Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
RANNSÓKNARNEFND sjóslysa telur að orsök
þess að skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri á
Viðeyjarsundi í september á síðasta ári hafi verið
stórkostlegt gáleysi við stjórn bátsins og veru-
legar líkur eru á því að þar hafi ölvunarástand
skipstjóra skipt verulegu máli. Þá telur nefndin,
að það hafi verið röng ákvörðun að sigla bátnum
frá skerinu. Þetta kemur fram í lokaskýrslu
nefndarinnar um slysið sem birt var nú í vikulok.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni
Jónas Garðarsson, sem var skipstjóri á bátnum, í 3
ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi en tveir far-
þegar um borð í bátnum, þau Matthildur Harð-
ardóttir og Friðrik Ásgeir Hermannsson, létu lífið
í slysinu. Þá var Jónas dæmdur til að greiða að-
standendum þeirra sem létust samtals 9 milljónir
króna í bætur.
Skýrslan staðfestir gagnrýni
ættingja hinna látnu
Að mati Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar hrl.,
lögmanns ættingja hinna látnu, staðfestir nýbirt
skýrsla Rannsóknarnefndar sjóslysa gagnrýni
ættingjanna þess efnis að pottur hafi verið brotinn
í viðbrögðum björgunaraðila. „Það er alveg klárt
mál að þennan þátt munum við skoða mjög vand-
lega í framhaldi af skýrslu rannsóknarnefndarinn-
ar, sem við höfum raunar beðið eftir,“ sagði Jó-
hannes í samtali við Morgunblaðið. Sagði hann
ekki tímabært að tjá sig mikið um skýrsluna að
svo stöddu eða hvað hugsanlega hefði farið úr-
skeiðis við björgunina. „Það hefur verið okkar af-
staða að við höfum ekki viljað trufla þessi mála-
ferli sem hafa verið í gangi gegn Jónasi, því það er
fyrst og fremst og raunar einvörðungu hann sem
ber ábyrgð á dauða Matthildar og Friðriks,“ sagði
Jóhannes.
Í niðurlagi skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa
er að finna sérstakar ábendingar og þar beinir
nefndin því til stjórnvalda sem fara með leitar- og
björgunarmál að taka afdráttarlaust af allan vafa
um það hver fari með stjórnun þessara mála á
hafnarsvæðum. Jafnframt telur nefndin mjög
mikilvægt að aðilar innan björgunarmiðstöðvar í
Skógarhlíð tryggi að samstarf þeirra á neyðar-
stundu sé hnökralaust og í samræmi við gildandi
reglur og fyrirmæli. Bendir nefndin á að í þessu
tilfelli hefði strax átt að boða út svæðisstjórn
björgunarsveita og kalla út þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar. Einnig telur nefndin að samræma þurfi
fjarskiptabúnað leitar-, björgunar- og stjórnunar-
aðila á svæðinu.
Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að
textaskilaboð í útkallsboðun Neyðarlínunnar til
áhafnar Ásgríms S. Björnssonar, björgunarskips
Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafi ekki verið
í samræmi við aðstæður. Sent var út „F1 útkall
rauður“ sem er, að því er fram kemur í skýrslunni,
forgangsútkall og táknar fólk í lífsháska. „Texta-
boð útkallsins var ekki í samræmi við aðstæður og
aðeins talað um bát á reki sem væri ófær um að
komast í land. Var það mat viðbragðsaðila að text-
inn hefði dregið úr alvarleika boðsins,“ segir m.a. í
skýrslunni.
Samskiptaörðugleikar
og óljósar upplýsingar
Fram kemur einnig að skipstjórinn á Ásgrími S.
Björnssyni hafi strax eftir útkallið reynt að leita
frekari upplýsinga hjá Neyðarlínunni (NL) en að
allar upplýsingar þar hafi verið óljósar. „Þá var
reynt að hafa samband við VSS [Vaktstöð sigl-
inga] en þar kom fram að málið væri enn hjá NL. Í
annarri tilraun við NL fengust þær upplýsingar að
ölvun væri um borð í bátnum, einhver vélarbilun
og/eða erfiðleikar við að komast í land. Í þriðju
hringingu skipstjórans til NL var óskað eftir lög-
reglu í útkallið en þá var honum ráðlagt að hringja
sjálfur í hana. Hringja þurfti í þrjú símanúmer til
að ná sambandi við varðstjóra lögreglu,“ segir í
skýrslunni.
