Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 40

Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 40
40 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is Þeir framsóknarmenn sem Morgunblaðiðræddi við eftir miðstjórnarfundinn í gærvoru sammála um að eining og sátt ríktiinnan flokksins. Steingrímur Her- mannsson, fyrrverandi formaður Framsókn- arflokksins, sagði mikilvægt að formannsskipti færu fram á flokksþingi eins og nú væri búið að ákveða en áður voru uppi hugmyndir um að for- maður flokksins yrði kosinn á miðstjórnarfundi. Flestir voru þeirrar skoðunar að atburðarás síð- ustu daga hefði verið óheppileg en nú væri búið að færa málin fram fyrir tjöldin þar sem þau ættu heima. Flokksmenn bíða nú spenntir eftir flokks- þingi sem verður haldið þriðju helgina í ágúst, en þar verða teknar ákvarðanir um framtíðarforystu flokksins. „Það er óskaplega mikill sáttatónn og samhugur hér. Hér standa menn saman og eru staðráðnir í því að láta hinar persónulegu erjur sem hafa ein- kennt flokkinn að undanförnu heyra fortíðinni til,“ sagði Hjálmar Árnason þingflokksformaður. „Menn eru líka að kveðja Halldór hérna en hann er nú að láta af störfum eftir 32 ár sem þingmaður og það er ákveðinn söknuður í því.“ Hugmyndir um flokksforystu utan þingflokks En voru framboð til nýrrar forystu innan flokksins rædd á fundinum? „Það er komin ein formleg til- laga. Haukur Logi Hauksson fyrrverandi formað- ur ungra framsóknarmanna hyggst bjóða sig fram til ritara. Það eru engin önnur nöfn komin. Menn eru að þreifa á þessu. Meðal annars hefur komið upp sú hugmynd að leita út fyrir þingflokkinn að kanna hvort hægt sé að sameinast um einhv sem er ekki tengdur einhverjum armi eða slíku Þessar þreifingar fara af stað í rólegheitum,“ sagði Hjálmar. Aðspurður hvort hann hyggist í framboð innan flokksins sagði Hjálmar að ha hefði sérstaklega tekið það fram þegar hann fl ræðu sína á fundinum að hann væri ekki að fly framboðsræðu en áréttaði þó að það væri aldre vita hvað gerðist á þeim tíma fram að flokksþi Halldór sagði af sér of snemma Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forma Framsóknarflokksins, sagðist bjartsýnn á fram flokksins þrátt fyrir það sem á undan er gengi „Ég fagna mjög því samkomulagi sem varð mi varaformanns og formanns. Ég tel það hafa ve mikil mistök að reyna að ná formanni inn bakd megin, alveg sama hver það er og hversu góðu hann er. Flokksþingið er sá vettvangur þar sem kjósa á formann, það á ekki að horfa framhjá þ Ég hefði talið skynsamlegast að Halldór yrð formaður fram að flokksþingi, bæði sem forma og forsætisráðherra. Það er von að flokksþingi verði viðkvæmt með formanninn utan rík- isstjórnar, en ég treysti Halldóri til að fara vel með það þó það verði vandasamt. Ég er bjarts í dag miðað við að ég var ekki bjartsýnn í fyrr dag,“ sagði Steingrímur að lokum. Umræðan var orðin of persónuleg Guðni Ágústsson varaformaður var spurður út sættir sínar við Halldór. „Í fyrsta lagi urðum v sammála um að umræðan gengi ekki upp með þessum hætti og menn yrðu að leggja persónu legar deilur til hliðar við þessar aðstæður og h Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður, sagð „Mistök að reyna að ná for manni inn bakdyramegin“ TVÍSTÍGANDI FLOKKUR Samfylkingin efnir tilflokksstjórnarfundar í dagog má gera ráð fyrir að úrslit sveitarstjórnarkosning- anna og staða flokksins verði þar til umræðu. Því fer