari og það er ekkert tilviljunarkennt í leik hans né tónskáldskap. Þrátt fyrir nokkra einhæfni gerðist svo margt í tónlistinni að hann hélt athygli manns allan tímann. Draumaland Hilmars Jenssonar TÓNLIST Tónlistarskólinn í Garðabæ Hilmar Jensson; einleiksgítar. Föstudagskvöldið 21. apríl. Djasshátíð Garðabæjar Vernharður Linnet STÚDENTALEIKHÚSIÐ er að komast heim aftur. Eftir nokkra leit og hliðarstökk inn í endurgerð bíó- myndar hefur leikhúsið nú nálgast aft- ur þann sköpunarneista sem blossaði síðast upp í sýningunni Þú veist hvern- ig þetta er fyrir einu og hálfu ári og það svo um munaði. Nú ræður ein- lægnin ríkjum á ný. Anímanína er for- vitnilegt myndasafn, það er rannsókn á leiklistinni, manneskjunni og sam- skiptum mannanna; það er heillandi dansleikhús og trúðaleikur og leikur við áhorfendur. Orðið Anímanína er ekki til nema í leik trúðanna, eða fíflanna. Sýningin er sköpuð af hópnum og leikstjóranum en það kemur fram í leikskránni að hann hafi spurt þau hvað þau hrædd- ust og síðan hafi þau unnið með svörin. Farið er inn í hið dýpsta sjálf, eða hlið- arsjálf með hjálp trúðleiks. Fíflið, sem er svo gáfað og greinandi í einlægum einfeldningshætti, ræður för í leitinni. Þess vegna hefur sýningin góð áhrif, þess vegna vinnur hópurinn sem ein manneskja og skilar grundvallar- sannindum til áhorfenda. Leikararnir eru málaðir hvítir í framan, með rauð- ar varir og í svörtum fötum, með næl- onsokkahúfur á höfði. Allir eins. Og eru vinir á leiksviðinu eins og trúð- arnir. Þeir leika sér með myndir sem oft eiga ekkert sameiginlegt nema að vera um eðli mannsins. Myndirnar eru misjafnlega skýrar og sumar illskilj- anlegar en það er allt í lagi. Í sumum atriðum er talað, sumum sungið, sum- um bullað og í sumum ríkir þögnin. Þeir dansa, veltast um, leika lát- bragðsleik og einn spilar mjög fallega á selló. Látbragðsleikur er erfiður fyr- ir óvana en merkilega vel unninn í sýn- ingunni. Það er líka mjög erfitt að leika fíflið eða trúðinn nema mikil þjálfun liggi að baki en hópurinn á auðvelt með það vegna einlægninnar eins og áður sagði. Það er líka vegna einlægn- innar sem hinn svarti húmor sem vissulega er þarna líka hittir oftast í mark. Leikararnir eru tuttugu og sex tals- ins en þó að svo mikið byggist á hóp- atriðum voru nokkrir leikarar meira áberandi en aðrir á frumsýningunni. Lára J. Jónsdóttir hefur leikið með Stúdentaleikhúsinu í nokkrum sýn- ingum. Hún hafði fallega útgeislun og hafði auk þess fjölbreytta tækni á valdi sínu. Sömu sögu má segja um Gísla Rúnar Harðarson. Elísabet Á. Þórs- dóttir var kómísk og efnileg og Ólöf Haraldsdóttir sömuleiðis. Tryggvi Gunnarsson var einlægur og kómískur í senn en það er blanda sem ekki er öll- um gefin.Hann var auk þess óhugnan- legur sem skrattinn í lokaatriðinu. Hilmir Jensson er mjög efnilegur leik- ari hvort sem hann fæst við grín eða alvöru auk þess að spila svo fallega á sellóið. Kolbeinn Arnbjörnsson var áberandi í sýningunni. Hann hafði gott vald á líkama og