Morgunblaðið - 04.05.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 04.05.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 31 MINNINGAR sterk í minningunni. Nú er hún far- in, farin á stað þar sem er eilíft líf, engin sorg eða strit. Einungis gleði, friður og fögnuður. Stoltið skein úr augum hennar þegar hún fékk í fang sér fyrsta ömmubarnið og ekki varð stoltið minna er hún fimm árum seinna fékk alnöfnu. Elsku Rósi og Petra, þið hafið misst mikið, ömmu sem var alltaf til fyrir ykkur. Tónlistin var sterk í hennar lífi. Svarta bókin góða sem geymdi alla fallegu textana hennar, þvílíkar ger- semar. Magnþrungnir og djúpir til- finningatextar. Er augun fönguðu hvert ljóðið af öðru gleymdist bæði staður og stund. Ófáar stundirnar áttum við við píanóið, sungum mikið og veltum tónlistinni fyrir okkur. „Mamma, mig langar svo til að bjóða ömmu til okkar á gamlárs- kvöld, má ég það?“ Það var svo meira en sjálfsagt að þær fengju að eiga saman áramót alnöfnurnar. Það voru hamingjuslög sem slógu í brjóstum þeirra þá. Alltaf var mikill kærleikur á milli okkar Sifu þótt minni tengsl hafi verið seinni árin. En minningin lifir um mikla og kær- leiksríka konu. Það er þakklæti og tregi í huga er ég nú kveð. Elsku Rósi og Petra, ég bið Drottin að styrkja ykkur og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð. Guð geymi ykkur öll. Rannveig M. Stefánsdóttir. Elsku hjartans amma mín. Með söknuð í hjarta kveð ég þig. Það eru margar minningar sem streyma um hugann þessa dagana. Það var alltaf gott að koma til ömmu í Reykjavík. Ég man þegar við röltum í JL- húsið og á leiðinni heim tíndi ég hvítu blómin sem voru gul í miðj- unni, þú settir þau í blómapott og þau lifðu í nokkra daga, þegar þau dóu fór ég bara og tíndi fleiri. Þegar ég fékk að fara í fyrsta skiptið ein í búðina, ég þurfti að muna eftir stóra lýsismerkinu, þar átti ég að beygja til vinstri, til að rata heim aftur. Þær voru ófáar ferðirnar í sumarbú- staðinn, það var alltaf nóg að gera þar. Allar lönguvitleysurnar sem við spiluðum og rafmagnstaflið þitt sem ég skildi aldrei almennilega hvernig virkaði. Allar sögurnar sem þú hef- ur sagt mér frá því þegar ég var lít- il, þú breyttir alltaf röddinni þegar þú varst að segja eitthvað sem ég hafði sagt. Þegar ég og Björgvin Máni kom- um í heimsókn til þín í desember sl. hringdi ég á undan mér, þér fannst það svo sniðugt að rétt áður en sím- inn hringdi heyrðirðu barnarödd við rúmið þitt hvísla að þér „amma“, þú varst alveg viss um að það væri ver- ið að láta þig vita að við værum á leiðinni. Þegar ég sýndi Björgvini Mána kristallana á ljósakrónunni sagðirðu að hann væri alveg eins og ég, að reyna að ná regnbogunum á veggnum. Þú sagðir mér fyrir nokkrum árum að þig hefði dreymt lítinn ljóshærðan dreng, u.þ.b. ári seinna eignaðist ég Björgvin Mána, þú sagðir við mig síðast þegar ég kom til þín að þetta væri litli ljós- hærði drengurinn sem þig hafði dreymt. Takk elsku amma mín fyrir allt. Þín nafna Sigurveig Petra. Ég sé þig koma svífandi yfir sæinn í sunnanátt með léttum vængjaþyt. Brátt mun hlýna birta kringum bæinn bráðna klakinn, jörðin skipta um lit. Brátt mun vaxa blóm í hverju beði birki og askur rísa af vetrarblund. Allt það sem er ungt og þráir gleði mun elska þig og tigna hverja stund. Þú vornótt bjarta búin perlum daggar sem breiðir væng þinn yfir land og haf. Í blundi hverju barni hljótt þú vaggar og blessar allt sem lífið fegurst gaf. Brátt mun vaxa blóm í hverju beði birki og askur rísa af vetrarblund. Allt það sem er ungt og þráir gleði mun elska þig og tigna hverja stund. (Brynja Bjarnadóttir.) Þessi texti er við lag Sigurbjargar Petru, Vor, og á vel við er við ætt- ingjar og vinir kveðjum