Morgunblaðið - 18.05.2006, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SÆL, Siv, í framhaldi af bréfi til
þín sem birtist nýverið á síðum
Morgunblaðsins lang-
ar mig að vekja athygli
þína á nokkrum atrið-
um sem mér er fullljóst
að venjulegt fólk sem
er á fullri ferð í hvers-
dagsamstrinu gerir sér
enga grein fyrir. Ég
get séð af heimasíðu
þinni 7. maí að þú ert
byrjuð að kynna þér
lykiltölur um rekstur
LSH. Reksturinn er
stór á íslenskan mæli-
kvarða og það fer ekk-
ert á milli mála í mín-
um huga að LSH þarf
góðan málsvara á hinu
háa Alþingi sér til
stuðnings. Og hafa ber
í huga að á und-
anförnum árum hefur
LSH legið undir stans-
lausum árásum frá
misvitrum þingmönn-
um vegna reksturs-
kostnaðar þrátt fyrir
að forstjóri LSH og
hans frábæra starfs-
fólk geri kraftaverk á
hverjum degi að mínu
mati að minnsta kosti.
Ekki veit ég hver
átti þá hugmynd að setja reglugerð
um hlutdeild sjúklinga í sjúkrakostn-
aði á. Með bréfi sem mér barst frá
sviðsstjóra lyflækningasviðs II segir
hann að reglugerðin sé sett af ráðu-
neytinu og ekki að beiðni LSH.
Skiptir kannski ekki öllu, en það
sem skiptir máli er að á hverju ári
fjölgar krabbameinsgreindum.
Krabbamein eru mörg en flest eru
meðhöndluð á göngudeild, þ.e. sjúk-
lingur er aldrei innlagður. Flestir
fara í geislameðferð sem er ókeypis
eins og fram hefur komið og síðan
lyfjameðferð. Fæstir, sem betur fer,
lenda í örorku eftir krabbameins-
meðferð. Flestir taka sér frí frá
störfum og fara á sjúkrasjóði verka-
lýðsfélaganna á meðan á meðferð
stendur. Síðan þegar meðferð er lok-
ið og jafnvel á meðan er sjúklingnum
boðið uppá meðferð inni á endurhæf-
ingardeild LSH Fossvogi. Og þá
komum við að gjaldskránni.
Þegar ég hef spurt um taxtann
sem tekin er við viðtal við lækni er
mér bent á að LSH taki sérfræðings-
gjald utan úr bæ. S.s. LSH inn-
heimtir kr. 6.380.00.- fyrir viðtal við
krabbameinslækni. Afslættir eru
mismunandi t.d. borgar öryrki kr.
464.00.- en sá sem hefur ekki örorku
greiðir u.þ.b. kr. 4.600.00.- Þetta er
að minnsta kosti einu sinni í mánuði.
Síðan við lyfjagjöf greiðir viðkom-
andi kr. 1.776.00 við hverja komu í
lyfjameðferð þar sem sjúklingurinn
kemur einu sinni í viku í nokkrar vik-
ur á göngudeild. Og alltaf greiðir TR
með okkur. LSH innheimtir af TR
mismuninn. Þegar við
förum í endurhæfingu
hjá LSH verðum við að
greiða fyrstu 20–40
skiptin eftir sam-
komulagi LSH við TR.
Greitt er hvert skipti kr.
274.00.- í sjúkraþjálfun.
Um kr. 500.00.- greiðum
við ef við tökum þátt í
iðjuþjálfun, leirvinnu
eða þvíumlíku.
Á Grensásdeild LSH
eru greiddar kr.
2.100.00.- fyrir kort með
10 skiptum í sund-
leikfimi.
Og svo greiðum við
fyrir sneiðmynd, óm-
skoðanir, röntgen-
myndatökur og annað
sem fylgir okkar sjúk-
dómum. Algengt er að
greiða um 2.000.00.- í
hvert skipti.
Sálfræðiþjónustan
kostar ca. 500.00.- kr.
hver tími og eins með
tíma til næringarfræð-
ings eða félagsráðgjafa
með fullum afslætti ör-
orku. Hærra gjald án
örorku.
Síðan eins og fram hefur komið áð-
ur greiðum við 90–120 þús. ef við vilj-
um hressa okkur við eftir meðferð á
LSH og fara í Hveragerði í fjórar
vikur.
Ofangreint er breytilegt vegna
þess að LSH hækkar gjaldskrána
eftir vísitölu. En þetta er það helsta
sem að okkur krabbameinsgreindum
snýr inni á LSH. Fyrir utan þetta
fylgir ávallt einhver kostnaður vegna
lyfja eða smyrsla og annarra hluta
sem krabbameinsgreindir verða að
kaupa vegna hliðarverkana lyfjanna
og er ráðlegt að kaupa.