fjarri, að Samfylkingin hafi styrkt stöðu sína í kosningunum heldur stendur hún þvert á móti höllum fæti eftir kosningarnar og langt frá því, að hún sé að ná jafn- stöðu við Sjálfstæðisflokkinn, hvort sem er á höfuðborgar- svæðinu eða á landsvísu. Hvað veldur þessum vandræð- um Samfylkingarinnar? Flokks- ins, sem var stofnaður til að sameina vinstri menn í einni fylkingu. Sú ráðagerð mistókst. Vinstri grænir vaxa og eru orðn- ir býsna öflugur flokkur. Ein af ástæðunum fyrir því er vafalaust sú, að Samfylkingin virðist ekki enn vita hvers konar flokkur hún vill vera. Vill hún vera jafnaðarmannaflokkur, sem byggir á hefðbundnum gildum jafnaðarstefnunnar? Það er erf- itt að sjá þess merki í stefnu- miðum Samfylkingarinnar. Alla vega byggir hún ekki á þeim gildum, sem jafnaðarstefnan lagði áherzlu á á síðustu öld. Það er erfitt að greina í málflutningi talsmanna Samfylkingarinnar að hún vilji vinna að auknum jöfn- uði í íslenzku samfélagi. Flokkn- um er a.m.k. alveg sama um þá grundvallarbreytingu, sem er að verða á íslenzku þjóðfélagi, að nokkrar stórar viðskiptasam- steypur leggi undir sig sam- félagið allt. Það er skammt í að Ísland verði land fyrirtækjanna en ekki fólksins. Stundum mætti jafnvel ætla, að Samfylkingin væri að styðja þessa þróun. Hvað í ósköpunum veldur því? Nú þegar Halldór Ásgrímsson er að hverfa af vettvangi stjórn- málanna má telja nokkuð víst, að áherzla á aðild Íslands að Evr- ópusambandinu hverfi úr mál- flutningi framsóknarmanna. Þá stendur Samfylkingin ein eftir sem flokkur, sem berst fyrir að- ild að Evrópusambandinu. En flokkurinn virðist heldur ekki vita í hvorn fótinn hann á að stíga í því máli. Eitt sinn fyrir langa löngu flutti einn af fyrrverandi for- mönnum Framsóknarflokksins ræðu, þar sem hann reyndi að útskýra afstöðu Framsóknar- flokksins til aðildar Íslands að EFTA, Fríverzlunarsamtökum Evrópu. Hann skýrði afstöðu Framsóknarflokksins með því að flokkurinn segði hvorki já-já né nei-nei við aðild að EFTA. Sam- fylkingin virðist fylgja svipaðri stefnu gagnvart aðild að Evr- ópusambandinu. Flokkurinn sýnist ekki geta gert það upp við sig, hvort hann eigi að hefja markvissa baráttu fyrir ESB-að- ild. Samfylkingarmenn eru tví- stígandi. Tvískinnungur Samfylkingar- innar kemur hvergi betur fram en í öryggismálum þjóðarinnar. Nú stöndum við á tímamótum í þeim efnum. Bandaríkjamenn eru að fara. Samfylkingin er mjög upptekin við, að fagna því, sem flokkurinn telur vera ósigur Sjálfstæðisflokksins í því máli en virðist ekki hafa nokkurn áhuga á því að móta sér nýja stefnu í utanríkis- og öryggis- málum. Auðvitað er hægt að skilja tvöfeldni Samfylkingar í þessu máli. Hluti flokksins eru gamlir herstöðvaandstæðingar. Hinn hlutinn er hópur, sem allt- af stóð með Sjálfstæðisflokknum í þessum málaflokki. Hver á stefna Samfylkingarinnar að vera? Samfylkingarfólk taldi sig vera að kjósa sigurvænlegan for- ystumann fyrir ári, þegar Össur Skarphéðinsson var felldur úr formannssæti og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir tók við. Annað hefur komið í ljós. Núverandi formaður Samfylkingarinnar hefur ekki reynzt fær um að leiða flokkinn til nýrra sigra. Þvert á móti. Að loknum sveit- arstjórnarkosningum stendur Samfylkingin höllum fæti. Líkleg skýring á því er sú, að hinn nýi formaður virðist ekki vera að berjast af sannfæringu fyrir ákveðnum málefnum held- ur fyrst og fremst fyrir eigin