Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ATLI Gíslason, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hyggst í dag leggja fram tillögu á Alþingi þess efnis að skerð- ingarmörk vaxtabóta vegna álagn- ingar fyrir árið 2006 verði hækkuð um tæp 40%. Atli segir þetta miðað út frá þeirri um 35% hækkun sem orðið hafi á fasteignamati íbúða á Stór-Reykjavíkursvæðinu í fyrra og verðbólgu sem hafi verið í kringum 4%. Nægur tími verði til þess þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir þinghlé að leiðrétta þetta fyrir álagningu ársins 2006. Í umræðum sem urðu á Alþingi í fyrradag um frumvarp ríkisstjórnar- innar um breytingar á tekju- og eignaskatti fyrirtækja vék Atli að stöðu einstaklinga og heimila. Atli segir frumvarpið lagt fram til þess að jafna sveiflur við útreikninga á tekjuskatti af gengishagnaði og sé einkum miðað við hagsmuni sjávar- útvegsfyrirtækja. „Við lögðumst ekki gegn því en mér finnst líka að leiðrétta eigi það tap sem einstak- lingar og heimili hafa orðið fyrir,“ segir Atli. „Ég sá það fyrir haustið 2004 þeg- ar íbúðir byrjuðu að hækka verulega að það myndi leiða til hækkaðs fast- eignamats og hærri fasteignagjalda fyrir árið 2006. Ennfremur að vaxta- bætur gætu skerst verulega eða fall- ið niður vegna hækkana á fasteigna- mati,“ segir hann. Atli nefnir sem dæmi að tveggja barna einstæð móð- ir og íbúðareigandi sem í fyrra fékk 207.140 krónur í vaxtabætur, fái eng- ar bætur í ár „vegna þess að skerð- ingarmörkin hafa ekki fylgt því sem ég kalla eignaverðbólgu“, segir Atli. Munar um „að missa 200 þúsund krónur úr pyngjunni“ Atli segir að um sé að ræða hags- munamál fyrir þúsundir einstak- linga, einkum fyrir ungt fólk sem sé að kaupa sína fyrstu íbúð. Þessi hóp- ur reikni með vaxtabótunum og hann muni um „að missa 200 þúsund krón- ur úr pyngjunni.“ Atli segir að sú staða sem uppi er hafi verið fyrirsjáanleg og hafi hann vakið athygli á málinu á vorþingi í fyrra. „Þá sagði fyrrverandi félags- málaráðherra að sér væri ekki að skapi að breyta þessu,“ segir Atli. Spurður hvort hann eigi von á að til- laga hans fái góðan hljómgrunn nú segir Atli að þingmenn úr ríkis- stjórnarflokkunum viðurkenni að þær tölur sem hann hefur birt séu réttar. „Ég kalla þetta pennastriks- útstrikun á vaxtabótum og það er hægt að leiðrétta þetta með einu pennastriki líka. Ég trúi ekki öðru en það verði gert vegna þess að Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjavík boðar fjölskylduvæna stefnu. Þetta er fjöl- skyldufjandsamlegt ef þetta verður ekki leiðrétt,“ segir Atli. Skerðingarmörk vaxta- bóta verði hækkuð Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is bjóða börn allstaðar að úr heim- inum velkomin til Reykjavíkur til að taka þátt á leikunum. Keppendur frá 30 löndum Keppt verður í sjö íþróttagrein- um; badminton, frjálsum íþróttum. golfi, handbolta, júdó, knattspyrnu og sundi; en leikarnir munu fara fram dagana 20.-25. júní á næsta ári. Reiknar undirbúningsnefndin með því að ungmenni frá um 30 löndum muni keppa á leikunum. Á leikunum er jafnan mikið lagt upp úr því að þátttakendur kynnist jafn- öldrum sínum frá öðrum þjóðum og skemmti sér á heilbrigðan hátt, og verður því viðamikil dagskrá skipu- lögð í kringum leikana, sem mun enda með stórri skemmtun í Laug- ardalnum. Þó Reykjavíkurborg standi fyrir leikunum sagði Guðni ljóst að ung- menni víðar að af landinu muni taka þátt. Alþjóðaleikar ungmenna fara fram í Bangkok í Taílandi í ár, og fer íslenskt lið þangað til keppni í ágúst. ALÞJÓÐALEIKAR ungmenna verða haldnir í Reykjavík sumarið 2007, og er von á um 1.500 erlend- um gestum hingað til lands í tengslum við leikana. Skrifað var undir samninga milli Reykjavík- urborgar og fulltrúa Alþjóðaleika ungmenna (ICG) í frjálsíþróttahús- inu í Laugardal í gær. „Alþjóðaleikar ungmenna eru eins og Ólympíuleikarnir fyrir börn á aldrinum 12-15 ára,“ sagði Tors- ten Rasch, forseti ICG, en samtökin eru þau einu í heiminum sem standa fyrir leikum fyrir ungmenni af þessu tagi sem eru viðurkenndir af Alþjóða ólympíusambandinu. Guðni Bergsson, formaður und- irbúningsnefndar leikanna, upplýsti við athöfnina í gær að Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður og íþróttamaður ársins, hefði sam- þykkt að vera sérstakur verndari leikanna. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, skrifaði undir samn- inginn fyrir hönd Reykjavík- urborgar í gær, og sagðist hún Alþjóðaleikar ungmenna haldnir í Reykjavík 2007 Morgunblaðið/Ásdís Skrifað var undir samninga um Alþjóðaleika ungmenna í gær, en viðstaddir voru fulltrúar allra sjö íþróttagreinanna sem keppt verður í, sem eru (f.h.) handknattleikur, badminton, golf, knattspyrna, júdó, frjálsar íþróttir og sund. Eiður Smári Guðjohnsen verður sérstakur verndari leikanna Bandaríkjamanna þurfa íslensk stjórnvöld meðal annars að gera ráðstafanir til að taka yfir þá starfsemi og þann rekstur Kefla- víkurflugvallar sem Bandaríkja- menn hafa annast hingað til.“ Sérstök lög um Flugmálastjórn Flugmálastjórn Keflavíkurflug- vallar hefur um áratugaskeið ann- ast umsjón og rekstur Keflavík- urflugvallar. Hún starfar á grundvelli reglugerðar frá árinu 1964 sem á sér stoð í lögum nr. 110/1951, um lagagildi varnar- samningsins milli Íslands og Í FRUMVARPI sem utanríkisráð- herra hefur lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir því að Flugmála- stjórn Keflavíkurflugvallar taki yf- ir þau flugtengdu verkefni sem hingað til hafa verið á hendi Bandaríkjahers, s.s. slökkviliðið og rekstur flugbrauta og mannvirkja og kerfa sem tengjast flugvellin- um. Talið er að árlegur rekstr- arkostnaður þessara verkefna nemi um 1,4 milljörðum króna. Starfsmenn Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar eru nú um 62 en verða um 200 nái frumvarpið fram að ganga. Í bráðabirgða- ákvæði frumvarpsins er veitt heimild til að ráða, án auglýsingar, þá starfsmenn varnarliðsins, sem nauðsynlegir eru til að tryggja áframhaldandi snurðulausan rekst- ur Keflavíkurflugvallar, eins og segir í skýringum frumvarpsins. Þar segir að frumvarpið sé sam- ið í utanríkisráðuneytinu, vegna þeirrar ákvörðunar bandarískra stjórnvalda að draga stórlega úr starfsemi Bandaríkjahers á Kefla- víkurflugvelli síðar á árinu. „Bandaríkjamenn hafa sagt upp öllum íslenskum starfsmönnum sínum á Keflavíkurflugvelli og lýk- ur ráðningarsamningum þeirra starfsmanna sem lengstan upp- sagnarfrest hafa 30. september 2006,“ segir í athugasemdum frumvarpsins. „Vegna framan- greindra fyrirætlana og aðgerða Bandaríkjanna. Með frumvarpi ut- anríkisráðherra er hins vegar ver- ið að setja sérstök lög um starf- semi stofnunarinnar. Í