Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 6

Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 6
6 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Terra Nova býður beint flug tvisvar í viku til Parísar í sumar. Flogið er á mánu- og miðvikudögum. París er ótrúlega spennandi borg, hvort sem þú vilt þræða listasöfnin, spranga um í Latínuhverfinu eða njóta lífsins lystisemda sem þessi einstaka borg býður í ríkum mæli. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Parísar í sumar. kr. 14.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum (París-Kef.). Frá kr. 52.640 – Helgarferð Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 4 nætur með morgunverði (miðvikud.- sunnud.) á Hotel Victoria. París frá kr. 14.990 Tvisvar í viku Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is - SPENNANDI VALKOSTUR Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is VERJENDUR tveggja sakborninga í Baugs- málinu telja að settur ríkissaksóknari í málinu hafi haft áhrif á það hvaða dómari var skip- aður í þeim hluta málsins sem til er kominn vegna endurútgáfu ákæranna. Kröfðust verjendurnir þess við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að bæði Sig- urður Tómas Magnússon settur ríkissaksókn- ari og Helgi I. Jónsson dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur bæru vitni fyrir dómi um sam- skipti þeirra áður en ákærur voru gefnar út. Sigurður Tómas mótmælti þessari kröfu verjendanna og sagði ekkert athugavert við samskipti sín við dómstjórann. Hann útilokaði jafnframt ekki að yrði hann kallaður fyrir sem vitni mundi hann kalla verjendur fyrir á sama hátt, enda væri m.a. verið að fjalla um sam- skipti þeirra sjálfra. Úrskurður í málinu verð- ur felldur mánudaginn 12. júní. Við upphaf málflutnings í gær fór Arn- grímur Ísberg, dómari í málinu, yfir kröfur verjenda, sem lagðar höfðu verið fram. Hann spurði því næst verjendur, þá Gest Jónsson, verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jak- ob Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, hvort þeir hygðust halda þessum kröfum fram. Var því játað, og spurði Jakob hvort það kæmi dómaranum á óvart. „Nei, mér er löngu hætt að koma eitthvað á óvart,“ svaraði Arngrímur. Gestur reifaði málið að mestu fyrir hönd verjenda. Hann sagði það einn grundvöll frá- vísunarkröfu sinnar og Jakobs að sækjandi í málinu, Sigurður Tómas, hefði í samskiptum við dómstjóra héraðsdóms haft afskipti af því hvaða dómari var skipaður í málinu, með því að vekja athygli dómstjóra á því að eitt vitn- anna sem hann hygðist kalla fyrir dóminn væri tengt Pétri Guðgeirssyni fjölskyldubönd- um, sem var dómsformaður í fyrri hluta Baugsmálsins. Pétur var ekki valinn sem dóm- ari í þessum hluta málsins, heldur Arngrímur Ísberg, sem var annar tveggja dómara er dæmdu fyrri hluta Baugsmálsins ásamt Pétri. Gestur las upp úr bréfi frá Sigurði Tómasi, þar sem hann svaraði spurningum Gests um samskipti sín við dómstjóra bréflega. Þar kemur fram að Sigurður Tómas hefði haft samband við dómstjóra áður en endurákærur voru gefnar út, m.a. í þeim tilgangi að und- irbúa flutning „sendibílsfarms“ af gögnum sem málinu fylgdu. Í þeim samræðum kom fram að mögulega yrði Pétur Guðgeirsson dómari í málinu, þó að allt eins líklegt væri að einhver annar yrði fyrir valinu. Benti Sigurður Tómas þá á fjölskyldutengsl Péturs við eitt vitna málsins, sem kynnu að valda vanhæfi hans. Þetta sagði Gestur stangast á við það sem fram kom í samtali verjenda við Helga dóm- stjóra. Þar hefði hann sagt að hann hefði látið Sigurð Tómas vita af því a.m.k. viku áður en ákæra var gefin út að Pétur yrði dómari í