Morgunblaðið - 04.05.2006, Side 8

Morgunblaðið - 04.05.2006, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OPIÐ ELDHÚS VELKOMIN Í GLÆSILEGAN SÝNINGARSAL OKKAR AÐ LÁGMÚLA 8 sýningarhelgi OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 11-17 OG SUNNUDAG FRÁ 13-17 LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800 - HTH eldhús eru ekki eins dýr og þau líta út fyrir að vera. Ef þú ert að huga að nýju eldhúsi er upplagt að skoða kosti HTH. Í glæsilegum sýningarsal okkar sérðu allt það nýjasta í eldhústækjum frá AEG fléttað saman við innréttingar frá HTH. Þetta samspil HTH og AEG er ekki bara fallegt og vandað heldur er heildarlausn af þessu tagi á góðum kjörum hjá Bræðrunum Ormsson. Varnarmálaráðherrann okkar á eftir að fíla sig vel í Napoleons-dressinu. Frumvarp til laga umfimm manna kjar-aráð í stað kjara- dóms og kjaranefndar er til meðferðar á Alþingi. Gert er ráð fyrir því að það verði afgreitt á þessu þingi, að sögn Péturs H. Blöndal, þingmanns Sjálfstæðis- flokks og formanns efna- hags- og viðskiptanefndar þingsins. Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í apríl sl. og hefur efnahags- og viðskipta- nefnd það nú til umfjöllun- ar. Þrettán aðilar hafa sent nefnd- inni umsögn um frumvarpið. Pétur H. Blöndal segir að flestir séu sam- mála um kosti þess að sameina kjaradóm og kjaranefnd. Meðal gagnrýnisatriða sé að kjararáð eigi að ráða því sjálft hvaða aðilar falli undir það. Að öðru leyti vill hann lítið tjá sig um umsagnirnar; nefndin eigi eftir að fara betur yfir þær og fjalla um kosti og galla frumvarpsins. Frumvarpið var lagt fram á Al- þingi í byrjun apríl sl. Það byggist á tillögum nefndar, skipaðrar fulltrúum allra þingflokka, sem fal- ið var að fara yfir lög um kjaradóm og kjaranefnd. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að u.þ.b. 840 aðilar heyra undir kjaradóm og kjaranefnd. Þar á meðal eru forseti Íslands, ráðherrar, þingmenn, hæstaréttardómarar, héraðsdóm- arar, forstöðumenn, dýralæknar, prestar og prófessorar. Þessir að- ilar eiga að heyra undir kjararáð, skv. bráðabirgðaákvæði frum- varpsins, þar til annað hefur verið ákveðið. Í frumvarpinu er lagt til að full- skipað kjararáð, þ.e. fimm manna ráð, ákvarði laun forseta Íslands og þingmanna, skv. lögum um laun forseta Íslands og lögum um þing- fararkaup alþingismanna. Það á einnig að ákvarða launakjör ráð- herra og dómara. Þriggja manna kjararáð á hins vegar að ákvarða laun og starfskjör annarra ríkis- starfsmanna sem ekki geta ráðið samningum sínum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu. Fullskipað kjarar- áð á, skv. frumvarpinu, að skera úr um það hvaða ríkisstarfsmenn eigi að heyra undir ráðið. Þá segir m.a. í frumvarpinu að kjararáð skuli ætíð taka tillit til almennrar þróun- ar kjaramála á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) eru meðal þeirra aðila sem sent hafa efnahags- og viðskiptanefnd þings- ins umsagnir um frumvarpið. SA gagnrýna tíundu grein frumvarps- ins, en í henni er kjararáði heimilað að taka ákvarðanir um launakjör á nokkurra ára fresti og binda þau almennri launavísitölu þess á milli, sem ráðið velji í samráði við Hag- stofu Íslands. Í umsögn sinni lýsa SA undrun sinni á þessu ákvæði frumvarpsins. „Lagt er til að á ný sé tekin upp vísitölubinding launa á Íslandi sem kostaði gríðarleg átök að afnema á níunda áratug síðustu aldar,“ segir í umsögn SA. „Nú er lagt til að vísitölubindingin nái til forystumanna þjóðarinnar og helstu embættismanna og hætt við að hún yrði öðrum fordæmi og breiddist hratt út.“ Síðar í umsögn- inni er ítrekað að þessi vísitölu- binding sem lögð er til í frumvarp- inu hafi augljóst fordæmisgildi fyrir aðra „og er líklegt að mikill þrýstingur myndaðist á að fá slík ákvæði, bæði inn í kjarasamninga og persónubundna ráðningar- samninga. Það felur í sér mikla hættu á víxlverkandi hækkunum launa, eins konar launaspíral, sem gætu stöðugt farið vaxandi með tímanum.“ Halldór Ásgrímsson sagði er hann mælti fyrir frumvarpinu að fulltrúar ASÍ hefðu bent á þessa aðferð, þ.e. að binda launakjör al- mennri launavísitölu. Halldór sagði að rétt hefði þótt að gefa kjararáði færi á að fara þessa leið „og kann það að þykja hentugt varðandi af- markaða hópa sem undir ráðið heyra, ekki síst hina þjóðkjörnu,“ sagði hann m.a. Andstætt SA tekur ASÍ vel í vísi- tölubindinguna í umsögn sinni. „ASÍ telur þetta rétt skref, sér- staklega þegar um er að ræða starfskjör kjörinna fulltrúa. Með þessu fyrirkomulagi væri hægt að ákvarða heildarstarfskjör t.d. á kjördegi og láta þau síðan fylgja launavísitölu og þannig koma í veg fyrir að stjórnmálamenn missi trú- verðugleika sinn líkt og gerðist um síðustu áramót.“ ASÍ telur að í frumvarpinu sé um margt komið til móts við gagnrýni sambandsins. Til að mynda fagnar ASÍ því að kjararáð eigi að taka til- lit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. ASÍ gagnrýnir hins vegar m.a. að áfram sé gert ráð fyrir því „að Alþingi og forsæt- isnefnd þingsins fari með veiga- mikla þætti í heildarkjörum þjóð- kjörinna fulltrúa en ekki kjararáð,“ eins og segir í umsögninni. Vísar ASÍ þar sérstaklega til 2., 3. og 5. greina laganna um þingfararkaup, sem fjalla um launauppbætur, sem og til laga um eftirlaun forseta Ís- lands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. „Það hefur verið skýr krafa ASÍ að öll kjör þessara aðila verði til umfjöllunar á einum stað, hjá kjararáði.“ Fréttaskýring | Stefnt að afgreiðslu frumvarps um kjararáð Ósammála um vísitölubindingu Flestir eru sammála um kosti þess að sameina kjaradóm og kjaranefnd Kjararáð á m.a. að ákvarða laun þingmanna. Frumvarpið samið í kjölfar úrskurðar kjaradóms  Frumvarp um nýtt kjararáð er byggt á niðurstöðum þver- pólitískrar nefndar, sem falið var að endurskoða lög um kjaradóm og kjaranefnd. Nefndin var skip- uð í kjölfar úrskurðar kjaradóms í desember sl. Skv. honum áttu laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna að hækka um u.þ.b. 8%. Hann vakti mikil viðbrögð og í janúar samþykkti Alþingi lög sem felldu hann úr gildi. Þessi í stað hækkuðu laun þessara aðila um 2,5%. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.