Morgunblaðið - 10.06.2006, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
www.bluelagoon.is
Styrkur
Í MÁLEFNASAMNINGI Samfylk-
ingar og Sjálfstæðisflokks í bæjar-
stjórn Akureyrar, sem kynntur var í
gær, kemur m.a. fram að gert er ráð
fyrir nýrri nefndaskipan að talsverðu
leyti. Þá er sagt öruggt að Kristján
Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn, verði bæjar-
stjóri næstu árin.
Gert er ráð fyrir því að jafnréttis-
og fjölskyldunefnd ásamt áfengis- og
vímuvarnanefnd verði sameinaðar í
Fjölskylduráð sem einnig mun fara
með tómstundamál; stofnuð verður
ný nefnd, Umhverfisnefnd, sem fer
með sorpmál og málefni núverandi
náttúruverndarnefndar; menningar-
málanefnd verður lögð niður en
menningarmál ásamt málefnum sem
tilheyra kynningar- og markaðssetn-
ingu, atvinnumálum og ferðaþjón-
ustu verða sett undir Akureyrar-
stofu. Stjórn Akureyrarstofu verður
skipuð fimm fulltrúum bæjarstjórn-
ar. Starfsemi og skipulag stofunnar
verður nánar útfært í samvinnu við
hagsmunaaðila á Akureyri.
Í málefnasamningnum eru skil-
greind meginmarkmið meirihluta-
flokkanna og tilgreindar helstu að-
gerðir sem þeir eru sammála um að
ráðist verði í í málaflokki hverrar
fastanefndar. Þar segir m.a.:
Íbúalýðræði
Aðgerðaáætlun fyrir framkvæmd
samningsins verður unnin í septem-
ber. Þar verða einstök verkefni skil-
greind, tímasett, kostnaðarmetin og
þeim forgangsraðað.
Á sviði fjármála og stjórnsýslu er
meginmarkmið flokkanna að stjórn-
sýsla bæjarins verði skilvirk og hag-
kvæm, að fjárhagur bæjarfélagsins
verði traustur og að íbúar geti tekið
þátt í stórum ákvörðunum. Íbúalýð-
ræði verður aukið og þátttöku bæj-
arbúa í stórum ákvörðunum verður
komið í skilgreindan farveg.
Leiðarljós meirihlutaflokkanna á
sviði félags- og heilbrigðismála er að
sveitarfélagið haldi fast við þá stefnu
sína að taka við verkefnum frá ríkinu
svo að ákvarðanir um þjónustu séu
teknar sem næst þeim sem hennar
eiga að njóta.
Á sviði skólamála verður stutt
dyggilega við þróunarstarf í leik- og
grunnskólum á forsendum hvers
skóla fyrir sig. Unnið verður að
auknu samstarfi við kennaradeild og
skólaþróunarsvið Háskólans á Akur-
eyri til að efla þróunarstarf í skólum
bæjarins. Lögð verður áherslu á end-
urmenntun starfsfólks og ráðgjöf til
þess.
Stefnt er að því að ávallt séu til
óbyggðar lóðir fyrir ólíkar gerðir
íbúðar-, þjónustu- og iðnaðarhúsa. Í
boði séu íbúðarlóðir á mismunandi
stöðum í bænum. Skipulag íbúða-
hverfa á að miðast við þarfir fjöl-
skyldunnar með því að lögð sé
áhersla á gæði umhverfis, öryggi og
greiðan aðgang að hverfisþjónustu
og útivistar- og leiksvæðum. Óskað
verður eftir samvinnu við Hörgár-
byggð um vinnu við samræmingu
skipulags á mörkum sveitarfélag-
anna við Lónið.
Umhverfismál
Umhverfismál heyra undir nýja
nefnd, umhverfisnefnd, sem fjallar
um málefni sem náttúruverndar-
nefnd hafði áður til meðferðar auk
sorpmála. Leiðarljós Staðardag-
skrár 21 um sjálfbært samfélag
verða jafnframt leiðarljós umhverf-
isnefndar. Stefnt er að því að bæj-
arbúar geti notið náttúrulegs um-
hverfis m.a. á verndarsvæðum á
Glerárdal og í Krossanesborgum og
að atvinnulífið verði í sátt við um-
hverfið. Akureyrarbær mun draga
sig út úr Sorpsamlagi Eyjafjarðar
bs. og stofna hlutafélag ásamt fyr-
irtækjum til að annast sorpförgun í
bænum.
Meginmarkmið í íþróttamálum er
að skapa aðstæður og ýta undir verk-
efni sem hvetja fjölskyldur til hollrar
hreyfingar og tómstunda. Byggt
verður íþróttahús við Giljaskóla sem
hentar bæði íþróttakennslu við skól-
ann og sem framtíðarhúsnæði Fim-
leikafélags Akureyrar. Stefnt er að
því að húsið verði tekið í notkun 2008.
Ný fastanefnd, fjölskylduráð,
fjallar um mál sem áður heyrðu und-
ir jafnréttis- og fjölskyldunefnd ann-
arsvegar og áfengis- og vímuvarna-
nefnd hinsvegar auk þess sem
fjölskylduráð fjallar um tómstunda-
mál svo sem málefni félagsmiðstöðva
fyrir ungt fólk. Meginmarkmið
nefndarinnar felast í samþykktri
jafnréttisstefnu og fjölskyldustefnu
auk þeirrar stefnu að vinna gegn
vímuefnanotkun ungmenna.
Markvisst verður unnið að lækk-
un leikskólagjalda á kjörtímabilinu.
Akureyrarbær verður áfram með
lægstu þjónustugjöldin í leik- og
grunnskólum miðað við samkeppnis-
sveitarfélög.
Málefni nýbúa fá aukið vægi inn-
an bæjarkerfisins og verður mark-
visst reynt að mæta þörfum þessa
hóps t.d. með aðgengi að túlkaþjón-
ustu, íslenskunámi og kynningarefni
á vegum sveitarfélagsins. Alþjóða-
stofa verður efld í þessu skyni.
Skattar verða lækkaðir á atvinnu-
rekstur með lækkun holræsagjalds á
árinu 2007. Til að bæta stöðu fram-
leiðslufyrirtækja mun bæjarstjórn
kalla eftir aðgerðum af hálfu ríkis-
valdsins varðandi lækkun flutnings-
kostnaðar.
Almenningssamgöngur verða
gjaldfrjálsar frá árinu 2007, bæði hjá
Strætisvögnum Akureyrar og í Hrís-
eyjarferju.
Akureyrarbær mun beita sér fyrir
því að vinna við gerð Vaðlaheiðar-
ganga hefjist strax á árinu 2007.
Unnið verður að því með sam-
gönguráðuneyti að lengja flugbraut
Akureyrarflugvallar og að þar verði
útflutningsflughöfn. Í þessu sam-
hengi þarf jafnframt að skoða hvort
að Akureyrarbær geti tekið við
rekstri flugvallarins.
Kristján situr áfram
Kristján Þór Júlíusson verður
bæjarstjóri, a.m.k. fyrst um sinn, en
Sjálfstæðisflokkurinn hefur embætt-
ið til ráðstöfunar fyrstu þrjá árin en
Samfylkingin það fjórða og síðasta.
Forseti bæjarstjórnar verður frá
Sjálfstæðisflokki, formaður bæjar-
ráðs fyrstu þrjú árin frá Samfylk-
ingu og síðasta árið frá Sjálfstæðis-
flokki.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Í sviðsljósinu eftir kynninguna Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, í viðtali við Björn Þorláks-
son fréttamann NFS. Fjær er Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri í viðtali við Karl Eskil Pálsson fréttamann RÚV.
Kraftur og lífsgæði á Akureyri
TENGLAR
..............................................
www.akureyri.is
Hún II á ferðinni | Á morgun, sjó-
mannadaginn, mun Hollvinafélag
Húna II bjóða upp á fjöl-
skyldusiglingu á Pollinum. Farið
verður frá Torfunefsbryggju við
Kaupvangsstræti kl. 13 og á hálf-
tímafresti til klukkan 17.
Húni II er 130 tonna eikarbátur
sem ber vitni um hagleik og hand-
verk eyfirskra skipasmiða, en
hann var smíðaður í skipa-
smíðastöð KEA á Akureyri 1963,
rétt áður en smíði slíkra tréskipa
var hætt. Húni II er eini óbreytti
báturinn af þessari stærð sem til
er á Íslandi.
Í mars síðastliðnum færði Holl-
vinafélag Húna II Iðnaðarsafninu
á Akureyri að gjöf þennan tæp-
lega 26 metra langa bát, sem
gerður var út til fiskveiða í 30 ár.
Þessi fjölskyldusigling er hluti af
því að fræða fólk á öllum aldri um
þennan merka grip sem Húni II
er og er það ætlun Hollvinafélags-
ins að standa fyrir slíkum ferðum
nokkrum sinnum á ári.
Söngvökur | Fyrsta söngvaka
sumarsins verður haldin í dag,
laugardag, kl. 20.30 í Minjasafns-
kirkjunni. Minjasafnið á Akureyri
hefur boðið upp á söngvökur síðan
1994. Þær hafa vakið verðskuld-
aða athygli enda hvergi hægt að
finna skemmtidagskrá af þessum
toga.
Í sérstakri en viðeigandi um-
gjörð Minjasafnskirkjunnar eru
áheyrendur leiddir í söngferðalag
í tali og tónum um íslenska tón-
listarsögu frá miðöldum til okkar
daga. Efnisskráin er afar fjöl-
breytt og spannar allt frá drótt-
kvæðum miðalda til söngva og
þjóðlaga frá nítjándu og tutt-
ugustu öld.
Fram að 20. öld er íslensk tón-
listarsaga nær einvörðungu saga
söngs, og sá söngur var nátengdur
orðsins list sem ávallt hefur verið
þungamiðja íslenskrar menningar.
Öðruvísi gat tónlistin varla verið
þ.e. lengst af voru nær engin
hljóðfæri til í landinu. Efniviður til
að smíða hljóðfæri var enginn til
né heldur fjármunir til að kaupa
þau. Ekki var heldur til stétt hefð-
arfólks sem í útlöndum hélt uppi
hljómsveitum, hljóðfæraleikurum.
Flytjendur eru Þuríður Vil-
hjálmsdóttir og Þórarinn Hjart-
arson. Aðgangseyrir er 1.000
krónur.
AKUREYRI