Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 29 UMRÆÐAN HVAÐ er Ingibjörgu Sólrúnu, Steingrími J. og Kristjáni Arnari að vanbúnaði? Alræmd eftirlaunalög eru enn í sviðsljósinu. Frumvarp að lögunum var lagt fram í skamm- degismyrkri árið 2003, á fyrsta þingi eftir kosn- ingar. Lengst af vissu engir efni frumvarpsins nema þeir sem um véluðu, formenn stjórn- málaflokkanna. Það átti að renna hratt og hljóðlega í gegn. Flýtirinn og felu- leikurinn kom í bakið á þinginu, ekki síst fulltrúum stjórnarandstöðunnar sem var att til að flytja frumvarpið. Þeir hrukku frá stuðningi við það um leið og þeir gerðu sér grein fyrir eðli þess og sáu viðbrögð almennings. Þeir eru menn að meiri fyrir vikið. Andstaða þjóðarinnar við frum- varpið byggðist ekki á því að fyrrver- andi ráðherrar gætu verið í fullu starfi og þegið jafnframt eftirlaun. Þann ag- núa afhjúpuðu fjölmiðlar mánuðum eftir að frumvarpið var samþykkt. Andstaðan byggðist á forrétt- indahyggjunni sem grasseraði í frum- varpinu. Nú vilja Steingrímur J. Sig- fússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gleyma því. Nú láta þau líta út fyrir að ásteytingarsteinninn sé fyrst og fremst eftirlaun ráðherranna fyrrver- andi. Staðreyndin er sú að þessir fyrr- verandi ráðherrar skipta engu máli. Verði þeim að góðu. Raunar er ekkert mál að láta reyna á happafeng þeirra fyrir dómstólum líkt og Morgunblaðið benti á í apríl á síðasta ári. Það sem hins vegar stendur upp á formenn stjórnarandstöðunnar er að taka hönd- um saman við heiðarlegt fólk í eigin röðum og spúla eftirlaunaóþverrann út. Ekkert hálfkák, enga uppgerð, engar blekkingar. Engan gamnislag við Halldór Ásgrímsson. Hér er upp- kast að frumvarpi: Forseti Íslands, ráðherrar, alþingismenn og hæstarétt- ardómarar njóti sömu eftirlaunarétt- inda og aðrir opinberir starfsmenn. Þá er vel í lagt. Peningaofstæki Engin boðleg rök eru fyrir forrétt- indum nefndra stétta, allra síst alþing- ismanna. Lökust eru þau sem oftast heyrast og flestir gleypa við; Alþingi er náttúrulega í samkeppni um hæft fólk. Staðreyndin er sú að launakjör þing- manna eru ágæt og starfið eftirsótt. Kjörin fæla engan frá sem hefur nauð- synlegan áhuga og metnað til að sinna því. Hins vegar gæti hæft fólk hrökkl- ast undan fégírugum framagosum ef gera á starf alþingismanna að of- urlaunuðu fríðindastarfi handan við veruleika almennings. Um allt þjóðfé- lagið vinnur fólk sjálfboðaliðastarf til hagsbóta fyrir aðra og spyr ekki um laun eða forréttindi. Í blindu ofstæki er því samt neitað að manneskjan geti tekið nokkurn hlut fram yfir peninga. Það er lygi og stenst ekki skoðun. Lög um eftirlaun æðstu ráðamanna vitna fyrst og fremst um aðstöðu og afstöðu. Að- stöðu til að setja lög, að- stöðu til að réttlæta gerninginn og nöturlega afstöðu til lýðræðis og jafnréttis. Sú afstaða þarf að breytast. Í öllu falli á ekki að bæta kjör alþingismanna með for- réttindum af neinu tagi. Alþingi, löggjafar- samkoman, má aldrei verða upphafinn forrétt- indaklúbbur nýrrar stéttar. Að loknum þykjustuslag er því miður hætt við þessu: Flokksformenn látast vera mæddir af þeim „harða“ slag. Halldór fellst með semingi á að skerða virkan eftirlaunarétt ráð- herranna fyrrverandi. BINGÓ! Eft- irlaunaforréttindin fest í sessi. Nið- urstaðan kynnt sem dálítill sigur stjórnarandstöðunnar. Gangi þetta eftir verður mörgum ósárt um að hafa þessa sömu stjórnarandstöðu eftir næstu alþingiskosningar. Þykjustuslagur við Halldór Hjörtur Hjartarson skrifar um eftirlaunalög ’Andstaðan byggðist áforréttindahyggjunni sem grasseraði í frum- varpinu.