Morgunblaðið - 18.05.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.05.2006, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári 2006-2007. Veittur er styrkur að upphæð kr. 600 000. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 16. júní nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 8620, 128 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. ÞJÓÐMINJASAFN Íslands var eitt þriggja safna sem hlutu sérstaka viðurkenningu í samkeppni Evr- ópuráðs safna um safn Evrópu árið 2006 í Lissabon um síðustu helgi. Alls hlutu sextíu söfn tilnefningu en þetta eru bæði söfn sem hafa lokið umfangsmiklum breytingum eða endurskipulagningu á einhverjum þætti starfseminnar og ný söfn sem hafa verið stofnuð á þessu tímabili. Af þeim komust 35 í úrslit og end- anlega voru valin fjögur söfn sem þóttu hafa sýnt framúrskarandi ár- angur. CosmoCaixa-vísindasafnið í Barcelona var valið safn ársins og síðan fengu listasafn í Árósum í Dan- mörku og Náttúruminjasafnið í Austurríki sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur ásamt Þjóminjasafni Íslands. Samkeppnin var mjög glæsileg og að sögn Mar- grétar Hallgrímsdóttur þjóðminja- varðar er viðurkenningin stórkost- legur heiður fyrir safnið og sérstaklega þegar litið er til þess að Þjóðminjasafn Íslands er eina þjóð- minjasafnið sem hlaut viðurkenn- ingu. Allir þættir skoðaðir Þjóðminjasafn Íslands hlaut til- nefninguna í tilefni af opnun safnsins árið 2004 og nýrri starfsemi í safn- húsinu. Síðan tók við tveggja ára matsferli sem Evrópuráð safna stóð fyrir. „Við sendum þeim öll gögn og allar upplýsingar um starfsemina hjá okkur. Dómnefnd sérfræðinga á vegum ráðsins kom einnig til okkar á safnið og gerði ítarlega úttekt á öll- um þáttum,“ segir Margrét. Þá hafi bókstaflega allt verið grannskoðað sem viðkemur safnastarfinu en fyrir utan að skoða meginstoðir safnsins og sýningarfyrirkomulag voru aðrir þættir sérstaklega teknir fyrir. Þar má nefna þætti eins og viðmót til safngesta, fjölbreytni sýninga, fag- mennsku, nýstárleg tök, minja- gripaverslun, aðgengismál, veit- ingasölu og jafnvel salernisaðstæður fyrir gesti. Að mati dómnefnd- arinnar þótti Þjóðminjasafnið hafa sýnt framúrskarandi árangur í upp- byggingu og endurskipulagningu safnsins þar sem haft er að leið- arljósi gott viðmót til gesta og sömu- leiðis gott aðgengi inn á safnið, spennandi sýningar og nýstárlegar áherslur í miðlun. Samfélagslegt hlutverk Sérstaklega var horft til þess að Þjóðminjasafnið væri með nýjar áherslur í safnastarfi sem brúuðu bilið milli nútíðar og fortíðar. Mar- grét segir að safnið hafi beitt sér fyr- ir því að huga að fjölbreyttum þörf- um gesta með því að bjóða bæði upp á fjölbreytta miðlun og einnig ann- ars konar sýningarleiðir, t.d. með notkun margmiðlunar og hljóð- stöðva. Á safninu er meðal annars boðið upp á að skoða muni og myndir frá ákveðnum tíma Íslandssögunnar og á sama tíma hlustað í gegnum símtól á persónur frá þessum tíma segja frá hversdagslegu lífi sínu. „Við viljum hafa áhrif á safngesti okkar með því að vekja umræðu og viðbrögð og veita gestunum jafn- framt innblástur. Eitt helsta leiðar- ljós safnsins er að vera bæði spegill sögunnar og ekki síður samtímans. Söfn eiga að gegna samfélagslegu hlutverki og við viljum koma til móts við gesti á öllum aldri því að sjálf- sögðu eiga allir erindi inn á safnið. Þetta starf þarf að byggja á traust- um fræðilegum grunni, eins og góð eldamennska með góðum hráefn- um.“ Íslenskt safnastarf í sókn Það vakti athygli í Lissabon, þar sem athöfnin fór fram, að á tveimur árum hafa tvö íslensk söfn hlotið við- urkenningu frá Evrópuráði safna en Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut svokölluð Michelleti-verðlaun sem ráðið veitir fyrir framúrskarandi starf á sviði iðnaðar, vísinda og tækni. „Það er náttúrulega fjöldinn allur af góðum söfnum um alla Evr- ópu eins og gefur að skilja. Þannig að það hefur vakið athygli að íslensk söfn, á þessu fámenna landi, skuli ná þessum árangri,“ segir Margrét. „Þetta skiptir vissulega miklu máli fyrir allt safnastarf á Íslandi. Það sem mér finnst skipta máli núna er að nota þetta sóknarfæri og að Ís- lendingar vinni vel úr því t.d. í ferða- þjónustu. Mér finnst mikilvægt að byggja á samhengi menningarstarfs og náttúru með áherslu á hið raun- verulega og ekta.“ Í tilefni af viðurkenningunni mun Þjóðminjasafn Íslands, með stuðn- ingi menntamálaráðherra, bjóða upp á frían aðgang inn á safnið fram til mánaðamóta frá og með næstkom- andi helgi. Að sögn Margrétar vill safnið með þessu leyfa öllum lands- mönnum að taka þátt í að halda upp á viðurkenninguna. Síðan verður áfram boðið upp á frían aðgang á miðvikudögum og fyrir átján ára og yngri eins og gert hefur verið. Menning | Evrópuráð safna veitir Þjóðminjasafni Íslands sérstaka viðurkenningu Morgunblaðið/Kristinn Margmiðlunarfræðsla safnsins hafði áhrif á mat dómnefndar. Morgunblaðið/Eggert „Bilið brúað milli fortíðar og nútíðar.“ Spegill sögu og samtíma Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is ÁSTIR Roberts og Clöru Schumann voru enn í brennidepli á vel sóttum Ýmistónleikum á sunnudag, aðeins tveim mánuðum eftir sams konar tón- leika í Salnum með upplestur úr sendibréfum þeirra. Þó að löngu séu komin úr persónuvernd, og orð- bragðið í þeim sé mun dagstofuhæf- ara en t.a.m. í bréfaskiptum Mozart- fjölskyldunnar, þá finnst manni samt ákveðin hnýsni yfir slíku athæfi. Ein- hvers konar afhjúpunarárátta sem kann að tengjast yfirstandandi dálæti á raunveruleikaþáttum í sjónvarpi. Eða hvað verður næst – upplestur úr ástarbréfum núlifandi tónskálda? Brahms vissi greinilega hvað hann söng þegar hann brenndi hvert ein- asta snifsi úr sínu bréfasafni mörgum árum áður en hann lézt! Í þetta sinn las Halldór Hauksson, og gerði það prýðisvel enda þótt lest- urinn væri að einu leyti háður sömu annmörkum og hjá hinum reynda leikara Arnari Jónssyni áður í Saln- um – allt of bröttum styrkhnigum í enda orða. Þarna hefði s.s. mátt setja á talandann e.k. „kompressor“ eins og heitir á máli magnaravarða. En annars er varla hægt að segja að upp- lestrarefnið hafi verið tónverkunum óviðkomandi, enda voru bréfin ein- mitt frá þeim tilhugalífsárum hjóna- leysanna þegar viðfangsefni dag- skrár litu dagsins ljós eða 4. tug 19. aldar. Það var í þokkabót auðfundið að píanólagaflokkar Schumanns, hvor 18 atriða, nutu beins innblásturs frá Clöru. Sérstaklega í Carnaval Op. 9, sem er sá eldri þrátt fyrir hærra ópusnúmer og saminn skömmu eftir að Clara játaði Robert ást sína og trú. Alltjent virtist melódíska hugvitið í Kjötkveðjuhátíðinni ívið ferskara en í Davidsbündlertänze Op. 6 (þó úr- vinnslan sé þar hins vegar meiri), enda birtist freyðandi sköpunargleði þessa „höfundar frumleikakröf- unnar“ víða sem nýopnuð kampavíns- flaska í glæsilegum flutningi Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Miklós