Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÝÐRÆÐIÐ Á KLAFA SÉRHAGSMUNA Jón Baldvin Hannibalsson,fyrrverandi formaður Al-þýðuflokksins, skrifar um- hugsunarverða grein hér í Morg- unblaðið í gær í minningu John Kenneth Galbraith. Í grein sinni víkur Jón Baldvin að einni bóka Galbraith, sem út kom 1992 og segir: „Sú bók staðfestir ekki einasta gamalkunnar efasemdir höfund- ar um það, hvert óbeizluð og eft- irlitslaus markaðsöfl muni að lokum leiða okkur, heldur hefur bætzt við heldur bölsýnisleg greining á endalokum amerísks lýðræðis. Hann bendir á, að um eða yfir helmingur kjósenda í Bandaríkjunum mætir ekki á kjörstað. Þar með hafa þeir gefið upp alla von um að lýðræðið geti lengur þjónað hagsmunum þeirra. Fjármagnið virðist hafa yfirtekið lýðræðið. Eignarhald á fjölmiðlum er í höndum fáeinna auðhringa og fjölmiðlum er í vax- andi mæli beitt í þágu þeirra. Frambjóðendur verða nauðugir viljugir að beygja sig undir lög- mál fjáröflunar kosningabarátt- unnar. Þeir hafa ekki efni á að styggja ráðandi öfl. Þeir eru flestir keyptir menn. Lýðræðið er múlbundið á klafa sérhags- muna.“ Kannast fólk við eitthvað í þessari lýsingu? Það er auðvitað ljóst, að íslenzkt þjóðfélag er að þróast á þennan veg. Stóru fyrirtækjasamsteypurn- ar á Íslandi, sem kaupa upp meira og meira af eignum hér án þess, að alþingismenn hreyfi legg né lið, hafa meiri og meiri áhrif á allt, sem gerist í þessu samfélagi, m.a. vegna eignaraðildar að fjöl- miðlum. Það er augljóst, að stjórnmála- menn, hvort sem er á landsvísu eða í sveitarstjórnum, eru komn- ir í þá stöðu, að þeir telja sig eiga erfitt um vik. Þeir þurfa að leita eftir fjárstuðningi í prófkjörum. Hvert leita þeir? Stjórnmála- flokkarnir þurfa að leita eftir fjárstuðningi vegna starfsemi sinnar. Niðurstaðan verður augljós- lega aukin áhrif þeirra, sem ráða yfir peningunum. Þess vegna hafði Galbraith rétt fyrir sér. Það er verið að múlbinda lýðræð- ið á klafa sérhagsmuna. En hverjir veita því eftirtekt og hverjir tala um það? Þá er ekki að finna á Alþingi Íslend- inga. Þar ríkir alger þögn um þessi mál. Líka hjá eftirmönnum Jóns Baldvins í stjórnmálahreyf- ingu, sem telur sig vera hina einu sönnu jafnaðarmannahreyfingu á Íslandi. Hvers vegna? Við erum á hættulegri leið og tími til kominn að kjörnir fulltrú- ar þjóðarinnar geri sér grein fyr- ir því og öðlist kjark til þess að nota það vald, sem þeir hafa. Löggjafarvaldið. SEX MILLJÓNIR BARNA Nær sex milljónir barnadeyja ár hvert úr vannær- ingu að því er fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í gær. Fyr- irsjáanlegt er að markmið Sam- einuðu þjóðanna um að minnka hungrið í heiminum um helming árið 2015 næst ekki. Þessar upp- lýsingar koma fram í nýrri skýrslu Barnahjálparsjóðs SÞ. Skilgreining á vannæringu er sú, að þar fari saman hungur og endurteknar sýkingar. Af þeim sökum þrífast börn illa, eru of létt og ná ekki eðlilegri hæð. Líkamsþyngd eins af hverjum fjórum börnum undir fimm ára aldri er talin of lítil. Framkvæmdastjóri hjálpar- sjóðsins segir að börn í Suðaust- ur-Asíu, ekki sízt á Indlandi, Bangladesh og í Pakistan, búi næstum við stöðugt neyðar- ástand. Við Íslendingar höfum verið að auka umsvif okkar á alþjóða- vettvangi síðustu árin í krafti aukinna efna okkur. Við höfum sent fólk á Balkanskagann til þess að hjálpa til við að halda friðinn þar. Við höfum sent