Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 17
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Grindavík | „Ég missti úr nokkur
ár en mér hefur aldrei liðið jafn vel
og núna,“ segir Helgi Einar Harð-
arson, sem tvisvar hefur gengist
undir hjartaígræðslu og fengið nýra
að auki. Hann hefur verið áhuga-
maður um hesta frá unga aldri og
lætur nú drauminn um að starfa
sjálfstætt að ferðaþjónustu rætast.
Hann er að opna hestaleigu í
Grindavík og undirbýr opnun veit-
ingahúss í nágrenni hesthúsahverf-
isins síðar í sumar.
„Ég hef haft mikinn áhuga á hest-
um frá unga aldri. Eignaðist minn
fyrsta hest þegar ég var barn og
hann er enn við hestaheilsu, 26
vetra gamall,“ segir Helgi Einar.
Alvarleg veikindi Helga Einars
sem þjóðin fylgdist með settu auð-
vitað strik í reikninginn svo hann
missti mikið úr í áhugamálum og
vinnu. Hann gekk í gegnum hjarta-
skiptaaðgerð í London á árinu 1989
og átti nokkur góð ár eftir það. En
þurfti síðan að fá nýtt hjarta og
aukanýra og gekkst undir þá aðgerð
í Gautaborg á árinu 2004. „Þetta
hefur gengið ljómandi vel síðan og í
raun farið fram úr björtustu vonum.
Heilsan og lífið hefur smám saman
færst í eðlilegt horf,“ segir Helgi
Einar. „Ég er orðinn þrjátíu og
þriggja ára gamall og hef aldrei haft
meira þrek en nú,“ segir hann.
Helgi Einar hefur unnið hjá fisk-
vinnslufyrirtækinu Stakkavík í vet-
ur við akstur. En sífellt meiri tími
hefur farið í uppbyggingu fyrirtæk-
isins. „Ég hef oft fengið miklar og
stundum skrítnar hugmyndir. Þær
fá að njóta sín núna. Segja má að
langþráður draumur sé að rætast.“
Helgi Einar er annars vegar að
stofna hestaleigu í hesthúsahverfi
Grindvíkinga í Þórkötlustaðahverfi
og hins vegar að byggja upp veit-
ingastað í nágrenni hverfisins.
Hestaleigan verður opnuð fljótlega
en Helgi er í miðjum klíðum við
endurbyggingu húss fyrir veitinga-
staðinn svo að hann opnar ekki fyrr
en síðar í sumar.
Fórnaði ræktuninni
fyrir þæga hesta
Til þess að geta opnað hestaleigu
hefur Helgi Einar tekið í gegn hjá
sér hesthúsið og bætt þar aðstöðu
fyrir gesti og er að laga umhverfi
hússins. Hann var með vísi að
hrossaræktun og átti nokkur efnileg
hross. Hann hefur selt þau flest og
fengið í staðinn þæga og góða hesta
sem betur henta fyrir hestaleiguna.
Hann hefur hug á að bjóða gest-
um upp á hring um Hópsnesið. Þar
er riðið um hraungötur fram hjá
gömlum skipsflökum og höfninni.
Hann mun einnig bjóða lengri ferð-
ir, til dæmis út á Reykjanes, í Eld-
vörp og að Bláa lóninu, allt eftir því
hvað viðskiptavinirnir óska eftir.
Segir hann að það sé frábær reiðleið
út að Reykjanesvita. Ágætar reið-
leiðir eru út frá hesthúsahverfinu og
svo er Vegagerðin að undirbúa
lagningu reiðvegar frá Þorbirni og
út á Reykjanes.
„Reykjanesskaginn er falinn fjár-
sjóður fyrir hestamenn. Það halda
margir að þetta sé bara hraun sem
ekki sé ríðandi. En landslagið hér
er miklu fjölbreyttara en svo og ég
er viss um að hópar sem hafa farið í
hestaferðir um allt land eiga eftir að
uppgötva þetta svæði og leggja leið
sína hingað í auknum mæli,“ segir
Helgi Einar.
Fjölsótt hús
Helgi keypti afgreiðsluhúsið sem
notað var við Bláa lónið áður en
nýja heilsulindin var byggð. Fékk
lóð fyrir það á Leiti í Þórkötlustaða-
hverfi, í nágrenni hesthúsahverf-
isins, og er nú að endurbyggja það
og innrétta sem veitingastað. Húsið
stendur hátt og þaðan sést yfir
gamla bæinn í Grindavík, höfnina og
innsiglinguna og raunar langt suður
með strönd landsins í góðu skyggni.
Helgi Einar lætur byggja verönd
við húsið og hefur hug á að koma
upp samkomutjaldi til að auka
möguleikana. „Það fóru margir í
gegnum þetta hús þegar það stóð
við Bláa lónið. Ég læt mér duga
brot af þeim fjölda,“ segir Helgi
Einar.
Hann hyggst hafa það opið á
sumrin og bjóða upp á humar, síld,
lax og aðrar íslenskar veitingar.
