Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 11

Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 11 FRÉTTIR Opið hús að Selfossi 5, laugardaginn 10. júní frá kl. 15-17. Upplýsingar á fasteignasölunni Bakka í síma 482 4000 Einbýlishús byggt 1981. 4 herbergi, 2 stofur. Stærð 214,1m2. Stærð bílskúrs 47,8m2. Stórt, vandað og fallegt einbýl- ishús á tveimur hæðum ásamt stórum bílskúr. Húsið stendur á eignarlóð á einum albesta stað bænum og útsýnið gerist ekki öllu betra. Neðri hæðin er öll flísalögð. Þar er forstofuherbergi, gestasnyrting, þvottahús, borðstofa, eldhúsið og stofan og út úr henni er nýr mjög vandaður sólskáli. Uppi er rúmgott sjóvarpshol, baðherbergi og svefnherbergin. Þessi eign hefur fengið mjög góða umhirðu. Verönd nánast í kringum húsið. Húsið er í einkasölu hjá Bakka þar sem nánari upplýsingar eru gefnar. Verð 49 millj. Egilsstaðir | Leikskólanemendur úr aðalbúðum Impregilo við Kára- hnjúka lögðu land undir fót á dög- unum og heimsóttu villidýragarðinn í Klausturseli á Jökuldal og Tjarn- arlandsleikskólann á Egilsstöðum. Lucilla Solazzo, leikskólakennari í Kárahnjúkaþorpinu, sagði börnin, sem eru á aldrinum eins árs til sex ára, hafa verið himinlifandi yfir ferðinni. „Hreindýrin, kanínurnar og fiðurfénaðurinn í Klausturseli vakti lukku, sem og bara sveitin sjálf, því börnin þyrstir auðvitað í grængresið og ögn meiri gróður en er við Kárahnjúka akkúrat núna“ sagði Lucilla. Á Tjarnarlandi var viðbúnaður, búið að hengja skilti með áletruninni VELKOMIN utan á húsið og baka parta og pönnukökur. Kárahnjúka- krakkarnir sprikluðu um stund úti á leikskólalóðinni með hinum börnun- um og renndu hýru auga til klifur- kastala og bleikra hoppibolta. Þarna vó og mat smávaxið fólk hvert annað með augngotum og einstaka orði; ís- lensku börnin létu öll ensk orð sem þau kunnu rúlla út tvist og bast og mátti heyra „Hæ beibí“ og „Jess – nó – velkomm“ auk slitra úr frægu Evróvisjónlagi Silvíu Nætur upp á ensku. Svo var boðið upp á sal og hver deild bauð fram skemmtiatriði í formi söngva og dansa. Kárahnjúka- börnin, undir dyggri forystu Lucillu, sungu engilblítt ítalskt lag tileinkað mæðradeginum og dönsuðu. Á eftir fengu menn hressingu, íslenskt bakkelsi auðvitað, og undu glaðir við sitt uns hver fór til síns heima. Tuttugu og sex börn eru nú í Laugaássþorpinu við Kárahnjúka, á aldrinum þriggja mánaða til 14 ára. Kárahnjúkabörn í leikskólaheimsókn Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hver deild bauð upp á skemmtiatriði og allir enduðu svo í spriklhrúgu á gólfinu við mikinn fögnuð áhorfenda. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt ís- lenska ríkið til að greiða konu og tveimur sonum hennar 100 þúsund krónur hverju í miskabætur vegna ólögmætrar handtöku og frelsissviptingar í kjölfarið. Mæðginin voru handtekin af lögregl- unni í Hafnarfirði, síðla kvölds vorið 2003, grun- uð um að hafa fært, eða átt aðild að því að færa, númeraplötur á milli bíla. Þau voru færð í fanga- klefa lögreglustöðvarinnar, sitt í hvoru lagi, þar sem þeim var haldið til morguns. Yngri sonur konunnar var sautján ára, þegar atburðurinn átti sér stað. Í forsendum og nið- urstöðum dómsins segir m.a. að ekki komi fram í gögnum málsins að honum hafi verið kynntur réttur sinn til verjanda eða að barnaverndar- nefnd hafi verið gert viðvart. Þá liggi ekki fyrir að foreldrum hafi verið tilkynnt um handtöku