‘ Höfundur er kynningarstjóri. Hjörtur Hjartarson Hlíðasmára 11, Kóp. sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar ÞÓTT sumir reglugerðasmiðir haldi að þeir séu veðurguðir, hefur annað ítrekað komið í ljós. Þeir ráða sem sagt ekki íslensku veð- urfari. Á meðan nagladekk eru leyfð á annað borð finnst mér fáránlegt að leyfa mönnum að aka á þeim á auð- um vegum bróðurpart vetrarins (sex mánuði), en banna þau á var- hugaverðustu tímum ársins, þ. e. haust og vor, þegar veðurfarið kem- ur mönnum virkilega á óvart með hálku og ísingu. Þessi tímabil eru sérstaklega varhugaverð vegna þess að á hausti eru menn vanir góðu veggripi sumardekkjanna og á vori eru menn vanir því gripi, sem nagladekkin gefa. Þeim sem hafa nagla í sínum vetrardekkjum er gert að aka á sumardekkjum þennan einn og hálfan mánuð, sem málið snýst um, en þó þannig að einstökum lög- regluþjónum er heimilt að fella nið- ur sektir eftir geðslagi sínu og bú- setu þeirra brotlegu. Í morgun (24. apríl) varð fjögurra bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi. Svipuð tíðindi með fleiri bílum hafa ekki verið óvenjuleg af Hellisheiðinni í fyrstu viku maí undanfarin ár.Ég er ekki að segja að þetta gerist ekki líka á vetrum og flestir svona árekstrar verða vegna þess að menn aka ekki eftir aðstæðum. Þótt ég telji nagladekkin vera það öruggasta, sem til er við vissar aðstæður hálku og ísingar, hefur mér samt tekist í góðu skyggni að setja fjórhjóladrifinn bíl á nagla- dekkjum afturábak út af öfugum megin vegar. Ég var svo heppinn að það var enginn bíll að koma á móti. Mér finnst samt vera kominn tími til að höfundar reglugerðarinnar um nagladekk geri sér grein fyrir að fæstir eiga þrjá dekkjaganga undir bílinn og með nöglunum hverfa vetrardekkin og fínmunstr- uð sumardekk koma í staðinn. ÞÓRHALLUR HRÓÐMARSSON, Bjarkarheiði 19, Hveragerði. Veðurguðir og nagladekk Frá Þórhalli Hróðmarssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is RITSTJÓRN fréttaskýringaþátt- arins Kompáss er þakklát þeim læknum og starfsmönnum heil- brigðisgeirans sem sýnt hafa áhuga á um- fjöllun þáttarins um fíkniefnaneytendur upp á síðkastið og veitt aðstoð sína. Bjarni Össurarson, yfirlækn- ir vímuefnadeildar LSH, er einn af þeim. Í grein, sem hann skrifaði í Morgun- blaðið 3. maí, lýsir hann efasemdum um að það sé málefnalegt að sýna eymd fíklanna sem háðir eru lækna- dópi. Kompás telur aftur á móti nauðsyn- legt að sýna almenn- ingi og skattgreið- endum veruleika þessara fíkla sem hef- ur verið flestum öðr- um en þeim, lögreglu og læknum á spítulum hulinn. Í þessu sambandi er áhugavert að kenn- arar hafa haft sam- band við ritstjóra Kompáss og óskað eft- ir leyfi til að sýna nemendum sínum þættina í forvarnarskyni. Bjarni óttast að Kompás hafi rofið friðhelgi sjúklinga og aðstandenda þeirra með birtingu myndbrota frá almennu biðsvæði geðdeildar Land- spítalans. Engir sjúklingar spítalans sjást á þeim myndbrotum, einungis starfsmenn spítalans og fíklarnir, sem veitt hafa Kompási leyfi til að fylgjast með lífi sínu og raunum. Bjarni bendir réttilega á að þjón- usta vímuefnadeildar LSH var gagnrýnd í þættinum. Það gerðu fíklarnir, sem fengu ekki meðferð þegar þeir vildu, talsmenn