völdum. Þetta finnur fólk og þess vegna tekst nýjum for- manni ekki að fylkja fólki að baki sér. Stjórnmálaforingi getur náð til fólks ef það finnur að sá hinn sami er að berjast af sannfær- ingu fyrir hugsjónum. Foringi, sem hugsar um það eitt að kom- ast í valdastóla, kveikir enga elda í brjóstum stuðningsmanna sinna. Það getur auðvitað vel verið að Samfylkingin hefji nýja sig- urgöngu á flokksstjórnarfundin- um í dag eins og framsóknar- menn segjast hafa gert en innantómir frasar hafa enga þýðingu í hinni raunverulegu stjórnmálabaráttu. Þar eru það málefnin sem gilda og tilfinning kjósenda fyrir því, hvort for- ystumennirnir eru að berjast fyrir þeim eða hvort þeir eru í þykjustuleik. Allt þetta og margt fleira mun samfylkingarfólk vafalaust ræða um í dag. Ef umræðurnar verða hreinskiptnar geta þær haft þýðingu fyrir Samfylkinguna. Ef ekki skiptir þessi fundur engu máli. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsókn-arflokksins, sagði í upphafsræðu sinni ámiðstjórnarfundi flokksins í gær, að súókyrrð sem einkennt hefði umræðuna í flokknum að undanförnu væri að sjálfsögðu ekki góð og skapaði vandamál í röðum framsóknar- manna. „Ég ber auðvitað einhverja ábyrgð á slíku sem formaður flokksins. Ég hef vanist því og er alinn upp við að axla ábyrgð og því finnst mér gott að geta sagt ykkur frá því að í gær [fyrradag] náðist góð sátt milli mín og varaformanns Fram- sóknarflokksins [Guðna Ágústssonar]. Við tók- umst í hendur og skildum sáttir. Ágreiningur okk- ar í millum er úr sögunni og við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að gera innra starf flokksins enn sterkara en það hefur verið und- anfarið. Sameinaður Framsóknarflokkur getur tekist á við hvaða mótbyr sem er.“ Halldór greindi frá því að hann hefði ákveðið að draga sig úr forystusveit Framsóknarflokksins á næsta flokksþingi, eftir að hafa verið í stjórn- málum í rúmlega þrjá áratugi. Hann og Guðni hefðu lagt til að flokksþingið yrði haldið þriðju helgina í ágúst. Sú tillaga væri studd af þingflokki framsóknarmanna. Miðstjórnarfundurinn í gær hófst kl. 16 í Súlnasal Hótels Sögu og var salurinn þéttsetinn í upphafi fundar. Halldór sagði í upphafsræðu sinni að nýr for- maður yrði kosinn á næsta flokksþingi, til að taka við Framsóknarflokknum „Við það verk verðum við að vanda okkur og tryggja að við flokknum taki einstaklingur sem stendur vörð um þau gildi sem við höfum varið öll saman og eflt á und- anförnum áratugum, en ekki síður einstaklingur og einstaklingar sem horfa til framtíðar með bjartsýni og eldmóði í hjarta.“ Óvægnar árásir hafi fylgt frá upphafi Halldór sagði að Framsóknarflokkurinn fagnaði níutíu ára afmæli sínu á þessu ári og sagði að hann hefði verið í lykilhlutverki í íslensku þjóð- félagi á þessum tíma. Halldór sagði síðar að það fylgdi sterkum og öflugum flokki að það gustaði í kringum hann. „Við framsóknarmenn höfum aldrei falið skoðanir okkar eða reynt að koma okkur frá erfiðum aðstæðum. Það hefur líka löngum Framsóknarflokknum að andstæðingar hans honum allt til foráttu en þegar lítið gengur að ast að styrkri stefnu og góðum málefnum h hefur iðulega verið ráðist á persónur, forystum Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokk Tryggja þarf að vi staklingur sem stend Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Halldór sagði m.a. í ræðu sinni að sameinaður F

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.