Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 15% afsláttur af öllum stökum jökkum Síðasti tilboðsdagur Kvartbuxur, galla og spari Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15 Kringlunni s. 588 1680 Laugavegi 40 s. 561 1690 iðunn tískuverslun Glæsilegt úrval af kvartbuxum og bolum frá Gardeur 2 stk verð aðeins kr. 1.400.- VINSÆL VERSLUN KRINGLUNNI L í t t u á w w w. t k . i s BJÓR-glösin fyrir HM HM 2006 -TILBOÐ Mikið úrval af glösum & karöflum á frábæru HM-TILBOÐI! t.d. 6 stk MAXIMA BJÓRGLÖS aðeins kr. 1.995.- Ókeypis prjónaklúbbur Skráning á www.tinna.is Laugavegi 51, sími 552 2201 Ný sending Laugavegi 63 • s: 551 4422 Fallegu dönsku sumarkápurnar frá Herluf-Design nú með 15% afslætti Sjáið sýnishornin á laxdal.is Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið virka daga frá kl. 10-18 Útsala 20-50% afsláttur ARTHUR Morthens, forstöðumaður menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir að niðurstöður skýrslu Bene- dikts Jóhannssonar, sálfræðings, byggist á stórri könnun sem unnin var af þróunarsviði Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur og Rannsókn og greiningu og kynnt árið 2003. Greint var frá skýrslu Benedikts í Morgunblaðinu á fimmtudaginn. Arthur segir að hann telji aðalat- riðið í könnuninni og það sem fyrst og fremst megi lesa úr henni vera að eftir því sem börnin séu frá sterkari fjölskyldum líði þeim betur og á móti að eftir því sem fjölskyldurnar séu veikari, líði þeim verr. „Það er ljóst að fjölskylda og tengsl barns við foreldra sína er veigamikil breyta í líðan barna,“ seg- ir Arthur og bætir við að þetta megi segja með nokkurri vissu en annað sé erfiðara að fullyrða um. Til að mynda sé erfitt að staðhæfa að börn sem búi hjá einstæðum feðrum standi verr félagslega en önnur börn, þótt vís- bendingar í þá átt megi finna í niður- stöðum könnunarinnar. Þar kemur fram að börn sem búa hjá einstæðum föður segja sjaldnar að sér líði vel en börn sem búa hjá báðum foreldrum. Arthur segir að hlutfall barna í könn- uninni sem búa hjá einstæðum feðr- um sé lágt og erfitt að lesa mikið út úr þessum niðurstöðum. Viðkvæm staða „Við vissum það hins vegar að við- kvæm staða barna hjá einstæðum foreldrum er fyrir hendi,“ segir Arthur og nefnir að til að mynda gæti langur vinnudagur einstæðra feðra í ákveðnum tilvikum haft áhrif. „En hvort tengsl föður og barns séu ekki þau sömu og móður og barns, það þarf miklu meiri rannsóknir til að geta fullyrt eitthvað í þeim efn- um.“ Arthur segir að tilgangur könnun- arinnar hafi fyrst og fremst verið að kanna líðan barna í 5.–7. bekk grunn- skólum og í ljós hafi komið að um 3,5% þeirra líði illa öllum stundum í skóla. Reynt hafi verið að koma til móts við þetta með því að senda skýrsluna í grunnskóla og þeir beðn- ir að skoða þann hóp barna sem áttu í mestum erfiðleikum. Þá voru sál- fræðingar Fræðslumiðstöðvar settir í þessi mál. Aðspurður hvort þeim aðgerðum verði fylgt eftir með frek- ari könnun á líðan barna segir Arth- ur að slík könnun hafi verið gerð á þessu ári og skýrsla um hana sé nú í vinnslu. „Þá sjáum við hver staðan er,“ segir Arthur. Tengsl foreldra við barn mikilvæg fyrir líðan þess Arthur Morthens, forstöðumaður menntasviðs borgarinnar BJARNI Brynjólfsson, sem sagt var upp störfum sem ritstjóra Séð og heyrt fyrir rúmri viku, telur ekki ólíklegt að hann muni höfða skaða- bótamál vegna ásakana Elínar G. Ragnarsdóttur, framkvæmda- stjóra tímaritaút- gáfu Fróða, þess efnis að hann hafi gerst sekur um fjársvik í garð fyrirtækisins. „Ég mun leita réttar míns en það er hart að mér vegið með þessu. Ég vil hreinsa mitt nafn og fá þessa ásök- un dæmda dauða og ómerka,“ segir Bjarni en á fimmtudag fékk hann í hendurnar bréf frá Fróða, þar sem gerð er grein fyrir umræddum ásökunum. „Mestur hluti af því sem ég fékk í hendurnar snýr alls ekki að mér en það skal tekið fram að ég hef ekki haft neinar fjárreiður með höndum. Þarna er einnig talað um reikninga sem eiga að hafa farið í gegnum mig en hafa ekki gert það. [...] Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum ásökunum og ég er í sjálfu sér engu nær eftir að hafa fengið bréfið í hendur.“ Að sögn Bjarna fer Blaðamanna- félag Íslands með málið fyrir hans hönd. Fær að svara fyrir sig Elín G. Ragnarsdóttir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að kæra Bjarna til lögreglu að svo stöddu. „Hann er hins vegar beðinn um að svara ákveðnum spurningum og fær tækifæri til þess áður en næstu skref eru ákveðin,“ segir Elín og vísar þar til bréfsins sem Bjarna barst á fimmtudaginn. Þegar Elín er spurð um ásakan- irnar á hendur Bjarna segir hún að gríðarleg hækkun hafi orðið á kostnaði tímaritsins Séð og heyrt þegar Bjarni tók við sem ritstjóri. Ástæðurnar fyrir þessari hækkun hafi verið skoðaðar og grunsemdir um meint fjársvik Bjarna vaknað eftir að honum var sagt upp störf- um. Fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt íhugar skaðabótamál Bjarni Brynjólfsson UMHVERFISRÁÐHERRA kynnti í gær nýtt vegakort á vefnum, en kortið verður auk þess hengt upp víða um land. Kortið er ætlað til leiðbeiningar um hvað eru vegir á miðhálendinu og er liður í barátt- unni gegn utanvegaakstri. Á myndinni eru Árni Bragason, frá Umhverfisstofnun, Sigríður Anna Þórðardóttir umhverf- isráðherra og Haraldur Johann- essen, aðstoðarmaður ráðherra. Morgunblaðið/Ásdís Ráðherra kynnti nýtt vegakort Fréttir í tölvu- pósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.