Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Varsjá. AP. | Samkynhneigðir í Aust-
ur-Evrópuríkjum leggja nú æ meiri
áherslu á að krefjast fullra mann-
réttinda sem hafa lengi verið hunsuð
í umræddum löndum. Baráttumenn
fyrir mannréttindum efna til kröfu-
göngu í Varsjá í Póllandi í dag til
stuðnings samkynhneigðum í Aust-
ur-Evrópu. Gangan ber yfirskriftina
Jafnréttisgangan og munu stjórn-
málamenn og aðrir stuðningsmenn
frá ýmsum löndum taka þátt í henni.
Baráttumenn samkynhneigðra
segja að íhaldssamir stjórnmála-
menn hamli umbótum í réttindamál-
um homma og lesbía í austanverðri
álfunni. Samkynhneigð er nánast
bönnuð í Póllandi og víðar í austur-
hluta álfunnar. Sú skoðun er algeng
meðal íbúanna að samkynhneigðir
eigi að leita sér hjálpar hjá geðlækn-
um, þeir séu andlega sjúkir.
„Sjúkdóma ætti að lækna en ekki
auglýsa,“ sagði Miroslawa Nowa-
kowska, 55 ára gamlla kennari á eft-
irlaunum og þoóttu ummæli hennar
endurspegla sjónarmið margra full-
orðinna Pólverja. Slíkur hugsunar-
háttur er rakinn til hugmyndafræði
kommúnista, þar sem samkynhneigð
var ekki hluti af draumsýninni um
kommúnistaríkið og talin afsprengi
kapítalismans.
Pólverjar eru auk þess flestir kaþ-
ólskrar trúar og kirkjan hefur þar
mikil áhrif á daglegt líf fólks en sam-
kynhneigð hugnast ekki leiðtogum
Rómarkirkjunnar. Nú er við völd
samsteypustjórn hægrimanna sem
taka mjög mið af skoðunum kirkj-
unnar í siðferðismálum. Leiðtogar
eins stjórnarflokksins hafa beinlínis
fordæmt samkynhneigð og ungliðar
annars hafa ráðist á þátttakendur í
göngum samkynhneigðra síðustu ár-
in.
Vilja full réttindi
samkynhneigðra
Kröfuganga fyrirhuguð í Varsjá í dag
Washington. AFP. | Bresku hjálpar-
samtökin Oxfam segja að þær fjár-
veitingar sem ríkustu þjóðir heims
leggja til þróunaraðstoðar nægi ekki
til að fullnægja loforðum sem voru
gefin á fundi átta helstu iðnríkja
heims (G8) í Gleneagles í fyrra. Fjár-
málaráðherrar G8 eiga nú undirbún-
ingsfund í St. Pétursborg en þar
verður sjálfur leiðtogafundurinn í
júlí.
G8-ríkin skuldbundu sig í fyrra til
þess að auka fjárútlát til þróunar-
mála um 50 milljarða dala á ári fyrir
2010. Bráðabirgðaáætlanir gefa til
kynna að útgjöld til þróunarmála
hafi aukist um 21 milljarð dala árið
2005 miðað við árið á undan.
Það var á sams konar fjármálaráð-
herrafundi í fyrra sem ákveðið var
að veita fleiri þróunarríkjum en áður
skuldaaflausn, þar á meðal Nígeríu.
Oxfam gagnrýnir hins vegar G8-rík-
in fyrir að bæta afléttingu skulda inn
í heildartölu fjár til þróunarmála til
þess að fegra hana.
Standa ekki við
þróunarloforð
Oxfam-samtökin gagnrýna G-8
Colombo. AFP, AP. | Norðmenn
gagnrýna harðlega Evrópusam-
bandið, ESB, fyrir að setja tam-
ílsku Tígrana (LTTE) á lista sinn
yfir hryðjuverkasamtök og segja
það hafa stuðlað að upplausn
samningaviðræðna stjórnvalda á
Sri Lanka og Tígranna. Þá hafa
Norðmenn krafist þess að stjórn-
völd á Sri Lanka og tamílsku
Tígrarnir geri skýra grein fyrir
afstöðu sinni til stöðu Norð-
manna sem sáttasemjara í deil-
unni en þeir fara fyrir erlenda
eftirlitsliðinu. Stjórn Sri Lanka
sakaði í gær norræna fulltrúa í
eftirlitinu um að draga taum Tí-
granna.
Það sem einkum fór fyrir
brjóstið á ráðamönnum í Co-
lombo voru ummæli í skýrslu eft-
irlitsmanna frá 4. júní þar sem
stjórnarhermönnum var kennt
um aukin átök að undanförnu.
Þeir hefðu ekki staðið við fyr-
irheit um að hafa hemil á klofn-
ingshópum úr samtökum Tí-
granna sem keppa við þá um
áhrif á sumum svæðum. En Tígr-
arnir voru einnig sakaðir í
skýrslunni um að brjóta sam-
komulag við stjórnvöld.
Rúmlega 680 manns hafa fallið
í árásum og átökum tamílsku Tí-
granna og stjórnarhersins í land-
inu það sem af er þessu ári þrátt
fyrir vopnahléið sem hefur verið
við lýði síðan 2002.
Tamílsku Tígrarnir lýstu því
yfir í gærmorgun, að þeir væru
mótfallnir því að fulltrúar frá
ESB-löndum tækju þátt í starf-
inu á Sri Lanka og sniðgengu
fund í Ósló þar sem ræða átti ör-
yggi erlendu fulltrúanna.
„Ákvörðun Evrópusambands-
ins var tekin á ákveðnum for-
sendum um það hvaða samtök
eigi heima á listanum, án þess að
tillit væri tekið til þess hvaða af-
leiðingar ákvörðunin hefði á að-
ildarríki þess,“ sagði Stein Tønn-
esson, yfirmaður Friðarrann-
sóknarstofunnar í Ósló (PRIO),
um þá ákvörðun ESB að skil-
greina Tígrana sem hryðjuverka-
samtök. Lengi hefði verið vitað
að Tígrarnir legðu áherslu á að
þeir yrðu ekki settir á umræddan
hryðjuverkalista ESB en sam-
bandið væri illa hæft til að taka
skynsamlega á deilum sem þess-
um, að sögn Tønnesen.
Norðmenn ætla að
endurskoða hlutverk sitt
Norsk stjórnvöld sendu frá sér
yfirlýsingu í gær þar sem segir
að þau muni endurskoða hlutverk
sitt sem sáttasemjarar á Sri
Lanka eftir að þeim mistókst að
koma á fundi deiluaðila. Þá segir
í yfirlýsingunni að gripið hafi
verið til þeirra úrræða að skrifa
stjórnvöldum á Sri Lanka og
leiðtogum Tígranna bréf þar sem
spurt var hvort deiluaðilar hygð-
ust standa við skuldbindingar í
gildandi vopnahléi. Það myndi
síðan ráðast af svörunum hvert
framhaldið yrði en haft yrði sam-
ráð við alþjóðasamfélagið um
næstu skref.
„Það er enginn vafi á því að af-
staða Tígranna hefur verið að
harðna í aðdraganda Óslóar-
fundarins,“ sagði Erik Solheim,
utanríkisráðherra Noregs.
„Deiluaðilar verða að taka
ábyrgð á þeirri neikvæðu þróun
sem orðið hefur. Þeir hafa ekki
farið að ráðum okkar. Eins og
sakir standa er ekkert rúm fyrir
frumkvæði Norðmanna í friðar-
ferlinu.“ Talsmenn Tígranna
segja Norðmenn hins vegar
leggja of mikla áherslu á beina
fundi deiluaðila og að nær væri
að ræða þau vandamál sem fyrir
liggi með aðstoð milligöngu-
manna.
Stjórn Sri Lanka sakar
Norðmenn um hlutdrægni
Stjórnvöld í Ósló
ósátt við að ESB
skuli skilgreina
tamílsku Tígrana
sem hermdar-
verkamenn
Reuters
Eiginkona fallins stjórnarhermanns syrgir ásamt barni sínu við minnis-
merki í grennd við borgina Kandy á Sri Lanka. Yfir 22.000 stjórnar-
hermenn hafa fallið í átökum við tamílsku Tígrana síðustu tvo áratugi.
HELEN Ólafsdóttir, talsmaður norrænu
eftirlitssveitanna (SLMM) á Srí Lanka,
segir mikla óvissu ríkja um framhald eft-
irlitsins eftir að tam-
ílsku Tígrarnir gáfu út
þá yfirlýsingu að þeir
tækju ekki í mál að
fulltrúar frá Evrópu-
sambandsríkjunum
tækju áfram þátt í starf-
inu á svæðinu.
Helen sagði eftirlitið
þó hafa gengið eðlilega
fyrir sig í gær og að
Danir, Finnar og Svíar,
sem vinni með henni, hefðu sinnt störfum
sínum eins og ekkert hefði í skorist. „Þetta
er allt mjög óljóst og á meðan við bíðum
eftir að sjá hvernig hlutirnir þróast höld-
um við áfram okkar vinnu,“ sagði hún í
samtali við blaðamann mbl.is í gær. Ljóst
væri að það myndi vanda miklum vanda
yrðu Danir, Finnar og Svíar að draga sig
út úr samstarfinu. Sextíu erlendir eftirlits-
menn eru nú að störfum í landinu, þar af
sautján Norðmenn og fimm Íslendingar.
Helen segir mikla spennu vera í landinu
og að hún hafi verið að aukast jafnt og
þétt á síðustu vikum. Ástandið hafi þó ekki
hindrað eftirlitið, það fari enn fram með
eðlilegum hætti þótt öryggisviðbúnaður
hafi verið aukinn. Hugsanlegt sé þó að
leggja verði niður eftirlit á ákveðnum
svæðum haldi ástandið áfram að versna en
að það sé eitthvað sem yfirstjórnin vegi og
meti dag frá degi.
Helen segir jafnframt að brotum á
vopnahléinu hafi fjölgað á undanförnum
mánuðum og að hún óttist að stjórnvöld og
tamílsku Tígrarnir séu að venjast auknu
ofbeldi, þótt óbreyttir borgarar geri það
auðvitað aldrei. Hún telji þó enn von um
að hægt verði að snúa þróuninni og hvor-
ugur deiluaðila hafi enn sagt vopnahléinu
upp með formlegum hætti.
Óvissa um fram-
hald eftirlitsins
Helen Ólafsdóttir
NÆR milljón manna fagnaði í gær
60 ára valdaafmæli Bhumibol Adu-
lyadej konungs í höfuðborg Taí-
lands, Bangkok, en hann hefur
verið lengur við völd en nokkur
annar krýndur þjóðhöfðingi í
heiminum. Konungurinn, sem er
78 ára gamall, heilsar hér mann-
fjöldanum af svölum konungshall-
arinnar með Sirikit drottningu, en
það hefur hann einungis gert
þrisvar sinnum á ferli sínum. Öld-
um saman töldu Taílendingar kon-
unga landsins vera guðlegar verur
og þótt sú trú hafi dvínað er
Bhumibol mjög dáður en hann
hefur eftir megni haldið sig utan
við deilur og reynt að liðsinna fá-
tækum. Bhumibol hvatti þegna
sína til þess að sýna samheldni en
umrót hefur verið í stjórnmálum
Taílendinga undanfarna mánuði.
Reuters
Bhumibol
hylltur í Bangkok