Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 38
Ljósmynd/Brent Johnson Vestur-íslensku systurnar Lindis og Heida Johnson gripu tækifærið og fóru í fótspor forsætisráðherra Kanada á flugvellinum í Gimli í Manitoba. RÁÐSTEFNA forsætisráðherra í vesturhluta Kanada fór fram í Gimli í liðinni viku og í lok hennar bættist Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, í hópinn vegna leiðtoga- fundar Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó á staðnum. Aldrei hefur ver- ið meira um að vera í Gimli á þessum tíma árs og segir Peter Bjornson, menntamálaráðherra Manitoba og ráðstefnustjóri, að athygli margra í Kanada og víðar hafi verið á Gimli þessa dagana. Um 150 manns frá vesturfylkjum Kanada tóku þátt í ráðstefnunni og meira en 100 fjölmiðlamenn víðs veg- ar að fylgdust með. Flestir þessara gesta voru í Gimli í fyrsta sinn og var allt gert til þess að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta í „Íslendinga- bænum“ og vinabæ Akureyrar. Gististaðir í bænum fylltust og nóg var að gera á veitingastöðunum. Ke- vin Chudd bæjarstjóri sagði að fund- irnir auglýstu Gimli sem vænlegan ferðamannastað og Peter Bjornson tók í sama streng og sagði í samtali við blaðið The Interlake Spectator að fjölmiðlafólkið hefði heillast af Gimli. „Margir höfðu ekki gert sér grein fyrir að á sléttunni væri að- staða eins og á dæmigerðri hafs- strönd og einn sagði að umhverfið væri sem hulinn demantur.“ Á milli funda gáfu ráðamenn sér tíma til þess að taka einn hring á golfvellinum í Gimli, Links on the Lake, þar sem m.a. Opna íslenska golfmótið, styrktarmót blaðsins Lögbergs-Heimskringlu fer fram á hverju sumri. Við það tækifæri sagði Gordon Campbell við Peter Bjorn- son að hann vissi að honum gengi vel í ráðuneytinu því ljóst væri að hann eyddi engum tíma á golfvellinum. „Ráðstefnan var frábær en ekki er hægt að segja það sama um golfleik minn,“ sagði Peter Bjornson við Morgunblaðið. Ljósmynd/Grétar Axelsson Dwight MacAulay, prótókollsstjóri Manitoba, til vinstri, tók á móti Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, og James Bezan, þingmanni vatnasvæð- isins í Manitoba á þingi Kanada, á flugvellinum í Gimli. Gimli við Winnipeg- vatn í sviðsljósinu Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is 38 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt á ofangreindum stöðum Siglufjörður Sýnt í Bíósal 12.Júní Miðasala í síma 467-1111 Blönduós Sýnt í Félagsheimili Blönduósar 14.15.Júní Miðasala í síma 847-1852 Akureyri Sýnt í Sjallanum 22. og 23 Júní Miðasala Penninn Glerártorgi Sjallinn@sjallinn.is Patreksfjörður Sýnt í Félagsheimili Patreksfjarðar 18.júní Miðasala í síma 456-1688 Sælukjallarinn, Aðalstræti 13 „Frábærlega gert. Staðhæfingarnar frábærar og hnyttinn texti. Hvílíkur gimsteinn sem þessi kona er á sviðinu. Að sjá hverning hún rúllaði áhorfendunum upp. Til hamingju með það.“ Bragi Hinriksson Á ferð um landiðHúsavíkSýnt í Fosshótel Húsavík09.Júní Miðasala í síma 464-1220 NORÐURLJÓS, íslensk-kanadíska félagið í Edmonton í Kanada, hefur ákveðið að tileinka Leifi Eiríkssyni síðasta laugardag í september. Í Bandaríkjunum er 9. október ár hvert tileinkaður Leifi Eiríks- syni. Á þingi Þjóðræknisfélags Ís- lendinga í Norður-Ameríku, sem fram fór í Viktoria í Bresku- Kólumbíu fyrir skömmu, báru fulltrúar Edmonton upp tillögu þess efnis að Þjóðræknisfélagið færi þess á leit við stjórn Kanada að ákveðinn dagur yrði árlega til- einkaður Leifi Eiríkssyni til að minnast landnáms hans í Norður- Ameríku. Þar sem þakkargjörð- ardagurinn er haldinn hátíðlegur í Kanada fyrsta mánudag í október var lagt til að dagurinn yrði síðasti laugardagur í september. Tillög- unni var vísað til nefndar og því ákvað félagið í Edmonton að brjóta ísinn í haust. Walter Sopher, fráfarandi forseti Þjóðræknisfélagsins og lykilmaður í félaginu í Edmonton, segir að ekki hafi verið eftir neinu að bíða. „Okkar árlega hausthátíð verður síðustu helgina í september og þá verður mikið um að vera. Því fannst okkur tilvalið að nota tæki- færið og tileinka Leifi Eiríkssyni 30. september í haust.“ Morgunblaðið/Steinþór Walter Sopher og Gunnar Thor- valdson eru öflugir í Norðurljósum. Dagur tileinkaður Leifi Eiríkssyni STARFSMENN kanadíska sendi- ráðsins í Reykjavík hafa verið dug- legir við að kynna möguleika á há- skólanámi í Kanada. Liður í þeirri kynningu er að verðlauna nýstúd- enta sem standa sig vel á ákveðnum sviðum. Við skólaslit í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti fyrir skömmu veitti sendiráðið þrenn verðlaun og afhenti Richard Tetu sendiherra viðkomandi bækur frá sendiráðinu. Arna Óskarsdóttir var verðlaunuð fyrir árangur í listum, Vilhelm Vil- helmsson fyrir árangur í ensku og Hjalti Magnússon fyrir bestan ár- angur á stúdentsprófi. Morgunblaðið/Steinþór Richard Tetu sendiherra, Vilhelm Vilhelmsson og Arna Óskarsdóttir. Nemendur verðlaunaðir „ÞETTA hefur verið mjög skemmtilegt og ég tala bara ís- lensku,“ sagði Vestur-Íslendingur- inn Brad Hirst frá Selkirk í Mani- toba skömmu áður en hann hélt aftur til síns heima eftir rúmlega vikudvöl á Íslandi. Undanfarin ár hafa nemendur við íslenskudeild Manitobaháskóla í Winnipeg farið í rannsóknarferð til Íslands og um liðna helgi fór hópur þessa árs aft- ur til Kanada eftir vel heppnaða ferð. Að þessu sinni var dvölinni skipt á milli Reykjavíkur og suður- strandarinnar en krakkarnir fóru meðal annars í Skaftafell, Jökuls- árlón og Kirkjubæjarklaustur. Helga Hilmisdóttir kennari fór fyrir hópnum en með henni voru sex nemendur sem voru á fyrsta ári í íslensku. Hún sagði að ferðin hefði tekist mjög vel og krakkarnir tóku í sama streng. „Ég á eftir að koma aftur,“ sagði Brad. Hann hefur ver- ið mjög virkur í Brúnni, íslensk- kanadíska félaginu í Selkirk, og jafnframt látið til sín taka í Þjóð- ræknisfélagi Íslendinga í Norður- Ameríku. Auk hans voru Lesley Robertson, Akwiratekha Martin, Heitha Forsyth, Gudrun Czayka og Bailey Palsson í nemendahópnum. Morgunblaðið/Jim Smart Brad Hirst, Lesley Robertson, Akwiratekha Martin, Heitha Forsyth, Gudrun Czayka, Bailey Palsson og Helga Hilmisdóttir í Reykjavík. Í rannsóknar- ferð á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.