Morgunblaðið - 18.05.2006, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
✝ Gunnar Sig-urðsson fæddist
á Hjaltastað á
Fljótsdalshéraði 12.
apríl 1939. Hann
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
við Hringbraut
miðvikudaginn 10.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Sólveig
Gunnarsdóttir, f. 2.
júní 1916, d. 14.
október 1996 og
Sigurður Guðna-
son, f. 20. nóvember 1909, d. 28.
desember 1961, bændur í Gagn-
stöð í Hjaltastaðaþinghá. Alsystk-
ini Gunnars eru Halldór, f. 8.12.
sótti nám í tryggingafræðum í
Zürich í Sviss 1971. Gunnar hóf
störf hjá Samvinnutryggingum,
síðar Vátryggingafélagi Íslands, í
ársbyrjun 1961 og starfaði þar til
ársins 2005 þegar hann lét af
störfum vegna aldurs. Hann sat í
stjórn Íslandstryggingar hf., síð-
ast sem varaformaður stjórnar. Á
starfsferli sínum gegndi Gunnar
deildarstjórastörfum við hinar
ýmsu greinar trygginga og síð-
ustu 20 árin var hann sérfræð-
ingur Samvinnutrygginga og Vá-
tryggingafélagsins í endurtrygg-
ingum. Í starfinu fólust stöðug
samskipti og samningar við er-
lenda vátryggingaaðila einkum í
Bretlandi, Sviss, Þýskalandi og á
Norðurlöndum og hann tók þátt í
alþjóðlegu samstarfi á sviði
trygginga.
Gunnar verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan
15.
1944, Karl Hildál, f,
f. 10.3. 1950 og Sól-
veig Sigríður, f.
23.11. 1961. Hálf-
systir samfeðra er
Erla, f. 7.7. 1932.
Gunnar kvæntist
13. maí 1961, Lilju
Ólafsdóttur, f. 28.
mars 1943. Sonur
þeirra er Gaukur, f.
29. mars 1964, sam-
býliskona Helena
Kristinsdóttir, f.
20.12. 1967 og eiga
þau dótturina Írisi
Birnu, f. 28. apríl 2002.
Gunnar stundaði nám í Sam-
vinnuskólanum á Bifröst og lauk
þaðan prófi vorið 1960. Hann
Alltaf er maður jafn sleginn þegar
andlátsfregnir berast og þannig var
það einnig þegar Lilja systir hringdi
og sagði mér frá frá því að Gunnar
hefði látist kvöldið áður.
Það var fyrir 63 árum sem pabbi
varð faðir í fyrsta sinn, þá sjálfur
tæplega 17 ára gamall. Honum hef-
ur vafalítið fundist ábyrgð sín taka
stórt stökk þegar Lilja fæddist og
annað eins stökk að verða tengda-
faðir tæplega 35 ára gamall. En fyr-
ir 45 árum eða þegar Lilja var rétt
orðin 18 ára giftust þau Gunnar, en
hann var fjórum árum eldri en hún.
Það tók pabba ekki langan tíma að
sannfærast um að Lilja hefði verið
lánsöm að kynnast Gunnari. Hann
var sem klettur við hlið Lilju öll
þeirra búskaparár. Yfirleitt var
pabbi spar á hrósa mikið mannkost-
um þeirra sem tengdust hans nán-
ustu, en það fór ekkert fram hjá
okkur systkinunum að hann hafði
miklar mætur á Gunnari.
Þegar ég komst til vits og ára,
kynntist ég einnig mannkostum
Gunnars. Hann var mjög víðlesinn
og það var nánast sama hvert um-
ræðuefnið var, Gunnar hafði alltaf
eitthvað til málanna að leggja. En
hann var jafnframt mjög nærgætinn
og gerði sér far um að særa engan.
Gunnar sýndi námi mínu í Þýska-
landi mikinn áhuga og spurði mig
oft spjörunum úr þegar ég kom
heim í fríum. Þegar kom að því að ég
var búin með ritgerðina og var að
klára síðustu prófin, hvatti hann mig
eindregið til þess að halda áfram,
það kæmi sér alltaf vel að klára
doktorinn. Hver veit nema ég fari að
hans ráðum síðar meir.
Elsku Lilja, Gaukur, Helena og
Íris Birna.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Harpa.
Okkur systkinin langar í fáeinum
orðum að minnast öðlingsins Gunn-
ars Sigurðssonar. Frá því við vorum
krakkar höfum við verið mikið á
heimili Lilju móðursystur okkar og
Gunnars mannsins hennar. Gunnar
var okkur alltaf góður enda var
hann barngóður maður með afbrigð-
um. Honum þótti gaman að geta lát-
ið eitthvað eftir litlum krökkum.
Gunnar var fremur hæglátur
maður sem sýndi sjaldan nokkur
geðbrigði. En hann var líka afar
kíminn og honum þótti sérstaklega
gaman að segja frá. Hann þekkti
ógrynni af fólki frá ferðum sínum til
útlanda og kunni af því margar sög-
ur, og lumaði alltaf á einhverjum
meinfyndnum bröndurum. Hann
hafði gaman af glæpasögum og einn-
ig hasarmyndum, en var þó nokkuð
vandfýsinn á slíkt. Það er til marks
um kímnigáfu Gunnars að þær kvik-
myndir sem ekki voru hvað harð-
svíraðastar glæpamyndir kallaði
hann allar „dans- og söngvamyndir“
og hnussaði við.
Það var gaman að komast í bóka-
safnið hjá honum. Hann átti ógrynni
bóka, bæði fræðibóka og skáld-
sagna. Hægt var að liggja yfir fjöl-
fræðibókunum hans tímunum sam-
an og snemma fór hann að ota að
okkur bókmenntum á borð við Sher-
lock Holmes, enda sérstakur áhuga-
maður um glæpasögur. Enginn rað-
aði jafn vel í bókaskápa og Gunnar,
og var það alkunna, enda þótti hon-
um vænt um bækurnar sínar. En
hann var líka ónískur á að lána okk-
ur bæði bækur og hljómplötur.
Hann var mikill matmaður og
þótti mjög gaman að elda. Við systk-
inin nutum oft góðs af því og fengum
oft að prufukeyra þá framandlegu
rétti sem Gunnar bjó til. Umfram
allt var hann mikill lífsnautnamaður.
Við minnumst hans njóta þess að
reykja pípu og góður matur og
drykkur var honum kær. Lét hann
versnandi heilsu ekki hafa af sér þá
ánægju. Við vonum að eitthvað af
hans góða smekk höfum við lært af
honum.
Við þökkum okkar kæra Gunnari
samfylgdina og fyrir allar okkar
góðu stundir saman.
Kristján Valur Jónsson,
Steinvör Jónsdóttir.
Mig langar að minnast vinar okk-
ar, Gunnars Sigurðssonar. Ég hef
þekkt Gunnar frá fæðingu og hann
hefur alla tíð verið hluti af minni
nánustu fjölskyldu. Gunnar, Lilja og
Gaukur, sonur þeirra, voru alltaf
sjálfsagður hluti af okkar daglega
lífi og enginn fjölskylduatburður var
fullskipaður nema þau væru þar
með. Við Gaukur erum svo gott sem
jafngömul, mjög samrýnd frá barn-
æsku og ég var mikið með fjölskyld-
unni. Gunnar og Lilja komu alltaf
fram við mig eins og dóttur sína og
ég sótti í að vera með þeim.
Eftir að við urðum fullorðin
kynntist ég fleiri hliðum á Gunnari.
Hann var hafsjór af þekkingu, ein-
staklega víðlesinn og stálminnugur.
Hann hélt heilt skjalasafn held ég,
með einstöku skipulagi. Það var oft-
ar en einu sinni sem hann gat grafið
upp einhverjar greinar sem hann
átti í möppu einhvers staðar um
málefni sem þurfti að fá botn í.
Hann hafði mikla ánægju af
ferðalögum og þau Lilja hafa ferðast
mikið erlendis. Nú síðari ár ferð-
uðust þau innanlands með tjaldvagn
og ég held að hann hafi líka notið
þeirra ferðalaga eins og annarra
þótt ólík væru. Gunnar var fagur-
keri, kunni að meta gæði, fallega
muni, byggingar og menningu.
Hann var áhugamaður um mat og
matarmenningu og hafði alltaf
margt til málanna að leggja ef þau
málefni bar á góma. Hann kunni vel
að elda góðan mat og naut þess
mjög. Hann hafði gaman af veiðum
og veiðisögum og vissi margt um allt
sem því viðkom eins og annað og það
var oft umræðuefni þegar við hitt-
umst.
