Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
JAKE L. Siewert, for-
stöðumaður upplýs-
ingamála hjá Alcoa,
segir að upplýsingar
sem komu fram í grein
í brasilísku dagblaði
og Alcoa birti til
skamms tíma á vefsíðu
sinni, um að Alcoa
greiði um helmingi
minna fyrir raforkuna
á Íslandi en í Brasilíu,
vera byggðar á mis-
skilningi, sem bæði
megi rekja til Alain
Belda, stjórnarfor-
manns Alcoa, og
blaðamannsins sem
tók viðtal við hann. Belda hafi borið
flókna samninga saman með of ein-
földum hætti og blaðamaðurinn hafi
„svo einfaldað hlutina enn frekar
með þeim afleiðingum að einhverjar
upplýsingar fóru for-
görðum í ferlinu,“ segir
hann.
„Okkur þykir leitt að
misskilningur hafi
skapast. Það sem fram
kom í brasilíska dag-
blaðinu var ekki rétt.
Þar var afar flóknum
raforkusamningi lýst
eins og hann væri mjög
einfaldur,“ segir Sie-
wert. Hann segir að
Alcoa birti oft fréttir á
vefsvæði sínum sem
fengnar séu úr dag-
blöðum.
„Við erum með
tengla á ýmsar vefsíður þar sem
fram koma upplýsingar sem við get-
um ekki vitað með vissu hvort eru
réttar. Við erum meðal annars með
tengil inn á Náttúruverndarsamtök
Íslands á vefsíðu okkar, en það felur
ekki í sér að við teljum að allar þær
upplýsingar sem þar koma fram séu
réttar,“ segir hann.
Um raforkusamninga Alcoa í
Brasilíu og á Íslandi segir Siewert
að þeir séu flóknir og ekki hægt að
útskýra þá með því að nefna eitt
raforkuverð. Samningarnir séu
gerðir með langtímahagsmuni
beggja samningsaðila að leiðarljósi
og þeir breytist með tímanum.
„Brasilíski raforkumarkaðurinn er
mjög ólíkur þeim íslenska. Í Bras-
ilíu er eftirspurn eftir raforku langt
umfram framboð. Þar búa milljónir
manna við fátækt og hafa ekki að-
gang að raforku. Brasilíumenn eru
að reyna að þróa sinn raforkumark-
að til þess að mæta þörfum fólks. Á
Íslandi er staðan allt önnur, þið haf-
ið meira en nóg af raforku,“ segir
hann.
Þau skilaboð sem Belda hafi vilj-
að koma á framfæri í Brasilíu hafi
verið þau að hugsanlegt væri að
Brasilíumenn og önnur ríki gætu
orðið undir í samkeppni um raf-
orkuverð þegar þau þyrftu að keppa
við lönd á borð við Ísland sem hefðu
samkeppnisforskot í raforkumálum.
Hafi þetta komið fram á fundi sem
Belda átti með forseta Brasilíu. Á
Íslandi sé ekki aðeins hagstætt raf-
orkuverð, heldur sé skattastefna
landsins, gagnsæir stjórnarhættir
og fleira í þeim dúr nokkuð sem
fjárfestar líti jákvætt á. Alcoa sé
ekki eina fyrirtækið sem renni hýru
auga til Íslands um þessar mundir.
Siewert segist ekki geta veitt
upplýsingar um það verð sem Alcoa
hyggist greiða vegna Kárahnjúka-
virkjunar. Samningarnir séu flóknir
og taki breytingum með tímanum.
Forstöðumaður upplýsingamála hjá Alcoa segir upplýsingar um raforkuverð
á Íslandi í brasilísku dagblaði á misskilningi byggðar
Jake Siewert
Segir stjórnarformann Alcoa
hafa einfaldað mál um of
Létti leynd af raf-
orkuverði til Alcoa
„Enda þótt það hafi verið dregið til
baka þá er ástæða til þess að opna
málið,“ segir Álfheiður. Um sé að
ræða stórt mál og í samkeppnisum-
hverfi eins og verið sé að koma upp
hér á landi í raforkuiðnaðinum, verði
öll samskipti fyrirtækjanna og við-
skipti að vera gagnsæ og opinber.
„Viðskiptaleynd í þetta stóru máli á
ekki við,“ segir Álfheiður. „Það hafa
komið fram upplýsingar sem er mik-
ilvægt að almenningur fái að vita
hvort eru réttar eða rangar,“ bætir
hún við og kveðst vænta þess að aðrir
stjórnarmenn í Landsvirkjun muni
samþykkja tillöguna, enda hafi leynd-
in í upphafi verið sett á að frumkvæði
Alcoa.
„Ástæðan fyrir því hvað þetta er
mikilvægt í mínum huga er sú að það
hafa alla tíð staðið miklar deilur um
arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Menn
hafa fullyrt að arðsemin væri svo mik-
il af þessari virkjun að það réttlætti
fyllilega allar þær landskemmdir og
þau landspjöll sem virkjunin hefur í
för með sér. Aðrir hafa sagt að þetta
sé rangt og arðsemin sé engin. Það sé
verið að fórna þarna landi til einskis í
því tilliti. Þetta er það sem ég vil fá
upp á borðið. Ég vil fá að vita raun-
verulega hver arðsemin er. Fyrir
hvað erum við að fórna þessu landi?“
segir Álfheiður Ingadóttir.