Hagsmunagæsla
krabbameinsgreindra
Þar sem hagsmunagæsla okkar
hefur verið algjörlega fyrir borð bor-
in undanfarna áratugi getur LSH
stjórnað okkar málefnum að eigin
vild. Ekki er langt síðan iðjuþjálfun
og sjúkraþjálfun endurhæfing-
ardeildar krabbameinsdeildar var
færð úr Kópavogi í lítið húsnæði í
Fossvoginn. Vegna sparnaðar að
sjálfsögðu. Og opinberlega þurfum
við síðan krabbameinsgreindir að
hlusta á hvað lyf okkar eru dýr inni í
rekstrarkostnaði LSH, nú síðast á
Fréttavaktinni f. hádegi á NFS af
vörum framkvæmdastjóra KÍ Guð-
rúnu Agnarsdóttir. Á meðan okkur
er boðin sú aðstaða sem raun ber
vitni í greiðslu sjúkrakostnaðar og
umönnunar innan LSH eru hjarta-
sjúklingar eins og blómi í eggi innan
sama kerfis. Það er ekki talað um
hvað kostar eitt stk. hjartastuðtæki
og meðferð hjartasjúklinga innan
heilbrigðiskerfisins. Svona hefur um-
ræðan verið í gegnum árin, skorið
niður á krabbameinsdeildum bæði í
Rvk og eins á Akureyri á meðann
hjartasjúklingar fá innlagnir og allt
frítt. Málsvarar okkar, Krabba-
meinsfélag Íslands, þegir enda ekki
hægt að ætlast til annars. Hags-
munir stangast á þegar stjórn okkar
samtaka er ekki skipuð notendum
þjónustu LSH, heldur stjórnendum
LSH eins og nú er. Þannig að við get-
um ekki, krabbameinsgreindir,
vænst þess að fá liðsinni að óbreyttu,
úr þeirri átt.
Þannig er Ísland okkar krabba-
meinsgreindu í dag.
Enn um
hagsmuni krabba-
meinsgreindra
Haukur Þorvaldsson skrifar
opið bréf til heilbrigðisráð-
herra og fjallar um aðstöðu
krabbameinsgreindra
Haukur Þorvaldsson
’Þar sem hags-munagæsla okk-
ar hefur verið al-
gjörlega fyrir
borð borin und-
anfarna áratugi
getur LSH
stjórnað okkar
málefnum að eig-
in vild.‘
Höfundur er
krabbameinsgreindur öryrki.
Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður
formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les-
endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar
SORPMÁL verða án efa eitt af heitustu kosningamál-
unum hér á Akureyri í komandi kosningum, umræðan
hefur verið töluverð í Eyjafirði undanfarin misseri og
öllum ljóst að brýnt er að bæta úr í þess-
um málaflokki.
Okkur hefur orðið töluvert ágengt á
þessu kjörtímabili og sorp til urðunar
minnkað um 25%, sem felst fyrst og
fremst í minnkun sorps frá mat-
vælaframleiðslufyrirtækjum en sá hluti
er að megninu til jarðgerður. Svæð-
isáætlun um meðhöndlun úrgangs var
samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar á síðasta ári og eftir
henni er unnið. Lykillinn að því að minnka sorp og vekja
fólk til umhugsunar um endurvinnslu og bætta nýtingu
felst fyrst og fremst í gjaldtöku. Að menn greiði hærra
verð fyrir óflokkað sorp og sjái sér hag í því að flokka og
skila og leggja ofurlitla vinnu á sig jafnframt vegna þess.
Brú frá Íslandi til tunglsins
Óumbeðinn póstur sem dreift er á heimili Akureyringa
nemur um 19 kg og fríblöð um 34 kg á ári samkvæmt
upplýsingum á gagnlegri heimasíðu Sorpeyjar og talið
er að í Eyjafirði falli til um 1200 tonn af pappír á ári. Á
síðasta ári voru flutt út 500 tonn af pappír sem m.a. fer
til gerðar eldhúsrúllna.
Við getum sett þetta í annað samhengi á landsvísu því
það magn sem berst inn á öll heimili landsins af þessum
toga, þ.e. óumbeðinn póstur og fríblöð, myndi duga til að
byggja 20 sm breiða brú frá Íslandi til tunglsins þannig
að þetta er magn sem skiptir máli.
