Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hnöttur
um knött...
á morgun
Glerbrotunum
rigndi yfir tengdó
JÓHANN Hauksson blaðamaður á
Fréttablaðinu var í vikunni kallaður á
fund Þorsteins Pálssonar, ritstjóra
Fréttablaðsins, og Sigurjóns M. Eg-
ilssonar, fréttarit-
stjóra, og tjáð að
ákveðið hefði ver-
ið að hann hætti
pólitískum skrif-
um fyrir blaðið.
Jóhann hefur
skrifað fréttir um
stjórnmál og inn-
lendar fréttir auk
þess að skrifa
pistla. Jóhann
segist hafa fengið þá skýringu frá
Þorsteini að mönnum þætti sem hann
blandaði saman skoðunum sínum og
fréttaskrifum. Þá hafi Þorsteinn og
Sigurjón gefið í skyn að „ég hafi farið
yfir strikið í skrifum mínum um Björn
Bjarnason í dálkinum Frá degi til
dags og á stjórnmálasíðunni,“ segir
Jóhann. Málið tengist símahlerunum
á tímum kalda stríðsins sem Guðni
Th. Jóhannesson, sagnfræðingur,
hefur rannsakað og voru í fréttum á
dögunum.
Eftir dálk sem birtist 2. júní ritaði
Björn bréf til Þorsteins og sagði Jó-
hann þar hafa ráðist með ómaklegum
hætti að Bjarna Benediktssyni föður
sínum vegna símhleranamálsins. Í
dálkinum kom fram að Bjarni hefði
verið sá dómsmálaráðherra sem
mestu réð um símahleranirnar á sín-
um tíma.
Jóhann sem fundaði með ritstjór-
anum og fréttaritstjóranum vegna
málsins á þriðjudag og miðvikudag,
segir að á fundunum hafi kvörtun
Björns Bjarnasonar borið á góma.
Vantraustsyfirlýsing
Hann kveðst hafa mótmælt því að
hann blandaði saman skoðunum og
fréttaskrifum. „Ég sagðist hafa ára-
langa þjálfun í því að aðskilja frétta-
skrif frá mínum skoðunum. En ég
væri settur í þá sérkennilegu og að
mörgu leyti afleitu stöðu á Frétta-
blaðinu að vera falið að skrifa hlut-
lægar og hlutlausar fréttir, m.a. af
stjórnmálum, en um leið vera falin
ábyrgð á allskonar ritstjórnarpistl-
um,“ segir Jóhann „Það hefur enginn
gert athugasemdir við störf mín á
blaðinu frá því ég byrjaði,“ bætir
hann við. „Ég sagði að mér þætti
þetta óþægileg sending frá mínum yf-
irmönnum sem ekki hafa gert athuga-
semd við mig svo mánuðum skiptir,“
segir Jóhann. „Ég mótmælti þessu og
sagðist líta svo á að veri væri að
lækka mig í tign og þetta væri van-
traustsyfirlýsing á mín störf,“ segir
hann. Hann bætir því við að til hafi
staðið að leiða mál sitt endanlega til
lykta í fyrradag, en vegna veikinda
sinna hafi ekki orðið af því. Til standi
að ljúka málinu á mánudag í næstu
viku. Ekki náðist í Þorstein Pálsson
vegna málsins í gær. Sigurjón M. Eg-
ilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins,
sagði að mál einstakra starfsmanna
og vinnutilhögun á ritstjórn Frétta-
blaðsins væri einkamál blaðsins.
Látinn hætta pólitískum
skrifum fyrir Fréttablaðið
Jóhann Hauksson
TAP Byggðastofnunar á síðasta ári
var rúmar 272 milljónir króna, en
það er rúmum eitt hundrað milljón-
um króna minna tap en var á rekstri
stofnunarinnar árið áður. Eigið fé
stofnunarinnar nam rúmum 1.040
milljónum króna í árslok og lækkaði
úr 1.314 milljónum króna árið áður.