BOÐUÐ hefur verið tillaga sem lögð
verður fyrir stjórn Landsvirkjunar á
fundi hennar 26. júní nk.um að létt
verði leynd af raforkuverði til Alcoa,
að sögn Álfheiðar Ingadóttur, eins
þriggja fulltrúa Reykjavíkurborgar í
stjórn Landsvirkjunar. Helgi Hjörv-
ar, sem einnig situr í stjórninni fyrir
hönd borgarinnar, mun flytja tillög-
una en Álfheiður styður hana og flyt-
ur með Helga. Álfheiður segir að sér
skiljist að Alcoa hafi farið fram á það á
sínum tíma að leynd um raforkuverð-
ið yrði viðhöfð.
„Ég var ekki í stjórn Landsvirkj-
unar þegar samningar voru gerðir við
Alcoa eða ákvarðanir teknar um
Kárahnjúkavirkjun. Ég hef því ekki
annað fyrir mér í þessu heldur en það
sem fram hefur komið opinberlega
um að það hafi verið Alcoa sem óskaði
eftir því að leynd hvíldi yfir þessu. Nú
er Alcoa fyrir sína parta búið að af-
létta þeirri leynd,“ segir Álfheiður.
Hún vísar í þessu sambandi til upp-
lýsinga sem fram komu í viðtali við
Alain Belda, stjórnarformann Alcoa, í
brasilísku dagblaði, sem var birt á
vefsíðu Alcoa. Þar var haft eftir Belda
að Alcoa greiddi um 15 dali fyrir
megawattið.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
HANN var heldur ógætilega hlaðinn flutningabíllinn
sem ljósmyndari Morgunblaðsins sá á Þorlákshafn-
arvegi í fyrradag. Hafði fjölda gosflaskna og dósa
verið hlaðið ofan á gám á bílnum og ekkert skjólborð
var fyrir hendi, heldur ólar notaðar til þess að festa
farminn. Ágúst Mogensen, forstöðumaður rann-
sóknanefndar umferðarslysa, segir að í reglugerð um
frágang á farmi komi fram að styttur eða skjólborð
skuli vera til varnar skriði á varningi sem ekið er
með.
„Stundum þegar menn hlaða farm svona eru þeir
að miða við að geta flutt hann milli staða. Í flestum
tilfellum gengur það alveg upp. En hvað ef eitthvað
kemur fyrir, ef bíllinn þarf að nauðhemla eða lendir í
árekstri eða bregðast þarf við óvæntri hættu? Þá get-
ur svona farmur skotist af og þess vegna er þessi
kvöð um skjólborðin,“ segir Ágúst. Hann bendir á að
slys hafi orðið vegna þess að farmur sem var illa
festur hafi losnað. Í fyrra hafi farmur til að mynda
lent á vélarhlíf bíls sem var á ferð í Ártúnsbrekku.
Ekki hafi orðið mikil slys á fólki en afar litlu hafi
munað að illa færi.
Morgunblaðið/Júlíus
Í reglugerð um frágang á farmi kemur fram að styttur eða skjólborð skuli vera til varnar skriði á varningi.
Ógætilegur frágangur farms
skapar slysahættu
Sækir um ís-
lenskan ríkis-
borgararétt
DORRIT Moussaieff forsetafrú hefur
sótt um íslenskan ríkisborgararétt,
samkvæmt upplýsingum frá forseta-
embættinu. Hún lagði inn umsókn til
dómsmálaráðuneytisins hinn 22. maí
sl., en þá voru liðin rúm þrjú ár frá því
hún og Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, giftu sig.
Í lögum um íslenskan ríkisborgara-
rétt segir m.a. að dómsmálaráðherra
sé heimilt, að fenginni umsögn lög-
reglustjóra á dvalarstað umsækjanda
og Útlendingastofnunar, að veita um-
sækjendum íslenskan ríkisborgara-
rétt að uppfylltum ákveðnum skilyrð-
um um búsetu, hegðun og
framfærslu. Meðal annars þarf um-
sækjandi, sem er í hjúskap með ís-
lenskum ríkisborgara, að hafa átt hér
lögheimili í þrjú ár frá giftingu.
Á vef dómsmálaráðuneytisins kem-
ur fram að afgreiðslutími umsókna
um ríkisborgararétt sé að meðaltali
fimm til 12 mánuðir. Dorrit er með
breskt og ísraelskt ríkisfang. Hún er
af ísraelsku bergi brotin en áður en
hún fluttist til Íslands bjó hún í Bret-
landi.
Dorrit Moussaieff
EINAR Ögmundsson,
bifreiðastjóri og verka-
lýðsforingi, er látinn 89
ára að aldri. Hann lést
á Landspítalanum við
Hringbraut 2. júní sl.
Einar fæddist í Hóla-
brekku í Reykjavík 23.
október 1916. Foreldr-
ar hans voru Ögmund-
ur Stephensen bóndi og
vörubifreiðastjóri
Hanssonar bónda á
Hurðarbaki í Kjós og
Ingibjörg Þorsteins-
dóttir bónda á Högna-
stöðum í Þverárhlíð Péturssonar.
Einar hóf snemma akstur vörubif-
reiða og sat í forystu bílstjórasam-
taka lengi af. Hann var einn af stofn-
endum vörubílstjóra-
félagsins Þróttar og sat
í stjórn þess um árabil
og var formaður í alls
fimmtán ár. Hann var
formaður Landssam-
bands vörubifreiða-
stjóra frá 1957 til 1980
og í stjórn lífeyrissjóðs
þess um langt skeið.
Árið 1981 var hann
kosinn heiðursfélagi
Þróttar.
Einar Ögmundsson
kvæntist Margréti
Bjarnadóttur Þor-
steinssonar frá Hlemmiskeiði og
Ingveldar Jónsdóttur frá Vorsabæ.
Hún lést árið 2003. Þau eignuðust
fjögur börn.
Andlát
EINAR
ÖGMUNDSSON