rödd, afar flinkur í tæmingum og einlægur í leik sínum. Í lokaatriðinu var hann svo góður sem gamli, einmana maðurinn á graf- arbakkanum að hann átti auðvelt með að koma út tárum hjá undirritaðri. Stúdentaleikhúsið hefur fundið aft- ur hljóminn sinn. Sýningin er for- vitnileg og heillandi, mest vegna ein- lægs fíflagangsins eða fíflalegrar einlægninnar eða bara hvort heldur sem er. Einlægur fíflagangur LEIKLIST Stúdentaleikhúsið Leikstjóri: Víkingur Kristjánsson. Aðstoð- arleikstjóri: Ólöf Ingólfsdóttir. Bún- ingaráðgjöf: Kristín Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Guðrúnardóttir. Lýsing: Frið- þjófur Þorsteinsson, Hörður Ellert Ólafs- son og Pétur Blöndal Magnason. Leikur á selló: Hilmir Jensson. Frumsýning í Loftkastalanum 5. apríl 2006 Anímanína Hrund Ólafsdóttir JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér bókina Íslands óbeisluð öfl eftir svissneska ljósmyndarann Max Schmid. Bókin kemur út á fjórum tungumálum: Ís- lensku, ensku, þýsku og frönsku. Eldur og ís, hverir og fossar, iðagræn- ir vellir og svartir sandar, ótamin jökul- fljót og hrikalegar klettastrendur, mið- nætursól og langir skuggar, álfar, tröll og sögur og svo auðvitað fiskurinn – þetta er Ísland, eyjan sem kennd er við andstæður en líka við frelsi víðáttunnar og tign. Íslands óbeisluð öfl er prýdd 250 ljósmyndum eftir Max Schmid. Í til- kynningu frá útgefanda segir: „Hann kemur okkur sífellt á óvart með und- urfögrum og dulúðugum myndum af ís- lenskri náttúru sem, að hans eigin sögn, bera þess vitni að í þessu nánast ósnortna landi geta menn ennþá fengið útrás fyrir ævintýraþrá sína. Max Schmid, sem fæddist í Winter- thur í Sviss 1945, er landslagsljós- myndari og mikill náttúruunnandi. Hann kýs helst að starfa á afskekktum stöð- um, hefur ferðast mikið um framandi lönd og staðið fyrir mörgum ljós- myndaleiðöngrum. Með kynngimögn- uðum ljósmyndum, sem birst hafa í yfir tuttugu ljósmyndabókum, tímaritum og á dagatölum, hefur hann skapað sér sess meðal fremstu ljósmyndara nú- tímans.“ Íslands óbeisluð öfl er í stóru broti og er 225 blaðsíður. Leiðbeinandi út- söluverð er 3.980 kr. Nýjar bækur                                      !   " #   $$$     %                          !  "#    $%& &'(                      )* +#,    -  !    %.$&/001 2    -  !  2   %.$&/001 3(( %44  &$&($56 78 3.69:$1 .%53;5$5  "#    $%& &'( Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is MIÐASALA OPIN ALLAN SÓLAR- HRINGINN Á NETINU. Litla hryllingsbúðin – aukasýningar í september! Fim. 4/5 kl. 21 AUKASÝN. UPPSELT Fös. 5/5 kl. 19 UPPSELT Fös. 5/5 kl. 22 AUKASÝN. UPPSELT Lau. 6/5 kl. 19 UPPSELT Lau. 6/5 kl. 22 UPPSELT Vegna gríðarlegrar aðsóknar: Aukasýningar í September! Sala hafin: 2/9, 3/9, 8/9, 9/9, 10/9. Tryggðu þér miða. Fullkomið brúðkaup – Borgarleikhúsinu. Allt að seljast upp! Litla hryllingsbúðin – Íslensku óperunni. Sala hafin! RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 6/5 kl. 14 UPPS. Su 7/5 kl. 14 UPPS. Lau 20/5 kl. 14 Su 21/5 