Morgunblaðið - 18.05.2006, Page 5
Til hamingju íbúar í Fjarðabyggð
Ný og glæsileg útisundlaug á Eskifirði verður tekin
formlega í notkun föstudaginn 19. maí, kl. 17, við
hátíðlega athöfn. Veitingar í boði Fjarðabyggðar.
Allir velkomnir!
Þetta er glæsilegt mannvirki sem nýtast mun íbúum Fjarðabyggðar
til sundiðkunar og heilsuræktar um ókomin ár. Um er að ræða 25
metra útisundlaug, stóra rennibraut, vaðlaug og tvo heita potta.
Í aðalbyggingu er búningsaðstaða fyrir sundlaugargesti, tveir
líkamsræktarsalir, aðstaða fyrir starfsfólk og afgreiðsla ásamt bún-
ingsaðstöðu fyrir fótboltavöllinn sem er við hliðina á sundlauginni.
Eignarhaldsfélagið Fasteign byggði sundlaugina samkvæmt samningi við Fjarðabyggð.
Arkitekt laugarinnar er Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar, landslagsarkitekt er
Landark, verktakar voru ÍAV, Íslenskir aðalverktakar og Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen sáu um verkfræðihönnun og verkefnisstjórn.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
FA
S
32
73
6
0
5/
20
06
FJARÐABYGGÐ