Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
sími 483 5800
Soffía Theodórsdóttir
löggiltur fasteignasali
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
Í FLJÓTSMÖRK 6-12,
NÝJU OG GLÆSILEGU FJÖLBÝLISHÚSI Í HJARTA
HVERAGERÐISBÆJAR. SÉRINNGANGUR ER Í
ALLAR ÍBÚÐIR OG ER ÚTSÝNI Í TVÆR ÁTTIR.
HÚSIÐ ER ÞRIGGJA TIL FJÖGURRA HÆÐA
LYFTUHÚS OG STUTT ER Í ALLA ÞJÓNUSTU.
NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 895 9098.
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Selfoss | „Við fáum þessa við-
urkenningu fyrir gott uppeldisstarf
en fáninn er tákn um árangursríka
fræðslu og umhverfisstefnu í skól-
anum. Það má því segja að við séum
skóli á grænni grein eins og Land-
vernd orðar það þegar rætt er um
Grænfánann“, sagði Ingibjörg Stef-
ánsdóttir, leikskólastjóri í Álf-
heimum á Selfossi, en skólinn fékk
Grænfánann afhentan öðru sinni síð-
astliðinn fimmtudag og heldur fán-
anum fram til ársins 2008.
„Markmiðið með þátttöku í þessu
verkefni er endurnýting og vistvæn
hugsun í daglegu starfi. Krakkarnir
kynnast þessari hugsun í skólanum
og taka þátt í starfinu, fylgjast með
að allt sé rétt gert. Þau eru umhverf-
islöggurnar okkar og kíkja í dallana
þar sem við flokkum og gefa okkur
broskarl ef allt er í lagi en grátkarl
ef eitthvað er í ólagi. Mér finnst
þetta hafa góð áhrif í daglegum
rekstri leikskólans. Það kemur fram
í betri nýtingu og minni efnis-
kaupum. Síðan eru skógarferðirnar
okkar hluti af verkefninu. Við förum
reglulega í skógarferðir hér í næsta
nágrenni. Þar fer fram mikið upp-
götvunarnám hjá börnunum sem
vilja alls ekki missa af skógarferð-
unum. Þær gefa tilefni til meiri úti-
vistar og tækifæri fyrir börnin að
kynnast náttúrunni“, sagði Ingi-
björg.
Við afhendingu fánans tilkynnti
Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborg-
ar, þá ákvörðun að skólinn fengi
stækkun á lóð sinni sem gerir að
verkum að trjábelti verður hluti af
lóðinni á einn kantinn og allbreið
spilda í suðurkanti lóðarinnar. Þetta
gefur að sögn Ingibjargar ný tæki-
færi í útikennslu skólans. „Mér
finnst ég sjá mun á börnunum sem
nú eru að útskrifast. Þau eru mjög
meðvituð um flokkun og vistvæna
hugsun og þyrftu að fá samfellu
áfram í grunnskólanum á því starfi
sem hér er unnið en það er því miður
ekki. Þessi stefna okkar vekur okkur
til umhugsunar og reynir á okkur
starfsmennina að hugsa vistvænt
sem er öllum hollt,“ sagði Ingibjörg
Stefánsdóttir, leikskólastjóri Álf-
heima.
Börnin verða meðvituð um
flokkun og vistvæna hugsun
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Umhverfislöggur Ingibjörg Stefánsdóttir með nokkrum umhverfis-
löggum, f.v.: Jóhann Bragi Ásgeirsson, Ívar Haukur Bergsson, Unnur Lilja
Gísladóttir, Unnur Dóra Bergsdóttir og Tara Mist Haraldsdóttir.
Eftir Sigurð Jónsson Ölfus | Landvernd og Náttúru-
verndarsamtök Suðurlands hafa
kært útgáfu framkvæmdaleyfis til
efnistöku úr Ingólfsfjalli til úrskurð-
arnefndar skipulags- og byggingar-
mála. Samtökin krefjast þess að efn-
istakan verði stöðvuð án tafar enda
brýnt að þeim hagsmunum sem kær-
unum er ætlað að verja verði ekki
fórnað áður en úrskurðarnefndin
kveður upp úrskurð sinn í málinu. Þá
krefjast samtökin þess að fram-
kvæmdaleyfið verði fellt úr gildi.
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti í
byrjun síðasta mánaðar umsókn
Fossvéla ehf. um framkvæmdaleyfi
fyrir efnistöku á fjallsbrún Þórustað-
anámu í Ingólfsfjalli. Framkvæmda-
leyfið var veitt til fimmtán ára.
Landvernd og Náttúruverndar-
samtök Suðurlands telja að útgáfa
leyfisins sé í andstöðu við markmið
skipulags- og byggingarlaga. „Við
blasir að efnistaka úr Ingólfsfjalli
mun óhjákvæmilega hafa í för með
sér verulega neikvæð og óafturkræf
sjónræn áhrif. Áhrifin munu ná til
fjölda fólks, þar sem fjallið er í næsta
nágrenni við þéttbýlisstaðinn Selfoss
og við fjölfarinn þjóðveg sem rúm-
lega 8.000 bifreiðar aka um á sum-
ardegi,“ segir í fréttatilkynningu.
Þegar bæjarstjórn Ölfuss ákvað
að gefa út framkvæmdaleyfið gekk
hún gegn áliti Skipulagsstofnunar
um mat á umhverfisáhrifum náma-
vinnslunnar. Meðal annars voru
færð fram þau rök að núverandi
vegakerfi á Suðurlandi bæri ekki þá
auknu umferð sem fyrirsjáanleg er
ef efnisflutningabílar þurfi að fara
lengri leiðir frá námu til notenda.
