Morgunblaðið - 04.05.2006, Side 13

Morgunblaðið - 04.05.2006, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 13 HESTAR ÚR VERINU MIKIL spenna ríkir fyrir síðasta mót meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum sem fer fram í kvöld á Selfossi. Ein- ungis eitt stig skilur tvo efstu menn að, Þorvald Árna Þorvaldsson og Sigurð Sigurðarson. Enn eru 20 stig eftir í pottinum og heyja a.m.k. fimm knapar baráttuna um efsta sætið í stigasöfn- uninni. Til mikils er að vinna, meist- aratign er í húfi og verðlaunin eru ekki af verri endanum, 2.200.000 kr. Án efa verður líka spennandi að fylgjast með keppninni um sæti í deildinni fyrir næsta ár en 14 efstu menn tryggja sér þátttökurétt á meðan þeir sem lenda neðar verða að keppa um sæti á úr- tökumóti. Fyrir hálfum mánuði fór fram hörð og skemmtileg keppni í fimmgangi. Viðar Ingólfsson og Riddari frá Krossi voru fyrstir inn í úrslitin en urðu að lúta í lægra haldi fyrir Þorvaldi Árna og Þokka frá Kýrholti sem sigruðu með glæsibrag. Sigurður Sigurðarson hafnaði í þriðja sæti á Skuggabaldri frá Litla-Dal og Ísleifur Jónasson vann sig eftirminnilega upp í fjórða sæti úr því tíunda á Sval frá Blönduhlíð. Fimmti varð svo Páll Bragi Hólm- arsson á Kjóa frá Stóra-Vatnsskarði. Tíu efstu í meistaradeild VÍS 1. Þorvaldur Árni Þorvaldsson 34 2. Sigurður Sigurðarson 33 3. Ísleifur Jónasson 28 4. Atli Guðmundsson 26 5. Sigurbjörn Bárðarson 24 6. Viðar Ingólfsson 18 7. Hulda Gústafsdóttir 10 8. Hinrik Bragason 9 9. Jóhann G. Jóhannesson 8 10. Sigurður V. Matthíasson 8 Keppt verður í tveimur greinum í kvöld, gæðingaskeiði og 150 m skeiði, og verður keppnin haldin á félags- svæði Sleipnis á Selfossi og hefst kl. 19, verðlaunaafhending verður svo kl. 22.30 í Ölfushöllinni. Eins og fram kemur í tilkynningu frá skipulagsnefnd eru margir sterkir í skeiðíþróttinni í deildinni, t.a.m. Sig- urður Sæmundsson, Valdimar Berg- stað og Sigurður Straumfjörð Pálsson, núverandi heimsmethafi í 150 m skeiði. „Benda má á að helmingur knapanna er Íslands-, Norðurlanda- eða heims- meistarar í skeiðgreinum. Það er á engan hallað þótt nafn Sigurbjörns Bárðarsonar sé nefnt í þessu sam- bandi …“ segir þar. Morgunblaðið tók púlsinn á þremur efstu mönnunum fyrir kvöldið. Stefnir alltaf á sigur Þorvaldur Árni Þorvaldsson á von á spennandi keppni: „Þetta er jafnt og það getur allt gerst. Ég er ánægður með að hafa náð aftur fyrsta sætinu en það er aðalmálið að enda vel,“ segir Þorvaldur Árni – og hann er vel stemmdur fyrir mótið. „Þarna verða þrautreyndir skeiðhestar á ferðinni. Að sjálfsögðu kemur ekkert annað en sigur til greina – maður stefnir alltaf á sigur. Í gæðingaskeiðið mæti ég með Hryðju frá Hvoli og svo geldinginn Kjarra frá Steinnesi í 150 m skeiðið. Það verður að koma í ljós hvernig þetta fer, þau eru bæði svo sem óreynd í þessum greinum en einhvers staðar verður maður að byrja,“ segir knapinn sem hefur forystu í deildinni fyrir kvöldið. Dyr opnast fyrir hestamennskuna Sigurður Sigurðarson keppir líklega á Fölva frá Hafsteinsstöðum í báðum greinum en þó segir hann Drífu frá Hafsteinsstöðum einnig inni í mynd- inni. Sigurður, sem komið hefur að fram- kvæmd mótsins, er ánægður með deildina í ár: „Meistaradeildin hefur verið haldin tvisvar áður og í bæði skiptin réðust úrslitin á lokaspretti þannig að það hefur verið geysileg spenna í þessu. En hún er enn meiri núna því fleiri blanda sér í baráttuna, á fyrri mótum höfðum við Sigurbjörn Bárðarson