Einnig kemur í skýrslunni fram að svo virðist
sem samskiptaörðugleikar innan Vaktstöðvar
siglinga (VSS) í kjölfar slyssins hafi valdið því að
mikilvægar upplýsingar bárust ekki til björgunar-
aðila um leið og þær lágu fyrir. Tekið er fram að
VSS segi að óljósar upplýsingar og fyrirspurnir
hafi borist til mismunandi starfsstöðva innan VSS
sem hafi orðið til þess að heildarsýn á atvikið og al-
varleika þess hafi ekki orðið varðstjórum VSS ljós
fyrr en um kl. 2.24 slysanóttina.
Rannsóknarnefnd sjóslysa birtir lokaskýrslu sína um sjóslysið á Viðeyjarsundi
Orsökin rakin til stórkostlegs
gáleysis við stjórn bátsins
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
þeim sem óskar eftir reynslulausn
skuli að jafnaði hafna beiðni hans.
Er þetta ákvæði nú að finna í lög-
um um fullnustu refsinga. Aftur
reyndi Pétur Þór eftir að hafa af-
plánað tvo þriðju af refsingunni en
fékk sömu svör.
Ragnar Aðalsteinsson, hrl., lög-
maður Péturs, segir að lagaákvæð-
ið feli í sér brot á jafnræðisregl-
unni. Sé mál í gangi gegn fanga fái
hann að jafnaði ekki reynslulausn
PÉTUR Þór Gunnarsson, einn
ákærðu í málverkafölsunarmálinu
svonefnda, hefur höfðað mál gegn
íslenska ríkinu og krafist rúmlega
3,8 milljóna króna skaðabóta.
Krafa Péturs gengur út á að
þegar hann afplánaði sex mánaða
dóm vegna falsana fór hann fram á
reynslulausn eftir þrjá mánuði en
ósk hans var hafnað á grundvelli
lagaákvæðis um að sé annað mál í
gangi í réttarvörslukerfinu gegn
en sé slíkt mál ekki í gangi gegn
honum sé farið öðruvísi með beiðni
hans.
Málið fór til umboðsmanns Al-
þingis og segir Ragnar að hann
hafi í áliti sínu komist að þeirri
niðurstöðu að ekki hafi verið full-
nægjandi lagastoð fyrir því að
synja beiðni Péturs, auk þess sem
málsmeðferðarreglur hafi ekki
verið virtar.
Þá bendir Ragnar ennfremur á
að fyrir Mannréttindadómstól
Evrópu hafi gengið dómur þar
sem reyndi á tyrknesk lagaákvæði
um reynslulausn, sem kveði á um
að hafi fangi brotið gegn hryðju-
verkalöggjöf eigi hann ekki mögu-
leika á reynslulausn og stóðst sú
framkvæmd að mati dómstólsins,
þar sem um afmarkaða brota-
flokka væri að ræða. Hér á landi
sé þessu ekki til að dreifa, enginn
munur sé gerður á brotaflokkum.
Pétur Þór í skaðabótamál við ríkið
JÓNAS Garðarsson, formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur og stjórnarmaður í Sjómanna-
sambandi Íslands, sendi í gær frá sér yfirlýsingu
þar sem hann dregur sig út úr báðum fyrr-
nefndum stjórnum.
„Að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur gengnum
hef ég að vel athuguðu máli ákveðið að draga
mig í hlé frá öllum trúnaðarstörfum fyrir Sjó-
mannafélag Reykjavíkur og Sjómannasamband
Íslands að svo komnu. Ákvörðun þessi er tekin til
að koma í veg fyrir að mín persónulegu mál í
kjölfar þess hörmulega slyss sem varð þann 10.
september 2005 trufli hagsmunabaráttu sjó-
manna,“ segir í yfirlýsingunni.
Jónas Garðarsson seg-
ir af sér formennsku
SKILNINGUR Tómasar
Zoëga á niðurstöðu Hæsta-
réttar í máli hans gegn Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi er
rangur. Þetta segir Anton B.
Markússon hrl., sem flutti um-
rætt mál fyrir hönd LSH. Ant-
on vísar í þessu sambandi til
ummæla Tómasar í Morgun-
blaðinu í gær, þar hann túlki
niðurstöðuna á þann veg að
ólögmæti jafngildi ógildingu.
„Það er auðvitað fjar-
stæða,“ segir Anton og bendir
á að lögfræðilega séð sé
grundvallarmunur á þessum
hugtökum.
