Morgunblaðið - 18.05.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.05.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 23 DAGLEGT LÍF Í MAÍ SJALDAN er of varlega farið þegar mat- væli eru meðhöndluð. Of hátt innihald af histamíni í matvörum getur valdið matar- eitrun eins og nokkrir einstaklingar fengu að reyna eftir að hafa snætt á veitingastað í borginni fyrir stuttu. Mikið magn histamíns getur myndast á skömmum tíma í ákveðnum matvælum hafi þau ekki verið meðhöndluð rétt. „Sem betur fer er þetta ekki algeng eitr- un. Hún er aðallega tengd fisktegundum af makrílsætt en túnfiskur tilheyrir henni,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson deildarstjóri hjá Matvælaeftirliti Umhverfissviðs Reykja- víkurborgar, en hann og Garðar Sigþórsson heilbrigðisfulltrúi hjá Umhverfissviði unnu nýlega saman skýrslu um histamíneitrun. „Túnfiskur inniheldur mikið af amínó- sýrunni histidín. Hvatar (ensím) í bakt- eríum breyta henni í histamín. Hvatarnir eru annars vegar framleiddir af bakteríum sem eru í náttúrulegri örveruflóru fisksins og hins vegar bakteríum úr umhverfinu sem berast í fiskinn við frekari meðhöndlun og vinnslu. Sumar af þessum bakteríum eru kuldakærar og geta vaxið við lágt hitastig. Histamíninnihald í fiskinum getur því hækkað smám saman við kæligeymslu en getur vaxið ört, sé hann geymdur utan kæl- ingar.“ Óskar segir að í rannsókn sem gerð var hafi komið í ljós að innihald histamíns í sumum fisktegundum af makrílsætt geti aukist frá 0,9 mg á kg í u.þ.b. 950 mg á kg fiskvöðva sé fiskurinn geymdur við her- bergishita í 10 klst., en miðað er við að magn hærra en 1.000 mg/kg af histamíni í mat geti valdið einkennum bráðrar histamíneitrunar. Þíða á fiskinn í kæli „Túnfiskur á að vera í lagi þegar hann er keyptur, best er samt að neyta hans sem fyrst eftir kaup hvort sem hann er frosinn eða ófrosinn. En fyrst og fremst á ekki að láta fiskinn þiðna við herbergishita, og það gildir reyndar um alla matvöru. Það á að þíða fiskinn í kæli og neyta hans strax eftir þíðingu.“ Óskar segir að histamíneitrið sem verður til í hráum túnfiski eyðileggist ekki við eld- un, hafi það náð að myndast á annað borð. „Túnfiskur er mjög fín vara ef hann hefur fengið rétta meðhöndlun, og eins og með önnur viðkvæm matvæli skipta hreinlæti og kæling þar höfuðmáli.“ Algengustu einkenni histamíneitrunar eru roði í andliti, sviti, sviði í munni og hálsi, svimi, flökurleiki og höfuðverkur. Einkenn- in koma yfirleitt í ljós strax eftir neyslu á matvöru sem inniheldur mikið magn af histamíni og vara einkennin oftast fjórar til sex klukkustundir. „Fólk er mismunandi næmt fyrir eitr- uninni en það eru til einstaklingar sem geta verið mjög viðkvæmir fyrir henni.“  NEYTENDUR | Matvæli á að þíða í kæli Histamíneitrun í fiski af makrílsætt Morgunblaðið/Arnaldur NEYTENDASTOFA vekur athygli neyt- enda á óvenju miklu ósamræmi í verðmerk- ingum í matvöruverslunum, en að und- anförnu hefur mikið borið á því að verð í afgreiðslukassa sé hærra en verðmerking í hillu segir til um, að því er kemur fram í fréttatilkynningu sem Neytendastofa sendi frá sér. Í könnun sem nú fer fram á vegum Neyt- endastofu á verðmerkingum í matvöruversl- unum hefur í einstökum verslunum komið í ljós meira ósamræmi á milli verðs í hillu og afgreiðslukassa en áður hefur þekkst. Neyt- endur eru því hvattir til þess að vera vel á verði og gæta hagsmuna sinna. Að mati Neytendastofu er verðmerking í hillu tilboð seljanda til neytenda og segir Neyt- endastofa neytendur því eiga rétt á að fá vöruna á því verði. Byggist þetta á því að varan er valin á grundvelli verðmerkingar, en ekki á grundvelli verðs í afgreiðslukassa enda hafa neytendur engin tök á því að sjá það verð fyrr en komið er að því að greiða vöruna. Verð í kassa hærra en verð í hillu  VERSLANIR BLÓMKÁL er ýmist borið fram hrátt með ídýfum eða soðið. Það telst til mildari káltegunda og er fullt af vítamínum. Hafa verður í huga að óhóflega mikið af hráu blómkáli fer illa í maga. Soðið blómkál má bera fram í heil- um haus eða skorið í bita. Best er að sjóða það undir eftirliti í léttsöltuðu vatni í 8–10 mínútur. Ekkert er leið- inlegra en of soðið grænmeti. Gott er að kreista safa úr hálfri sítrónu út í vatnið svo kálið haldi hvíta litnum. Þegar frysta á blómkál verður að forsjóða það í 3–4 mínútur áður en það fer í frystinn. Frosið blómkál þarf að sjóða í 5–6 mínútur áður en það er borðað.  MATUR | Blómkál Morgunblaðið/Árni Sæberg Gott bæði hrátt og soðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.