Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýr jeppi frá Ssang Yong á morgun PERLAN Ein magnaðasta bygging Reykjavíkur á daginn. Eitt besta veitingahúsið á kvöldin. Perlan · Öskjuhlíð · Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 · perlan@perlan.is H rin gb ro t Perlan í hópi 5 bestu útsýnisveitingahúsa heims! Sophie Lam, blaðamaður The Inde- pendent, gerði á dögunum úttekt á útsýnisveitingahúsum um víða veröld. Engan skal undra að Perlan var í hópi 5 bestu! Hin veitingahúsin eru: The Portrait Restaurant (London), Sirrocco (Bangkok), Tower Top (Zanzibar) & Maison Blanche (París). Hægt er að lesa greinina á www.independent.co.uk. Fáðu úrslitin send í símann þinn FREKAR dauft var yfir veiðinni í Hlíðarvatni í Selvogi í vikunni. Veiðimenn settu í einhverjar bleikj- ur að morgni 1. maí en svo tók fyrir tökuna. Þrír félagar fengu eina hver þá um kvöldið, sú stærsta var þrjú pund og tók Peacock við Mosa- tanga. Blaðamaður og félagi hans voru síðan við veiðar í suðaustan blæstri á þriðjudag og var rólegt, bleikjan varla komin úr djúpinu eft- ir kalt vorið. Var aflinn fjórir fiskar, þrátt fyrir góða yfirferð. Fimm veiðimenn sem stóðu vaktina á Möl- inni voru með eina bleikju saman eftir morguninn. 42 urriðar úr Elliðavatni Eins og fram hefur komið hóf fjöldi manns veiðar í Elliðavatni í á mánudag. Var afli manna æði mis- jafn, enda ólíkum veiðiaðferðum beitt og fólk miskunnugt svæðinu. Fréttist af tveimur félögum sem veiddu 42 urriða á flugu Vatnsenda- megin, aðrir voru að fá nálægt tíu en flestir létu sér tvo, þrjá nægja – ef þeir fengu þá eitthvað. Á silungasvæði Breiðdalsár veiddust 22 bleikjur 1. maí, í kulda og strekkingi. Tók dágóðan tíma um morguninn að finna bleikjuna, en þegar hún fannst, nærri brúnni yfir þjóðveginn, hrökk veiðin í gang. Var bleikjan frekar smá, þær stærstu alt að tvö pund. Vífilstaðavatnið hefur verið vin- sælla í vor en nokkru sinni, veiði- menn standa þar í röðum þegar veður er gott, og skiptir eflaust miklu máli að það er komið á Veiði- kortið. Vatnið, sem er grunnt, er venjulega fyrst til að lifna af vötn- unum í nágrenni höfuðborgarinnar á vorin og silungurinn, sem hefur farið stækkandi á síðustu árum, getur verið afar skemmtilegur við- ureignar ef veitt er með nettum græjum. En veiðimenn eru mis- lagnir, eða misheppnir. Þannig stóðu þrír veiðimenn í vatninu um helgina og köstuðu án þess að setja í fisk, en fylgdust jafnframt með þeim fjórða draga silung eftir sil- ung; einn þeirra taldi sjö hafa farið í plastpokann sem sá veiðni var með á bakinu. Tók í fyrsta kasti hjá öllum Það var eins gott að þrír félagar sem veiddu í Tungulæk eitt síðdegi fyrir helgi voru ekki með of nett veiðarfæri því veiðin þar var geysi- góð og fiskarnir stórir, eins og Tungulækur er frægur fyrir. Fé- lagarnir tóku fyrstu köstin sam- tímis, allir í Holuna, og hann var á í fyrsta kasti – hjá þeim öllum sam- tímis! Samtals lönduðu þeir 28 sjó- birtingum og var nær öllum sleppt aftur að viðureign lokinni. Að megninu til var um þriggja til fimm punda geldfisk að ræða, en inn á milli gripu stærri niðurgöngufiskar í flugurnar. Einn veiðimannanna fékk þannig tvo sem mældust 80 cm og einn sem var 90 cm. Sá hefur ef- laust verið um 20 pund þegar hann gekk í Tungulæk í haust. Morgunblaðið/Einar Falur Guðmundur Guðjónsson sleppir 80 cm sjóbirtingi aftur út í Holuna í Tungulæk. Rólegt yfir Hlíðarvatni veidar@mbl.is STANGVEIÐI „ÁHORFIÐ yfir daginn er í mjög miklu samræmi við það sem við áttum von á. Það sem hins vegar kemur okkur vel á óvart er mjög góð útkoma í áhorfi á kvöldfrétt- irnar, nú munar aðeins um 6% á okkur og kvöldfréttum RÚV,“ seg- ir Róbert Marshall, forstöðumaður NFS. Samkvæmt fjölmiðlakönnun IMG Gallup, sem gerð var í mars sl., mælist sjónvarpsáhorf á fréttir NFS (sem sýndar eru á NFS, Stöð 2, Stöð 2+ og Sirkus) samanlagt um 34% en áhorf á fréttir RÚV mælist 39,4%. Munur á áhorfi fréttatíma stöðvanna hefur því verulega minnkað að sögn Róberts frá því í janúar en þá var hann um 12%. „Þetta sýnir að við erum á réttri leið með kvöldfréttirnar hjá okkur,“ segir hann. Róbert bendir á að í könnuninni sé ekki mælt áhorf á netinu (Veftíví á Vísi.is) en í hverri viku horfa 30 þúsund áhorfendur á dagskrárliði NFS í klukkutíma eða meira. Þá hlusti margir á þætti stöðvarinnar í útvarpi. Af einstökum dagskrárliðum NFS segir Róbert áhorf á frétta- skýringaþáttinn Kompás mjög gott, eða samtals rúm 17%. Þó þátturinn sé sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 (auk þess að vera sýndur á NFS) mælist áhorf ann- arra en áskrif- enda lítið. „Þann- ig að þar eru mikil sóknar- færi,“ segir hann. Séu vinsælustu dagskrárliðir allra sjónvarpsstöðvanna skoðaðir, að fréttatímum frátöldum, kemur í ljós að Spaugstofan er langvinsæl- ust með 50,6% áhorf og Idol stjörnuleit í öðru sæti með 37,5% uppsafnað áhorf. Gettu betur sem sýnt var á RÚV fylgir þar fast á eftir. Einnig er mælt uppsafnað áhorf á frum- og endursýningar samanlagt og fær Spaugstofan þá 62,2% áhorf og Idol stjörnuleit 43,6%. Niðurstaðan í samræmi við væntingar Sé áhorf á þættina Kastljós og Ísland í dag borið saman kemur í ljós að Kastljósið hefur vinninginn, er með 33,4% áhorf á meðan Ísland í dag mælist með um 15% áhorf. Fréttavaktin fyrir hádegi á NFS mælist með 1,2% áhorf og Hrafna- þing með 1,2% í könnuninni. Er þessi niðurstaða í samræmi við væntingar sem gerðar voru, að sögn Róberts. „Við vitum að það er töluvert af fólki sem hlustar á þetta í útvarpinu og við vitum að það er töluvert af fólki sem horfir á þetta á netinu. Þetta er niðurstaða sem við erum að fá áður en við förum í hliðræna dreifingu á stöðinni sem gerist á næstu vikum. Þá verðum við komin inn á 85% heimila á land- inu.“ Þá segir Róbert erfitt að draga ályktanir út frá áhorfi á dagskrá fréttarstöðvar sem mælt sé á stuttu tímabili. Áhorfið helgist mjög af því sem er að gerast í þjóð- félaginu hverju sinni. „Við sjáum vel [á Vísi.is] að þegar hlutirnir eru að gerast í þjóðfélaginu þá hrúgast fólk inn til okkar. Það koma toppar í beinu samhengi við fréttirnar.“ Könnun IMG Gallup var gerð í vikunni 24.–30. mars sl. og var úr- takið 1.533 Íslendingar á aldrinum 12–80 ára, valdir með tilviljunar- aðferð úr þjóðskrá. 802 svör feng- ust og var svarhlutfall því 55,2%. Um dagbókarkönnun var að ræða. „Erum á réttri leið með kvöldfréttirnar“ Samkvæmt nýrri könnun er áhorf á NFS á bilinu 1–34% Róbert Marshall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.