mál- inu, ef til kæmi. Þetta misræmi verði að skýra með því að kalla þá Sigurð Tómas og Helga fyrir dóminn sem vitni. Sigurður Tómas sagði að fyrir dóminn hefðu verið lögð bréf frá sér og Helga um þessi sam- skipti og það væri sín skoðun að það ætti að nægja. Hann benti ennfremur á að dómarar í málum væru aldrei skipaðir fyrr en ákærur hefðu verið birtar, og því fráleitt að það hefði verið ákveðið að Pétur Guðgeirsson ætti að verða dómari í þessu máli. Það kom aðeins fram viku fyrir útgáfu ákæru að mikilvægt vitni væri tengt Pétri Guðgeirssyni fjölskylduböndum, og Sigurður Tómas sagði að hann hefði talið rétt að láta dómstjóra vita af því. Ef það hefði ekki verið gert hefði það getað kostað óþarfa tíma og lagaflækjur að fjalla um vanhæfi dómara. Sigurður Tómas sagði það ekki sjálfgefið að Pétur Guðgeirsson hefði orðið fyrir valinu sem dómari í málinu. Dómstjóra bæri þannig að meta hvaða dómari yrði skipaður, m.a. með til- liti til hæfis þeirra, og verjendur hefðu ekki mótmælt því að Pétur væri vanhæfur. Í gær voru einnig skipaðir matsmenn til að fara yfir tölvupósta, og á niðurstaða að liggja fyrir í síðasta lagi 1. september næstkomandi. Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu segja sækjanda hafa haft áhrif á skipun dómara í málinu Mögulegt að verjendur beri vitni Morgunblaðið/Eyþór Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu (t.h.), ræddi málin við sam- starfsfólk sitt í réttarsal í gær, en þess er krafist að Sigurður beri vitni fyrir héraðsdómi. ÁHÖFN eftirlitsflugvélar Landhelg- isgæslunnar, Synjar, stóð flutninga- skip að því að þjónusta sjóræningja- skipið Carmen í eftirlitsflugi yfir úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg í gær. Þetta mun væntanlega valda því að flutningaskipið, sem heitir Po- lestar og er skráð í Panama sem frystiskip, fer á svarta lista NEAFC (Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- ráðsins). Þegar Syn flaug yfir skipin voru þau stödd 480 sjómílur frá Reykjavík eða 190 sjómílur frá mörkum efna- hagslögsögu Íslands þar sem yfir 50 erlend skip eru að veiðum. Þar sem Ísland er aðili að NEAFC tekur Landhelgisgæslan þátt í eftirliti með fiskveiðum á svæðinu. Greinilegt er að skipin reyna að athafna sig eins fjarri lögsögumörkum og hægt er til að verða síður staðin að verki. Áhöfnin á Syn tilkynnti skipstjóra Polestar að ef það þjónustaði skip sem væri að veiðum án kvóta á samn- ingssvæði Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðiráðsins, færi það á svartan lista ráðsins og það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir skipið og útgerð þess. Skipstjórinn sagðist eingöngu vera að láta skipið hafa umbúðir. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ekki sé ljóst hvort Polestar hafi verið að taka við afla frá Carmen eins og áhöfn Synjar grunaði en sam- kvæmt reglunum má ekki veita sjó- ræningjaskipum neina þjónustu, þar með talið að útvega því umbúðir. Polestar er 120 metra langt og 4.574 brúttótonn að stærð og er skráð sem frystiskip. Skýrsla um málið verður send frá Landhelgis- gæslunni til sjávarútvegsráðuneytis- ins sem kemur upplýsingunum á framfæri við aðalskrifstofu NEAFC í London. Var að þjónusta sjóræningjaskip Bára Sigurjónsdóttir, fyrrverandi kaupkona, lést síðastliðinn fimmtudag á heimili sínu á Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði. Bára var 84 ára. Hún fæddist 20. febrúar árið 1922 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Sigurjón Pétursson fram- kvæmdastjóri og Rannveig Vigfúsdóttir húsfreyja. Báru var margt til lista lagt. Hún lauk prófi úr Kvennaskólan- um í Reykjavík en fluttist síðan til Danmerkur