Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 26
Reykjavík | Eitt það góða sem
sumir sjá við hið sjaldgæfa fyr-
irbæri snjóinn er að hann hylur
svo vel eitt og annað sem helst
ekki má sjást. Til dæmis jórt-
urgúmmí, tyggjó, sé það skilið
eftir á gangstéttinni vegna óút-
skýranlegrar leti eða vanhugs-
unar. Landinn er afar iðinn við
að nota tyggjó til þess að liðka
kjálkaliðina, allt árið reyndar,
en þegar snjóa leysir kemur oft í
ljós að ansi margir hafa misst
gúmmíið út úr sér þar sem síst
skyldi. Þess vegna þurfa þessir
menn t.d. að hreinsa Austur-
strætið eins og þeir gerðu í vik-
unni.
Morgunblaðið/Ómar
Tyggjóklessurnar fjarlægðar
Hreinlæti
Akureyri | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Lífið er fótbolti á Akranesi, hjá stórum
hluta bæjarbúa í það minnsta. Skagamenn
hafa verið iðnir við að ræða um liðið sitt
undanfarnar vikur eftir verstu byrjun
þeirra á Íslandsmótinu í knattspyrnu í 39
ár. Sólin er hinsvegar farin að skína á ný á
Skipaskaga eftir að taphrinunni lauk í
Keflavík á fimmtudaginn.
Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður
Frjálslynda flokksins og varamaður í bæj-
arstjórn Akraness, skrifaði meitlaða pistla
á heimasíðu flokksins í aðdraganda sveit-
arstjórnakosninganna um daginn og þar á
meðal sendi hann Sjálfstæðisflokknum
tóninn. Sverðin hafa nú verið slíðruð og
segir Magnús að nýja meirihluta-
samstarfið í bæjarstjórn á Akranesi verði
gott og farsælt. Það sama sagði Gunnar
Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins,
eftir að nýr meirihluti var myndaður.
Stríð og friður á Akranesi.
Það var mikið líf í gamla miðbænum í að-
draganda kosninganna þar sem þeir flokk-
ar sem buðu sig fram hreiðruðu um sig í
verslunar og þjónustuhúsnæði, sem stend-
ur að öllu jöfnu tómt við aðalgötu bæj-
arins, Kirkjubraut. Framboðin styrktu
mjög ásýnd gamla miðbæjarins sem á
verulega undir högg að sækja.
Elstu nemendur Brekkubæjarskóla gáfu
út veglegt skólablað á dögunum og þar má
finna gullkorn frá nemendum úr 1. bekk. Í
matsal skólans heyrðist frá einum nýlið-
anum. „Kennari, það er sjóbragð af fisk-
inum. Ég get ekki borðað hann.“ Að ein-
hverra mati líklega óskiljanleg ummæli
íbúa sjávarútvegsbæjarins Akraness.
Í sama blaði gefur Bjarni Guðjónsson,
leikmaður Skagaliðsins, góð ráð til yngri
kynslóðarinnar. Hann hvetur börn og ung-
linga til þess að fara út og leika sér:
„Slökkvið á sjónvarpinu og setjið leikja-
tölvuna upp í skáp í sumar,“ segir Bjarni.
Ég veit ekki hvort slökkt verði á sjónvarp-
inu fyrr en eftir 9. júlí þegar lokaflautið
gellur á HM í Þýskalandi.
Úr
bæjarlífinu
AKRANES
EFTIR SIGURÐ ELVAR ÞÓRÓLFSSON
BLAÐAMANN
Stór flutningabíll lenti í mesta baslimeð að komast á milli Reyð-arfjarðar og Eskifjarðar fyrr í
vikunni. Bíllinn er 38 hjóla og þurfti að
fara yfir Hólmaás til þess að komast á
milli. Eftir að hafa ekið hálfa leið upp
varð bíllinn frá að hverfa þar sem hann
spólaði einfaldlega í malbikinu.
Vegurinn á þessum slóðum hefur ver-
ið nokkuð í umræðunni á undanförnum
vikum og mánuðum vegna þess að
ástand hans þykir afleitt um hann er
töluverð umferð. Ef til vill hefur þyngd
farmsins einnig skipt máli því hlassið vó
tæp 70 tonn. Urðu nokkrar truflanir á
umferð af þessum sökum.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Spólaði upp Hólmaásinn
Eiríkur Grímssonsendi inn vísu umófarir Framsókn-
arflokksins:
Framsóknar í flokki gaus,
fylltust þingmenn ótta,
enda herinn höfuðlaus;
Halldór lagði á flótta.
Og Daði Garðarsson orti í
ferð með gönguhópnum:
Framsókn er eins og fínleg mey,
feimin og siðuð mönnum hjá.
Þegar hún segir nei, nei, nei,
hún náttúrlega meinar já.
Vísa barst frá Halldóri
Halldórssyni skipherra:
Í útlöndum þeir allt nú kaupa
aura sinna vita ei tal.
Yfirvöldin upp hér hlaupa
ár skal virkja í hverjum dal.
Þá Friðrik Stein-
grímsson:
Þetta vesen Valgerðar
veldi Guðna heftir,
fækkar vígjum framsóknar
þeim fáu sem voru eftir.
Eins og
fínleg mey
pebl@mbl.is
♦♦♦
STARFSENDURHÆFING Norður-
lands, sjálfseignarstofnun sem stofnuð
var 9. febrúar sl., hefur gert þriggja ára
þjónustusamning við Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið um starfsend-
urhæfingu fyrir 21 einstakling á ári.
Geirlaug G. Björnsdóttir hefur verið
ráðin framkvæmdastjóri og er starfsemi
hafin.
Markmið starfsendurhæfingarinnar er
að bjóða fólki með skerta starfsgetu, af
ýmsum orsökum, upp á starfsendurhæf-
ingu í heimabyggð. Þar er um að ræða
heildstæða lausn á vanda hvers þátttak-
anda. Unnið er með heilbrigðis-, félags-
og sálræna þætti auk þess sem boðið er
nám á framhaldsskólastigi.
Stofnframlag Starfsendurhæfingar er
greitt af Vaxtarsamningi Eyjafjarðar og
KEA. Stofnendur eru; Akureyrarbær,
Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga,
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
Framhaldsskólinn á Húsavík, Heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga, KEA, Lífeyris-
sjóður Norðurlands, Símenntunarmið-
stöð Eyjafjarðar, og Svæðisvinnumiðlun
Norðurlands eystra.
Starfsend-
urhæfing í
heimabyggð
ORKUVEITA Reykjavíkur hefur komist
að samkomulagi við Borgarfjarðarsveit
um kaup á fjórum vatnsveitum. Um er að
ræða vatnsveitur á Hvanneyri, í Bæj-
arsveit, á Kleppjárnsreykjum og í Reyk-
holti. Í stað greiðslu mun Orkuveitan
skuldbinda sig til framkvæmda við nýja
aðveitu fyrir vatnsveiturnar á Klepp-
járnsreykjum og í Reykholti, en áætlað er
að sú framkvæmd muni kosta um 150
milljónir. Orkuveitan mun yfirtaka rekst-
ur og eigur vatnsveitnanna frá og með 1.
september næstkomandi.
Samningar um kaupin voru undirritaðir
í gær í Snorrastofu í Reykholti og því
loknu afhenti forstjóri Orkuveitu Reykja-
víkur Snorrastofu styrk til uppbyggingar
Minjagarðs.
„Með aðkomu Orkuveitunnar að rekstri
vatnsveitna Borgarfjarðarsveitar skapast
tækifæri til að kanna heildar- og framtíð-
arsýn vatnsveitumála Borgfirðinga með
tilliti til samnýtingar vatnsbóla og vatns-
lagna í vaxandi byggð Borgarfjarðar,“
segir í frétt frá OR.
OR kaupir vatns-
veitur í Borgarfirði
Stærsti tímarita- og blaðalager
20. aldar.
RÝMINGARSALA
í gamla verslunarhúsi Ellingsens í
Grandagarði,
Mýrargötumegin, rishæð.
OPIÐ Í DAG KL. 13-18.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn