Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT EITT hundrað og þrettán manns týndu lífi þegar armensk farþega- flugvél fórst í Svartahafi, skammt frá landi, í fyrrinótt. Flugvélin átti skammt eftir til lendingar á flugvell- inum í Sotsí í Rússlandi en slæmt veður og lítið skyggni er talið hafa valdið því að flugvélin lenti í hafinu. Flugvélin var af gerðinni Airbus A320 og var að koma frá Jerevan í Armeníu til Sotsí, sem er vinsæll sumarleyfisstaður við Svartahafið. Um klukkustundarlangt flug er að ræða en um borð í vélinni voru 85 Armenar, 26 Rússar, einn Georgíu- maður og einn Úkraínumaður. Brjálað veður var á þessum slóð- um, mikil rigning og lítið skyggni. Var flugmanni Airbus-vélarinnar af þessum sökum í fyrstu neitað um leyfi til lendingar af flugstjórnar- mönnum á Adler-flugvelli, skammt frá Sotsí. Andrei Agatzhanov, tals- maður Armavia-flugfélagsins, sem rak flugvélina, sagði að flugmaður- inn hefði þá ætlað að snúa aftur til Jerevan en þegar boð barst frá Adler um að dregið hefði úr rigningunni skipti hann um skoðun og hóf aðflug að nýju. Er vélin sögð hafa verið í góðu ástandi og áhöfnin þrautreynd. Hún hvarf hins vegar af ratsjá um 6 km frá landi. Embættismenn sögðu að flugvélin lægi á um 400 metra dýpi í Svarta- hafinu. Meira en tuttugu björgunar- bátar voru notaðir við björgunar- störf í gær en um hádegið að íslenskum tíma, þ.e. síðdegis að stað- artíma, höfðu aðeins 38 lík fundist. Hamlaði slæmt veður leitinni. Sendi ekkert neyðarkall Leitað var einnig að flugrita vél- arinnar, svo hægt væri að átta sig á því nákvæmlega hvað olli slysinu, en flugmaður mun ekki hafa sent neitt neyðarkall áður en flugvélin fórst. „Það bendir allt til þess að þessi harmleikur hafi átt sér stað vegna einstaklega óhagstæðra veðurskil- yrða,“ sagði Nikolai Shepel, aðstoð- arsaksóknari Rússlands. Ættingjar farþega sem fórust streymdu í gær til Sotsí. „Mamma mín var um borð í vélinni. Hún hugð- ist heimsækja systur sínar sem hún hafði ekki séð í fimmtán ár,“ sagði Apet Tatevosyan, armenskur tán- ingur sem ekki virtist enn hafa með- tekið slæmu tíðindin. „Við héldum að hún myndi hringja – þegar hún gerði það ekki varð ég áhyggjufullur og hringdi í ættingja okkar í Sotsí. Þeir sögðu okkur hvað gerst hefði.“ Hrapaði í Svartahaf með 113 innanborðs „Einstaklega óhagstæð veðurskilyrði“ sögð hafa valdið flugslysinu Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is                  !"#$ %&$  %'% ($& )$ $(%*  +,% -., %   $/ ,&'      !" !  #$ !      %    &   '   ' ())* !   '   %  + ,   (    $ ! Reuters Ættingjar fólks sem var í Airbus-þotunni bíða frétta í flughöfninni í Jerev- an í Armeníu. Allir sem voru um borð, alls 113 manns, létu lífið. Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP. | John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur hót- að að myndað verði bandalag um að grípa til refsiaðgerða gegn Íran án þátttöku Sameinuðu þjóðanna fari svo að öryggisráð samtakanna sam- þykki ekki slíkar aðgerðir. Bolton skýrði frá þessu á fundi með þingnefnd í Washington í fyrra- dag. The New York Times skýrði frá því í gær að bandarískir, breskir og franskir stjórnarerindrekar hefðu þegar samið drög að bindandi álykt- un þar sem öryggisráðið krefðist þess að Íranar hættu auðgun úrans og annarri starfsemi sem talið er að miði að þróun kjarnavopna. Blaðið hafði eftir embættismönn- um, sem taka þátt í samningaviðræð- um fastafulltrúa öryggisráðsins, að Rússar og Kínverjar væru andvígir ályktunardrögunum og vildu milda þau. Utanríkisráðherra Írans, Manu- chehr Mottaki, sagði að Íranar myndu „alls ekki“ hætta