Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKOÐUNARFERÐ FYRIR ELDRI BORGARA Við bjóðum ykkur í skemmtilega rútuferð um borgina okkar næstkomandi laugardag, 20. maí, kl. 14.00. Frambjóðendur verða með í för. Farið verður frá Grandavegi 47 kl. 13.30 og síðan Aflagranda, Grund, Landssímahúsi, Vesturgötu og Lindargötu. Kaffiveitingar á eftir á kosningaskrifstofunni í Landssímahúsinu við Austurvöll. Athugið að skráning fer fram í Valhöll í síma 515 1700 fram til kl. 16.00 föstudaginn 19. maí. Allir eldri borgarar hjartanlega velkomnir. Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi, Félag sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæ og Félag sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri. Nýkomin í einkasölu rúmgóð og falleg um 120 fm endaíbúð með glugga í 4 áttir, ásamt stæði í bílageymslu. Falleg íbúð með vönd- uðum Alno innrétting- um, 2 svefnherbergj- um, þvottaherb. í íb., stórum suðursvölum, fallegu útsýni o.fl. Frábær sameign, m.a. samkomusalur, mötuneyti, sauna, hárgreiðslu- og snyrtistofa, leikfimisalur, góðar setustofur, fallegur garður o.fl. Húsvörður sem sér um allt milli himins og jarðar. Frábær staðsetning, rétt við Kringluna, Fossvoginn o.fl. Einstakt tækifæri fyrir vandláta. Laus s.t. strax. Verð 39,8 millj. Miðleiti 7 - (GIMLI) - Glæsileg endaíbúð fyrir 60 ára og eldri Síðumúla 27 • Sími 588 4477 • Fax 588 4479 www.valholl.is • opið 9-17 00 virka daga, lokað um helgar LÆKKUN fasteignagjalda, niður- greiðsla æfingagjalda og auknar for- varnir eru á meðal stefnumála Fram- sóknarflokksins í Kópavogi sem kynnt voru á fundi í gær. Auk þessara stefnumála kynnti Ómar Stefánsson, fyrsti maður á lista flokksins, önnur áherslumál flokksins. Ómar talaði um að bæta stjórnsýslu sveitarfélagsins, meðal annars með því að bæta vefsíðu Kópavogs, þar sem íbúar geta fengið sitt eigið vefsvæði þar sem þeir geta nálgast upplýsingar og komið á fram- færi skoðunum sínum. Einnig vill Framsóknarflokkurinn bæta upplýs- ingaflæði á milli bæjaryfirvalda og íbúa með reglulegum hverfafundum. Framsóknarmenn vilja að bæjar- félagið taki við rekstri heilsugæslu í Kópavogi svo og að uppbyggingu á húsnæði fyrir aldraða verði haldið áfram. Auk þess vill flokkurinn taka upp símaþjónustu, þar sem íbúar Kópavogs, eldri en 75 ára, geta hringt í gjaldfrjálst númer og látið vita af högum sínum, aukaafslátt af fast- eignagjöldum aldraðra, styðja upp- byggingu Sunnuhlíðar í Kópavogi eins og kostur er og bjóða upp á skipulagðar heimsóknir til þeirra sem eru áttræðir og eldri a.m.k. einu sinni í viku ef óskað er. Guðmundarlundur verði varðveittur Lögð verður áhersla á að tryggja áframhaldandi framboð á byggingar- lóðum í Kópavogi þar sem áhersla verður lögð á falleg og vel skipulögð íbúðahverfi. Í eldri hverfum bæjarins vill flokkurinn að fram fari endurbæt- ur og endurskipulagning sem gerð verði í sátt við íbúa. Einnig verður lögð áhersla á stígakerfi bæjarins og tengingar við nágrannasveitarfélög auk þess sem tengingu austur- og vesturhluta höfuðborgarsvæðisins verði flýtt með lagningu Arnarnes- vegar. Ómar taldi einnig mikilvægt að atvinnustarfssemi yrði áfram á vest- asta hluta Kársnessins og að Guð- mundarlundur yrði varðveittur sem eitt af framtíðarútivistarsvæðum bæjarins. Æfingagjöld niðurgreidd Ómar benti á að samkvæmt núver- andi fyrirkomulagi greiði bærinn um 30 þúsund