Gunnar var mjög rólegur í fasi og
ég man aldrei eftir að hafa séð hann
skipta skapi. Hann hefur þó örugg-
lega gert það en bara kunnað að fara
með það eins og vönduðum manni
sæmir. Eitt af því fjölmarga sem ég
finn svo sterkt að hefur mótað mig
frá heimili Lilju og Gunnars er ein-
læg jafnréttishyggja. Ég fann mjög
vel að þar lágu skoðanir foreldra
minna og þeirra saman og styrkti
það vináttu þeirra mikið. Gunnar
stóð algerlega við bakið á Lilju þeg-
ar hún barðist jafnréttisbaráttu í
karlaveldi alla starfsævina og það
hefur verið henni ómetanlegur
styrkur. Í öllum samræðum við
Gunnar eftir að við uxum úr grasi
hefur hann sýnt námi og vinnu okk-
ar systra og mágkvenna sömu virð-
ingu og áhuga og strákanna og við
sem erum næmar fyrir slíkum bylgj-
um finnum hvort slíkar skoðanir eru
einlægar. Þessi hlið á Gunnari á sinn
þátt í því hversu vænt mér þykir um
hann og þótti varið í hans skoðanir.
Gunnar hefur aldrei talist mikil
barnagæla, en 2002 fæddist stúlka
sem kallaði fram áður óþekkta hlið á
honum. Gaukur og Helena eignuð-
ust þá Írisi Birnu sem átti afa sinn
alveg frá upphafi – enda bráðskörp
og ómótstæðileg hnáta. Síðast þegar
ég sá Gunnar var það í fjögurra ára
afmæli Írisar Birnu nú í apríl. Hann
var þreyttur en stóð og horfði á
smáfólkið í grímubúningum dansa,
snúast í hringi og hlaupa um og ég
hef aldrei séð þennan svip á Gunnari
áður. Hann lýsti einlægri gleði. Ég
held að Gunnar hafi verið hamingju-
samur með fjölskyldu sína og hvers
getur maður óskað sér frekar í líf-
inu? Faðir minn sagði einu sinni að
langlífi væri ekki endilega mesta
gæfa manns. Gunnar naut lífsins og
bar gæfu til að geta sinnt ýmsum af
þeim áhugamálum sem hann hafði.
Hann var kallaður burt miklu fyrr
en nokkurn óraði fyrir en það hjálp-
ar svo mikið að reyna að hugsa um
það sem við höfðum en ekki um það
sem við fáum ekki.
Elsku Lilja, Gaukur, Helena og
Íris Birna, ég veit að missir ykkar er
mikill en þið eigið minningarnar sem
eru svo mikils virði. Guð styrki ykk-
ur í sorginni og hjálpi ykkur að tak-
ast á við lífið á ný.
Kristín Sigþrúður.
Fallinn er frá góður vinur og
traustur samstarfsmaður til margra
ára, Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi
deildarstjóri endurtrygginga hjá
VÍS.
Samstarf og kynni okkar Gunnars
hófust er ég kom til Samvinnutrygg-
inga og undirbúningur og síðan upp-
bygging VÍS hófst af fullum krafti.
Eitt af mörgum stórum verkefnum í
byrjun var að yfirfara þarfir og
byggja upp nýtt endurtrygginga-
kerfi fyrir félagið. Það er á engan
hallað þó ég fullyrði að hitann og
þungann af þessu mikilvæga verk-
efni bar Gunnar, enda var hann í
framhaldinu sjálfkjörinn til þess að
hafa með höndum stjórnun og rekst-
ur endurtrygginga í starfsemi VÍS
og LÍFÍS. Þessu mikla ábyrgðar-
starfi gegndi hann svo samfellt þar
til hann lét nýlega af störfum hjá
VÍS Gunnar bjó yfir mikilli þekk-
ingu og reynslu, eftir áratuga störf
við bæði frum- og endurtryggingar,
hjá Samvinnutryggingum og VÍS.
Auk þess var hann við nám í vá-
tryggingum hjá stóru endurtrygg-
ingafyrirtæki í Sviss og bjó alla tíð
síðan að þeirri reynslu og þekkingu
og samböndum er stofnað var til
þar.
Hann naut virðingar erlendra
endurtryggjenda fyrir yfirgrips-
mikla þekkingu, sem glöggt kom í
ljós t.d. þegar mál voru brotin til
mergjar í samningaviðræðum um
hinar ýmsu ólíku tryggingagreinar.
Gunnar var einstakt ljúfmenni,
vel liðinn og góður samstarfsmaður.
Hann var áhugasamur, nákvæmur
og samviskusamur og vann öll gögn
og skýrslur af einstakri vandvirkni.
Ég minnist þess hve gaman var að
vera með honum á fundum þegar
viðsemjendur þökkuðu sérstaklega
góða upplýsingagjöf og ekki síst
þegar beðið var um heimild til að
nota gögnin til fyrirmyndar fyrir
aðra. Það var gæðastimpill á störf
Gunnars og gladdi okkur báða.
Gunnar átti auðvelt með að stofna
til kynna við fólk og þau Lilja voru
samhent um að rækta vel sambönd
við vini sína víða um heim. Á mörg-
um sameiginlegum ferðum okkar
Gunnars erlendis, gafst oft tími til
að fjalla um fleira en vinnuna. Þá
kynntist ég enn betur manninum á
bak við sérfræðinginn, ljúflingnum,
fjölskyldumanninum, vini vina
sinna, manninum sem ég heyrði
aldrei segja styggðarorð um aðra.
Það voru mér gefandi kynni.
Þó svo að Gunnar hafi áður átt við
veikindi að stríða var ástæða til að
ætla að hann hefði náð sér og gæti
notið lífsins með fjölskyldu sinni
lengi enn og hafði Lilja nýlega gert
ráðstafanir til að þau hefðu svigrúm
til þess og meiri tíma saman. En nú
er kallið komið, allt of fljótt.
Við Haffy sendum Lilju og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að veita þeim styrk í sorginni.
Blessuð sé minning Gunnars Sig-
urðssonar.
Axel Gíslason.
Okkar góði samstarfsmaður til
langs tíma er fallin frá um aldur
fram.
Í hartnær 45 ár var það á sviði vá-
trygginga, sem starfsorka Gunnars
Sigurðssonar fékk útrás. Í þrjá ára-
tugi var hann sá maður sem mesta
þekkingu hafði og lengsta reynslu í
endurtryggingum fyrir Samvinnu-
tryggingar og Vátryggingafélag Ís-
lands hf. Áður hafði hann starfað á
ýmsum sviðum vátrygginga hjá
Samvinnutrygginum, bæði við stofn-
stýringu og um skeið við stjórn bif-
reiðatrygginga og tjónauppgjörs.
Síðar stjórnaði hann endurtrygging-
um þar og við stofnun Vátrygginga-
félags Íslands hf. á árinu 1989 var
honum fengin ábyrgð á endurtrygg-
ingum hins nýja félags. Með djúpum
skilningi og heilbrigðri dómgreind
ávann Gunnar sér virðingu og vin-
áttu vátryggingarmanna, innlendra
og erlendra, sem einhver besti vá-
tryggingamaður landsins á sinni tíð.
Hann kunni til hlítar þau lögmál
sem vátryggingar eru reistar á og
þeim lögmálum miðlaði hann óspart
til yngri og óreyndari manna í vá-
tryggingageiranum, bæði innan fé-
lags og hjá Tryggingaskóla Sam-
bands íslenska tryggingafélaga, sem
kennari.
Gunnar var einstaklega ljúfur
maður í allri umgengni og þeir sem
þekktu hann nánar vissu að þar fór
öðlingur og mannvinur, sem ævin-
lega lagði öðru fólki gott orð.
Hann hafði líka gott eyra fyrir
kveðskap hvers konar, bæði ljóð-
snilld og smáskrítnum vísukornum.
Það gerðist iðulega í samtölum við
hann, að upp kom vísa, sem kring-
umstæður kölluðu fram úr leyndum
sjóði sem hann hafði safnað sér.
Ekki sakaði það fannst honum, þó
að vísan væri tvíræð.
Vegferð þeirra Lilju Ólafsdóttur
eiginkonu hans varð alllöng, þó að
hún styttist nú óþarflega snemma í
annan endann. Var aðdáunarvert að
sjá þau saman, þar fóru hjón þar
sem jafnræði ríkti. Þau ferðuðust
víða saman og voru nú nýkomin úr
ferð til Kína þegar maðurinn með
ljáinn kvaddi dyra. Það má segja, að
það sé kaldhæðni örlaganna að nú,
þegar þau höfðu bæði lokið starfs-
ævi sinni og hugðu gott til glóðar-
innar með ferðir vítt og breitt um
heiminn, er endi bundinn á þessa
vegferð þeirra saman.