þar sem hún lauk árið 1939 prófi í danskennslu frá Dans- skóla Fjeldgaard og Flatau og einnig leikfimi- og sundkennaraprófi frá Ollerup í Kaupmannahöfn. Árið 1943 náði Bára einleikara- prófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðan diplómu frá Ed- mée-snyrtiskólanum í Kaupmanna- höfn sem snyrtifræðingur árið 1946. Loks lauk hún sveinsprófi í hatta- gerð frá Iðnskólanum í Reykjavík 1954. Á árunum 1939 til 1943 rak Bára dans- skóla í Hafnarfirði og Reykjavík. Jafnframt því starfaði hún til árs- ins 1950 við undirleik, söng, dans og snyrt- ingu auk verslunar- starfa. Frá og með árinu 1950 rak hún eigin tískuvöruverslun á Hverfisgötunni í Reykjavík undir nafn- inu Hjá Báru. Voru þar seld kvenföt en kjólar voru aðals- merki verslunarinnar. Árið 2000 hætti Bára störfum í versluninni eft- ir 50 ára farsælan rekstur, þá 78 ára að aldri. Bára var gift Pétri Guðjónssyni framkvæmdastjóra til andláts hans árið 1983 en áður hafði hún verið gift Kjartani Sigurjónssyni söngvara. Bára lætur eftir sig tvo syni, Sig- urjón og Guðjón Péturssyni, og sex barnabörn. Andlát BÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR UMSLAG sem sent var í pósti frá Reykjavík til Kaupmannahafnar á 8. áratug 19. aldar var á fimmtudaginn selt á uppboði á 91 þúsund dollara eða rúmar 6,6 milljónir íslenskra króna hjá bandaríska uppboðsfyrir- tækinu Cherrystone Auctions. Upp- hafsboð var 90 þúsund dollarar. Samkvæmt upplýsingum frá Fé- lagi frímerkjasafnara á Íslandi er án efa um að ræða eitt verðmætasta umslag með íslenskum frímerkjum í heiminum í dag. Verðmæti umslags- ins felast einkum í þriggja skildinga frímerkjunum tveimur sem á um- slaginu eru en þau eru afar sjaldgæf. Ástæðan er sú að þessi frímerki voru í raun óþörf á sínum tíma þar sem sendandi gat ætíð notað frímerki með öðru verðgildi, til að mynda hefði legið beinast við að sendandi umslagsins fágæta hefði notað eitt 8 skildinga frímerki í stað þeirra þriggja sem hann notaði. Heilleg umslög sem þessi eru einnig verð- mætari en stök frímerki. Í samtali við Morgunblaðið sagði Joshua Buchsbaiw, forstjóri Cherry- stone Auctions, að safnari frá einu Norðurlandanna hefði hreppt um- slagið á uppboðinu. Sagði hann að um hátt verð væri að ræða fyrir um- slag eins og þetta en áður hefði þrisvar verið reynt að bjóða það upp í Danmörku. Að sögn Buchsbaiw eru íslensk frí- merki nokkuð vinsæl meðal frí- merkjasafnara. Landið sé lítið og framandi og því finnist mörgum spennandi að safna frímerkjum frá Íslandi. Þróun frímerkja frá Íslandi sé áhugaverð og tengslin við Dan- mörku geri það að verkum að margir danskir safnarar svipist um eftir frí- merkjum frá Íslandi. Umslagið var selt fyrir rúmar 6,6 milljónir króna HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands sakfelldi í gær karl og konu á þrítugsaldri fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Konan hafði vafið tæplega fimm grömmum af amfetamíni, sprautu og nál í sellófanvafning sem hún kom fyrir innvortis og flutt inn í fangelsið á Litla- Hrauni, þar sem hún afhenti manninum efnið. Maðurinn var svo fundinn sekur um að hafa haft umrætt magn af amfetamíni í vörslum sínum en efninu hafði hann komið fyrir innvortis. Við rann- sókn þess máls kom í ljós að maðurinn hafði jafnframt gleypt 10– 12 grömm af amfeta- míni fyrr um daginn. Leggja þurfti manninn inn á spítala, þar sem hann dvaldi í átta daga því efnið gekk ekki niður, held- ur seytlaði smám saman út í lík- ama hans. Maðurinn hlaut fyrir vikið tveggja mánaða fangels- isvist en konan eins mánaðar fangelsisvist. Földu fíkniefni innvortis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.