Ársfundur stofnunarinnar var
haldinn í gær á Ólafsvík og segir
Herdís Á. Sæmundardóttir, formað-
ur stjórnar Byggðastofnunar, í árs-
skýrslu hennar meðal annars að um-
ræða um starf Byggðastofnunar
byggist ekki alltaf á mikilli þekkingu
eða sanngirni. Þannig sé því haldið
fram að opinberum fjármunum sé
sóað í vonlaus verkefni og fyrirtæki á
landsbyggðinni. Staðreyndin sé hins
vegar sú að þau fyrirtæki og verk-
efni sem af einhverjum ástæðum
mistakist séu miklu mun færri en
þau sem vel fari „og þau eru orðin
býsna mörg fyrirtækin sem ekki síst
fyrir aðkomu Byggðastofnunar lifa
góðu lífi og skapa mörgum vinnufús-
um höndum atvinnu á sínum svæð-
um.“
Herdís gerði einnig að umtalsefni
fyrirætlanir um breytingar á starf-
semi Byggðastofnunar, sem felast í
frumvarpi um Nýsköpunarmiðstöð
Íslands og sagði að ekki lægi fyrir
með nákvæmum hætti hvernig starf-
semi stofnunarinnar yrði hagað.
„Það er þó ljóst að markmið þeirrar
vinnu er að styrkja og efla þann
stuðning við atvinnulífið sem iðnað-
ar- og viðskiptaráðuneytið hefur á
sínum höndum. Það er mín skoðun
að sú svæðisbundna hugsun sem
kemur fram í því, þar sem leitast er
við að tengja saman atvinnulíf,
mennta- og menningarstofnanir og
aðra staðbundna starfsemi, feli í sér
mörg tækifæri til að efla og styrkja
einstök svæði. Með því eru líka gerð-
ar meiri kröfur til heimamanna á
einstökum svæðum að bindast sam-
takamætti og samvinnu í þágu fram-
fara á sínu svæði. Það er þó ljóst að
mikið starf er óunnið í mótun þess-
arar nýju stofnunar. Í þeirri vinnu er
mikilvægt að sú þekking og yfirsýn
sem fyrir er í kerfinu fari ekki for-
görðum og þeir hafðir með í ráðum
sem gerst þekkja til atvinnu- og
byggðaþróunar á landsbyggðinni.“
Stendur á tímamótum
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri
Byggðastofnunar, gerði þetta einnig
að umtalsefni. Hann sagði að stofn-
unin stæði nú á tímamótum, en tutt-
ugu ár hefðu verið frá stofnun henn-
ar á síðasta ári. „Nú hefur verið lagt
fyrir Alþingi frumvarp til laga um
opinberan stuðning við tæknirann-
sóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.
Með frumvarpinu eru lagðar fram
tillögur um uppstokkun á opinberu
stuðningskerfi nýsköpunar og at-
vinnuþróunar á vegum iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytisins. Uppstokk-
unin byggist á því að sameina starf-
semi Byggðastofnunar, Iðntækni-
stofnunar og Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins í einni stofnun,
Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Stoð-
kerfi atvinnulífsins Íslandi er flókið.
Veruleg skörun er í starfsemi
Byggðastofnunar og ýmissa opin-
berra sjóða og stofnana sem starfa
að atvinnuþróun. Það er álit Byggða-
stofnunar að meginhugmynd frum-
varpsins hvað þetta varðar horfi til
framfara. Gangi þessar breytingar
eftir verður árið 2006 síðasta heila
starfsár Byggðastofnunar.“
Byggðastofnun tapaði
272 milljónum í fyrra
Morgunblaðið/Alfons
Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn á Ólafsvík í gær.
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
„FYRRI áfanga uppbyggingar
Landhelgisgæslunnar er lokið,“
sagði Björn Bjarnason, dómsmála-
ráðherra, við undirritun samnings
um leigu á tveimur björgunarþyrl-
um. Þyrlurnar eru leigðar af norska
fyrirtækinu Airlift sem hefur m.a.
starfað með sýslumanninum á Sval-
barða.
Þyrlurnar eru leigðar til eins árs
og koma til landsins í september.