hans. Í rökstuðningi dómsins kemur sömuleiðis fram að rannsókn lögreglunnar á meintum bílnúm- erafærslum hafi staðið yfir í hátt á annað ár, eft- ir að mæðginin voru handtekin, en að rannsókn lokinni hafi málið verið fellt niður. Í rökstuðn- ingnum segir að engin skýring hafi fengist á nauðsyn þessarar löngu málsmeðferðar hjá lög- reglunni. Upphaf málsins má rekja til þess að konan var stöðvuð af lögreglunni í Hafnarfirði að kvöldi dags, vorið 2003, þar sem hún var að keyra í Hafnarfirði. Í málavöxtum dómsins kemur fram að lögreglan hafi tjáð henni að bílnúmeraplötuna vantaði á bifreiðina að framan og hún því beðin um að setjast inn í lögreglubifreiðina. Hún hafi þar greint lögreglunni frá því að bílnúmeraplat- an hefði glatast tveimur mánuðum fyrr og farist hefði fyrir að fá nýja númeraplötu. Seinna hafi annar maður bæst í hópinn og spurt hana út í númerið á bílnum og í kjölfarið var henni sagt að hún ætti að koma niður á lögreglustöð. Þar var henni tilkynnt að hún væri handtekin. Í gögnum málsins kemur fram að skýrslutaka af henni hafi hafist á fjórða tímanum um nóttina, eða um sex klukkutímum eftir að hún var handtekin. Í málsástæðum stefnda, þ.e. íslenska ríkisins, kemur m.a. fram að lögreglunni í Hafnarfirði hefði á þessum tíma, ítrekað borist ábendingar um það að tiltekið bílnúmer, þ.e. númerið sem var á bifreið konunnar, hefði verið notað á fleiri en eina bifreið. Eiginmaður konunnar hefði verið skráður eigandi bifreiðarinnar, sem konan ók, og var með þessu númeri. Undruðust um móður sína Fram kemur í rökstuðningi dómsins að konan hafi verið látin laus, úr fangaklefanum, rétt að verða níu um morguninn. Þegar henni voru svo afhentar eigur sínar og yfirhöfn hitti hún syni sína á lögreglustöðinni. Þeir höfðu þá einnig gist fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Fram kemur í málavöxtum dómsins að þeir hefðu séð þegar lögreglan stöðvaði móður þeirra kvöldið áður. Eftir því sem leið á kvöldið, hefðu þeir far- ið að undrast um hana, og því farið niður á lög- reglustöðina um miðnætti. Þar hefðu þeir verið handteknir, yfirheyrðir og settir í fangageymslu. Þar hefði þeim verið haldið, eins og móður þeirra, til að verða níu morguninn eftir. Fram kemur í forsendum og niðurstöðu dóms- ins að yngri sonurinn hafi aldrei verið yfirheyrð- ur, eftir að hann var færður í fangageymslu. Ennfremur segir þar að honum hafi ekki verið kynntur réttur sinn til verjanda. Eldri sonurinn hafi hins vegar verið yfirheyrður tvisvar. Honum hafi fyrst verið kynntur réttur sinn til verjanda klukkan að verða tvö um nóttina. Ekki til staðar rökstuddur grunur Málið var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur í maí sl., og byggði verjandi konunnar og sona hennar, Guðrún Birgisdóttir hdl., málflutning sinn m.a. á því að lögreglan í Hafnarfirði hafi „með óforsvaranlegum aðgerðunum sínum gagn- vart stefnanda, bakað ríkinu bótaskyldu með ólögmætri handtöku og frelsissviptingu stefnda,“ eins og rakið er í málsástæðum stefn- anda. Ekki hafi verið til staðar rökstuddur grun- ur um að stefndu hefðu átt hlutdeild í meintum brotum. Þá hefði ekki verið nægilegt tilefni til umræddra aðgerða og ennfremur hefði máls- meðferð lögreglunnar dregist óeðlilega. Lögreglan í Hafnarfirði hélt því hins vegar fram að rökstuddur grunur hefði verið til staðar. Lögreglunni hefði ítrekað borist um það ábend- ingar að bílnúmerið, sem