„Ákvörðunin var dæmd
ólögmæt en það þýðir í raun
að ákvörðunin sem slík stend-
ur. […] Í niðurstöðu Hæsta-
réttar felst að Tómas er ekki
dæmdur að nýju inn í starfið
eins og sagði í héraðsdómi á
sínum tíma. Þetta grundvall-
aratriði er munurinn á niður-
stöðu héraðsdóms og Hæsta-
réttar og skiptir mestu máli
fyrir LSH. Þannig opnar nið-
urstaða Hæstaréttar ekki dyr
fyrir aðra yfirlækna varðandi
þetta atriði.“
Anton segir að í dag sé
Tómas áfram sérfræðilæknir
og beri réttindi og skyldur
sem slíkur. Hann geti hugs-
anlega sett fram kröfu um
miskabætur en LSH beri hins
vegar engin lagaleg skylda til
þess að láta Tómas taka aftur
við fyrri stöðu sinni sem yf-
irlæknir geðsviðs.
Tómas taki aftur
við starfi sínu
Karl Axelsson hrl., sem
flutti málið fyrir hönd Tóm-
asar, segir að Hæstiréttur hafi
í dómi sínum viðurkennt að
aðgerðir LSH hafi verið ólög-
mætar og óheimilar. Hann
segir að eina rétta og löglega
niðurstaðan væri sú að Tómas
taki aftur við starfi sínu í kjöl-
far dómsins og jafnframt
hljóti hann að eiga miskabóta-
kröfu vegna þessara ólög-
mætu aðgerða. Verði honum
neitað um starfið þýði það
hins vegar háar og miklar
skaðabótakröfur.
Karl segir að miðað við það
sem á undan er gengið og
þekkjandi til óskammfeilni yf-
irstjórnenda LSH teldi hann
hins vegar ekki útilokað að
þar á bæ þrjóskuðust menn
við, viðhéldu ólögmætinu og
neituðu Tómasi um að taka við
starfi sínu á ný.
„Þá eru brostnar forsendur
fyrir áframhaldandi störfum
hans fyrir LSH og hann mun
þá til viðbótar gera skaðabóta-
kröfu sem svarar launum hans
út starfsævina.“
Yfirstjórnendur LSH eru
nú að fara yfir málið með lög-
fræðingum sínum en tjá sig
ekki um málið að svo stöddu.
Lögfræð-
ingur LSH
segir skiln-
ing Tóm-
asar rangan
EKKI er gott að vera týndur og vita ekki hvert för er
heitið. Þá er vissara að spyrja til vegar. Hins vegar geta
leiðbeiningar um stystu leið verið ansi flóknar, sér-
staklega ef tungumálaörðugleikar spila inn í. Eitthvað
virtust leiðbeiningar tveggja vegfarenda fara fyrir ofan
garð og neðan hjá þeim þriðja þegar ljósmyndari Morg-
unblaðsins átti leið um Austurstrætið í gær. Vonandi er
þó að maðurinn hafi komist á leiðarenda að lokum.
Morgunblaðið/Ómar
Hvert liggur leið?
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær karlmann af ákæru
fyrir að hafa framið kynferðisbrot
á tveimur konum. Maðurinn og
konurnar tvær eru öll greind-
arskert og konurnar eru þar að
auki hreyfihamlaðar.
Í dómnum kemur fram að of mik-
ill vafi hafi leikið á því hvort kyn-
ferðismökin sem maðurinn átti við
aðra konuna hafi verið framkvæmd
gegn vilja hennar. Varðandi hina
konuna taldist ekki sannað að mað-
urinn hafi haft í frammi ofbeldi eða
annarskonar ólögmæta nauðung til
að þröngva hana til kynferð-
isathafna.
Sýknaður af
ákæru um að
hafa nauðgað
tveimur konum
FÓLKSBÍLUM á Íslandi hefur
fjölgað töluvert á undanförnum ár-
um. Fram kom í ½5 fréttum KB
banka í gær, að í lok síðasta árs hafi
samtals verið 187.442 bílar hér á
landi, samkvæmt tölum frá Um-
ferðarstofu, eða 0,9 bílar á hvern
einstakling á aldrinum 18 til 75 ára.
Frá árinu 1994 hefur fólksbílum
á hvern íbúa á þessu aldursbili
fjölgað úr 0,65 bílum á íbúa. Bílum
fjölgaði hratt á tímabilinu 1994 til
2000, úr um 0,65 bílum á íbúa í 0,8
bíla á íbúa. Síðustu vikurnar hefur
heldur dregið úr vexti innflutnings
fólksbíla. Segir KB banki, að ástæð-
urnar séu að öllum líkindum hærra
bílverð í kjölfar gengislækkunar,
minni bjartsýni neytenda og jafnvel
einhver mettun í bifreiðaeign.
Næstum einn
bíll á mann
KARLMAÐUR á þrítugsaldri sem
lýst hafði verið eftir síðan á mið-
vikudaginn fannst látinn í gær-
morgun skv. upplýsingum frá lög-
reglunni í Reykjavík. Ekkert hafði
spurst til hans síðan 1. júní.
Fannst látinn