Fram kemur það álit hjá náttúru-
verndarsamtökunum að álit Skipu-
lagsstofnunar hafi verið vel rökstutt
og að rökstuðningur bæjarstjórnar
uppfylli ekki þær kröfur sem gera
þurfi til rökstuðnings af hálfu stjórn-
valda í málum sem þessu. Mat á um-
hverfisáhrifum fyrir efnistöku í Ing-
ólfsfjalli er fyrsta umhverfismatið
sem fer fram á grundvelli breyttra
laga um mat á umhverfisáhrifum.
Mál þetta hefur því fordæmisgildi,
að mati Landverndar sem segir að
nú reyni á það hvort náttúran njóti
sömu verndar í nýju lagaumhverfi og
áður var.
Krefjast þess að efn-
istaka verði stöðvuð
Hveragerði | Garðplöntusalan
Borg að Þelamörk 54 í Hvera-
gerði fagnar tuttugu ára afmæli
ár. Af því tilefni hefur verð á
flestum tegundum plantna og
sumarblóma verið lækkað um
20% og í tilkynningu kemur fram
að afsláttarverðið muni haldast í
allt sumar.
Eigendurnir, Lars D. Nielsen
og Ragnheiður Guðmundsdóttir
eiga 40 ára ræktunarafmæli í ár.
Þau stofnuðu Borg árið 1975 og í
upphafi ræktuðu þau fyrir
gróðrarstöðina Alaska í Breið-
holti sem þau ráku einnig en ár-
ið 1986 hófu þau sölu í Borg. Op-
ið er alla daga vikunnar frá
10–21.
Lækka verð á
plöntum og blómum
Selfoss | Valcalc Jehlicka, þing-
maður og formaður mennta-
málanefndar tékkneska þingsins,
heimsótti hestamenn á Selfossi fyrir
skömmu. Valcalc er mikill hesta-
maður en hafði ekki kynnst íslenska
hestinum fyrr.
Hann hafði viðdvöl á skeiðvell-
inum á Selfossi ásamt löndum sínum
á ferð um Suðurland undir leiðsögn
Kjartans Ólafssonar alþingismanns.
Hestamenn settu upp sýningu fyr-
ir tékknesku gestina og tóku gæð-
inga sína til kostanna. Að lokinni
sýningunni litu Tékkarnir inn í hest-
hús og kynntu sér aðbúnað og að-
stæður.
Greinilegt var að gestirnir kunnu
vel að meta íslenska hestinn og hrif-
ust af því sem þeir sáu og kynntu
sér. Íslenski hesturinn stóðst greini-
lega þetta „tékk“ hjá gestunum.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Íslenski hesturinn Valcalc Jehlicka, formaður menntamálanefndar
tékkneska þingsins, ásamt Kjartani Ólafssyni alþingismanni. Fyrir aftan
þá eru hestamennirnir Brynjar Jón Stefánsson og Níels Kristján.
Tékkar kynna sér
íslenska hestinn
Selfoss | Ungt fólk á Suðurlandi
hefur tekið frumkvæði í söfnun fjár
til kaupa á fíkniefnahundi til lög-
reglunnar í Árnessýslu. Nýlega af-
hentu nemendur Menntaskólans á
Laugarvatni myndarlega gjöf til
sýslumannsembættisins vegna
þessa og í kjölfar þeirrar gjafar
gengu formaður og ritari Nemenda-
félags Fjölbrautaskóla Suðurlands
á fund Ólafs Helga Kjartanssonar
sýslumanns og afhentu honum 200
þúsund króna framlag frá nem-
endum til verkefnisins.
„Við viljum leggja okkar af mörk-
um til samfélagsins og þetta kemur
sér örugglega vel. Fíkniefnavand-
inn er stærra vandamál en fólk ger-
ir sér grein fyrir og við vonum að
þetta hjálpi til við að koma efn-
unum af götunni,“ sagði Ragnar
Gylfason formaður þegar hann af-
henti sýslumanni umslag með pen-
ingagjöfinni. Hann sagði stjórn
nemendafélagsins einhuga um þetta
framtak en peningagjöfin væri
möguleg því vel hefði gengið með
skemmtanahald nemenda í vetur og
afgangur verið af rekstri félagsins.
Ragnar sagði mikið um að fólk
kæmi í skólann með fræðslu af
ýmsu tagi, einkum á svokölluðum
Kátum dögum þegar hefðbundin
kennsla væri brotin upp. „Það er
jákvætt viðhorf meðal nemenda til
þess að berjast gegn fíkniefnum og
við vonum að fleiri leggi hönd á
plóginn við að fá hundinn,“ sagði
Ragnar og Elías Jón ritari tók und-
ir orð hans. Ólafur Helgi Kjart-
ansson sagði unga fólkið bestu
bandamennina í baráttunni gegn
fíkniefnunum. Hann sagði að komn-
ar væru um 400 þúsund krónur í
söfnunina fyrir hundinum, stöðugt
væru að berast framlög og hann
kvaðst bjartsýnn á að hundurinn
kæmi.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Gjöfin afhent Ragnar Gylfason, formaður Nemendafélags Fjölbrautaskól-
ans, Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og Elías Jón Jónsson ritari.
Gjöf til kaupa á fíkniefnahundi