Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurÁgúst Krist- jánsson fæddist á Ísafirði 1. nóvem- ber 1935. Hann lést á líknardeild Land- spítala háskóla- sjúkrahúss 6. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristján Gíslason, f. 11. nóvember 1877, d. 20. maí 1963, og Margrét Jóhanna Magnúsdóttir, f. 1. júní 1889, d. 1. maí 1979. Systkini Guðmundar eru Magnús, f. 1918, d. 2004, Svein- björn, f. 1920, d. 1981, Þóra Kristín, f. 1922, Hjörtur, f. 1925, d. 1992, Sveinbjörg, f. 1927, Ólöf, f. 1928 og Svava, f. 1929, d. 2001. Guðmundur kvæntist hinn 30. þeirra er Þórhallur, b) Ásdís, í sambúð með Stefáni Ragnarssyni, sonur þeirra er Stefán Sölvi, og c) Ísak. 4) Böðvar, f. 1965, kvænt- ur Nönnu Sif Gísladóttur. Börn þeirra eru Gísli Rúnar, Guð- mundur Ágúst og Ester Ýr. Ungur að árum fór Guðmund- ur til náms í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Hann varð búfræð- ingur frá Hvanneyri 1953 og út- skrifaðist sem bifreiðasmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík 1962. Hann starfaði sem bifreiðasmiður allt til dauðadags, fyrst hjá Agli Vilhjálmssyni, svo hjá Saab-verk- stæðinu, var svo verkstjóri á bif- reiðaverkstæði hjá Toyota-um- boðinu og frá árinu 1986 rak Guðmundur sitt eigið verkstæði, Réttingarverkstæði G.Á.K. í Dal- brekku 4 í Kópavogi og allra síð- ustu ár ALP-GÁK í Kópavogi í samvinnu við Böðvar son sinn. Guðmundur var virkur meðlimur í Lionsklúbbi Kópavogs og vann ýmis trúnaðarstörf fyrir klúbb- inn. Útför Guðmundar verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. nóvember 1958 Ás- dísi Sveinsdóttur, f. 29. júní 1936. Börn þeirra eru: 1) Sveinn, f. 1958, sam- býliskona Arnbjörg Sveinsdóttir. Börn þeirra eru Hjördís Lilja og Lena Dröfn. 2) Hrönn, f. 1959, gift Hirti B. Jóns- syni. Börn þeirra eru: a) Hákon, sam- býliskona Eyrún Hafþórsdóttir, dóttir þeirra er Emma Hrönn, b) Hrafnhildur Hlín, sam- býlismaður Ólafur Guðmundsson, og c) Sigurhanna Björg. 3) Þór- halla, f. 1961, gift Þórhalli Tryggvasyni, börn þeirra eru: a) Tryggvi, sambýliskona Ellen Dögg Sigurjónsdóttir, sonur Þegar ég sest niður til að skrifa minningarorð um hann föður minn, Guðmund Ágúst Kristjánsson, sem lést á líknardeild Landspítala hinn 6. maí síðastliðinn, þá rennur þetta síð- asta ár fyrir hugskotssjónum mín- um. Fyrir rúmu ári greindist þú með illvígt krabbamein sem talið var að ekkert væri hægt að gera við. Þess- ar fréttir voru slíkt reiðarslag fyrir okkur fjölskylduna, við héldum allt- af að þið mamma yrðuð bæði með okkur í mörg ár í viðbót. Okkur leið eins og við hefðum lent framan á hraðlest á fullri ferð, því þú og mamma voruð að koma úr tveggja vikna skíðaferð þar sem þú hafðir skíðað eins og unglingur og stóðst þér yngra fólki framar í getu og krafti. Hverjum hefði dottið í hug að þú værir með banvænan sjúkdóm? Það sýndi best hvern mann þú hafð- ir að geyma því þó þú værir búin að fá greiningu frá tveimur læknum vildir þú fá álit frá einum enn, þú vildir ekki gefast upp. Uppgjöf hefur aldrei verið til í þínum huga. Þriðji læknirinn sem þú hittir taldi eftir viðtalið að heilmikið væri eftir í þér og ákveðið var að reyna lyfjameð- ferð sem gæti tafið fyrir meininu og gefið okkur einhvern tíma í