kl. 14 Su 28/5 kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Su 7/5 kl. 20 UPPS. Má 8/5 kl. 20 UPPS. Þr 9/5 kl. 20 UPPS. Mi 10/5 kl. 20 UPPS. Fi 18/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 22:30UPPS.Su 21/5 kl. 20 UPPS. Fi 25/5 kl. 20 UPPS. Fö 26/5 kl. 20 UPPS. Fö 26/5 kl. 22:30 UPPS. Su 28/5 kl. 20 UPPS. Fi 1/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 22:30 Má 5/6 kl. 20 Fö 9/6 kl. 20 Fö 9/6 kl. 23 Má 12/6 kl. 20 VILTU FINNA MILLJÓN? Forsýningar miðaverð 1.500 Fö 12/5 kl. 20 Lau 13/5 kl. 20 Má 15/5 kl. 20 Þri 16/5 kl. 20 Mi 17/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 20 FRUMSÝNING UPPS. Su 21/5 kl. 20 UPPS. Fi 25/5 kl. 20 Fö 26/5 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 20 Lau 3/6 kl. 20 Má 5/6 kl. 20 Fim 8/6 kl. 20 Fö 9/6 kl. 20 MIKE ATTACK Einleikur Kristjáns Ingimarssonar Su 7/5 KL. 14 Su 14/5 kl. 14 AÐEINS ÞESSAR SÝN. MIÐAVERÐ 1.900 BELGÍSKA KONGÓ Lau 6/5 kl. 20 Su 7/5 kl. 20 Su 14/5 kl. 20 Fi 18/5 kl. 20 Mi 24/5 kl. 20 HUNGUR Í kvöld kl. 20 Su 14/5 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR MARGT SMÁTT STUTTVERKAHÁTÍÐ MIÐAVERÐ 1.000 Bandalag íslenskra leikfélaga Fö 5/5 kl. 19 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Fö 5/5 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING TENÓRINN Lau 6/5 kl. 20 Fi 18/5 kl. 20 Lau 27/5 kl. 20 AÐEINS ÞESSAR SÝN. HLÁTURHÁTIÐ HLÁTURHÁTÍÐARVIÐBURÐIR Í MAÍ Í kvöld kl. 22:30 UPPISTAND Þorsteinn Guðmundsson Björk Jakobsdóttir Steinn Ármann Magnússon Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir MIÐAVERÐ 1.000 Fi 11/5 kl. 22:30 PÍKUSÖGUR OG PÖRUPILTAR Halldór Gylfason, Friðrik Friðriksson og Björgvin Franz flytja Píkusögur og Pörupilt- arnir troða upp. MIÐAVERÐ 1.000 Fi 18/5 kl. 22:30 LEiKTU FYRIR MIG Fi 25/5 kl. 22:30 BANANABIKARINN Su 28/5 kl. 20:00 HLÁTURNÁMSKEIÐ MIÐAVERÐ 1.000 Sellókonsert Dvoráks Fjölskyldan í Undralandi Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Alban Gerhardt Antonín Dvorák ::: Sellókonsert William Walton ::: Sinfónía nr. 1 SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFL Group er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands Á þessum tónleikum verður sannkölluð fjölskyldustemning og efnisskráin mun heilla börn á öllum aldri. Tónlistin sem flutt verður skapar ævintýraheim og því tilvalið að mæta í viðeigandi búningi á leið í Undraland til fundar við prinsessur og prinsa, drottningar og kónga, töframenn og heilladísir, álfa og tröll, kentára og kýklópa! rauð tónleikaröð í háskólabíói Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einsöngvari ::: Valdís G. Gregory Kynnir ::: Halla Vilhjálmsdóttir Carl Nielsen ::: Aladdín, svíta Maurice Ravel ::: Gæsamamma Sergej Prokofíev ::: Öskubuska, svíta nr. 2 Harold Arlen ::: Somewhere Over the Rainbow úr Galdrakarlinum í Oz Alan Menken ::: Home úr Fríðu og dýrinu tónsprotinn í háskólabíói LAUGARDAGINN 6. MAÍ KL. 16.00 er bakhjarl Tónsprotans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.