með trega tvíburasystur mína, Sigurbjörgu Petru. Hún var vart meira en níu eða tíu ára er hún stóð fremst á sviði og söng einsöng með stúlknakór Raufarhafnar, Trúðu á tvennt í heimi. Bernskan leið eins og gengur bæði með sorg og gleði. Í bernsku var tónlistin í hávegum höfð á heim- ili okkar, ekki síst er við vorum hjá afa og ömmu í Ormarslóni. Þar voru föðurbræður okkar, Jóhann og Þor- steinn, orðnir þekktir harmoniku- spilarar. Sifa, eins og hún var oftast kölluð, fór ung að heiman til Reykjavíkur í tónlistarskóla. Reykjavíkurferðin hefur varað síðan, því þar kynntist hún eiginmanni sínum, Rósenberg. Þau eignuðust fimm börn, svo nóg var að gera við dagleg störf. Samt gaf hún sér alltaf tíma til að setjast við píanóið og hripa niður, ef ein- hver laglína kom upp í hugann. Ég held að vart hafi verið hægt að hugsa sér ljúfari konu en Sifu, sem öllum vildi gott gera. Allt sitt líf var hún í því að skemmta fólki. Í fjöl- skylduboðum sat hún við píanóið og spilaði og söng og allir tóku undir. Er dansinn byrjaði var harmonikan tekin fram og danslögin spiluð af fingrum fram. Systir mín var ekki heilsuhraust og lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um hana. Samt fann hún alltaf stundir til að sinna hugðarefni sínu, tónlistinni. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fylgjast með er hún var að velja lögin sín á geisladiskinn Kvöldgeisla sem kom út ekki alls fyrir löngu. Ég vil þakka öllu því góða listafólki sem aðstoðaði hana við útgáfu hans. Það er ómetanlegt fyrir okkur ættingjana að eiga þessa fallegu minningu. Til margra ára hefur Sifa verið í sambúð með Sigurði Guðmundssyni sem alltaf stóð við bakið á henni í því sem hún tók sér fyrir hendur og reyndist henni í alla staði vel. Hafi hann þökk fyrir það. Sifa náði því ekki að verða sjötug en ég veit að englakórinn hefur sungið fyrir hana á afmælisdaginn. Ég vil votta Sig- urði, börnum hennar og venslafólki samúð mína. Vertu sæl elsku systir og hafðu þökk fyrir allt. Halldóra. Kæra Sigurbjörg. Mikið er ég fegin að ég fékk að kynnast þér hérna á Flyðrugranda 16, af því að ég er orðin ríkari af því að þekkja gæskuna sem þú úthelltir yfir allt og alla nálægt þér. Við bjuggum á sömu hæð og ég kynntist þér fljótt eftir að ég flutti hingað. Íbúðin ykkar Sigurðar er svo falleg, með bókum, málverkum, myndastyttum, skrautlegum vösum frá því hann var í siglingum, og það ljómaði af hlýja persónuleikanum þínum sem tók á móti manni undir- eins. Og svo var það þessi hljóm- þýða rödd þín og hve gaman var að spjalla við þig. Þú varst alltaf bros- mild og þekktir flest sem gat komið fyrir í lífinu. Listin þín var hljóm- listin, að búa til lög, að spila á org- elið, hljómborðið og söngurinn. Og svo þegar þú gafst út fyrsta geisla- diskinn þinn fyrir jólin, sama dag og ég gaf út bókina mína. Og við vorum báðar svo glaðar. Þú lánaðir mér hljómborðið þitt í veisluna hjá mér. Þín veisla var yndisleg á heimilinu á Vesturgötu, þar sem þú stjórnaðir kórnum. Þar voru ættingjar þínir, vinir og hljómlistarfólk samankom- ið. Einu sinni fórum við á tónlist- arskemmtun saman og þar hittir þú aðra tónsmiði og varst glöð meðal jafningja. Það var gott að vera á heimili ykkar hjónanna og spjalla saman, syngja dægurlög eða sálma, spá í spil, ræða málin og drekka kaffi. Tíminn gleymdist hjá þér. Þú veiktist í bakinu í vetur og lást í marga mánuði í rúminu heima. Ég kom oft inn til þín og alltaf varstu jafn góð, blíð og hógvær og kvart- aðir ekki mikið. Lánaðir mér nótur eftir að ég fékk hljómborð sjálf. Síð- an fórstu á spítalann. Ég varð svo hissa þegar þú varst farin, fannst allt í einu hæðin vera svo tóm án þín, en ég var alveg viss um að þú kæmir aftur. Við vorum búnar að hlakka til þegar þú kæmir heim í vor og færir að ganga meira. Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villst af leið. Ó, faðir, gjör mig styrkan staf að styðja hvern sem þarf, uns allt það pund, sem Guð mér gaf, ég gef sem bróðurarf. (Matthías Jochumsson.) Þessi sálmur lýsir þér svo vel, kæra vinkona, megi algóður Guð umfaðma þig með englum sínum þar sem þú ert núna laus við allar kvalir á himnunum hjá honum og hjá föður þínum og móður þinni og öllum ætt- ingjum og vinum, þín Þóra Benediktsson.  Fleiri minningargreinar um Sigurbjörgu Petru Hólmgríms- dóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Dóra Guðmundsdóttir, Arn- hildur Valgarðsdóttir, Kvennakór- inn Glæður, Edda I. Margeirsdóttir formaður, Pálmi Matthíasson. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, fósturdóttir, systir og mágkona, JÓHANNA HELGA HAFSTEINSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Birkihlíð 42, mánudaginn 1. maí. Útför fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 8. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Gustav Pétursson, Katrín Valgerður Gustavsdóttir, Salvör Jóhannesdóttir, Hafsteinn Númason, Magnús Einarsson, Berglind María Kristjánsdóttir, Valgerður Björg Hafsteinsdóttir, Ólafur Brynjar Bjarkason, Nína Salvarardóttir, Íris Hrefna Hafsteinsdóttir, Birta Hlín Hafsteinsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar og stjúpfaðir, VALDIMAR GUÐMUNDSSON, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 27. apríl. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum 6. maí kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Eydal. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og bróðir, HAFSTEINN HERMANNÍUSSON, andaðist á heimili sínu mánudaginn 1. maí. Útförin verður auglýst síðar. Sóley Hafsteinsdóttir, Sigurbjörn Hilmarsson, Hreinn Marinó Hafsteinsson, Hafdís Björk Jónsdóttir, Ásbjörn Skarphéðinsson, Valgeir Reynisson, Karen Lind Þrastardóttir, barnabörn og systkini. Elskuleg kona mín, móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, Ægisíðu 44, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 2. maí. Einar Baldvin Pálsson, Sigríður Einarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Páll Einarsson, Ingibjörg Briem, Baldvin Einarsson, Sigrún Steingrímsdóttir, Árni Einarsson, Unnur Þóra Jökulsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GÍSLASON, Faxabraut 13, Keflavík, lést á heimili sínu mánudaginn 1. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hallmann S. Sigurðarson, Aðalheiður H. Júlíusdóttir, Margrét R. Sigurðardóttir, Þorsteinn V. Konráðsson, Ráðhildur Á. Sigurðardóttir, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Gísli Sigurðarson, Árný Dalrós Njálsdóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Sigurður Sigurðarson, Halldóra K. Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, STEFÁN KARLSSON handritafræðingur, er látinn. Steinunn Stefánsdóttir, Arthur Morthens, Helga, Anna og Halla Tryggvadætur. Ástkær dóttir, fósturdóttir, systir, mágkona og elskuleg frænka, LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Birkilundi 18, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar að morgni mánudagsins 1. maí. Útförin fer fram frá Akureyr- arkirkju mánudaginn 8. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Kristjana Kristjánsdóttir, Birgir Laxdal, Guðmundur Örn Njálsson, Guðrún Birna Jóhannsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurður Áki Eðvaldsson, Anný Rós Guðmundsdóttir, Birkir Freyr Stefánsson, Katrín Lind Guðmundsdóttir, Jóhann Eyþórsson, Dagný Guðmundsdóttir og litlu frænd- og fóstursystkinin. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.