viðbót. Fyrir það erum við þakklát því með- ferðin gaf okkur rúmt ár með þér sem við nýttum eins vel og við gát- um.Við fórum meðal annars öll sam- an á ættarmót sem var okkur mjög mikils virði. Þú varst búin að taka saman fróðleik um ættina þína sem þú fórst með eftir borðhaldið. Við vorum öll svo snortin yfir þessu, þarna stóðstu á miðju gólfi og vegna þess að enginn hljóðnemi var í saln- um þurftir þú að fá algert hljóð því röddin var svo óstyrk. Það var ynd- islegt að sjá þá virðingu og þá vænt- umþykju sem allir sýndu þér, það heyrðist ekki múkk í nokkrum manni né barni á meðan þú fluttir töluna. Ég ætla ekki að rekja lífshlaup þitt hér, það geta aðrir gert, en ég geymi minningar um yndislegan föð- ur í hjarta mér og þær getur enginn tekið frá mér. Á þessari stundu er mér efst í huga innilegt þakklæti fyrir það að hafa verið svo heppin að vera dóttir þín. Ég er þakklát fyrir að hafa alist upp við þann kærleik, ást og það frjálsræði sem við ólumst upp við. Það eru ákveðin forréttindi að alast upp við slíkt atlæti eins og við systkinin ólumst upp við. Það var svo gott að finna hvað þú varst stolt- ur af okkur öllum, börnunum þínum, konunni þinni og svo seinna barna- börnum og barnabarnabörnum. Þegar þú kynntir okkur fyrir ein- hverjum þá var eins og þú bólgnaðir út af stolti. Ég er líka þakklát fyrir að hafa fengið að vera með ykkur mömmu á þessum erfiðu tímum og sjá þá væntumþykju og þá virðingu sem þið báruð hvort fyrir öðru og aðrir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Við systkinin þurftum stundum að líta undan og blikka augunum svo þið sæjuð ekki tárin sem við fengum í augun þegar við sáum þessa um- hyggju. Elsku pabbi, þó okkur börn- um þínum og barnabörnum finnist við hafa misst mikið þá er nú miss- irinn mestur fyrir mömmu sem er ekki bara að missa eiginmanninn sinn og lífsförunaut, heldur líka sinn allra besta vin. Um hana ætlum við að standa vörð. Ég kveð þig að sinni elsku pabbi með þessu ljóði og bið þess að þú megir hvíla í friði. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hrönn Guðmundsdóttir. Pabbi minn, þú kvaddir okkur að morgni 6. maí, um leið og sólargeisl- arnir brutu sér leið í gegnum gard- ínuna. Það voru augljós merki um að þér leið betur. Kominn á þann stað þar sem þú getur fylgst með okkur og leiðbeint okkur í gegnum lífsins ólgusjó. Það sem einkendi þig var glað- værð, kærleikur, hjálpsemi og þú varst með það stórt hjarta að það var pláss fyrir okkur öll í stórfjöl- skyldunni og meira en það. Þú tókst marga upp á þína arma og hjálpaðir á einn eða annan hátt. Ef það er eitt- hvað sem lýsir þér og mömmu best þá er það ást og virðing og kær- leikur. Vinátta ykkar mömmu og samheldni í gegnum lífið hefur margoft verið umtöluð í mínum vina- hóp og af ættingjum. Þið voruð ein- stök sem hjón, foreldrar, afi og amma og vinir. Þú hafðir einstakt lag á að mynda tengsl við barna- börnin. Alltaf þegar eitthvað var um að vera hjá þeim, sama hversu merkilegt það var, varst þú mættur til þess að taka þátt. Þessi þátttaka þín var ætíð svo einlæg og verður dýrmæt minning fyrir okkur öll. Skíðaferðirnar okkar bæði hér á landi og erlendis eru okkur í Baug- húsum þau bestu frí sem við höfum upplifað. Að fara