Byrgisins og síðast en ekki síst Ólafur Ólafs- son, fyrrverandi landlæknir, sem sagði að deildir spítalanna væru ekki búnar undir að taka við umræddu fólki. En – það kom fram í þættinum að spítalinn mat það svo að ekki væri um bráðatilfelli að ræða, sem krefðist taf- arlausrar innlagnar. Það sagði Bjarni Öss- urarson, greinarhöf- undur sjálfur, í viðtali sem Kompás birti í þættinum. Bjarni sagði enn fremur að ekki væri unnt að hjálpa öll- um samstundis og eðli- legt væri að sumir yrðu að bíða, því að spítalinn þyrfti að annast fólk með alls konar sjúk- dóma. Ritstjórn Kompáss skilur því ekki full- komlega gagnrýni Bjarna um að ofan- greindum sjónarmiðum spítalans hafi ekki verið komið til skila. Bjarni segir í grein sinni að biðtími í afeitr- un sé ekki langur. Fíkl- arnir, sem Kompás fylgdist með, fengu fyr- irmæli um það á spít- alanum fyrir hádegi á föstudegi að koma aftur á mánudagsmorgni. Skilmerkilega var greint frá því í þætt- inum og fíklarnir spurð- ir hvers vegna þeir létu undir höfuð leggjast að mæta á til- teknum tíma. Kom því berlega í ljós í þættinum að þeir nýttu sér ekki þá þjónustu sem spítalinn bauð þeim. Mestu skiptir aftur á móti að al- menningur fái að kynnast lífi og kjörum þessa fólks, sem ánetjast hefur fíkniefnum og lyfjum, því að vandinn er mikill og kostar sam- félagið stórfé og fyrirhöfn. Upp- lýstur almenningur er líklegri en óupplýstur til að sýna fjárveitingum og aðgerðum til að uppræta vandann skilning. Eymd vímuefna- neytenda á erindi við almenning Þór Jónsson svarar grein Bjarna Össurarsonar varðandi umfjöllun Kompáss um vímuefnavanda Þór Jónsson ’Mestu skiptiraftur á móti að almenningur fái að kynnast lífi og kjörum þessa fólks, sem ánetj- ast hefur fíkni- efnum og lyfjum, því að vandinn er mikill og kostar samfélagið stórfé og fyrirhöfn.‘ Höfundur er varafréttastjóri NFS. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin í maí og júní frá kr. 19.990 Heimsferðir bjóða síðustu sætin í sólina í maí og byrjun júní á ótrúlegu verði. Nú er sumarið komið á áfangastöðum okkar og frábært að njóta þess á einum besta tíma ársins í sólinni. Fuerteventura Frá kr. 38.858 Netverð á mann m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í 6 nætur 21. júní, Oasis Royal. 23. maí Uppselt 30. maí Uppselt 6. júní Uppselt 7. júní Örfá sæti 13. júní Uppselt 20. júní Uppselt 21. júní Nokkur sæti Flugsæti báðar leiðir, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 18. maí Ath. einnig stökktu tilboð 18. og 25. maí frá 29.995 18. maí Nokkur sæti 25. maí Nokkur sæti 1. júní Nokkur sæti Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð í viku 25. maí. 25. maí Nokkur sæti 1. júní Nokkur sæti 8. júní 14 sæti Netverð á mann m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð í viku, 18. maí. 18. maí Nokkur sæti 25. maí 16 sæti 1. júní Örfá sæti 8. júní 13 sæti Netverð á mann m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í viku. Stökktu tilboð 17. og 24. maí 17. maí Nokkur sæti 24. maí Nokkur sæti 31. maí Örfá sæti 7. júní Örfá sæti Netverð á mann m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í viku. Stökktu tilboð 17. maí. 17. maí 14 sæti 24. maí 7 sæti 31. maí 9 sæti 7. júní 15 sæti Benidorm Frá kr. 19.990 Króatía Frá kr. 39.990 Rimini Frá kr. 29.995 Costa del Sol Frá kr. 29.990 Mallorca Frá kr. 32.995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.