Er um að ræða þyrlur af gerðinni
Super Puma og Dauphin, sams kon-
ar þyrlur og fyrir eru í flugdeild
Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF og
TF-SIF. Í samtali við Morgunblaðið
kvað Björn kostnað við samninginn
nema ríflega 200 milljónum króna
og auk þess sé gert ráð fyrir því að
kostnaður við þjálfun áhafnar og
viðhald á vélunum á lánstímanum
nemi um hálfum milljarði króna.
Björn sagði við undirritun leigu-
samningsins að í febrúar hefði legið
ljóst fyrir að bæta þyrfti tækjakost
Landhelgisgæslunnar en vegna
uppsagnar Bandaríkjanna á varn-
arsamstarfinu í mars hefði ekki gef-
ist jafn langur tími til ákvarðana-
töku og við var búist. Á svo
knöppum tíma hefði ekki verið
mögulegt að ganga frá kaupum á
þyrlum. Í apríl var tillaga um að
leigðar yrðu til bráðabirgða tvær
björgunarþyrlur samþykkt á ríkis-
stjórnarfundi.
Ákveðið var að uppbygging
Landhelgisgæslunnar færi fram í
tveimur áföngum. Fyrri áfanginn
myndi felast í því að ganga frá leigu
á þyrlum þar til mögulegt yrði að
festa kaup á nýjum. Þeim áfanga er
nú náð og sagði Björn af því tilefni
að Landhelgisgæslan, sérstaklega
flugdeildin, hefði sannað sig og nyti
mikils trausts. Aðspurður sagðist
Björn fastlega gera ráð fyrir því að
Landhelgisgæslan gæti á leigutím-
anum axlað þá auknu ábyrgð sem
leiddi af lokum varnarsamstarfsins.
Starfsfólki fjölgar
Um seinni áfangann sagði Björn
að til stæði að breyta umgjörð
Landhelgisgæslunnar varanlega
þannig að hún gæti sinnt öllum
þeim skyldum sem falla í hennar
skaut þegar þyrlur varnarliðsins
hverfa. Björn vildi ekki láta mikið
uppi um seinni áfanga uppbygging-
arinnar en nefndi þó að reynt yrði
að ganga frá kaupum á tveimur
þyrlum auk þess sem ný flugvél yrði
boðin út, eins skjótt og unnt væri, í
stað Fokker-flugvélar gæslunnar,
TF-SÝN. Ennfremur stæði til end-
urnýjun í varðskipaflotanum.
„Merkis- og gleðidagur sem
markar að mörgu leyti nýtt upphaf
uppbyggingar Landhelgisgæslunn-
ar,“ sagði Benóný Ásgrímsson yf-
irflugstjóri, en í máli hans kom fram
að stjórnvöld hefðu þurft að bregð-
ast skjótt við er varnarsamstarfinu
var slitið og það hefðu þau gert.
Bætti Benóný við að flugdeildinni
væri sýnt mikið traust og hún
myndi áfram inna störf sín af hendi
með festu og fagmennsku.
Geirþrúður Alfreðsdóttir er nýr
flugrekstrarstjóri Landhelgisgæsl-
unnar. Er hún var spurð um ráð-
stafanir vegna leigusamningsins
sagði hún að þegar væri búið að
ganga frá ráðningu fjögurra manna
í þyrluáhöfn og til stæði að bæta
tveimur við. Fyrir væru sex flug-
menn hjá Landhelgisgæslunni. Þó
leigan væri einungis millibilsástand
mundi þjálfun starfsmanna nýtast
að leigutíma loknum við rekstur
þyrlnanna, sem þá verður búið að
ganga frá kaupum á.
Morgunblaðið/Ásdís
Benóný Ásgrímsson yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar tekur í hönd
Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Í bakgrunni sést glitta í TF-LÍF.
„Fyrri áfanga uppbyggingar
Landhelgisgæslunnar lokið“
Undirritun samnings um leigu á tveimur björgunarþyrlum
Eftir Jóhann M. Jóhannsson
johaj@mbl.is