Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 19
MINNSTAÐUR
Kópavogur | Tónlistarskólinn
Tónsalir starfrækir í sumar tón-
listartengd námskeið þar sem
m.a. verður kennt á gítar,
trommur og bassa. Námskeiðin
eru ætluð byrjendum sem vilja
kynnast hljóðfærunum í skemmti-
legum hópi og undirbúa sig fyrir
frekara nám í tónlist.
Börn á aldrinum 7–14 ára eru
velkomin á námskeiðin. Kennt er
tvisvar í viku, í fjórar vikur í
júní. Kennt verður í litlum hóp-
um, 3–4 saman í hóp, en raðað er
í hópa eftir aldri og færni.
Þá stendur skólinn fyrir söng-
og framkomunámskeiði og leik-
listarnámskeiði, sem ætlað er
börnum á aldrinum 7–12 ára.
Markmið námskeiðanna er að
auka sjálfstraust og losna við
feimnispúkann í gegnum leik og
nám.
Á söng- og framkomunámskeið-
inu er unnið með röddina þar
sem kennd eru grunnatriðin í
söng; öndun, raddbeiting, líkams-
staða og meðferð texta. Söng og
tjáningu er blandað saman með
hreyfileikjum og tónlist úr ýms-
um áttum. Á leiklistarnámskeið-
inu er nemendum kennt að
byggja upp þá hæfni sem leik-
listin hefur upp á að bjóða eins
og sjálfstraust, samskipti, fram-
komu og þor. Námskeiðin standa
í fimm daga þar sem kennt er
virka morgna frá kl. 9–12, en
boðið er upp á gæslu frá kl. átta
gegn vægu gjaldi.
Skráning á námskeiðin er á
heimasíðu skólans, www.tonsal-
ir.is, fyrir morgundaginn, 19.
maí.
Tónlistar-, söng- og
leiklistarnámskeið
fyrir börn
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Seltjarnarnes | Fimleikadeild Gróttu fagnar
20 ára afmæli í ár, og verða haldnar tvær
fimleikasýningar af því tilefni í íþróttahúsi
Seltjarnarness næstkomandi laugardag. Þar
mun allt fimleikafólk Gróttu koma fram, auk
fimleikamanna frá Gerplu og sirkusfólki frá
Cirkus Circör í Svíþjóð.
Fimleikadeildin hóf reyndar starfsemi
haustið 1985, en deildin var formlega stofnuð
24. mars 1986. Á þeim 20 árum sem liðin eru
hefur fjöldi iðkenda margfaldast, aðstaða
batnað, góður árangur náðst og margir titlar
komið í hús. Nú síðast varð Sif Pálsdóttir
fyrst kvenna á Íslandi Norðurlandameistari í
fjölþraut, og náði einnig 18. sæti á Evr-
ópumeistaramótinu nú í vor.
Sirkusfólk á
fimleikasýningu
Kópavogur | Þeir sem hafa átt leið um göngustíginn í Kópa-
vogsdal undanfarna daga hafa eflaust tekið eftir heldur nýstár-
legum vörðum sem marka leiðina milli Urðarbrautar og Hlíð-
arhjalla. Mun ekki vera um það að ræða að bæjarfélagið ætli
að hætta að viðhalda stígum, og láta fólk rata eftir vörðunum,
heldur eru þessar nútímavörður listaverk barna í Grunnskólum
Kópavogs. Börnin unnu verkin undir leiðsögn myndmennta-
kennara, en allir grunnskólarnir í Kópavogi tóku þátt í að
skapa þær.
Nútímavörður
vísa veginn
um dalinn
Seltjarnarnes | Gömlu skreiðar-
hjallarnir sem prýtt hafa annesið
vestast á Seltjarnarnesi svo lengi
sem elstu menn muna voru end-
urreistir á dögunum. Þetta fram-
tak bæjarins hefur vakið nokkra
athygli og mælst vel fyrir hjá
mörgum, að sögn Jónmundar Guð-
marssonar bæjarstjóra Seltjarn-
arness.
Myndlistarskólinn í Reykjavík
fagnaði endurkomu hjallanna með
því að setja þar upp listbúðir sem
starfræktar verða í maí. Um 150
börn taka þátt í listbúðunum en
við listsköpun munu þau vinna
með efni úr fjörunni og það rými
sem hjallarnir bjóða upp á.
Um nokkur námskeið er að
ræða og hefjast þau öll með degi í
fjörunni við Gróttu þar sem
skreiðarhallarnir eru skoðaðir og
síðan notaðir sem útgangspunktur
í vinnu barnanna. Vonir standa til
þess að vinna Myndlistarskólans
með arkitektúr sem útgangspunkt
sé einungis upphafið að vinnu
fleiri íslenskra grunnskólabarna í
framtíðinni. Einnig er mögulegt
að efni listbúðanna verði gefið út
á bók sem áætlað er að komi út í
tilefni 60 ára afmælis Myndlist-
arskólans á næsta ári.
Gömlu skreiðarhjall-
arnir endurreistir
♦♦♦