Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 37
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Í TILEFNI af prestvígslu í Kefla-
víkurkirkju þar sem nýr prestur
var ráðinn til að gegna prestsemb-
ætti í andstöðu við söfnuðinn vil
ég benda á eftirfarandi:
Í fyrsta lagi er presturinn fyrr-
verandi sr. Sigfús Ingvason, búinn
að þjóna söfnuði sínum í 13 ár við
miklar vinsældir. Hann hefur ver-
ið afar vinsæll og mikils metinn af
sóknarbörnum sínum vegna góðr-
ar leiðsagnar hans, mildi og um-
hyggju í þeirra garð. Sérstaklega
er til þess tekið hve vinsælt
barnastarf kirkjunnar hefur verið
í höndum sr. Sigfúsar og
eiginkonu hans þetta 13 ára tíma-
bil.
Í öðru lagi. Þegar nefnd á veg-
um biskups kýs annan prest í stað
sr. Sigfúsar, er það gert í mikilli
andstöðu og við mikil mótmæli
sóknarbarnanna. Þrátt fyrir bæna-
skjal frá sóknarbörnum sr. Sigfús-
ar, til biskups, um að leyfa söfn-
uðinum að hafa áfram sinn
sóknarprest, skeytir biskup því
engu og heldur sínu striki þrátt
fyrir sorg og mótmæli sókn-
arbarnanna. Þarna virðist vera um
hroka að ræða af hálfu biskups,
sem auðveldlega hefði getað miðl-
að málum í þeim kærleiksanda
sem þjóni kirkjunnar ber að sýna.
Að fara að lögum í þessu sam-
hengi einungis laganna vegna, en
ekki í þágu fólksins, tel ég ekki
sæmandi kirkjunnar þjóni.
ESTHER VAGNSDÓTTIR
Skessugili 10,
Akureyri.
Skortur á kærleika
í afstöðu kirkjunnar?
Frá Esther Vagnsdóttur:
ÁSGEIR Hannes Eiríksson, fyrrum
alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn,
hefur nú bryddað upp á þeirri hug-
mynd að stofnaður verði íslenskur
„framfaraflokkur“ að norrænni fyr-
irmynd. Hefur hann jafnframt gefið
til kynna að ef aðrir leggi til allan
undirbúning kunni hann sjálfur að
vera tilleiðanlegur til að taka að sér
hlutverk hins íslenska Glistrups.
Mætti sá flokkur heita Hægri
grænir, og hefði hann á stefnuskrá
sinni annars vegar að sporna gegn
fjölgun nýbúa á Íslandi, og hins vegar
að varðveita hér hreina náttúru (og
e.t.v. hreinan kynstofn í leiðinni!).
Þetta gæti verið jákvæður flokkur
ef vel er á haldið. Öllu máli skiptir
hvernig til tekst. Það þarf t.d. að
finna jafnvægið milli þarfar kjósenda
fyrir erlent vinnuafl til að auka ríki-
dæmið okkar og þess að varðveita
sérstöðu okkar sem sjálfstæðrar
þjóðar.
Það blasir við að íslenskum þjóð-
háttum hefur ekki stafað teljandi
hætta af nýbúunum enn sem komið
er. Þvert á móti hefur íslenska menn-
ingarumhverfið verið duglegt við að
gegnsýra aðflutta menningu nýbú-
anna, og að gera hana að staðnaðri
fortíðararfleifð; svo sumum íslensku-
kennurum í grunnskólum þykir nú að
hamli íslenskunámi nýbúabarna!
Þó er einn sá vettvangur sem við
höfum sérstaklega kosið að standa
vörð um, og sækja fram á, en það er
íslensk tunga. Það gæti verið skap-
andi vettvangur fyrir hálf-fasískan
framfaraflokk að hasla sér völl um
það málefni, ef það væri ekki einfald-
að um of. Því það má ljóst vera að
hreintyngið er aðeins vinnanlegt vígi
fyrir þá innvígðu sem alast að mestu
upp hérlendis. Ólíklegt að öðruvísi
verði t.d. til nýbúaskáld á íslenskri
tungu.
Um leið væri þarft ef nýr flokkur
gæti komið því til leiðar að íslensku-
kennsla fyrir aðflutta yrði ókeypis.
Er þetta að verða brýnt með nýrri
innflytjendalöggjöf frá ESB, þar sem
þess er síður krafist að aðkomufólk
læri íslensku. Allur málfarsfasismi
sem miðar að því að kenna nýbúum
góða íslensku gæti þar verið vel þeg-
inn.
Óskandi væri ef íslenskur fram-
faraflokkur gæti síðan komið fylg-
ismönnum sínum til að leggjast sjálfir
í lestur íslenskra bókmennta; og jafn-
vel að endurheimta virðingu lands-
manna fyrir ljóðlistarhefðinni.
Mannanafnanefnd ákvað fyrir
nokkrum árum að henni væri ekki
lengur stætt á því að krefjast þess að
aðfluttir tækju upp íslensk manna-
nöfn; í ljósi samræmdra reglugerða
okkar frá ESB. Nú mega nýbúar því
heita eintómum erlendum nöfnum; og
einnig að halda ættarnöfnum sínum;
sem og að láta afkomendur sína á Ís-
landi heita erlendum nöfnum svo
fremi sem þeir eru nefndir eftir er-
lendum ættmönnum sínum. Þannig
sættir mannanafnanefnd sig nú við
tvöfalt mannanafnakerfi á Íslandi. Þó
er hið jákvæða við þetta að nýbúar
mega sjálfviljugir taka upp íslensk
nöfn. Að því mætti nýr flokkur róa.
Enda hlýtur það að verða nýbúum og
afkomendum þeirra nokkur fjötur
um fót við að verða fullgildir þátttak-
endur í íslensku menningarsamfélagi
ef þeir kjósa að halda þannig fram-
andleika sínum til streitu.
Hætta er á, að þróunin verði sú á
næsta áratug, að tvær þjóðir myndist
í landinu: síbúarnir og nýbúarnir.
Heimamennirnir og útlendingarnir.
Þannig muni óskalandslag þjóðern-
isöfgasinna rísa upp þeim að fyr-
irhafnarlausu. Því er lag að byrja nú
þegar að reyna að beina slíkum öfg-
um inn á uppbyggilegar brautir; svo-
sem með íslenskukennslu.
Jafnvel mætti svo bjóða þeim sem
koma frá ríkjum þar sem þau hafa
ekki lært ensku, að læra hér ensku á
undan íslensku; ef þeir svo kjósa; til
að þeir geti gert sig skiljanlega við
heimamenn á fyrstu árunum sínum á
íslenskum vinnumarkaði!
TRYGGVI V. LÍNDAL,
þjóðfélagsfræðingur og skáld.
Hægri grænir
og íslenskan
Frá Tryggva V. Líndal:
Sveigjanleiki og lágur rekstrarkostnaður í fyrirrúmi
IBM BladeCenter
heldur heiminum gangandi
60 þúsund „íbúar” sem treysta á öryggi
Í EVE-heiminum „búa” tæplega sextíu þúsund manns og treysta þeir
á að IBM BladeCenter og IBM xSeries netþjónar haldi heiminum
gangandi.
Einfalt að byggja upp tölvukerfi – Lægri stofnkostnaður
Með því að treysta á IBM BladeCenter og IBM xSeries netþjóna
hefur ráðamönnum EVE-Online verið gert auðveldara að byggja
upp miðlægt tölvukerfi á sem hagkvæmastan hátt. Þannig hefur
ráðamönnum verið gert kleift að bæta við „blöðum” í BladeCenter
eftir þörfum – On Demand – og því hefur tölvukerfið vaxið í samræmi
við íbúafjölda EVE-heimsins.
45% markaðshlutdeild í Blade netþjónum
IBM var með 45% markaðshlutdeild í Blade netþjónum fyrir árið
2004*. Ástæðan eru yfirburðir IBM Blade netþjóna hvað varðar
þróun, hönnun og tækni sem gerir fyrirtækjum auðvelt fyrir að bæta
við tölvulausnum eftir þörfum, lækka rekstrarkostnað tölvukerfa um
allt að 70%** og gera þau sveigjanlegri.
Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is
*Heimild: IDC, febrúar 2005
**Heimild: Business Week, 22. mars 2004
Hafðu samband við söluráðgjafa Nýherja sem veita þér
faglega ráðgjöf við val á rétta netþjóninum sem aðstoðar
fyrirtækið þitt að ná hámarks árangri.
Síminn er 569 7700 og netfangið er ver@nyherji.is