því er sömuleiðis gert ráð fyrir því að hún yfirtaki „þau flugtengdu verk- efni sem Bandaríkjamenn hafa hingað til annast á Keflavíkurflug- velli á grundvelli ákvæða varnar- samningsins,“ eins og segir í at- hugasemdum frumvarpsins. Gert er ráð fyrir því að ráðherra mæli fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag og að því verði síðan vísað til nefndar. Í frumvarpinu er miðað við að það öðlist gildi hinn 1. júní nk. Tekur yfir verkefni varn- arliðsins á flugvellinum Útgjöld ríkissjóðs munu aukast um 1,4 milljarða á ári Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Morgunblaðið/RAX Hún tók þó fram að 300 ný hjúkr- unarrými hefðu verið byggð á síðustu tveimur árum. Þau hefði kostað 4,5 milljarða í byggingu, og 1,5 milljarða í rekstri. „Þannig að það er búið að byggja verulega upp á síðkastið,“ sagði hún en bætti því við að „líklega værum við með fólk í of dýrum úr- ræðum“. Ekki væri hentugt að eldri borgarar væru á spítala þegar þeir gætu verið í hjúkrunarrými og að eldri borgarar væru í hjúkrunarrými þegar þeir gætu verið heima. Hún sagði ennfremur að endurskoða þyrfti vistunar- matið. Þá sagði hún að einungis þriðjungur þeirra hjúkrun- arrýma sem losn- aði færi til spítal- ans, en það væri of lítið. Jón Kristjáns- son félagsmála- ráðherra sagði vegna orða Ingibjargar Sólrúnar að þau hefðu skrifað undir viljayfirlýs- ingu um uppbyggingu hjúkrunar- rýma. „Síðar um haustið var samið við samtök eldri borgara um heima- hjúkrun og uppbyggingu hjúkrunar- rýma,“ sagði hann og hélt áfram. „Við fórum yfir það samkomulag eft- ir tvö ár og við það var fullkomlega staðið og undirskrifað af öllum. Ég vil láta þetta koma fram hér. Þrjú hundruð og eitthvað milljónir sem eru á biðreikningi eru vegna þess að í Sogamýrinni stendur yfir stórfram- kvæmd sem er sameiginleg fram- kvæmd ríkis og borgar þannig að það styttist mjög í að borga þurfi þessar þrjú hundruð milljónir.“ LÍKLEGA er um kerfislægan vanda að ræða, sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi í fyrra- dag, er rædd var bið aldraðra sjúk- linga á Landspítala – háskólasjúkra- húsi (LSH) eftir hjúkrunarrýmum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, gerði árs- skýrslu LSH að umtalsefni í upphafi þingfundar, en þar kemur m.a. fram að 42 einstaklingar hafi látist á spít- alanum á síðasta ári, á meðan þeir biðu eftir hjúkrunarrými. Sumir þeirra hefðu beðið í marga mánuði. Ingibjörg Sól- rún sagði að ástæðan fyrir þessari bið væri sú að hjúkrunar- rými hefðu ekki verið byggð í samræmi við þörfina. Hún rifj- aði upp að hún hefði í borgarstjó- ratíð sinni gert samkomulag við þáverandi heilbrigð- isráðherra, Jón Kristjánsson, um uppbyggingu hjúkrunarrýma í borg- inni. Hún sagði að við það samkomu- lag hefði ekki verið staðið að fullu. Þrjár lóðir biðu eftir uppbyggingu og sömuleiðis um 360 milljónir inni á biðreikningi borgarinnar, til að greiða fyrir uppbyggingunni. Siv Friðleifsdóttir varð til and- svara og sagði: „Að mínu mati er lík- lega um kerfislægan galla að ræða varðandi þá þjónustu sem við erum að bjóða upp á fyrir aldraða. Ég tel að bæði sveitarfélögin, sem bera ábyrgð á félagsþjónustu sveitarfé- laga og ríkið, sem ber ábyrgð á heimahjúkrun, þurfi að gera betur.“ Kerfislægur vandi segir ráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.