Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÁLAFOSSHLAUPIÐ 2006
12. júní
Hlaupið verður frá Álafossi um austursvæði Mosfellsbæjar.
Vegalengdir verða tvær:
4 km = hlaup með ratleik (sveitir) kl. 19:15
og 9 km = hlaup kl. 19:00 - Tímataka er í 9 km hlaupi.
Skráning og verð:
Skráning hefst tímanlega við Álafosskvosina í
Mosfellsbæ kl. 18:00.
Búningsaðstaða er við sundlaug Varmár
(Íþróttamiðstöð) frá kl. 18:00.
Fæðingarár 1992 og eldri = 1.000 kr.
Fæðingarár 1993 og yngri = 500 kr.
Fjölskyldur greiða = 2.000 kr.
Verðlaun og annað:
Allir sem ljúka hlaupi fá sérmerktan pening,
hlaupanúmer eru til útdráttar og verðlaun
verða veitt. Verslun og menning
Álafoss- kvosar býður ykkur velkomin
fyrir og eftir hlaup.
Upplýsingar gefur Tryggvi Jónsson í síma 553 9301
FÓLK í Tromsléni í Norður-
Noregi og vestanverðri Finn-
mörku varð vitni að geysistór-
um eldhnetti sem fór á ör-
skömmum tíma yfir himininn
með logahala á eftir sér aðfara-
nótt miðvikudags, að sögn vef-
síðu dagblaðsins Aftenposten í
gær. Mun hafa verið um stóran
loftstein að ræða. Norska jarð-
fræðistofnunin NORSAR til-
kynnti að heyra hefði mátt
kraftmiklar drunur nærri eft-
irlitsstöð í Karasjok klukkan
02.13.
Eftirlitsstöð nam bæði hljóð-
bylgjur og hræringar í jörðu og
telja menn að steinninn hafi
lent í fjallshlíð í Reisadalen í
Norður-Tromsléni. Knut Jørgen
Røed Ødegård, stjörnufræð-
ingur hjá NORSAR, sem m.a.
annast jarðskjálftamælingar,
líkti kraftinum þegar loftsteinn-
inn lenti á norskri jörð við
kjarnorkusprengjuna sem varp-
að var á Hiroshima. Hann telur
að jafnstór loftsteinn hafi ekki
fallið í Noregi á sögulegum
tíma.
„Stærstur var Alta-loftsteinn-
inn sem lenti árið 1904. Hann
var 90 kíló en við álítum að
steinninn sem lenti aðfaranótt
miðvikudags hafi verið mun
stærri,“ sagði Ødegård. Hann
sagði að líklega hefði mátt sjá
loftsteininn á mörg hundruð
ferkílómetra stóru svæði þrátt
fyrir að þarna væri nú orðið al-
bjart á nóttunni.
Aftenposten ræddi við Peter
Bruvold bónda, sem var að
stumra yfir hryssunni Viriku
sem var við það að kasta í
fyrsta sinn á ævinni um nóttina.
Hann sá þá eldhnöttinn, náði að
taka ljósmynd af fyrirbærinu og
skömmu síðar heyrði hann
miklar drunur.
Stór loftsteinn féll
í Norður-Noregi
ÍBÚAR Bagdadborgar upplifðu óvenjulega
kyrrlátan dag í gær, daginn eftir að tilkynnt
var, að Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi
deildar al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna í
Írak, hefði verið felldur. Ástæðan var hins
vegar sú, að algert útgöngubann var í borg-
inni mest allan daginn. Búist hafði verið við,
að al-Qaeda reyndi að hefna dauða al-Zar-
qawis og strax eftir tilkynninguna um fall
hans í fyrradag sprakk bílsprengja á mark-
aðstorgi í sjítahverfi og varð 15 manns að
bana.
Útgöngubannið gilti ekki aðeins í Bagdad,
heldur einnig í borginni Baquba þar sem al-
Zarqawi var felldur og lítil aðsókn var að
moskunum þrátt fyrir föstudagsbænirnar.
Ýmsir klerkar sjíta fögnuðu þó tíðindunum
um dauða al-Zarqawis og sögðu, að þau væ-
riu mikilvægur áfangi í baráttunni gegn
morðum og mannránum.
Írösk dagblöð koma yfirleitt ekki út á
föstudögum, sem er helgur dagur meðal
múslíma, en það gerði þó hið óháða dagblað
Al-Mada, sem helgaði allt blaðið dauða al-
Zarqawis. Líkti það mikilvægi hans við
handtöku Saddam Husseins, fyrrverandi for-
seta.
Sveigjanleg og erfið viðureignar
Vefsíður, sem styðja al-Qaeda og önnur
öfgasamtök, voru í gær yfirfullar af stuðn-
ingsyfirlýsingum og fyrirheitum um að herða
baráttuna og enginn býst við, að ofbeldinu
linni í bráð. Sjítinn og stjórnmálaskýrandinn
Ali Dabbagh sagði í gær, að al-Zarqawi hefði
skilið eftir sig sveigjanleg og valddreifð sam-
tök, sem væru fær um að starfa án hans. Um
allt landið væru sjálfstæðar sellur, tilbúnar
til hryðjuverka. Margir súnnítar una því illa,
að allt ofbeldið skuli kennt trúbræðrum
þeirra og segja, að vopnaðar sveitir sjíta eigi
sína sök á óöldinni. Benda þeir á, að dagleg
morð og mannrán í Basra og víðar í suður-
hluta landsins eigi ekkert skylt við al-Zar-
qawi. Þar séu sjítar allsráðandi og þar standi
átökin milli þeirra eigin fylkinga.
