Morgunblaðið - 10.06.2006, Síða 38
Ljósmynd/Brent Johnson
Vestur-íslensku systurnar Lindis og Heida Johnson gripu tækifærið og
fóru í fótspor forsætisráðherra Kanada á flugvellinum í Gimli í Manitoba.
RÁÐSTEFNA forsætisráðherra í
vesturhluta Kanada fór fram í Gimli í
liðinni viku og í lok hennar bættist
Stephen Harper, forsætisráðherra
Kanada, í hópinn vegna leiðtoga-
fundar Kanada, Bandaríkjanna og
Mexíkó á staðnum. Aldrei hefur ver-
ið meira um að vera í Gimli á þessum
tíma árs og segir Peter Bjornson,
menntamálaráðherra Manitoba og
ráðstefnustjóri, að athygli margra í
Kanada og víðar hafi verið á Gimli
þessa dagana.
Um 150 manns frá vesturfylkjum
Kanada tóku þátt í ráðstefnunni og
meira en 100 fjölmiðlamenn víðs veg-
ar að fylgdust með. Flestir þessara
gesta voru í Gimli í fyrsta sinn og var
allt gert til þess að gera dvöl þeirra
sem ánægjulegasta í „Íslendinga-
bænum“ og vinabæ Akureyrar.
Gististaðir í bænum fylltust og nóg
var að gera á veitingastöðunum. Ke-
vin Chudd bæjarstjóri sagði að fund-
irnir auglýstu Gimli sem vænlegan
ferðamannastað og Peter Bjornson
tók í sama streng og sagði í samtali
við blaðið The Interlake Spectator
að fjölmiðlafólkið hefði heillast af
Gimli. „Margir höfðu ekki gert sér
grein fyrir að á sléttunni væri að-
staða eins og á dæmigerðri hafs-
strönd og einn sagði að umhverfið
væri sem hulinn demantur.“
Á milli funda gáfu ráðamenn sér
tíma til þess að taka einn hring á
golfvellinum í Gimli, Links on the
Lake, þar sem m.a. Opna íslenska
golfmótið, styrktarmót blaðsins
Lögbergs-Heimskringlu fer fram á
hverju sumri. Við það tækifæri sagði
Gordon Campbell við Peter Bjorn-
son að hann vissi að honum gengi vel
í ráðuneytinu því ljóst væri að hann
eyddi engum tíma á golfvellinum.
„Ráðstefnan var frábær en ekki er
hægt að segja það sama um golfleik
minn,“ sagði Peter Bjornson við
Morgunblaðið.
Ljósmynd/Grétar Axelsson
Dwight MacAulay, prótókollsstjóri Manitoba, til vinstri, tók á móti Stephen
Harper, forsætisráðherra Kanada, og James Bezan, þingmanni vatnasvæð-
isins í Manitoba á þingi Kanada, á flugvellinum í Gimli.
Gimli við Winnipeg-
vatn í sviðsljósinu
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
38 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VESTURHEIMI
Viðskiptavinir Landsbankans
fá 500 króna afslátt á
ofangreindum stöðum
Siglufjörður
Sýnt í Bíósal 12.Júní
Miðasala í síma 467-1111
Blönduós
Sýnt í Félagsheimili
Blönduósar 14.15.Júní
Miðasala
í síma 847-1852
Akureyri
Sýnt í Sjallanum
22. og 23 Júní
Miðasala Penninn Glerártorgi
Sjallinn@sjallinn.is
Patreksfjörður
Sýnt í Félagsheimili
Patreksfjarðar 18.júní
Miðasala í síma 456-1688
Sælukjallarinn, Aðalstræti 13
„Frábærlega gert.
Staðhæfingarnar
frábærar og hnyttinn
texti. Hvílíkur
gimsteinn
sem þessi kona
er á sviðinu.
Að sjá hverning
hún rúllaði
áhorfendunum upp.
Til hamingju með það.“
Bragi Hinriksson
Á ferð um
landiðHúsavíkSýnt í Fosshótel Húsavík09.Júní
Miðasala í síma 464-1220
NORÐURLJÓS, íslensk-kanadíska
félagið í Edmonton í Kanada, hefur
ákveðið að tileinka Leifi Eiríkssyni
síðasta laugardag í september.
Í Bandaríkjunum er 9. október
ár hvert tileinkaður Leifi Eiríks-
syni. Á þingi Þjóðræknisfélags Ís-
lendinga í Norður-Ameríku, sem
fram fór í Viktoria í Bresku-
Kólumbíu fyrir skömmu, báru
fulltrúar Edmonton upp tillögu
þess efnis að Þjóðræknisfélagið
færi þess á leit við stjórn Kanada
að ákveðinn dagur yrði árlega til-
einkaður Leifi Eiríkssyni til að
minnast landnáms hans í Norður-
Ameríku. Þar sem þakkargjörð-
ardagurinn er haldinn hátíðlegur í
Kanada fyrsta mánudag í október
var lagt til að dagurinn yrði síðasti
laugardagur í september. Tillög-
unni var vísað til nefndar og því
ákvað félagið í Edmonton að brjóta
ísinn í haust.
Walter Sopher, fráfarandi forseti
Þjóðræknisfélagsins og lykilmaður
í félaginu í Edmonton, segir að
ekki hafi verið eftir neinu að bíða.
„Okkar árlega hausthátíð verður
síðustu helgina í september og þá
verður mikið um að vera. Því
fannst okkur tilvalið að nota tæki-
færið og tileinka Leifi Eiríkssyni
30. september í haust.“
Morgunblaðið/Steinþór
Walter Sopher og Gunnar Thor-
valdson eru öflugir í Norðurljósum.
Dagur tileinkaður
Leifi Eiríkssyni
STARFSMENN kanadíska sendi-
ráðsins í Reykjavík hafa verið dug-
legir við að kynna möguleika á há-
skólanámi í Kanada. Liður í þeirri
kynningu er að verðlauna nýstúd-
enta sem standa sig vel á ákveðnum
sviðum. Við skólaslit í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti fyrir skömmu
veitti sendiráðið þrenn verðlaun og
afhenti Richard Tetu sendiherra
viðkomandi bækur frá sendiráðinu.
Arna Óskarsdóttir var verðlaunuð
fyrir árangur í listum, Vilhelm Vil-
helmsson fyrir árangur í ensku og
Hjalti Magnússon fyrir bestan ár-
angur á stúdentsprófi.
Morgunblaðið/Steinþór
Richard Tetu sendiherra, Vilhelm Vilhelmsson og Arna Óskarsdóttir.
Nemendur verðlaunaðir
„ÞETTA hefur verið mjög
skemmtilegt og ég tala bara ís-
lensku,“ sagði Vestur-Íslendingur-
inn Brad Hirst frá Selkirk í Mani-
toba skömmu áður en hann hélt
aftur til síns heima eftir rúmlega
vikudvöl á Íslandi. Undanfarin ár
hafa nemendur við íslenskudeild
Manitobaháskóla í Winnipeg farið í
rannsóknarferð til Íslands og um
liðna helgi fór hópur þessa árs aft-
ur til Kanada eftir vel heppnaða
ferð. Að þessu sinni var dvölinni
skipt á milli Reykjavíkur og suður-
strandarinnar en krakkarnir fóru
meðal annars í Skaftafell, Jökuls-
árlón og Kirkjubæjarklaustur.
Helga Hilmisdóttir kennari fór
fyrir hópnum en með henni voru
sex nemendur sem voru á fyrsta ári
í íslensku. Hún sagði að ferðin hefði
tekist mjög vel og krakkarnir tóku í
sama streng. „Ég á eftir að koma
aftur,“ sagði Brad. Hann hefur ver-
ið mjög virkur í Brúnni, íslensk-
kanadíska félaginu í Selkirk, og
jafnframt látið til sín taka í Þjóð-
ræknisfélagi Íslendinga í Norður-
Ameríku. Auk hans voru Lesley
Robertson, Akwiratekha Martin,
Heitha Forsyth, Gudrun Czayka og
Bailey Palsson í nemendahópnum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Brad Hirst, Lesley Robertson, Akwiratekha Martin, Heitha Forsyth,
Gudrun Czayka, Bailey Palsson og Helga Hilmisdóttir í Reykjavík.
Í rannsóknar-
ferð á Íslandi