Helgi er með réttindi til aksturs
hópferðabifreiða og hefur keypt
sextán manna fólksflutningabíl til
að nota við ferðaþjónustuna, bæði
til að sækja gesti hestaleigunnar og
bjóða upp á óvissuferðir af ýmsu
tagi.
Vakning í ferðamálum
Töluverð vakning virðist vera í
ferðamálum í Grindavík og stað-
festir Helgi Einar þá tilfinningu.
„Saltfisksetrið er að taka vel við sér
og einstaklingar eru að gera góða
hluti. Það fer ekki fram hjá manni
að ferðamenn keyra hérna töluvert í
gegn. Margir stoppa við höfnina
enda er oft mikið líf þar. Mér finnst
fólk vera samstiga í þessu og allir
tilbúnir að aðstoða hver annan. Svo
stendur bærinn vel við bakið á því
fólki sem að þessu vinnur,“ segir
Helgi Einar. Einn fjölsóttasti ferða-
mannastaður landsins, Bláa lónið,
er í sveitarfélaginu og vonast hann
til að stærri hluti gestanna þar hafi
áhuga á að koma við í Grindavík
þegar þjónustan eykst.
Helgi Einar leggur allt sitt undir
við uppbygginguna og gerir sér
grein fyrir því að það tekur nokk-
urn tíma að vinna svona starfsemi
sess. „Ég þarf eitt eða tvö ár til að
sanna mig. Ég mun leggja mig fram
um að gera þetta vel og með góðu
starfsfólki mun þetta ganga,“ segir
Helgi Einar Harðarson.
Helgi Einar Harðarson stofnar hestaleigu og undirbýr opnun veitingahúss á hesthúsasvæðinu
Hugmyndirn-
ar fá að njóta
sín núna
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Áhugamál og vinna Helgi Einar Harðarson hefur stundað hestamennsku frá unga aldri og nú hyggst hann vinna
við áhugamálið. Hann hefur þurft að fórna nokkrum gæðingsefnum fyrir þæga og góða fjölskylduhesta.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Grindavík | Verndun umhverfisins
á Suðurnesjum er mikilvæg fyrir
ferðaþjónustuna. Kom það fram á
ferðamálaráðstefnu Ferðamála-
samtaka Suðurnesja og Samtaka
sveitarfélaga sem haldin var í Eld-
borg í Svartsengi. Þannig vildi
Sigmar Eðvarðsson, formaður
bæjarráðs í Grindavík, að Hita-
veita Suðurnesja tæki sér tak í
umhverfismálum í ljósi þeirra
miklu virkjanaframkvæmda sem
framundan eru á svæðinu. Ekki
gæti gengið að eldrauðar leiðslur
lægju um allt svæði og loftlínur
eða dæluhús bæru fyrir augu
hvert sem litið væri.
Á ráðstefnunni voru flutt fimm
erindi auk þess sem fulltrúar
sveitarstjórna sátu fyrir svörum á
pallborði.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá Ferðamálasamtökunum um er-
indi Sigmars að hann hafi lagt
áherslu á að fleiri kæmu að rekstri
Reykjanesfólksvangs m.a. óháð
samtök eins og Ferðamálasamtök-
in. Bætt umgengni um fólkvanginn
væri algjör forsenda fyrir tilvist
hans sem fólkvangs. Utanslóða
akstur væri mikið vandamál og
slæm umgengni, t.d. væru hús og
skilti skotin í tætlur af skemmd-
arvörgum.
Kristján Pálsson, formaður FSS,
sagði frá gönguleiðaverkefni sam-
takanna sem gengur vel. Fyrir
sumarið verður búið að stika um
156 km af gönguleiðum, m.a.
Prestastíg milli Hafna og Grinda-
víkur, Ketilstíg við Krísuvík,
Hrauntungustíg frá Hrútagjá til
Hafnarfjarðar og Dalaleið frá
Krísuvík í Kaldársel.
Vilja að skotæfingasvæði
hersins verði hreinsuð
Fram kom sú krafa á fundinum
að skotæfingasvæði hersins á Suð-
urnesjum yrðu hreinsuð nú þegar.
Enn eru skilti uppi sem vara við
allri umferð um svæði eins og
Háabjalla, eitt af allra fallegustu
útivistarsvæðum Reykjanessins.
Umferð um stórmerkilega göngu-
stíga eins og Skófellaveg og Skips-
stíg sem eru 1.100 ára gamlar
þjóðleiðir eru bannaðar að hluta
vegna hættu á sprengjum. Fund-
armenn lýstu yfir hneykslan sinni
á þeim seinagangi sem utanrík-
isráðuneytið sýndi við lausn þessa
máls, segir í fréttatilkynningu.
Fram kom hjá Magneu Guð-
mundsdóttur, upplýsingafulltrúa
Bláa Lónsins, að á teikniborðinu
er bygging 200 rúma heilsuhótels
sem mun kosta um 3 milljarða í
byggingu. Það verður byggt inn í
Illahraunið við hlið baðstaðarins
eins og hann er í dag og mun ekki
sjást frá veginum. Ef af þessu
verður mun Bláa Lónið bæta við
sig 200 starfsmönnum.
Þurfa að taka sér tak
í umhverfismálum