Það er með djúpri þökk og sökn-
uði, að við samstarfsfólk hans í VÍS
kveðjum félaga okkar Gunnar Sig-
urðsson hinstu kveðju og treystum
Guði til að geyma hann og að blessa
minningu hans. Megi Guð einnig
styðja Lilju og fjölskyldu þeirra
Gunnars um ókomna tíð.
Kveðja frá samstarfsfólki í VÍS.
Finnur Ingólfsson.
Góður vinur minn, Gunnar, er
genginn.
Hugurinn fyllist af minningum og
leiftrum liðins tíma.
Það er sem gerst hafi gær að leið-
ir okkar lágu saman í Samvinnu-
tryggingum, þótt liðin séu 43 ár.
Með traustu handtaki hristi hann
hönd mína á sinn sérstaka hátt og
bauð mig velkominn í sinn heim,
tryggingaheiminn,sem átti hug hans
allan.
Nákvæmni og vönduð vinnubrögð
hins sanna vátryggingamanns var
hans aðall og lífsstefna.
Mér finnst sem ég hafi þekkt
hann og átt vináttu hans frá upphafi
tíma.
Góðviljinn, glettnin og breiða
brosið laðaði fólk að manninum og
við nánari kynni opnaðist sýn á vilja
hans til að finna jafnan það betra í
mönnum og málefnum.
Hann var hinn trausti sanni vinur
í einu og öllu. Það var tilhlökkun að
mæta honum á vettvangi dagsins og
vinna að sameiginlegum áhugamál-
um og stefna ætíð hærra.
Með honum var auðvelt að láta
hugann reika um lífið og tilveruna
og óravíðáttu alheimsins og dreyma
um betri heim fyrir alla. Það var svo
ljúft að láta sig dreyma og hugsa
upphátt með skilningsríkum manni.
Það glóir og skín á þessi minninga-
brot í sjóði mínum frá liðnum tíma.
Milli okkar lágu gagnvegir til
smáfunda og tilefni til smáferða úr
húsi til að ræða málin eða að
skreppa í skyr til Vallýjar, sem
kunni vel að meta góðan gest.
Gunnar var vel lesinn og fróður og
sögumaður slyngur sem kryddaði
tal sitt með hnyttnum vel gerðum
vísum, gjarnan skondnum, að austan
úr heimahögum.
Sveitin og strjálbýlið mótuðu hug-
sjónir hans. Fegurð og víðátta Hér-
aðsins hefur vafalaust átt sinn þátt í
að hugsun hans var svo stórhuga og
góðviljuð.
Ljúft er að minnast síðasta kvöld-
verðar sem við hjónin áttum á heim-
ili Lilju og Gunnars skömmu fyrir
Kínaferð þeirra og drógum fram
skemmtilega kafla úr lífi okkar og
starfi.
Mennirnir ætla en Guð ræður og
Gunnar naut skamms tíma af langa
fríinu, til að gera allt það sem þau
hjón höfðu látið sig dreyma um að
njóta saman að loknum löngum
starfsdegi.
Að leiðarlokum bið ég honum
sællar farar til betri heima þar sem
vinir bíða í röðum.
Lilju, Gauk, Helenu og Írisi Birnu
biðjum við góðan Guð að styrkja og
hugga við minningar um góðan
dreng.
Hreinn og Vallý.
Í dag fylgjum við til hinstu hvílu
kærum vini okkar, Gunnari Sigurðs-
syni.
Að rita kveðjuorð við brottför
þeirra sem standa manni nær er
alltaf erfitt, ekki síst þegar kallið
kemur eins snögglega og núna. Við
slíkar aðstæður er maður minntur á
hve fljótt veður skipast í lofti – hve
fljótt allt breytist. Vinur er farinn.
Við hjónin kynntumst Gunnari og
eiginkonu hans, Lilju, fyrir um 15
árum þegar Lilja og undirrituð, Ell-
en, sátum saman í stjórn Kvenrétt-
indafélags Íslands um nokkurra ára
skeið. Flestir kannast við hvernig
vinátta getur orðið til nánast á
fyrstu mínútum viðkynningar og
þannig var það í þessu tilfelli. Leiðir
GUNNAR
SIGURÐSSON