Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 47 eee V.J.V Topp5.is eee J.Þ.B. Blaðið Kl. 4 ÍSL. TAL Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i. 16 ára Fór beint á toppinn í USA Sími - 551 9000 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 6 Prime kl. 5.30, 8 og 10.30 The Hills Have Eyes kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára When a Stranger Calls kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Þeir heppnu deyja fyrstir... Stranglega bönnuð innan 16 ára - dyraverðir við salinn! ÞETTA VIRTIST VERA HIÐ FULLKOMNA BANKARÁN ÞAR TIL ANNAÐ KOM Í LJÓS ÞETTA VIRTIST VERA FULLKOMIÐ BANKARÁN ÞAR TIL ANNAÐ KOM Í LJÓS -bara lúxus Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 4, 6 og 8 Sumum karlmönnum þarf að ýta út úr hreiðrinu EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SEM ENGIN MÁ MISSA AF! Sýnd kl. 4 og 6 ÍSL. TAL eee DÖJ kvikmyndir.com eeee DÓRI DNA dv Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára eee LIB, Topp5.is eee Ó.Ö.H. - DV eee SV - MBL eee LIB - Topp5.is FÓR BE INT Á TO PPINN Í BANDAR ÍKJUNU M Eins og þ ú hefur aldrei séð hana áður „...einn útsmognasti, frumlegasti og vitrænasti spennutryllir ársins“ eeee- SV, MBL „Pottþétt skemmtun“ eeee-LIB, Topp5.is „...gleðitíðindi fyrir unnendur góðra trylla.“ - FGG, Fréttablaðið Tónlistarskólinn í Reykjavík Innritun 2006–2007 til 15. maí TONO.IS TONO.IS Við byggjum barnaþorp í Afríku Vertu með Vertu SPES www.spes.is Myndin Den Brysomme Mannen(Uppáþrengjandi gaurinn) eftir norska leikstjórann Jens Lien hefur verið valin til þátttöku á Crit- ic’s Week í Cannes. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi í fyrra- sumar og eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands ehf., meðframleiðendur myndarinnar. Myndin fjallar um fertugan mann sem kemur til undarlegrar borgar, án nokkurs minnis hvernig hann komst þangað. Með tímanum áttar Andreas sig á því að hann er kominn í sitt eigið líf eftir dauðann. Myndin verður frumsýn á Cannes, en sýn- ingar hér lendis eru áætlaðar í haust. Verkefnið er samframleiðsluverk- efni Torden Film í Noregi og Kvik- myndafélags Íslands, með þátttöku Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Fólk folk@mbl.is HLJÓMSVEITIN Sign heldur þrenna tónleika í næstu viku á Ak- ureyri, Ísafirði, Hellu og í Reykja- vík en fljótlega eftir þá ferð er stefnan tekin á Bretlandseyjar þar sem sveitin kemur fram á Great Escape-tónlistarhátíðinni. Í fram- haldi af henni hefst Kerrang! Most Wanted-tónleikatúrinn sem fer vítt og breitt um Bretland. Sign eru með þessu að fylgja eftir út- gáfu á plötu sinni, Thank God for Silence sem hlotið hefur ágætis viðtökur hjá tónlistarpressunni en þungarokkstímaritið Playpower gaf plötunni 8 af 10 mögulegum í einkunn. Þá má geta þess að lagið „When Demons Win“, verður á safndiski sem fylgir næsta tölublaði Metal Hammer-tímaritsins. Kerrang!-tímaritið birtir einnig heilsíðuviðtal við hljómsveitina í næsta hefti sínu og Rock Sound og Drowned in Sound hafa sýnt plötunni áhuga. Sign eru komnir á mála hjá einni stærstu bókunarskrifstofu Bretlands, The Agency og er ráðgert að hljómsveitin haldi allavega í eina aðra tónleikaferð um Bretland í sumar. Þá hefur Sign verið boðið að spila á Subverse-klúbbnum í Bretlandi sem rekinn er af Visible Noise, plötufyrirtæki Lost Prophets og Bullet for My Valentine, en sömu aðilar hafa unnið að kynningu hljómsveitarinnar hjá breskum rokkplötusnúðum. Tónleikadagskrá 12.–16. maí Föstudagur 12. maí – Akureyri kl. 21.30. Rósenborg/Húsið, ásamt Nevolu- tion og Mistri. Forsala aðgöngumiða í Húsinu. Vímulaus skemmtun fyrir 14 ára og eldri. Aðgangseyrir 1.000 kr. Laugardagur 13. maí – Reykjavík kl. 17. Gaukur á Stöng ásamt Nevolution. Aðgangseyrir 1.000 kr. (fyrir alla aldurshópa). Laugardagur 13. maí (fyrir 18 ára og eldri) – Reykjavík kl. 24.00. Gaukur á Stöng ásamt Dimmu og Nevolution. Aðgangseyrir 1.000 kr. Sunnudagur 14. maí – Ísafjörður – Salur Grunnskólans, kl. 20, ásamt Nev- olution og Lack Of Talent. Forsala aðgöngumiða á báðum stöðum. Aðgangs- eyrir 1.000 kr. Þriðjudagur 16. maí – Hella kl. 14. Götusmiðjan (enginn aðgangseyrir). Ragnar Zolberg og félagar í Sign hafa verið duglegir að koma sér á framfæri í Englandi. Tónlist | Sign heldur í tónleikaferð um Ísland og Bretland Engin lognmolla www.sign.is www.myspace/sign AÐSTANDENDUR tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, eru byrjaðir að taka við umsóknum frá innlendum hljómsveitum og listamönnum sem vilja koma fram á hátíðinni í ár. Hátíðin verður haldin í miðborg Reykjavíkur í áttunda sinn dagana 18. til 22. októ- ber. Líkt og undanfarin ár munu yfir hundrað íslenskir flytjendur koma fram á Iceland Airwaves 2006 og áfram er stefnt að því að bjóða upp á gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á hátíðinni. Meðal þeirra rúmlega 30 flytj- enda sem komu fram í fyrsta sinn á Airwaves í fyrra má nefna Benna Hemm Hemm, Mammút og Jakobínurínu. „Við viljum því hvetja bæði ungar og upprennandi sveitir – jafnt sem reynslumeiri jálka – til að senda inn umsókn,“ segir í tilkynn- ingu frá Hr. Örlygi. Starfsmenn fyrirtækisins, Árni Einar Birg- isson, Egill Tómasson, Eldar Ástþórsson og Þorsteinn Stephensen, fara yfir umsóknirnar og taka ákvörðun um hverjir koma fram á hátíðinni í ár. Þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafanefnd úr tón- listarbransanum. Til að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves 2006 þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum „Industry“, fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru a) disk- ur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Þeir sem áður hafa sótt um að spila á Airwaves verða að fara í gegnum umsóknarferlið á nýjan leik – sem og þeir sem að und- anförnu hafa sent inn tónlist og erindi um að fá að koma fram á há- tíðinni. Strax verður byrjað að fara yfir þær umsóknir sem berast. Bæði innlendir og erlendir listamenn verða staðfestir og kynntir til leiks á næstu vikum og mánuðum og eru þeir flytjendur sem sjá sér fært að senda inn umsóknir í maí og júní beðnir um að gera það. Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síð- ar en 1. september. Tónlist | Byrjað að taka við umsóknum á Iceland Airwaves Spilar hljómsveitin þín á hátíðinni? Ljósmynd/Sigurjón Guðjónsson Jakobínarína sló í gegn á hátíðinni í fyrra. Senda umsóknir á: Hr. Örlygur ehf „Airwaves umsókn“ PO. BOX 326 121 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.