Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 43

Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 43 UMRÆÐAN q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q Opnun í Ljósafossstöð laugardaginn 10. júní kl. 13.00 M IX A • fí t • 6 0 3 1 1 Með aðstoð Alþjóðahússins hefur Landsvirkjun efnt til sýn- ingar sem hlotið hefur nafnið „Perspekti“ þar sem kynnt eru verk nokkurra listamanna sem eru af erlendu bergi brotnir. Þeir eiga það sammerkt að tilheyra nú íslensku samfélagi og telja list sína hafa orðið fyrir áhrifum af dvölinni hér. Þá eru jafnframt á sýningunni tvær myndasýningar ásamt texta sem lýsir samspili ólíkra þjóða. Perspekti Ísland í augum innflytjenda Alice Olivia Clarke • Amy Clifton • Glenn Barkan • Jacqueline Downey • Claudia Mrugowski • Timour Fastovski • Denni Karlsson Markús Meckl og nemendur hans við Háskólann á Akureyri Kórsöngur: klukkan 14.00 munu Lögreglukór Reykjavíkur og kvennakórinn Ljósbrá syngja nokkur lög. Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýningin er opin í sumar frá 13–17 virka daga og 13–18 um helgar. ÍSLENSKA hugtakið menning er óttaleg markleysa, því miður, enda er það nær takmarkalaust ef það er tekið bókstaflega. Eitt sinn þegar ég ætlaði að taka það fyrir beina þýðingu á latneska hugtak- inu kúltúr, ritað cultura á þeirri tungu og þýðir rækt – var mér andmælt kröftuglega á þeirri for- sendu að íslenska heitið menning næði ekki einasta yfir jákvæðar mannlegar athafnir eins og mann- rækt heldur og allar mannlegar athafnir. Þannig mundi það falla undir menningu að sprauta sig með eiturlyfjum, nauðga afkvæmi sínu, berja maka sinn og myrða sína nánustu. Slík útþynning á einu ágætu hugtaki er dæmigerð fyrir þá sem þora ekki að tala fyrir gildismati af neinu tagi af ótta við að ganga í berhögg við hreina afstæðishyggju sem þeir telja eina réttmæta tján- ingarmáta lýðræðisins. Skoð- analeysi er tekið fyrir umburð- arlyndi og smekkleysi verður tákn um takmarkalausa víðsýni. Undir þessum formerkjum hafa menn talað í áratugi um Ríkisútvarpið án þess að þurfa að nefna einu orði það sem mestu máli skiptir; sjálft innihaldið. Öllu púðri í umræðunni er eytt í form og fjármál stofnunarinnar án þess að nokkurn tíma sé vikið að því hve RÚV ber af öðrum stöðv- um, með fullri virðingu fyrir þeim tilraunum sem svokallaðar „frjáls- ar“ útvarpsstöðvar ástunda og eru góðra gjalda verðar út af fyrir sig. Það er bara ekki hægt að bera saman Ríkisútvarpið og aðra ljós- vakamiðla frekar en hægt er að taka matsölustað með stjörnu frá Michelin og tala um hann í sömu andrá og hamborgarabúllu, hversu frægur, fínn og þarflegur sem slíkur skyndibitastaður er að öðru leyti. Að rugla saman eigindaflokkum, kategoríum, er til marks um menningarlega fötlun og blindu á samfélagslega þekkingarskipan. Frjálsu útvarpsstöðvarnar eru í samkeppni innbyrðis en ekki við RÚV því þær byggja ekki á þeim grunni sem þeirri stofnun er sett- ur. Allt tal um að þær geti tekið við hlutverki hennar er úr lausu lofti gripið. Enginn annar ljós- vakamiðill hefur sýnt raunveru- lega viðleitni til að takast á við menningu og menningargeymd í dagskrárgerð sinni þótt Stöð 2 og NFS sinni stundum fréttaflutningi af því sviði ef um ábatavon eða vinargreiða er að ræða. Það er aðeins á einum stað sem leiðir RÚV og frjálsu ljós- vakamiðlanna liggja saman. Það er í Rás 2, andsvari gömlu Gufunnar við Keflavíkurstöðinni sálugu. Þar hafa forsvarsmenn frjálsu útvarps- stöðvanna vissulega ýmislegt til síns máls; Rás 2 er of lík Bylgj- unni, svo dæmi sé tekið. En í stað- inn fyrir að selja rásina, eins og kaupmennirnir á Alþingi vilja ólm- ir, má hugsa sér að starfslið rás- arinnar geri ögn menningarlegri kröfur til sjálfs sín með aukinni víðsýni og axli til dæmis ábyrgð á heimstónlistinni. Það er eins og Andreu og félögum komi sjaldan í hug Buena Vista, Youssou N’Do- ur, Souad Massi, Lhasa de Sela, Radio Tarifa eða Yuichiro Fuji- moto og sérstæður bakgrunnur þeirrar alþýðumenningar sem liggur að baki svo fágætri tján- ingu. Í stað saknaðarkenndrar upp- dráttarsýki í hálfrar aldar rokk- bylgju sem er farin að hökta fyrir allmörgum árum af elli og end- urtekur sig í dapurlegri síbylju ístruskotinna skallapoppara bíður Alþjóðahúsið við Hverfisgötu eftir tækifæri til að kynna hvað þar búi tónlistarlega undir sprækri og marglitri menningarregnhlíf. Manni er til efs að þar eigi út- brunninn Hank Williams eða ör- þreyttur Van Morrison eins greið- an aðgang að hjörtum manna og þeirra sem ólust upp við Keflavík- urútvarpið einvörðungu. Það er með öðrum orðum hægð- arleikur að snúa Rás 2 upp í öfl- ugt og lifandi fjölmenningarútvarp með gagnvirkum og gefandi sam- félagsáherslum í bland við fjöl- breytilegri tónlist en nokkru sinni hefur hljómað hérlendis á öldum ljósvakans. Slík útvarpsstöð gæfi okkur ekki aðeins dýrmæta innsýn í menningarheim nýrra og fram- andi samlanda heldur mundi hún hrista af sér í einu vetfangi alla gagnrýni um óréttmæta sam- keppni við frjálsu útvarpsstöðv- arnar. En hvað stendur slíkri úrvals- lausn fyrir þrifum? Vantrú og ekk- ert annað en vantrú ráðamanna á íslenskri menningu að viðbættri vantrú íslenskra listamanna á því að hægt sé að snúa þessum sömu ráðamönnum frá villu síns vegar. Reyndar hlýtur maður að spyrja: Hvar eru Beethoven, Wagner, Jón Leifs eða Dylan þessa lands; tón- listarmenn með sannfæringarkraft sem þora að hitta þingmenn í hjartastað? Hvar eru Ibsen, Strindberg, Laxness og Pinter okkar ágæta útskers sem ættu fyrir löngu að vera búnir að munda logandi pennann til varnar fjöreggi íslenskrar menningar? Án RÚV er ákveðinni kjölfestu kippt undan hvoru tveggja, gróskumiklu tónlistar- og leiklist- arlífi, þótt fyrrnefnda greinin sé sýnu verr sett án fulltingis miðils- ins. Eigum við að trúa því að lista- menn séu þær lurður að þeir kjósi fremur að híma úti í horni og naga á sér skottið en snúa saman bök- um til að koma vitinu fyrir menn- ingarsnauða og samansaumaða fjandmenn Ríkisútvarpsins? Útvarpið og örlög þess Halldór Björn Runólfsson skrif- ar um stöðu Ríkisútvarpsins ’Það er bara ekki hægtað bera saman Rík- isútvarpið og aðra ljós- vakamiðla …‘ Halldór Björn Runólfsson Höfundur er listfræðingur og íslenskur skattgreiðandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.