var á bílnum sem kon- an ók, hefði verið notað á fleiri en eina bifreið. Á sama tíma og lögreglan hefði haft afskipti af konunni, hefði lögreglan séð aðra bifreið skammt frá með sama fastanúmeri. Lögreglan hélt því sömuleiðis fram að handtökurnar hefðu verið nauðsynlegar vegna rannsóknarhagsmuna, þ.e. svo sönnunargögnum yrði ekki spillt. Unnið hefði verið sleitulaust að málinu um kvöldið og nóttina. Frelsissvipting hafi því alls ekki verið lengri en efni hafi verið til. Dómurinn kemst hins vegar að þeirri niður- stöðu að ekki hafi verið tilefni til þess að hand- taka mæðginin. Ekkert hafi t.d. komið fram í málinu sem benti til þess að lögreglan hafi haft rökstuddan grun um aðild þeirra að meintu skjalafalsi með númeraplötur. Konunni og son- um hennar voru því dæmdar bætur, 100 þúsund kr. hverju. Mæðginum dæmdar bætur vegna ólögmætrar handtöku Eftir Örnu Schram arna@mbl.is „DÓMURINN er áfellisdómur yfir vinnubrögð- um lögreglunnar,“ segir Guðrún Birgisdóttir hdl. verjandi konunnar og sona hennar. Hún seg- ir að þau hafi verið handtekin og sett í fangelsi á grundvelli nafnlausra og óljósra ábendinga. „Í kjölfarið voru þau sett í fangaklefa og geð- þótti réð því hvenær tekin var af þeim skýrsla.“ Hún gagnrýnir einnig að rannsókn hafi ekki ver- ið lokið fyrr en tæpum tveimur árum síðar. Hún segir ótrúlegt að vinnubrögð sem þessi skuli tíðkast nú á tímum. Áfellisdómur yfir lögreglunni KRISTJÁN Ó. Guðnason, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Hafnarfirði, segir að dómurinn sé kom- inn til skoðunar hjá lögreglunni. „Hann verður skoðaður mjög gaumgæfilega með tilliti til þeirra forsendna sem lögreglan gaf sér í upphafi og með tilliti til rökstuðnings dómara fyrir þess- ari niðurstöðu.“ Verður skoðaður BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra vekur athygli á því í pistli á heimasíðu sinni að með nýlegum dómi Hæstaréttar sé í annað sinn til skoðunar hvort unnt sé að halda áfram sakamáli vegna ummæla á heimasíðunni og að í bæði skiptin hafi rétturinn talið að ummæli hans hafi ekki spillt fyrir framgangi rétt- vísinnar. Fyrra skiptið sem Björn vísar til er dómur Hæstaréttar frá 9. janúar sl. þar sem fjallað var um hæfi hans til að skipa sérstakan ríkissaksókn- ari í Baugsmálinu og hvort tiltekin ummæli á heimasíðu hans yllu van- hæfi hans til skipunarinnar. Spurning um málfrelsi stjórnmálamanna Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í máli Jóns Ólafs- sonar að ummæli Davíðs Oddssonar og Björns hefðu ekki falið í sér brot gegn rétti Jóns Ólafssonar til að telj- ast saklaus uns sekt hans væri sönn- uð. Í pistli sínum fjallar Björn um málið og þátt Ragnars Aðalsteins- sonar, hæstaréttarlögmanns, sem flutti málið fyrir hönd Jóns Ólafsson- ar. „Í báðum tilvikum hefur rétturinn komist að þeirri niðurstöðu, að ég hafi frelsi til að tala og skrifa á þann veg, sem ég hef gert, án þess að spilla fyrir framgangi réttvísinnar. Ég er dálítið undrandi á því, að Ragnar Aðalsteinsson hrl. skuli vilja þrengja málfrelsi stjórnmálamanna á þann veg, sem fram kemur í kæru hans. Ragnar hefur gengið fram fyrir skjöldu sem málsvari mannréttinda og fátt er mikilvægara í frjálsu þjóð- félagi en rétturinn til að tjá sig opin- berlega án tillits til stéttar og stöðu,“ skrifar Björn m.a. á heimasíðu sinni. Ummælin tvívegis til skoðunar í Hæstarétti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.