Við sjálfstæðismenn höfum á stefnuskrá okkar að taka
þessi mál föstum tökum með ýmsum hvatningaraðgerð-
um, s.s. að hvetja til endurvinnslu, fjölga grennd-
argámum, koma öflugri jarðgerðarstöð á laggirnar og
fleira. Við viljum jafnframt skoða hvort byggðasamlag
sem eru 10 sveitarfélög með mismunandi áherslur og
sjónarmið sé endilega rétta leiðin fyrir íbúa Akureyrar
að ná árangri á þessum vettvangi. Ljóst er að það þarf
átak til að bæta úr.
Að finna til ábyrgðar á umhverfinu er ekki nóg
Í ágætri könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Akureyr-
arbæ er ljóst að meirihluti íbúa er tilbúinn, þar sem því
verður við komið, að flokka og leggja meira á sig en það
er ljóst að skilagjald vegur þar þungt. Betri árangur
næst hvað varðar þá efnisflokka sem hafa skilagjald. Það
virðist ekki duga að hafa áhuga og finna til ábyrgðar á
umhverfinu, hinn peningalegi hvati verður að koma til
líka og það er stjórntæki sem bæjaryfirvöld geta beitt.
Mikilvægt að byrja í skólunum
Í nýliðnum mánuði fékk Síðuskóli viðurkenningu fyrir
umhverfisstefnu, þ.e. Grænfánann, og í nýsamþykktri
Staðardagskrá 21 er lagt til að allir skólar stefni að því
að fá Grænfánann. Það er mikilvægt að byrja í skólunum
því að nemendur geta síðan hvatt til hugarfarsbreyt-
ingar á heimlinum. Eins getur bærinn hvatt og stutt fyr-
irtæki hér til að setja sér umhverfisstefnu og það munum
við sjálfstæðismenn gera.
Mikilvægt að fólk
sjái hag í því að flokka sorp
Eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur
Höfundur skipar 2. sætið á lista
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Í MORGUNBLAÐINU þann 20.
apríl s.l. ritaði Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, borgarstjóri, svar-
grein við grein
minni um fjármál
Reykjavík-
urborgar. Svör
borgarstjóra höfðu
að geyma mein-
legar rangfærslur
auk þess sem borg-
arstjóri lét hjá líða
að svara spurningum sem hann
hefði þó átt að gera samhengis
vegna.
Fjárhagsáætlun Reykjavík-
urborgar var samþykkt í borg-
arstjórn þann 6. desember s.l. en
tveimur dögum áður hafði samn-
inganefnd Reykjavíkurborgar und-
irritað kjarasamninga við Eflingu,
stéttarfélag og Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar. Forsendur
þeirra kjarasamninga voru allt
aðrar en forsendur fjárhagsáætl-
unar höfðu byggst á en þrátt fyrir
það sá borgarstjóri enga ástæðu til
að endurskoða þær. Forsendur
fjárhagsáætlunar voru því raun-
verulega brostnar tveimur dögum
áður en hún var samþykkt. Fjórum
mánuðum síðar lagði borgarstjóri
fram tillögu að endurskoðun fjár-
hagsáætlunar. Og hverjar voru síð-
an lausnir borgarstjóra? Jú, að
selja eignir og hækka skattaálög-
ur. Í svargrein borgarstjóra er því
haldið fram að ég tali gegn betri
vitund þegar ég segi að Reykjavík-
urborg hafi hækkað fasteigna-
skatta. Málatilbúnaður borg-
arstjóra er í besta falli broslegur –
jú, það liggur fyrir að prósenta
fasteignaskatts hefur verið lækkuð
en áður en til þess kom hækkaði
fasteignamatið verulega. Útkoman
er að sjálfsögðu sú að borgarbúar
greiða fleiri krónur í fast-
eignaskatta til Reykjavíkurborgar.
Frá árinu 1999 hafa fasteignaskatt-
ar á hvern íbúa hækkað, í krónum
talið, á hverju ári. Þess má geta að
fasteignaskattar hækkuðu, í krón-
um talið, um 11,38% á milli áranna
2004 og 2005! Á sama hátt hefur
holræsagjaldið, sem R-listinn fann
upp, leitt af sér auknar álögur á
borgarbúa. Eins og sjá má af með-
fylgjandi töflu voru skattar á íbúa í
Reykjavík á árinu 1994 um 142 þús.
kr. á íbúa en um 314 þús. árið 2005.
Þetta gerir um 121% hækkun á
sköttum en á sama tíma hefur
verðbólga mælst 43% og launa-
hækkanir 101%. Út frá þessum töl-
um getur hver og einn lagt mat á
það fyrir sig hvort
skattar hafa raun-
verulega hækkað
eða lækkað. Það
er augljóst að þeir
hafa hækkað!