yfirburðastöðu. Þessi keppni hvetur menn til dáða og kemur mönnum fyrr í gang um veturinn til að fara undirbúa hesta sína og þetta reyn- ir geysilega mikið á fjölhæfni knapa – það er tölt, fjórgangur, fimmgangur, skeiðgreinar og fimiæfingar. Þetta er mjög jákvætt og ekki síst hvað VÍS hefur styrkt okkur í þessu, það hleypir ennþá meiri spennu í mótið og gerir kleift að hafa glæsilega umgjörð um mótið sem menn sýna meiri áhuga fyr- ir vikið. Hestamennskan hefur að auki fengið mun meiri umfjöllun en áður. Þetta er auðvitað jákvætt fyrir hesta- mennskuna því hún hefur átt svolítið undir högg að sækja en það virðast vera að opnast ýmsar dyr.“ Alvöruíþróttagrein „Þetta eru ekki mínar sterkustu greinar sem eru eftir,“ segir Ísleifur Jónasson spurður um keppni kvölds- ins, „en maður gerir auðvitað sitt besta. Ég tefli fram óreyndum hesti í báðar greinar, Mósart frá Miðfelli sem er undan Þór frá Prestsbakka. Þetta verður hörkumót, mikið af reyndum skeiðknöpum og -hestum. Mér hefur þótt gaman að keppninni og það sem ég hef ætlað mér hefur yfirleitt gengið vel upp. Ég hef eiginlega náð lengra en ég átti von á.“ Hvaða skoðun hefur Ísleifur svo á meistaradeildinni? „Núna hefur verið mikil kynning á vegum VÍS og það hefur tekist vel til með að koma þessu að í fjölmiðlum. Þetta er mjög jákvæð keppni og gaman að koma þessu í um- ræðuna, keppnistímabilið hefst fyrr og þetta hefur góð áhrif á hestamennsk- una. Skipuleggjendur deildarinnar eiga hrós skilið því þeir hafa unnið góða vinna. Það skiptir máli að kynna þetta sem íþrótt, að þetta sé ekki ein- ungis einhver afþreying heldur alvöru- íþróttagrein,“ minnir Ísleifur á og hann mætir vafalaust einbeittur til leiks í kvöld líkt og keppinautar hans. Lokamót meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum haldið á Selfossi í kvöld Spennan í algleymingi Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Ísleifur Jónasson og Svalur frá Blönduhlíð á flug- skeiði. „Það sem ég hef ætlað mér hefur yfirleitt gengið vel upp,“ segir Ísleifur en hann er í 3. sæti. Sigurður Sigurðarson keppti á Skuggabaldri fyr- ir hálfum mánuði og er annar í stigasöfnuninni. „Keppnin reynir geysilega á fjölhæfni knapa.“ Ljósmynd/Örn Karlsson Þorvaldur Árni Þorvaldsson vann fimmganginn á Þokka frá Kýrholti og hefur forystuna: „Að sjálf- sögðu kemur ekkert annað en sigur til greina.“ PÁLL Þórir Rúnarsson og áhöfn hans á frystitogaranum Málmey SK gerðu það heldur betur gott í túr, sem lauk í gær. Þeir komu þá inn með um 440 tonn af afurðum, mest ufsa, sem svarar til tæplega 900 tonna upp úr sjó. Aflaverðmætið var um 104 til 105 milljónir króna og er hásetahlutur þá ríflega ein milljón króna. Togarinn var aðeins 18 daga að veiðum og því er aflinn um 45 tonn upp úr sjó á sólarhring og aflaverð- mæti á sólarhring 5,3 til 6,5 milljónir. Páll var að vonum ánægður með túrinn, þegar Verið sló á þráðinn til hans um borð í gær. „Þetta var alveg ótrúlega góð veiði. Það hefur verið mjög góð ufsaveiði að mestu leyti í tvö ár, þótt okkur fyndist reyndar draga úr henni síðastliðið haust. Við vorum núna fyrir austan land á svæðinu frá Berufjarðarál vestur í Breiðamerkurdýpi og það var nánast alls staða mikil veiði. Þetta er gott ufsasvæði, en þessi veiði var óvenju- lega góð, enda erum við viku fyrr í landi en áætlað hafði verið. Annars er ufsaveiðin oftast fremur köflótt. Hún getur dottið alveg niður og gos- ið svo upp aftur. Það hjálpar allt til núna, gríðarleg veiði, hækkanir á af- urðaverði erlendis, mikil eftirspurn og gengissig íslenzku krónunnar,“ sagði Páll. Hann segir frá áramótin hafi gengið mun betur en í fyrra, en það skýrist af verðhækkunum og geng- islækkun, en auk þess hafi veiðar gengið betur í flestum tilfellum, en reyndar ekki á ýsunni. Samhent áhöfn Málmey var í heimahöfn seinni- partinn í gær, en hún fer út að nýju á laugardagsmorgun. Ekki liggur fyr- ir hvort þá verður farið í úthafskarfa á Reykjaneshrygg, en veiði þar hef- ur verið dræm að undanförnu. „Þetta var mikil törn hjá okkur núna og það er gríðarleg vinna að vinna og ganga frá svona miklum afla. Það var sleitulaus vinna hjá okkur á öllum vöktum allan túrinn. Svona gerir ekki nema samhent áhöfn. Það þarf góða karla til að koma 440 tonnum af afurðum niður í lest á 18 dögum,“ sagði Páll. Fiskuðu fyrir tæpar 6 milljónir á sólarhring Frystitogarinn Málmey með tæp 900 tonn á 18 dögum HB Grandi er nú að þrefalda vinnslu- getu sína í loðnufrystingu á Vopna- firði með uppsetningu nýrrar vinnslulínu. Fara afköstin úr 150 til 170 tonnum í 450 til 500 tonna frysti- getu á sólarhring. Afköst við síld- arfrystingu aukast ekki teljandi en sú vinnsla verður mun hagkvæmari en áður vegna aukinnar sjálfvirkni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, deild- arstjóri uppsjávarfisks hjá HB Granda, segir að þetta sé í samræmi við markmið félagsins, að auka eins og unnt er verðmæti þeirra afla- heimilda sem félagið ráði yfir. Hann segir að afköst í síldarflökunum og frystingu verði áfram um 150 tonn á sólarhring, en síðan vonist menn til þess að loðnuveiðum verði haldið áfram í svipuðum mæli og á árum áður. Því vilji menn vera tilbúnir að auka verðmætin með frystingu í landi. Um er að ræða nýja línu, sem er hönnuð og framleidd af Skaganum á Akranesi, en inn í hana sé reyndar keyptur ýmis búnaður að utan. Þá eigi fyrirtækið fyrir þrjá frysti- skápa, en auk þeirra verði fimm upp- gerðir skápar keyptir frá Bandaríkj- unum. Ætlunin er að verkinu verði lokið fyrir síldarvertíðina í haust. Samhliða þessu á að byggja nýtt vigtarhús sem verður 10 metra hátt á þremur hæðum og 160 fermetrar að flatarmáli og einnig verður byggð lyftarageymsla. Þrefalda vinnslugetu á Vopnafirði A›alræ›uma›ur á fundinum er Hervé Carré, a›sto›ar- framkvæmdastjóri stjórnarskrifstofu efnahagsmála hjá ESB og einn af hugmyndasmi›um evrunnar. Fundurinn er haldinn mánudaginn 8. maí á Nordica Hótel kl. 8:15 – 10:00 Dagskrá: 8:15 Skráning og morgunver›ur 8:30 Percy Westerlund, sendiherra og yfirma›ur Fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi: Opnunarávarp 8:35 Hervé Carré, a›sto›arframkvæmdastjóri stjórnarskrifstofu efnahagmála hjá ESB: “Addressing the opportunities and challenges of globalisation, what role for the euro?” 9:15 Fyrirspurnir og umræ›ur 10:00 Fundarlok Fundarstjóri er Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsrá›s. Fundurinn er öllum opinn en áhugasamir eru be›nir a› skrá flátttöku í síma 511 4000 e›a me› tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is Í tilefni af Evrópudeginum b‡›ur Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, í samstarfi vi› Euro Info skrifstofuna, Samtök atvinnulífsins og Samtök i›na›arins, til morgun- ver›arfundar um evruna mánudaginn 8. maí n.k. Hlutverk evrunnar í alþjóðavæðingunni M IX A • fí t • 6 0 2 3 1 Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi Er evran svarið?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.