frið- argæzluliða til Afganistan til að stjórna flugvelli þar, þótt afleið- ingarnar hafi orðið hörmulegar fyrir tvær manneskjur, sem lítið hefur verið fjallað um í íslenzk- um fjölmiðlum. Við höfum sent menn til Afganistan, í sérútbún- um bílum, sem hafa haft vopn um hönd. Hvort er nú skynsamlegra fyr- ir þessa fámennu þjóð, sem hef- ur aldrei fengið þjálfun í vopna- búnaði, að eyða peningum í þess konar starf á alþjóðavetttvangi eða leggja peningana í að koma í veg fyrir vannæringu barna í heiminum? Er ekki alveg ljóst, að öll saga þjóðar okkur leiðir til þeirrar niðurstöðu, að við látum aðra um vopnaburðinn en beinum þeim fjármunum, sem við höfum yfir að ráða til þess að hjálpa fátæku fólki og vannærðum börnum? Er þetta ekki jafn mikilvægur þáttur í stefnumörkun okkar í utanríkismálum og hver annar? Hagsmunir lífeyrisþegahafa verið sniðgengnirá síðustu árum, aðmörgu leyti gróflega og bera stjórnvöld stærsta ábyrgð á þeirri þróun.“ Þetta sagði Stefán Ólafsson, prófessor, á ráðstefnu um skatta og skerðingar sem Lands- samband eldri borgara (LEB), Al- þýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Starfsgreinasam- band Íslands (SGS), Samiðn og Ör- yrkjabandalag Íslands stóðu fyrir í gær. Stefán gerði skattbyrði og kaup- máttarumræðuna að umtalsefni og dró upp mynd af því að á sama tíma og skattbyrðin hefði aukist mest á tekjulægstu hópum samfélagsins þá hefði kaupmáttaraukningin orð- ið mest í tekjuhæstu hópunum. Sagði hann skattaþróun hérlendra stjórnvalda hafa keyrt niður kaup- máttaraukninguna í lágtekjuhóp- unum á sama tíma og hún hafi keyrt upp kaupmáttaraukninguna í hæstu tekjuhópunum. „Þessi þróun segir okkur að það er ekkert til sem heitir ein kaupmáttaraukning fyrir alla í þjóðfélaginu. Skattakerfið eins og það hefur verið að þróast með rýrnun skattleysismarka á sl. 10 árum gerir það að verkum að kaupmáttaraukning lágtekjufólks var um 27% á þessum tíma, með- altekjuhópar fengu 43,5% kaup- máttaraukningu, en tekjuhæstu hóparnir fengu tæplega 78% kaup- máttaraukningu,“ sagði Stefán og benti á að á sama tíma voru þeir sem fengu minnstu kaupmáttar- aukninguna með mestu skattana. Sagði Stefán ljóst að ef ójöfnuður haldi áfram á þessa leið verði Ísland komið í hóp mestu ójafnaðarríkja í OECD-löndunum og tekjuskipting hérlendis farin að svipa æ meira til þess sem þekkist í Bandaríkjunum. Ríkið aðal lífeyrisþeginn Í framhaldinu gerði Stefán líf- eyriskerfið að umtalsefni og sagði ljóst mega vera að ríkið væri í dag aðal lífeyrisþegi lífeyrissjóðanna. Með því sagðist hann eiga við að sökum hinnar miklu tekjuskerðing- ar hérlendis sem nemi á bilinu 60– 78% þá fari allt of stór hluti lífeyr- isgreiðslna beint til ríkisins í stað þess að nýtast ellilífeyrisþegum sem skyldi. „Skerðingar og skattar eyðileggja megnið af þeim ávinn- ingi sem lífeyrisþegar ættu að vera sem færðir voru inn í sk inn,“ sagði Gunnhildur og að samspil persónuafslá skattprósentu ráði ska mörkum og gegni því m hlutverki í skattkerfinu. „ lega átti persónuafsláttur lánskjaravísitölu sem up tvisvar á ári, en ekki leið þar til sú tenging var rofi Hildigunnur og benti á að r haft áhrif á skattleysism tvennu móti, annars vegar að breyta persónuafslætt hins vegar með skatthlutfa „Í raun hefur hluti verð ar á tímabilinu 1988 til 20 skattlagður. Það þýðir að hafa hækkað og einnig að skattbyrði hefur lagst þyng sem er með tekjur næst s ismörkunum. Mjög hefur sundur með launavísitölu o leysismörkum án lífeyrissj hefur haft það í för með sér fleira fólk hefur verið me umfram skattleysismörkin þar af leiðandi að greiða sk skattleysismörk fylgja lau þá helst skattbyrðin óbreyt sem laun hafa hækkað m skattleysismörk þá hefu byrðin verið að þyngjast þétt,“ sagði Hildigunnur. 70% Dana með óskertar en aðeins 1% Íslendi Einar Árnason, hagfr gerði þróun almannatrygg umtalsefni í framsögu sinn hann upp að bætur alman inga hefðu breyst árið fram að því miðuðust þær markslaun og þróuðust ein „En með lögunum var m lægstu umsömdu launah eða verðlag. Það þýðir að b mannatrygginga hafa ekk fylgja launum, en hefðu þ meðallaunaþróun eins og la talan mælir það væru tek ing og grunnlífeyrir ása greiðslum til ellilífe rúmlega 11 þúsund krónu en þær eru núna. Hefðu a tryggingar hins vegar þró að fá úr lífeyrissjóðum. Við héldum að lífeyrissjóðirnir væru fyrir fólkið og til að bæta hag þess, en í stað þess fer þetta aðallega í það að losa ríkið undan útgjöldum vegna al- mannatrygginga,“ sagði Stefán og tók fram að ávinningurinn sem kæmi út úr lífeyrisgreiðslum væri sorglega lítill. Stefán vitnaði að lokum í nýlega skýrslu OECD um lífeyriskjör þar sem borin eru saman kjör aðildar- ríkjanna. „Niðurstöðurnar þar eru þær að íslenskur verkamaður með meðaltekjur í dag sem vinnur í 45 ár og fer síðan á fullan lífeyri úr líf- eyrissjóðum og fær frá almanna- tryggingum að teknu tilliti til skatta og skerðingar verður með um 66% af meðaltekjum sínum á starfsferlinum. Á sama tíma er meðaltalið fyrir öll OECD-ríkin 69%. Þetta sýnir því að lífskjör Ís- lendinga verða samkvæmt þessu undir meðallagi,“ sagði Stefán og tók fram að þetta væri ein af afleið- ingunum af skerðingarreglunum. Skattleysismörk setið eftir „Sé litið á breytingar á skattkerf- inu frá því staðgreiðslukerfið var tekið upp árið 1988 má ljóst vera að skattleysismörkin hafa setið eftir, hvort sem miðað er við verð- lagsþróun eða launaþróun, sem kemur hlutfallslega verst niður á lágtekjufólki. Einnig að stað- greiðsluhlutfall hefur verið lækkað á meðan skattleysismörkin hafa á tímum setið eftir eða haldist óbreytt. Það hefur haft í för með sér að skattbyrði lágtekjufólks hef- ur aukist mun meira heldur en há- tekjufólks,“ sagði Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur BSRB, en í erindi sínu ræddi hún almennt um íslenska skattkerfið. Rifjaði hún upp að núgildandi skattkerfi hafi verið komið á árið 1988, en þá var horfið frá fjölþrepa- kerfi sem áður var við lýði. „Tekin var upp ein samræmd skattpró- senta 35,2% og var persónuafslátt- ur hækkaður úr 60 þúsundum króna í 152 þúsund á ári til að koma til móts við alla frádráttarliðina Fullt var út úr dyrum á ráðstefnu um skatta og skerðingar sem fram fór í Öskju í gær. Meðal gesta voru fylkingarinnar, Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur BSRB, Margrét Margeirsdóttir, formaður LEB maður BSRB, Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður og Árni Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmd Skattar og skerð eyðileggja ávinn af lífeyrisgreið Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is : 2+     #    *2&, &$  $3  *2  $3 % ,4%$  $3 &$+ ,%2&,, 5 $%,7 8$$ "%2$8  "%2$8  &$&% 5 ,*%99(12 $                  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.