í frí með ömmu og afa eru forréttindi fyrir börn í dag. Tryggvi, Ásdís og Ísak eiga ótal- margar minningar um þessar ferðir ekki síður en ég og Þórhallur. Þú varst eins og unglingur þegar þú spenntir skíðin á þig og renndir þér niður fjallshlíðarnar með okkur á eftir þér. Þér þótti ekki leiðinlegt að fara í óvissuferðir í fjöllunum með krökkunum þínum og þá var tekið á því. Síðasta ferðin okkar saman var í mars á síðasta ári. Þá fórum við í Dalina þrjá en þar höfðuð þið mamma verið áður fyrir mörgum ár- um. Þessi ferð er okkur ógleyman- leg. Þú varst búinn að vera eitthvað slappur fyrir ferðina en um leið og þú komst í fjöllin bar ekki á neinu. Þú varst hrókur alls fagnaðar og ekki má gleyma allri þýskukunnátt- unni þegar verið var að panta mat og drykk. Stundum kom eitthvað öðruvísi en það sem þú hélst og það var bara gaman. Þarna varst þú á heimavelli og varst svo stoltur af okkur. Kallaðir okkur ítölsku stór- fjölskylduna. Pabbi minn, í dag fylgi ég þér til grafar með mikið tómarúm í hjart- anu og söknuðurinn er ólýsanlegur. Hvíldu í friði, elsku pabbi, takk fyrir allt, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mömmu, hún er í góðum höndum hjá okkur. Þín Þórhalla. Elsku tengdapabbi, ég kveð þig nú með miklum trega og virðingu, því meiri hjartagæsku og góð- mennsku hjá nokkrum manni á ég sennilega ekki oft eftir að kynnast en þeirri sem þú hafðir til að bera. Við kynntumst fyrir tæpum þrjá- tíu árum, er ég rændi frá þér prins- essunni þinni, en fljótlega fyrir- gafstu mér það og síðan höfum við verið vinir og félagar. Þú barðist hetjulega við hinn ill- víga sjúkdóm og sýndir enn og aftur að þú gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Þú sagðir svo oft „aldrei að gefast upp, bara spýta í lófana og halda áfram“. Þannig varst þú. Elsku tengdapabbi, heimurinn verður ekki samur eftir að þú ert farinn, en ég veit að þú verður alltaf með okkur og brosir í kampinn þeg- ar við stórfjölskyldan komum saman og gerum okkur glaðan dag með þín- um hætti. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. Þótt líkaminn falli að foldu og felist sem stráið í moldu, þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldum að vekja hann aftur. Í jörðinni sáðkornið sefur, uns sumarið ylinn því gefur. Eins Drottinn til dýrðar upp vekur það duft, sem hér gröfin við tekur. Sá andi, sem áður þar gisti frá eilífum frelsara, Kristi, mun, leystur úr læðingi, bíða þess líkams, sem englarnir skrýða. Og brátt mun sá konungur kalla, sem kemur að fylla von alla. Hann græðir á fegurri foldu þau fræ, er hann sáði í moldu. (Stef. Thor. – Sbj. Ein.) Megi Guð almáttugur geyma anda þinn. Hjörtur Bergmann Jónsson. Pabbi minn, þú ert farinn. Ein- manaleiki, tómleiki, söknuður og sorg, ráðvilltur og reiður, öll þessi orð og fleiri geta varla lýst því hvernig mér líður í dag þegar við fylgjum þér síðustu skrefin hér á jörðu. Þegar veikindi þín knúðu á dyr fyrir rétt rúmu ári síðan varst þú svo ákveðinn og sterkur og varst ekkert á leiðinni að fara, stundum held ég að þú hafir gert þetta fyrir okkur því við vorum ekki alveg tilbú- in að kveðja þig þá. Ég nefni tómleika pabbi, við höf- um staðið hlið við hlið frá því ég man eftir mér. Bifreiðasmiður, það kom ekkert annað til greina hjá mér enda var ég ekki hár í loftinu þegar ég fór að vinna með þér á verkstæðinu þínu. Allt sem ég kann hefur þú kennt mér og ég held að það hafi nú tekið svolítið á þolinmæði og annað að koma því til skila því ekki var ég auðveldasta barn eða unglingur sem hægt var að hugsa sér. Jú, jú, stund- um ruglaðist þú á aldri mínum og lést mig gera hluti sem hentuðu ekki 16 ár unglingi, en allt fór nú vel. Ég furða mig oft á því í dag, ábyrgðinni og traustinu sem þú lagðir á mig, en þú vissir greinilega hvað þú varst að gera og hvar þú hafðir strákinn. Þegar aldurinn fór að segja til sín og þú ákvaðst að leggja niður verk- stæðið þá hvattir þú mig áfram til að opna mitt eigið verkstæði. Þetta hefði ég aldrei getað gert nema með stuðningi og hjálp frá þér pabbi minn. Og þegar okkur systkinunum fannst nú tími til komin að þú færir að taka lífinu rólega og njóta lífsins með mömmu upp í sumarbústað, nei nei, áður en maður vissi af varst þú komin í skítagallann og farin að hamast uppi á verkstæði eins og tví- tugur unglingur. Þú sagðir að það væri svo gaman að fá að koma og vinna með ungu strákunum, sér- staklega barnabörnunum þínum þeim Gísla og Guðmundi, sem hafa einnig fengið bíladelluna og ætla að feta í fótspor afa síns og föður. Elsku pabbi, ég kveð þig með sorg í hjarta, en fallegar og góðar minn- ingar. Takk fyrir allt. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku mamma og systkini, stönd- um sterk saman. Böðvar Guðmundsson. Mig langar að kveðja tengdaföður minn og þakka honum fyrir sam- verustundirnar. Guðmundur Ágúst, mér finnst ég hafa verið heppin að fá að kynnast þér og vera tengdadóttir þín síðastliðin 20 ár. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Ásdís, Sveinn, Hrönn, Þór- halla og Böðvar. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veiti ykkur styrk og kraft á sorgarstundu. Nanna Sif Gísladóttir. Elsku afi, nú ertu farinn eftir stranga og hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Það er erfitt að kveðja þig núna því ég hélt að ég hefði þig hjá mér í nokkur ár í við- bót, heilbrigðari og reglusamari mann var vart að finna. En ekki er alltaf spurt að leikslokum. Það sem eftir lifir eru frábærar minningar um yndislegan og hjálpsaman afa sem ekki verða teknar frá mér. Allt- af var hjálparhönd útrétt, bæði hér áður fyrr og einnig eftir að ég eign- aðiðst fjölskyldu. Ekki skipti máli hversu margir héldu í hönd þína, stolt þitt, áhugi og hjálpsemi gagn- vart okkur barnabörnum og seinna barnabarnabörnum var ómetanleg og alltaf stóðstu sterkur á bak við okkur öll. Allt þetta ber að þakka. En elsku afi, loksins fékstu hvíld- ina sem var best fyrir þig úr því sem komið var því erfitt var að horfa upp á þvílíkan öðling og hraustmenni þurfa að herja þessa baráttu. En þú barðist til síðasta blóðdropa eins og þín var von og vísa. Sárt er að kveðja þig og þá kannski mest fyrir hana ömmu sem við ætlum okkur öll sem eitt að styðja við bakið á, því hún missti svo mikið. Fel þú, Guð, í faðminn þinn fúslega hann afa minn. Ljáðu honum ljósið bjarta, lofaðu hann af öllu hjarta. Leggðu yfir hann blessun þína, berðu honum kveðju mína. (L.E.K.) Hvíl í friði og takk fyrir allt. Hákon