Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Óskum eftir járniðnaðarmönnum við vinnu úr svörtu og ryðfríu stáli á virkjanasvæði Orku- veitu Reykjavíkur og í smiðju. Upplýsingar í síma 693 5454 - 693 5455. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Það er gott að búa í Kópavogi Sjálfstæðisfélag Kópavogs Opið hús Ágætu Kópavogsbúar, opið hús verður laug- ardaginn 6. maí 2006 milli kl. 10 og 12 í Hlíða- smára 19. Allir velkomnir. Dagskrá: Ármann Kr. Ólafsson forseti bæjarstjórnar , sem skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins fyrir komandi sveitarstjórn- arkosningar fjallar um skólamál og bæjarmálefnin almennt. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Læknafélag Reykjavíkur Tilvísanir á heilbrigðis- þjónustu: Staða og þróun Framhaldsaðalfundur Læknafélags Reykjavíkur fimmtudaginn 4. maí 2006 kl. 20.00 í Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Dagskrá: 1) Kosning formanns. 2) Önnur mál: Tilvísanir á heilbrigðisþjónustu: staða og þróun. Stjórnin. Aðalfundur Baðfélags Mývatnssveitar hf. verður haldinn í Hótel Reynihlíð fimmtudaginn 18. maí nk. og hefst hann kl. 14.00. Á dagskrá aðalfundar eru venjuleg aðalfundar- störf samkvæmt samþykktum félagsins. Fyrir fundinum munu liggja tillögur um breytingar á samþykktum félagsins og einnig tillaga stjórnar um að auka hlutafé. Ársreikningur félagsins og skýrsla stjórnar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund, hluthöfum til sýnis. Stjórn Baðfélags Mývatnssveitar. Aðalfundur Heilsuhringsins 2006 verður haldinn þriðjudaginn 9. maí kl. 20 í Odda, stofu 101, Háskóla Íslands. Að loknum aðalfundarstörfum kl. 20.30 verður fyrirlestur. Fyrirlesari er Sigmundur Guðbjarnarson prófessor, „hvernig virka náttúruefni úr lækningajurtum.“ Aðgangur er ókeypis. — Allir velkomnir. Stjórnin. Aðalfundur Domus Medica ehf. Fimmtudaginn 11. maí 2006 verður aðalfundur Domus Medica ehf. haldinn í kaffiteríu í and- dyri Domus Medica. Fundurinn hefst kl. 18:00. Dagskrá er samkvæmt grein 4.4 í samþykktum félagsins. Dagskrá skv. samþykktum félagsins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár. 2. Rekstrar- og efnahagsreikningur ársins 2005 ásamt greinargerð endurskoðanda lagðir fram til staðfestingar. 3. Tillögur til lagabreytinga, sem löglega eru fram bornar. 4. Kosning stjórnar, sbr. grein 5.1. 5. Kosning endurskoðanda sbr. grein 7.2. 6. Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnar- manna. 7. Tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 8. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs eða fram- lög í varasjóð. 9. Önnur mál. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Suðurgata 28, fastanr. 213-0874, þingl. eig. Haraldur Björnsson og Ólafía I. S. Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 8. maí 2006 kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 3.maí 2006. Guðgeir Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.