Leiðtogar eltir uppi
Írösk og bandarísk yfirvöld hétu því í gær
að elta uppi leiðtoga skæruliða og segjast
hafa fundið „sannkallaðan fjársjóð“ af upp-
lýsingum eftir árásina á verustað al-Zarqaw-
is. Þá hefur einnig komið fram, að Banda-
ríkjamenn fengu upplýsingar um al-Zarqawi
frá einhverjum innan hans eigin samtaka.
Geta grunsemdir um slíkt haft sínar afleið-
ingar fyrir hryðjuverkasamtökin.
Mikið áfall fyrir al-Qaeda
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna,
sagði í sjónvarpsávarpi í fyrrakvöld, sem
sent var út beint frá Rósagarðinum við Hvíta
húsið, að dauði al-Zarqawi væri „mikið áfall
fyrir al-Qaeda hryðjuverkasamtökin“ og
tækifæri fyrir hina nýju stjórn Íraka til að
„snúa við blaðinu“.
Fjölmargir þjóðarleiðtogar aðrir tjáðu sig
um fall al-Zarqawis og bar flestum saman
um að það væri mikilvægt skref í baráttunni
gegn hryðjuverkum. Þannig sagði Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands, dauða al-
Zarqawis táknrænan.
„Ef við sigrum hryðjuverkamennina í
Írak, munum við sigra þá allsstaðar.“
Hamid Karzai, forseti Afganistans, var
varkárari í orðavali og sagði að dauði al-
Zarqawis markaði „ekki endalok hryðju-
verka í heiminum, en væri engu að síður
mikilvægt skref í að losa heiminn við ógnina
af þeim“.
Ólík viðbrögð ættingja og vina
Bróðir al-Zarqawis, Sayel al-Khalayleh,
sagði í viðtali við AP-fréttastofuna í fyrradag
að fjölskylda hans hefði um nokkurt skeið
búist við dauða hans. „Við bjuggumst við því
að hann myndi líða píslarvættisdauða,“ sagði
al-Khalayleh. „Við vonum að hann muni sam-
einast öðrum píslarvottum á himni.“
Friðarsinninn Michael Berg, faðir Nicho-
las Berg, sem talið er að al-Zarqawi hafi
sjálfur afhöfðað í myndbandsupptöku sem
sett var á netið, sagði í gær að dauði al-
Zarqawis myndi auka enn andúð al-Qaeda í
garð Bandaríkjamanna. „Ég sé meira mann-
fall í kjölfar dauða al-Zarqawis,“ sagði Berg í
gær. „Dauði hans mun kalla á nýja bylgju
hefndarverka. George W. Bush og al-Zar-
qawi eru menn sem trúa báðir á hefndina.“
Bróðir Kens Bigleys, Breta sem talið er að
al-Zarqawi hafi rænt í Írak og afhöfðað á
myndbandi sem birtist á netinu, var á allt
öðru máli í gær. „Ég glaður yfir því að hann
sé ekki lengur á yfirborði jarðar,“ sagði Stan
Bigley. „Hann var skrímsli.“
Útgöngubann og kyrrt í Bagdad
Bandarísk og írösk stjórnvöld segjast hafa komist
yfir „fjársjóð“ upplýsinga í fylgsni al-Zarqawis
AP
Íraskir hermenn ræða við tvo menn á vélhjólum í miðborg Bagdad í gær, umferð þyngri öku-
tækja í almenningseigu var bönnuð af ótta við árásir vegna dauða al-Zarqawis í fyrradag.
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
Washington. AP. | Lyfjafyrirtækið
Merck í Bandaríkjunum mun síðar
í mánuðinum geta sent á markað
bóluefni gegn leghálskrabbameini
og verður hægt að nota það til að
bólusetja stúlkur niður í níu ára
aldur og upp í 26 ára. Efnið heitir
Gardasil.
Tilraunir hafa sýnt að efnið virð-
ist koma í veg fyrir sýkingu af
völdum fjögurra af um 12 afbrigð-
um HPV, algengasta sjúkdómsins
sem smitast við kynmök. Tvö af-
brigðanna valda um 70% af öllum
tilfellum krabbameins í leghálsi.
Fyrirbyggjandi áhrifin virðast
vera fullnægjandi í nær öllum til-
vikum þar sem viðkomandi hefur
ekki þegar smitast.
„Sú ákvörðun l.yfjaeftirlitsins
(FDA) að samþykkja HPV-bólu-
efnið, sem er fyrsta bóluefnið sem
sérstaklega er ætlað til að fyrir-
byggja krabbamein, er eitthvert
mesta framfaraspor varðandi
heilsu kvenna sem um getur á síð-
ari árum,“ sagði dr. Carolyn Runo-
wicz, formaður Bandaríska
krabbameinsfélagsins, í gær.
Minnst 290.000 konur deyja úr leg-
hálskrabbameini ár hvert í heim-
inum.
Bóluefni gegn leg-
hálskrabbameini