krónur með hverju barni sem dvelur hjá dagforeldri. Vilji sé fyrir hendi hjá Framsóknarflokknum til að breyta þessu fyrirkomulagi á þann veg að þessi upphæð verði greidd með hverju barni, hvernig sem dagvistun þess sé háttað. Í grunn- skólamálum vilja framsóknarmenn hlúa að 10. bekkingum, sem eru stór áhættuhópur hvað varðar vímuefn- anotkun, og að fjárhagslegt og faglegt sjálfstæði grunnskóla verði aukið. Einnig vilja framsóknarmenn skil- greina hverfamörk á milli íþrótta- félaganna í bænum og greiða niður æfingagjöld allra barna að 18 ára aldri. Framsóknarflokkurinn í Kópavogi kynnir stefnuskrá sína Vilja skipulagðar heim- sóknir til eldri borgara Morgunblaðið/Eyþór Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi, kynnir stefnumál listans ásamt meðframbjóðendum. Porsche 911 Turbo prófaður á Suður-Spáni Bílar á morgun Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, í svari henn- ar við gagnrýnu bréfi Barða Westin, sjómanns á Austurlandi. Þar spyr hann m.a. hvernig það megi vera að á undanförnum vikum og mánuðum hafi komið upp 4 atvik þar sem þyrlu var óskað en ekki hægt að senda hana vegna bilana og einnig vegna þess að ekki var búið að votta TF- SIF fyrir notkun nætursjónauka. Dagmar segir í svari sínu að við- búnaður hér á landi miðist við það að alltaf sé til staðar þyrla til leitar- og björgunarstarfa. Að stærstum hluta sé þessu verkefni í dag sinnt af Landhelgisgæslunni en einnig af þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli í samræmi við ÞYRLUR Landhelgisgæslunnar hafa ekki verið óeðlilega mikið frá vegna viðhalds og bilana ef miðað er við þyrlubjörgunarsveitir í ná- grannalöndunum, að mati Dagmarar samning. Þá sé einnig í gildi sam- starfssamningur við Dani. Dagmar segir Landhelgisgæsluna hafa skilning á áhyggjum Barða en einmitt nú séu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og ríkisstjórnin að vinna af fullum krafti að eflingu flugdeildar Landhelgisgæslunnar eftir að ljóst varð að Íslendingar gætu innan skamms ekki lengur reitt sig á varnarliðið í þessum efn- um. Viðbúnaður Landhelgisgæslunnar hafi hingað til tekið mið af þeirri staðreynd að varnarliðið sé hér til aðstoðar ef á þarf að halda en nú sé augljóslega stefnt að því að Land- helgisgæslan geti alfarið séð um þessi mál í framtíðinni. Þyrlur Gæslunnar eru ekki óeðlilega mikið frá UM 120 umsóknir bárust um störf sem Landhelgisgæslan auglýsti til umsóknar nýverið vegna aukinna umsvifa í rekstri í kjölfar ákvörð- unar ríkisstjórnarinnar um að fjölga þyrlum og þannig efla þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Auglýst var eftir flugrekstrarstjóra, þyrluflug- mönnum, flugvirkjum, stýrimönn- um og starfsmanni á lager og rann umsóknarfrestur út þann 8. maí sl. Áður hafði verið auglýst starf skrif- stofumanns á flugvelli og bárust 30 umsóknir um það starf. Tæplega 20 manns sóttu um stöðu flugrekstrarstjóra, rúmlega 30 um- sóknir bárust um störf þyrluflug- manna og ríflega 60 umsóknir bár- ust vegna starfa í flugtæknideild. Þá bárust 10 umsóknir um stöður stýri- manna. Þessa dagana er unnið að því að yfirfara umsóknir og boða til viðtala sem og að annarri úrvinnslu. Gert er ráð fyrir að því ferli ljúki fyrir mán- aðamót og að gengið verði frá ráðn- ingum í kjölfarið, segir í tilkynn- ingu. Margir sækja um störf hjá Gæslunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.