Morgunblaðið - 04.05.2006, Side 22

Morgunblaðið - 04.05.2006, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KÓPAVOGSDAGAR hefjast í dag og standa til 11. maí. Það er Kópavogsbær í samvinnu við lista- og menningarstofnanir í Kópavogi ásamt fleirum sem standa fyrir dögunum. Markmiðið með þeim er að kynna það fjölbreytta menning- ar-, lista-, íþrótta- og félagsstarf sem fer fram í bænum allt árið. Dagarnir eru haldnir í tengslum við afmæli bæjarins en 11. maí er 51 ár síðan Kópavogur fékk kaup- staðarréttindi. „Þessi hátíð er orðinn fastur lið- ur og við viljum halda hana árlega kringum afmæli bæjarins,“ segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, for- maður lista- og menningarráðs Kópavogs. „Þetta hefur gefist vel í tvö undanfarin skipti og það er mikil þátttaka á hátíðinni bæði frá ungum sem öldnum.“ Sigurrrós segir þau líta á þetta sem nokkurskonar uppskeruhátíð Kópavogsbúa, þar sem öllum íbú- um Kópavogs gefst tækifæri á að koma fram með list sína hvort sem það eru leikskólabörn eða fullorðnir listamenn. „Kópavogs- dagarnir eru fyrir almenning í bænum og við viljum fá sem flesta til að taka þátt, það er aðalatriðið á þessum dögum.“ Að sögn Sigurrósar hefur geng- ið ótrúlega vel að fá fólk til liðs við dagana og það vilji allir vera með. „Við vildum líka koma því á að stofnanir bæjarins ynnu saman að einhverju verkefni og má sem dæmi nefna sýningu með verkum Guðmundar frá Miðdal sem er samstarfsverkefni Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs.“ Sigurrós segir mikið menning- ar- og listalíf í Kópavogi og ekki bara á vegum bæjarins. „Það er mikið líf almennt í Kópavogi og með þessari hátíð viljum við sýna hvað er um að vera í menningunni í bænum.“ Margt spennandi er í boði á Kópavogsdögum, má m.a nefna að allir leikskólar bæjarins eru með sýningar á verkum nemenda sinna, íþróttadagur fjölskyldunnar verður haldinn 7. maí og nokkrir listamenn í Kópavogi eru með opið hús fyrir gesti og gangandi laug- ardaginn 6. maí milli kl.14:00 og 17:00. Tónlistarviðburðir verða í Saln- um, bæjarlistamaður Kópavogs verður útnefndur og í bókasafninu verður bókamarkaður ásamt fjölda annarra viðburða. Kópavogs- dögum lýkur með hátíðardagskrá í Salnum. Hátíð | Kópavogsdagar haldnir í þriðja sinn m.a. í samvinnu lista- og menningarstofnana Fjölskrúðugt menningarlíf í bænum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kópavogsdagar hefjast í dag og er margt um að vera í bænum. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Dagskrá Kópavogshátíðar má finna á: www.kopavogur.is. Náttúra Guðmundar frá Miðdal björg og bætir við að þó Náttúrufræðistofa og Gerðarsafn séu ekki í sama húsi þá sé innan við einnar mínútu gangur á milli bygginganna. „Guðmundur var nátt- úruunnandi og er list hans mikið sprottin úr Ís- lenskri náttúru þó það sé alls ekki eingöngu. Guð- mundur var fyrstur til að mála eldgosamyndir og það er okkur einstaklega ánægjulegt að sýna þær hér. Þetta eru kröftugar og sterkar náttúrumyndir sem allir verða að sjá.“ Í tengslum við opnun sýning- arinnar verður haldið málþing um Guðmund og list hans í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 7. maí milli kl. 13 og 15. Þar verða tón- listaratriði, framsaga og umræð- ur, auk þess sem sýnd er heimild- armynd um æviferil listamannsins. Eins og áður segir verður sýn- ingin opnuð á laugardaginn og mun hún standa til 2. júlí. Meðan á Kópavogsdögum stendur er ókeypis inn í Gerðarsafn. MAÐURINN í nátt- úrunni, náttúran í mann- inum er heitið á yfirlits- sýningu á verkum Guðmundar frá Miðdal sem opnuð verður í Gerð- arsafni og í Nátt- úrufræðistofu Kópavogs á laugardaginn. „Hugmyndina að þess- ari sýningu átti Hilmar Malmquist sem er for- stöðumaður Nátt- úrufræðistofu Kópavogs. Það er gaman að tefla saman þessum ástsælu litlu styttum af íslenskum dýrum eftir Guðmund frá Miðdal og dýrunum, bæði lif- andi og uppstoppuðum, í Nátt- úrufræðistofu,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns. „Þetta er samvinnu- verkefni á milli Náttúru- fræðistofu og Gerðarsafns. Dýra- stytturnar verða til sýnis í anddyri Náttúrufræðistofu en þar er góð sýningaraðstaða og hér í Gerðarsafni verða vatns- litamyndir, olíumálverk, nokkuð af keramiki og grafík Guðmundar en hann var frumkvöðull í grafík og leirlist á Íslandi,“ segir Guð- Fálki eftir Guð- mund frá Miðdal. Í TENGSLUM við Kópavogsdaga er þéttskipuð dag- skrá í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs og er ókeypis inn á fjöl- marga af þeim við- burðum sem eru í boði. Stórtenórinn Donald Kaasch er meðal þeirra sem koma fram. Don- ald hefur sungið við öll helstu óp- eruhús veraldar með mörgum heimskunnum hljómsveitum og hljómsveitarstjórum. Hann söng einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands vorið 2005 í Fordæm- ingu Fausts, sama ár kom hann fram á Reykholtshátíð þar sem hann sló í gegn með fluttningi á nokkrum íslenskum lögum. Und- irleikari hjá Donald er Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleik- ari og á efnisskrá eru sönglög og ljóð eftir enska, franska og ís- lenska höfunda. Tónleikar Donald Kaasch verða í Salnum þriðjudaginn 9.maí kl.20:00. Píanótónlist fyrir tvo Laugardaginn 6. maí kl. 13:00 mun frönsk 20. aldar píanó- tónlist fyrir tvo heyrast í Saln- um. Það eru píanóleikararnir Nína Margrét Grímsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir sem leika píanótónlist fyrir tvo flytj- endur eftir Fauré, Debussy og Poulenc. „Þetta eru heilir tónleikar þar sem öll verkin eru leikin fjór- hent, það er frekar óvenjulegt en við höfum gaman af þessu,“ segir Nína Margrét. Hvorug þeirra hefur spilað á fjórhentum tónleikum áður. „Það er ekki mikið pláss við píanóið fyrir tvo þannig að það verður að passa að vera ekki með olnboga- skot. Annar pí- anóleikarinn þarf líka að stjórna ped- alanum fyrir báða og það er oft erfitt fyrir hinn. Í verkum Debussy er skiptingin á milli nótna stutt svo maður verður að vera snöggur að kippa að sér puttunum. Þetta er krefjandi en skemmtilegt. “ Á efnisskrá eru verk sem eru samin af höfuðtónskáldum Frakka á 20.öld. „Við leikum tvö ólík verk eftir Debussy, annað frá því fyrst á ferli hans og hitt frá því árið sem hann dó. Tón- leikarnir samanstanda af mjög hugljúfri tónlist, reyndar er són- atan eftir Poulenc undantekning því hún er smellfjörug og hröð.“ Nína og Sólveig eru báðar starfandi kennarar við Tónlist- arskóla Kópavogs og eru tón- leikarnir fimmtu og síðustu tón- leikarnir í TKTK-röðinni (Tónleikaröð Kennara Tónlistar- skóla Kópavogs) starfsárið 2005 – 2006. Stórtenór og píanó- tónleikar í Salnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Donald Kaasch Nína Margrét Grímsdóttir og Sólveig Anna Jóns- dóttir leika fjórhent í Salnum á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.