Hjartarson. Elsku afi, við Böðvarsbörn viljum í örfáum orðum minnast samveru- stunda sem við áttum með þér. Ég, Gísli Rúnar, var ekki hár í loftinu þegar ég fór á verkstæðið til afa míns í Dalbrekkunni til að fylgj- ast með honum og pabba. Mig lang- aði að gera eins fínt og þeir, laum- aðist út í horn og fann þessa fínu hvítu málningu og byrjaði að mála flottasta bílinn sem ég sá, dundaði smá stund við verkið fór svo stoltur til afa dró hann að bílnum til að sýna honum afraksturinn. Ekki voru við- brögð afa alveg eins og ég átti von á, ég var sendur heim á meðan þeir feðgar börðust við að lagfæra verkn- aðinn áður en eigandi bílsins kæmi. Það tókst í tæka tíð og gat afi afhent bílinn skammlaust. Eins og afa mín- um er einum lagið skemmti hann sér vel yfir þessu uppátæki mínu, hló og sagði að ég yrði örugglega góður bílasmiður eins og hann. Ég, Guðmundur Ágúst, átti marg- ar góðar stundir með honum afa mínum uppi í sumarbústað. Hann talaði alltaf um að nú vantaði sig stóra sterka nafna sinn til að hjálpa sér við skógarhögg og sláttinn uppi í bústað, þó svo að sláttuorfið hafi verið það stórt að ég þurfti að standa á tá og lyfta höndum upp fyr- ir haus til að geta slegið, hjálpa skyldi ég afa. Ég var auðvitað mjög montinn með að vera kallaður stór og sterkur og elsku afi minn, nafnið þitt Guðmundur Ágúst ber ég stolt- ur. Ég, Ester Ýr, var oft heima hjá afa mínum og ömmu, einnig uppi í sumarbústað. Það var einhvern veg- inn þannig að ég var svolítið oft sett í pössun til afa og ömmu og aldrei sögðu þau nei. Eitt það skemmtileg- asta sem ég gerði var að teikna og lita og alltaf þegar ég kláraði mynd og sýndi þeim sagði afi: „Þessa þarf ég að eiga, hún er langflottust, þú verður örugglega fræg listakona þegar þú verður stór“. Í lífinu þurfum við fyrst og fremst á því að halda að einhver fái okkur til að gera það sem við erum fær um. (Emerson.) Takk, elsku afi, fyrir allar sam- verustundirnar. Elsku Ásdís amma, guð gefi þér styrk í sorginni. Gísli Rúnar, Guðmundur Ágúst og Ester Ýr. Afi okkar, Guðmundur Ágúst, var ekki bara besti afi í heimi heldur var hann frábær vinur. Hann vildi alltaf allt það besta fyrir fjölskylduna sína og gerði hvað hann gat til að tryggja henni góða framtíð, sama hvort það var með fjárstuðningi, hjálp við lær- dóm eða bara gott spjall. Það var svo gaman að spjalla við þig og spyrja þig spurninga, þú gast alltaf svarað þeim, hversu erfiðar sem þær voru. Afi var mikil skíðagarpur, fór oft til Austurríkis á skíði og fengum við frænkur að fara með í tvær ynd- islegar ferðir með honum og ömmu. Er það algjörlega ómetanleg upp- lifun að hafa fengið að fara með í svona ferð og margt skemmtilegt var brallað. Þú gerðir skíðaferðirnar okkar alveg ógleymanlegar og að fá að njóta þess með þér voru algjör forréttindi. Hvað þér fannst gaman að bruna niður brekkurnar alveg á fleygiferð. Við lentum líka oft í því að týna þér og við vitum ekki hvað oft við sögðum „hvar er afi, er hann týndur aftur?“ Manstu þegar við sátum á fína veitingastaðnum í Aust- urríki og við fengum þýska mat- seðla? Þú sagðir að einn rétturinn væri eitthvað fínt kjöt og það var GUÐMUNDUR ÁGÚST KRISTJÁNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.