Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 22
Pólsk kjúklingavefja
(aðalréttur f. einn)
Kjúklingabringa
egg
hveiti
rasp
Bringan skorin inn að miðju,
ekki samt í tvennt. Flött út með
buffhamri og kryddblöndu
stráð yfir. Rúllað upp með
smjörklípu í miðjunni. Þjappað vel saman í höndunum. Velt upp úr
hveiti, eggi og raspi. Djúpsteikt í 10 mín. eða þangað til kjúklingurinn
flýtur upp.
Í kryddblönduna dularfullu er sett salt, pipar, paprika og hvítlauks-
duft eftir smekk.
Gulrætur – meðlæti
Rifnar gulrætur
rifið epli
eða ananaskurl
Blandað saman.
Púrrusalat
Púrra
epli
1 msk. sýrður rjómi
1 msk. majónes
örl. salt
Púrra skorin í þunnar sneiðar,
saltað örlítið. Þjappað saman í
höndunum svo salt bráðni. Epli
skrælt og rifið, blandað saman
við. Majónesi og sýrðum rjóma
blandað saman við. Salatið á að
vera „blautt“.
Kartöflur
Kartöflur eru soðnar og stapp-
aðar. Salti blandað saman við
maukið, kúla mótuð og dilli stráð
yfir.
Girnilegt er það. Á hliðardiskinum er gulrótarsalat og púrrusalat.
Eins og sjá má er bringan barin í
spað, kryddi stráð yfir og smjör-
klípa sett í miðjuna.
Daglegtlíf
maí
Þ
etta er mjög einföld upp-
skrift sem ég ætla að
elda eftir í kvöld,“ sagði
Aneta Rabas um leið og
hún gekk ákveðnum
skrefum að grænmetisrekkanum í
Fjarðarkaupum. Þar seildist hún
eftir gulrótum og púrru. „Ég geri úr
þessu uppáhaldssalatið mitt, sem ég
hef boðið nokkrum íslenskum vinum
mínum upp á og þeim finnst það öll-
um rosalega gott,“ bætti hún við.
„Það er mjög einfalt að búa það til,
tekur bara þrjár mínútur,“ sagði
hún. „Í því er púrra, majónes, sýrður
rjómi og epli, ekkert annað. Það
hljómar einfalt og er það.“
Strengjabaunir eru eitt af því sem
lendir í körfunni, þær eru soðnar og
bornar fram með máltíðinni.
Aneta var ekkert í vafa um hvað
hún þurfti að kaupa. Gekk hiklaust á
milli hillnanna í versluninni og valdi
það sem til þurfti.
„Ahhh, ég gleymdi kartöflunum,“
sagði hún skyndilega, sneri við í
snarhasti, skundaði aftur að græn-
metisrekkanum og greip gular kart-
öflur.
„Íslenska smjörið er afskaplega
gott og ég nota það í kjúklinginn,
bringunni er vafið utan um smjör-
klípu, sem bráðnar innan í og lekur
svo út þegar hún er skorin í sundur.“
Hún valdi ósaltað smjör því að
kryddið sem hún notar í kjúklinginn
er feikinóg og ekkert á það bætandi.
Aneta veit ýmislegt um bæði
pólska og íslenska matargerð eins
og lög gera ráð fyrir þar sem hún er
kokkur. Spjallið barst vítt og breitt
um matargerð og mismunandi að-
ferðir við hana í Póllandi og á Ís-
landi. „Mér finnst brauðsúpa best,“
datt skyndilega upp úr henni.
„Mmm, ég veit ekkert betra. Ég
vissi bara ekki hvert ég ætlaði þegar
ég smakkaði hana fyrst. Ég sagði
bara hvað er þetta?“ Orð hennar
vöktu almennan hlátur og Aneta
bætti því við að hún væri ekkert
hrifin af rúgbrauði, fyndist það of
sætt.
Einfalt og fljótlegt
Aneta ætlaði sem sagt að kvöldi að
elda eftir ekta pólskri uppskrift.
Kjúklingabringur eru nánast barðar
í spað með buffhamri og flattar út
eins og pönnukökur. „Ég velti fyrir
mér nokkrum uppskriftum sem ég
gæti gefið þér,“ sagði hún og sneri
sér að blaðamanni. „Svo fannst mér
að best væri að hafa þetta einfalt og
fljótlegt, eitthvað sem allir geta hrist
fram úr erminni á örskotsstundu
þegar komið er heim eftir langan
vinnudag.“
Aneta er ekki óvön eldamennsku
því að í fjölskyldunni hennar eru
þrír kokkar. „Mamma mín er lærður
kokkur, bróðir minn og ég sjálf,“
sagði hún glettnislega. „Okkur
finnst gaman að elda, bróðir minn
býr hér á Íslandi líka, en foreldrar
mínir eru ennþá í Póllandi.“
Aneta stakk upp á því að hún byði
blaðamanni með sér í pólsku búðina í
Hafnarfirði þar sem bróðir hennar
starfar sem kokkur. „Ég ætla að
hringja í hann núna, ef við getum
farið þangað,“ sagði hún og greip
símann. Úr varð að bróðirinn Mar-
iusz eldaði þennan ljúffenga kjúk-
lingarétt, með góðfúslegu leyfi eig-
anda pólsku búðarinnar, Mariu
Valgeirsson, og uppskriftin að her-
legheitunum er hér til hliðar. Mar-
iusz sagði aðspurður, dularfullur á
svip, að kryddblandan sem hann
stráði yfir kjúklinginn væri leynd-
armál kokksins en lét þó undan bæn-
arorðum um að gefa hana upp.
HVAÐ ER Í MATINN? | Pólsk kjúklingavefja að hætti Anetu Rabas
Brauðsúpan best
Íslenskt smjör og Gunnars majónes, nauðsynlegt í pólska matargerð.
Eftir Sigrúnu Ásmundar
sia@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Aneta Rabas gekk ákveðnum skrefum um Fjarðarkaup og snaraði vörun-
um í körfuna. Hún var ekki í nokkrum vafa um hvað hún ætlaði að kaupa.