Það sem vekur ennfremur undr-
un mína er að fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006
skuli einungis vera endurskoðuð að
hluta til. Áhrifum kjarasamninga
var bætt inn í endurskoðunina en
aðrar forsendur eru óbreyttar.
Borgarstjóri sér ekki ástæðu til
þess að endurskoða verðlags- eða
gengisforsendur í áætluninni þrátt
fyrir að slíkar forsendur hafi
hækkað langt umfram forsendur
fjárhagsáætlunar. Lausnir borg-
arstjóra á fjárhagsvanda Reykja-
víkurborgar byggjast á því að færa
skuldir frá borgarsjóði yfir til
stofnana og fyrirtækja Reykjavík-
urborgar. Það að færa eignir með
þessum hætti á milli borgarsjóðs
og Orkuveitu Reykjavíkur, með til-
flutningi á Fráveitu Reykjavík-
urborgar, breytir á engan hátt
fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar
sem slíkrar. Virðast þær fremur
staðfesting þess að borgarstjóri
telji bókhaldsbrellur jafnmik-
ilvægar og ábyrgð í rekstri sveitar-
félagsins.
Rangfærslur borgarstjóra
um fjármál Reykjavíkurborgar
Eftir Davíð Ólaf Ingimarsson
Höfundur er hagfræðingur
og í stjórn Heimdallar.
Skatttekjur Verðbólga Launavísitala
1994 142.167 kr. 170,3 132,9
2005 313.636 kr. 244,1 267,2
Breyting: 121% 43% 101%
SIGRÚN Stefánsdóttir skrifar afar ósanngjarna grein
um málefni aldraðra hinn 6. maí síðastliðinn þar sem hún
skammar bæði ríkisstjórnina og meirihluta bæj-
arstjórnar Akureyrar fyrir framtaks-
leysi í málaflokknum. Árið 1998–2002
hafði Samfylkingin (hét þá Akureyr-
arlistinn) forsjá í öldrunarmálum og öll-
um er kunnugt um hvernig staðan var
þá, langir biðlistar í hjúkrunarrými og
engar lausnir í augsýn.
Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið
ötullega á öllum sviðum öldrunarþjón-
ustu og á haustmánuðum verður tekin í notkun viðbygg-
ing við Hlíð sem mun gjörbylta aðstæðum hvað varðar
hjúkrunarrýmin. Einnig standa yfir viðræður við heil-
brigðisráðuneytið um uppbyggingu annarra bygginga
við Hlíð og bygginga þjónustuíbúða. Félagsaðstaða aldr-
aðra hefur verið stórbætt, heimahjúkrun er veitt allan
sólarhringinn, matarsendingar um helgar svo fátt eitt sé
nefnt en fjölmargt annað hefur áunnist á kjörtímabilinu.
Ánægjulegast er þó að biðlisti þeirra sem veikastir eru
og þurfa á hjúkrunarrými að halda er ekki til lengur.
Munar þar mestu um þau hjúkrunarrými sem tekin voru
í notkun í endurbyggðum húsakynnum í Skjaldarvík og
fjölgun á hjúkrunarrýmum á Hlíð. Sú umræða sem nú á
sér stað í öðrum sveitarfélögum um landið á ekki við hér
því öldrunarmálin á Akureyri eru fyrirmynd annarra
sveitarfélaga. Þetta veit Sigrún og þess vegna er grein
hennar lík fyrri afrekum Samfylkingarinnar í mála-
flokknum, ómarktæk. Við framsóknarfólk á Akureyri
höfðum frumkvæði í þessum málum og höfum fylgt þeim
fast eftir. Ef Sigrún man ekki eftir því vil ég minna hana
enn og aftur á það hverjir fóru með þennan málaflokk
1998–2002. Það ástand sem þá skapaðist viljum við ekki
aftur og því skyldu Akureyringar taka þá áhættu?
Upprifjun fyrir Sigrúnu Stefánsdóttur
Eftir Jóhannes G. Bjarnason
Höfundur skipar fyrsta sætið á lista
Framsóknarflokksins á Akureyri.
Kristinn Pétursson: „Endur-
vinna gagnagrunna ICES og
Hafró“
Þorsteinn Gestsson fjallar um
vímuefni.
Kosningar 2006
www.mbl.is/kosningar
Vilborg Halldórsdóttir: „Flug-
móðurskip Björns Inga“
Toshiki Toma: „Spurning til
allra frambjóenda.“
Magnús Helgi Björgvinsson:
„Kópavogsbúar skuldsettir um
110 þúsund“
Gunnar G. Bjartmarsson:
„Kosningaloforðin“
Magnús Helgi Björgvinsson:
„Sjálfstæðismenn lesa Mogg-
ann“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar