Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 29
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Hrafnseyri | „Þetta er einstakt
tækifæri til að hitta þetta fólk og
njóta þekkingar þess,“ segir Soffía
Vagnsdóttir, verkefnisstjóri Sum-
arháskóla Há-
skólaseturs Vest-
fjarða. Þetta er í
fyrsta skipti sem
Háskólasetrið
stendur fyrir
sumarháskóla og
er viðfangsefnið
sýningahönnun
og safnagerð.
Sumarháskólinn
er haldinn á
Hrafnseyri við Arnarfjörð í sam-
vinnu við Safn Jóns Sigurðssonar
sem þar er.
Soffía segir að frumkvæðið að
verkefninu hafi komið frá Valdimar
Halldórssyni hjá Safni Jóns Sig-
urðssonar. „Það stendur til að end-
urnýja safnið frá grunni og því
kom upp sú hugmynd að nýta þetta
nám til að fá fram hugmyndir um
hvernig að því skuli staðið. Hug-
myndin hefur síðan þróast áfram
og niðurstaðan varð sex daga nám í
sýningahönnun og safnagerð,“ seg-
ir Soffía.
Gróska í menningartengdri
ferðaþjónustu
Sumarháskólinn hefst 17. júní, á
fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, og
lýkur 22. júní. Soffía er ánægð með
hvernig til hefur tekist með að fá
fyrirlesara. Nefnir fyrst bandaríska
safna- og sýningahönnuðinn Ralph
Appelbaum sem rekur stærsta sýn-
ingahönnunarfyrirtæki heims.
Einnig sjö norræna fyrirlesara sem
fjalla um mismunandi svið, svo sem
hönnun persónusafna, hvernig unnt
er að setja upp sýningu í litlu rými
og nýta umhverfið og markaðs-
setningu safna. Auk fyrirlestra er
farið í skoðunarferð um svæðið og
námskeiðinu lýkur á tveggja daga
vinnustofu þar sem nemendur geta
unnið með eigin hugmyndir. Fyr-
irlestrarnir, sem fara fram á ensku,
eru opnir almenningi en námið
sjálft krefst meiri vinnu enda gefur
það einingar á háskólastigi.
Gróska hefur verið í menningar-
tengdri ferðaþjónustu hér á landi
og víða um land hafa sprottið upp
söfn og sýningar af ýmsum gerðum
og stærðum. Soffía segir að þekk-
ingin sem sumarháskólinn færi
fram ætti að nýtast vel í þessu
sambandi. Hún segir að hann sé
hugsaður fyrir safnafólk, há-
skólanema, hugmyndasmiði og aðra
sem áhuga hafa. Hún segir að þátt-
taka sé ágæt en mætti vera meiri.
„Það eru margir einyrkjar í þess-
um söfnum og þeir virðast eiga erf-
itt með að komast frá þegar ferða-
mannatíminn er byrjaður. En ég
vona svo sannarlega að fólk nýti
sér þetta tækifæri,“ segir hún.
Með margt í takinu
Soffía Vagnsdóttir hefur verið í
stjórn Háskólaseturs Vestfjarða á
Ísafirði frá upphafi þessarar ungu
stofnunar. Hún segir að það hafi
verið afar áhugavert. Svo er hún á
kafi í bæjarpólitíkinni í heimabæ
sínum, Bolungarvík, og tekur við
embætti forseta bæjarstjórnar í
næstu viku. Loks hefur hún verið
ráðin skólastjóri Grunnskóla Bol-
ungarvíkur og tekur við því starfi
1. ágúst. Áður var hún skólastjóri
Tónlistarskóla Bolungarvíkur. Það
verður því nóg að sýsla hjá henni
þótt sumarháskólinn standi ekki
lengi yfir.
Ef vel tekst til telur Soffía að
Háskólasetur Vestfjarða standi
áfram fyrir sumarháskóla enda sé
það áhugaverður kostur til að móta
sérhæft stutt nám og Hrafnseyri sé
spennandi staður. Viðfangsefnið
hverju sinni geti síðan mótast af
því hvað sé að gerast í þjóðfélaginu
á hverjum tíma.
Háskólasetur Vestfjarða heldur sumar-
háskóla í sýningahönnun og safnagerð
Vona að fólk nýti
þetta tækifæri
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Soffía Vagnsdóttir
Vestmannaeyjar | Páll Stein-
grímsson kvikmyndagerðarmaður
var ásamt samstarfsfólki í Vest-
mannaeyjum á dögunum við tökur
á kvikmynd um ginklofa en sjúk-
dómurinn lagðist þungt á ungabörn
í Vestmannaeyjum og víðar áður
fyrr. Stóðu tökur yfir í fjóra daga
og meðal annars var farið út í El-
liðaey þar sem sigið var niður háu-
bæli í fyrsta skipti í hálfa öld. Það
var Óskar Svavarsson sem seig.
„Ég hef mikið dálæti á Óskari
sem sigmanni og treysti honum
fullkomlega í verkið. Það er langt
síðan þetta var reynt og það eru
hörð sigin í Háubæli, þarna er
vindasamt og vandasamt að síga.
Þetta heppnaðist þó vel hjá Óskari
og við náðum því sem við ætluðum
okkur,“ sagði Páll og bætti við að
það hefðu verið glettilega margir
sem komu að tökum í Eyjum þessa
helgi. „Ég hafði svo góða fyr-
irgreiðslu hjá bæjarfélaginu. Berg-
ur Elías bæjarstjóri reyndist mér
mjög vel og allir sem hann kallaði
til stóðu fyrir sínu. Það er ljúft að
vinna með svona fólki og svo komu
leikarar og aukaleikarar með mér
að sunnan.“
Sviðsett atriði frá St. Kildu
Meirihluti myndarinnar verður
tekin upp í Eyjum, meðal annars
þau atriði sem eiga að gerast á
skosku eyjunni, St. Kildu. „Þar er
allt friðað og ekkert má snerta
þannig að við þurfum að sviðsetja
þau atriði og það verður gert í Eyj-
um. Við verðum við tökur þar í júlí
og ágúst í sumar.“ Páll sagði að
hugmyndin að kvikmyndinni hefði
blundað í sér mjög lengi. „Þetta er
mjög dramatísk saga og snerti mig
mikið. Ég vissi líka að þrátt fyrir
að talið hefði verið að sjúkdómnum
hefði verið eytt um 1850 þá komu
upp tilfelli í Eyjum eftir það, eitt
sem ég horfði upp á hjá ungu barni
og síðan dó fullorðinn maður úr
þessu 1951. Kildubúar héldu áfram
að deyja úr veikinni í áttatíu ár eft-
ir að henni var útrýmt í Eyjum og
fólk var flutt þaðan í burtu yfir á
meginlandið.“
Páll áætlar að skila myndinni af
sér fyrir næstu áramót.
Páll Steingrímsson tekur upp kvikmynd um ginklofa
Morgunblaðið/Sigurgeir
Bræður Páll Steingrímsson stendur á milli bræðra sinna Gísla og Svavars eftir að hafa myndað sigið í Háurð.
Dramatísk saga sem
snertir mig mikið
Eftir Sigursvein Þórðarson