Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í MAÍ Krónan Gildir 04. maí–07. maí verð nú verð áður mælie. verð Krónu krydduð lambasteik .................... 1.119 1.598 1.119 kr. kg Krónu kjúklingur, blandaðir bitar............ 299 399 299 kr. kg Krónu þurrkr. gríshnakkasneiðar ............ 1.154 1.649 1.154 kr. kg Krónu þurrkr. svínakótilettur .................. 1.189 1.698 1.189 kr. kg Gríms fiskibollur, 550 g ........................ 299 398 544 kr. kg Gríms fiskibuff ..................................... 599 877 599 kr. kg Shop Rite álpappír, 37,5 ft ................... 172 229 172 kr. pk. Shop Rite samlokupokar ...................... 157 209 157 kr. pk. Shop Rite plastfilma, 100 ft.................. 157 209 157 kr. pk. Bónus Gildir 03. maí–07. maí verð nú verð áður mælie. verð Frosinn folaldaframpartur ..................... 499 0 499 kr. kg KF léttreyktar lambakótilettur ................ 1.499 0 1.499 kr. kg Bónus eldhúsrúllur, xl, 3 stk. ................. 298 0 99 kr. stk. Bónus fetaostur, 250 g, í gleri ............... 199 0 796 kr. kg Bónus grill svínalærissneiðar ................ 899 1.398 899 kr. kg Bóinus grill svínahnakkasneiðar ............ 899 1.398 899 kr. kg KS frosin lambasvið ............................. 398 498 398 kr. kg Túnfiskur, frosinn, 250 g ....................... 99 199 396 kr. kg Lúðuhausar, frosnir .............................. 129 0 129 kr. kg Hagkaup Gildir 04. maí–07. maí verð nú verð áður mælie. verð Innfluttar kjúlingabringur ...................... 1.699 1.899 1.887 kr. kg Gourmet lambaofnsteik m/rauðvínsblæ. 1.019 1.698 1.019 kr. kg Lambainnralæri úr kjötborði.................. 2.556 3.195 2.556 kr. kg Lambagrillpinnar úr kjötborði ................ 2.198 2.698 2.198 kr. kg Chicago T. pitsur m/osti ....................... 99 349 396 kr. kg Chicago T. pitsur mexíkó ....................... 99 349 396 kr. kg Chicago T. pitsur m/pepperoni .............. 99 349 396 kr. kg Nóatún Gildir 04. maí–07. maí verð nú verð áður mælie. verð Lambafille m/fiturönd .......................... 2.998 3.498 2.998 kr. kg Nautafille í rauðv/pipar marineringu ...... 2.998 3.298 2.998 kr. kg Grísakótilettur, úrbeinaðar .................... 1.698 2.298 1.698 kr. kg Móa kjúklingaleggir, magnpakkning....... 389 599 389 kr. kg Spergilkál / brokkolí............................. 299 419 299 kr. kg Spínat Náttúra, 300 g .......................... 249 349 830 kr. kg Melónur, vatns, rauðar.......................... 129 175 129 kr. kg J.W. túnfiskur í vatni/olíu, 3 pk, 240 g ... 199 299 829 kr. kg Bergen hnetusmj/súkk.hn.smj.kex 200g 79 98 395 kr. kg Bergen heslihnetu/kókoshn. kex 200 g.. 79 98 395 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 04. maí–07. maí verð nú verð áður mælie. verð Gourmet hunangsgrís ........................... 1.189 1.724 1.189 kr. kg Gourmet lambalæri, villikryddað............ 1.293 1.874 1.293 kr. kg Borg. lambagrillkótilettur, þurrkrydd. ...... 1.521 2.173 1.521 kr. kg Borg. helgarlamb m/sérv. kryddi ........... 1.259 1.799 1.259 kr. kg Kjúkl.læri, magnkaup ........................... 389 599 389 kr. kg Kjúkl.vængir, magnkaup ....................... 194 299 194 kr. kg Pepsi Maxm 2 l .................................... 149 212 75 kr. ltr Náttúra appelsínusafi, 1 l ..................... 89 137 89 kr. ltr Þín verslun Gildir 04. maí–10. maí verð nú verð áður mælie. verð Grísakótilettur, djúpkryddaðar ............... 1.267 1.689 1.267 kr. kg Borgarnesbjúgu ................................... 439 584 439 kr. kg Kindakæfa, 200 g................................ 183 282 915 kr. kg Mills kavíar, 190 g ............................... 199 259 1.047 kr. kg Mills kavíar, osta, 170 g ....................... 199 259 1.171 kr. kg Keebler Townhouse saltkex, 453 g......... 189 229 417 kr. kg Hunangsgrís og lúðuhausar  HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is Ég get varla kallað það að eldaþegar ég sýð saman hrað-pastarétti og spæli mér egg, enþað er helst það sem ég geri, ég er ekki í neinni stórmatreiðslu,“ svarar Kristján Hrafn Guðmundsson þegar hann er spurður út í það hvort hann eldi mikið. Kristján hefur nýhafið sambúð en segist þó ekki elda meira þrátt fyrir það. „Ég hef bara ekki kunnáttuna til að elda en ég bind miklar vonir við unnustu mína, Heiðrúnu Grétarsdóttur, hún er mikill meist- arakokkur og ég vona að hún eigi eftir að bjargi mér frá hor og kenna mér að elda. En ég er búinn að tala um það núna í nokkur ár að fara á matreiðslunámskeið og það kemur vonandi að því.“ Kristján viðurkennir að hann fái meira af almennilegum máltíðum nú en þegar hann lifði piparsveinalífinu. „Mötuneytið í vinnunni bjargaði mér reyndar áður fyrr frá því að fá ekki nógu fjölbreytta fæðu, þar fékk ég minn skammt af heitum mat. En annars borða ég alls ekki óhollt.“ Vanafastur á búðir Innkaupavenjur Kristjáns eru nokkuð hefðbundnar. „Ég fer í Bónus í Kringl- unni um tvisvar í mánuði og fylli þá marga poka. Svo þegar það vantar eitt- hvað smálegt, eins og mjólk og skyr, fer ég í 10–11 í Lágmúla eða 11–11 á Skúla- götu. Ég kann inn á þessar búðir og því fer ég í þær, í þeim veit ég hvar hlutirnir eru og þarf ekkert að labba í marga hringi til að finna þá eins og gerist stund- um þegar ég fer í aðrar búðir,“ segir Kristján og viðurkennir að hann sé vana- fastur á búðir. „Ég fer ekki eftir neinum sérstökum innkaupavenjum. Fyrst eftir að ég flutti að heiman fór ég alltaf með innkaupalista út í búð en núna er ég bara með þetta í hausnum og veit hvað vant- ar.“ Kristján segir sig ekki vera matvand- ann og borðar nánast allt nema lifur, gell- ur og hnetur. „Uppáhaldsmaturinn minn er svínahamborgarhryggurinn á jólunum, með sósunni sem mamma og amma gera. Það spilar örugglega inn í að ég fæ þenn- an mat svo sjaldan en mér finnst ég kom- inn til paradísar þegar ég borða hann. Fyrir utan jólamatinn eru kjúklingaréttir í uppáhaldi. Mamma er dugleg að elda og ég ólst upp við góðan mat. Ég fer alltaf við og við í mat til hennar og fæ þá hefð- bundinn heimilismat.“ Rétturinn sem Kristján gefur hér les- endum uppskrift að er í miklu uppáhaldi hjá honum en hann viðurkennir þó að hafa aldrei eldað hann sjálfur. „En áður en sumarið er úti stefni ég á að geta eldað þennan rétt blindandi með vinstri hendi,“ segir Kristján að lokum og hlær.  MATUR | Kristján Hrafn Guðmundsson segist ekki vera matvandur Borðar allt nema lifur, gellur og hnetur Morgunblaðið/Ásdís Allskonar kjúklingaréttir eru í miklu uppá- haldi hjá Kristjáni Hrafni. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Kjúklingur með mangó chutney, hvítlauk og karrí 4 kjúklingabringur ½ l matreiðslurjómi 1 krukka sweet mangó chutney 3 hvítlauksrif svartur pipar cayenne pipar indverskt karrý 1 kjúklingateningur Kryddið kjúklingabringurnar með karríi, svörtum pipar og cayenne pip- ar. Steikið þær á pönnu svo þær brúnist vel. Færið bringurnar af pönnunni. Bætið olíu á pönnuna og hitið hvít- laukinn á henni (passa vel að hvítlauk- urinn brenni ekki). Hellið rjómanum út á ásamt mangó chutneyinu. Bætið við einni matskeið af karríi og einum kjúklingateningi ásamt örlitlu vatni. Látið malla og smakkið til, hægt er að bæta svörtum pipar og cayenne pipar við eftir smekk. Setjið kjúk- lingabringurnar út í sósuna og látið sjóða í 15–20 mín. Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.