auðgun úr- ans og spáði því að Kínverjar og Rússar myndu koma í veg fyrir refsi- aðgerðir af hálfu Sameinuðu þjóð- anna. Gholamreza Aghazadeh, sem stjórnar kjarnorkuáætlun Írans, sagði í gær að Íranar hefðu auðgað úran í 4,8% hreinleika. Úran, sem auðgað er í 3,5–5%, er notað í elds- neyti fyrir kjarnakljúfa til að fram- leiða raforku. Úran, sem auðgað er í rúm 90%, er hins vegar notað í kjarnorkusprengjur. Aghazadeh sagði að Íranar hefðu ekki í hyggju að auðga úran meira en í 5%. Hótar bandalagi um refsiaðgerðir &    - '                  ,  .        #  / /  /'    # # #0  # 1   2 / #0 !    2  #,     ( )(*34  0 &   5 6! ' 0       *(344          ,() ,()   ,()     0$1%    0$1%  , 7 8 9,78   /(   !      "!   # $  Bagdad. AFP. | Á sjötta tug manna féllu víðsvegar um Írak í árásum skæruliða og vígamanna í gær. Má segja að setning íraska þingsins, sem kom saman í fyrsta sinn í gær frá kosningunum 15. desember, hafi fall- ið í skuggann af átökunum. Mannskæðasta árásin átti sér stað fyrir utan lögreglustöð í borginni Fallujah, þar sem 15 létust og 30 særðust þegar skæruliði sprengdi sjálfan sig í loft. Flestir hinna látnu voru menn sem biðu í röð eftir að skrá sig í öryggissveitir landsins, en í Fallujah búa einkum súnní-arabar. Þá fundu lögregluyfirvöld lík 36 manna, sem höfðu fallið fyrir byssu- kúlum. Fundust 34 líkanna í Bagdad, en tvö í bænum Al-Mussayib, sem er 80 kílómetra suður af höfuðborginni. Að auki fann lögreglan lík átta manna, þar af lík fjögurra háskóla- nema, í Al-Dura, hinum róstursama borgarhluta Bagdad. Óánægðir með stjórnarskrá Leiðtogar súnníta á þinginu kröfð- ust þess í gær að breytingar yrðu gerðar á stjórnarskrá landsins og að horfið yrði frá áherslu hennar á svæðisbundna valddreifingu. „Við viljum breyta stjórnar- skránni,“ sagði Zhafer al-Ani, tals- maður eins flokka súnníta á þinginu í gær. „Stjórnarskráin er höll undir einstaka trúarhópa og við verðum að reyna að breyta því svo að hún geti orðið að stjórnarskrá allra Íraka.“ Reuters Hugað að sárum lögreglunema eftir sjálfsmorðsárásina í Fallujah í gær. Yfir 50 manns féllu í Írak Súnnítar vilja breyta stjórnarskránni FJÖLMIÐLAR njóta meira trausts í heiminum en stjórnmálaleiðtogar ef marka má viðhorfskönnun, sem gerð var í tíu löndum. Að meðaltali sagðist 61% aðspurðra treysta fjöl- miðlunum en 52% sögðust trúa út- skýringum stjórnvalda, hlutfallið var þó talsvert lægra í Rússlandi og fleiri ríkjum. Um 10.000 manns tóku þátt í könnuninni sem var gerð fyrir breska ríkisútvarpið, BBC, frétta- stofuna Reuters og bandarísku hugveituna The Media Center. Nær tveir af hverjum þremur, eða 72%, sögðust fylgjast vel með fréttum á hverjum degi. Flestir nefndu sjónvarp (82%) og dagblöð (75%) þegar spurt var hvaða fjöl- miðlum þátttakendurnir treystu mest. Fréttamiðlar á netinu voru fyrsta val 19% þátttakenda á aldr- inum 18–24%, en aðeins 3% fólks á aldrinum 55–64 ára. Niðurstöður könnunarinnar end- urspegla vaxandi notkun frétta- miðla á netinu, m.a. blogga, einkum meðal unga fólksins. Traustið á fjölmiðlunum er mest í Nígeríu (88%, en 34% treystu ráða- mönnunum), Indónesíu (86% á móti 71%), Indlandi (82% á móti 66%) og Egyptalandi (74%, en þar var ekki spurt um traust á stjórnvöldum). Aðeins í þremur af löndunum tíu reyndust ráðamennirnir njóta meira trausts en fjölmiðlarnir. Í Bandaríkjunum sögðust 67% treysta stjórnvöldum en 59% fjöl- miðlunum. Í Bretlandi treysti 51% ráðamönnunum (47% fjölmiðl- unum) og 48% Þjóðverja treystu stjórnvöldum (43% fjölmiðlum). Fjölmiðlar njóta meira trausts en stjórnvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.