Dalmay réðst á Dansa Dav- íðssinna fyrir hlé af miklum bravúr og gerði margt snilldarvel, þó svo að skaphitinn leiddi stöku sinni í gösl- fengna flennireið þegar mest á gekk. Aftur á móti skorti fráleitt mýkt og söngrænan tón þegar það átti við, eins og í lokaatriðunum Wie aus der Ferne og Nicht schnell, og var það ekki nema að vonum. Hitt kom þeim kannski meira á óvart sem höfðu ekki heyrt í Helgu Bryndísi í langan tíma eins og und- irr., hve stólpagóðum tökum hún náði á þessari virtu og elskuðu lagasyrpu strax frá upphafi. Meðal hápunkta mætti nefna hávelborinn Valse noble, daðurflaðrandi Coquette, bráðfallega Chiarinu (les: Clöru) og, sem toppinn á tindinum, hið sópandi lokaatriði, Mars Davíðssinna gegn Fílisteum. Hér gengu tæknilegt öryggi og tónrænt innsæi saman í æðra veldi, og virtist einsýnt að Helga Bryndís muni senn, ef ekki nú þegar, skipa bekk með fremstu einleikspíanistum landsins. Slagharpað með bravúr TÓNLIST Ýmir Schumann: Davidsbündlertänze Op. 6; Carnaval Op. 9. Miklós Dalmay og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó. Upplestur: Halldór Hauksson. Sunnu- daginn 14. maí kl. 11. Listahátíð í Reykjavík Ríkarður Ö. Pálsson ÍSLENSKT leikhúslíf fær mjög já- kvæða umfjöllun á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian en þar er fjallað bæði um uppfærslu Þjóðleik- hússins á Pétri Gaut og Fagnaði eftir Harold Pinter, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu sl. sunnudag. Það er leikhúsrýnirinn Michael Billington sem fjallar á svo lofsamlegum nótum um íslenskt leikhús en hann var hér á ferð um helgina sem gestur á sér- stöku málþingi tileinkuðu Pinter. Billington fjallar í grein sinni um heimsókn sína til Íslands en m.a. hef- ur hann orð á stórbrotinni fegurð Þingvallasvæðisins. Hann segir leik- húslífið á Íslandi hins vegar ekki síð- ur stórbrotið. Nefnir hann fyrst til upprifjunar uppfærslu Vesturports á Woyzeck og Rómeó og Júlíu í Lond- on á sl. ári. Síðan segir Billington að honum hafi til viðbótar gefist færi á að berja augum uppfærslu Baltasars Kormáks á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen í heimsókn sinni til Íslands. Hann hefur orð á leikmyndinni og segir svo að jafnvel þó að hann skilji ekki íslensku hafi verið hægur leikur að fylgjast með ferðalagi Péturs Gauts, frá því að vera villt ungmenni og til þess að vera farlama gamal- menni. „Þetta er uppfærsla á heims- mælikvarða sem færa verður til London,“ segir Billington. Ánægja með Fagnað Ekki fer leikhúsrýnirinn virti síðri orðum um uppfærslu Stefáns Jóns- sonar á Fagnaði Harolds Pinters, en Billington hefur sérhæft sig í verkum Pinters og flutti hér um helgina fyr- irlestur um tengsl verka hans við raunverulega atburði í lífi skáldsins. Segir Billington að Stefán, sem leikstýrir Fagnaði, leyfi texta leik- verksins að njóta sín og það sé vel. Einkum sé lokaatriði leikritsins frábærlega útfært. „Og það var áminning um að á Íslandi sé að finna eitt ferskasta leikhússtarfið í Evrópu. Líkt og landið sjálft eigum við þó enn eftir að uppgötva það til fullnustu,“ segir rýnirinn að lokum í grein sinni. Michael Billington segir að fegurð Þingvallasvæðisins sé stórbrotin, en leikhúslífið á Íslandi hins vegar ekki síður stórbrotið. Leiklist | Michael Billington lofar íslenskt leikhúslíf í The Guardian Eitt ferskasta leikhús- starfið í Evrópu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.