Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HIÐ unga félag hugsjóna- og
áhugamanna um velferð byggða
um land allt, Landsbyggðarvinir í
Reykjavík og nágrenni, LBVRN,
stofnað 2003, ýtti úr vör í byrjun
yfirstandandi skólaárs verkefni,
sem varðar 13-17 ára unglinga og
kallast Unglingalýðræði í sveit og
bæ. Verkefnið miðar að því, að
unglingarnir gaumgæfi málefni
byggðar sinnar, velti fyrir sér
framtíðar- möguleikum hennar og
geri sér grein fyrir
hvað þeir geti lagt af
mörkum í því efni.
Allt í von um að það
efli bjartsýni og
styrki sjálfsmynd
fólksins og þar með
framgang atvinnu- og
menningarlífs á
hverjum stað og sam-
félagsins í heild.
Verkefnið er unnið
í góðri samvinnu við
norrænu samtökin,
Hela Norden ska
leva!, HNSL. Þau
samtök hafa staðið að
mörgum vel heppn-
uðum verkefnum, sem
undirrituð hefur tekið
virkan þátt í, allt frá
árinu 1996. Reynslan
af þessu starfi var
mér hvati til að ráðast
í þetta verkefni.
Reynt var að hafa
þátttökuskólana sem
dreifðasta um landið,
en þeir voru:
Grenivíkurskóli fyr-
ir Norðurland, Grunn-
skólinn í Breiðdals-
hreppi fyrir
Austurland, Grunn-
skólinn í Hveragerði
fyrir Suðurland og
Varmalandsskóli fyrir
Vesturland, Grunnskóli Vest-
urbyggðar, þ.e.a.s. Patreksskóli og
Bíldudalsskóli, fyrir hönd Vest-
fjarða og svo einn skóli úr Reykja-
vík, Víkurskóli í Grafarvogi.
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, al-
heimsfegurðardrottning, er vernd-
ari verkefnisins og Sigurlína Dav-
íðsdóttir, dósent við Háskóla
Íslands, hefur tekið að sér að
meta, hvað út úr því kemur.
Vænta má, að aðkoma þeirra gefi
verkefninu sérstakan meðbyr og
styrk.
Verkefnið var tvískipt. Fyrri
hlutinn var einstaklingsverkefni og
fólst í ritgerðarvinnu. Áhersla var
lögð á góðar hugmyndir höfunda
til bóta fyrir heimabyggðina og
hvernig framlag þeirra gæti skipt
máli við að framkvæma þær. Besta
hugmyndin kom frá Grunnskóla
Vesturbyggðar. Una Áslaug Sverr-
isdóttir, nemandi í 8. bekk Bíldu-
dalsskóla, fékk þá fyrstu verðlaun,
flugferð innanlands fyrir tvo að
eigin vali í boði Flugfélags Íslands.
„Víst er, að ekki er nóg að
skrifa eða tala bara um hlutina.
Það gerist lítið með því! Að fram-
kvæma hlutina vill oft verða þraut-
in þyngri!“ Þetta sagði verkefn-
isstjóri í ræðu sinni við
verðlaunaafhendinguna, sem fram
fór fyrir fullu húsi í Þjóðmenning-
arhúsinu við Hverfisgötu, stóra
salnum, 19. maí s.l.
Í síðari hlutanum var lögð
áhersla á framkvæmdina. Mælst
hafði verið til þess, að reynt væri
að nýta einhverja af þeim uppörv-
andi hugmyndum, sem komu fram
í ritgerðarhlutanum, til frekari út-
færslu.
Þetta gekk eftir. Tveir skólar af
þremur, sem mættu til verðlauna-
afhendingar í Þjóðmenningarhús-
inu, sýndu útfærslur sínar og
lausnir í verkefnum, sem byggðust
á ritgerðarhlutanum. Hlutskarp-
astur var Grunnskóli Vest-
urbyggðar, sem hlaut fyrstu verð-
laun, ferð til Kaupmannahafnar,
allur 8. bekkur Patreksskóla, 15 að
tölu. Verkefnið þeirra nefndist
Hreiðrið, og fjallaði um skólabúðir
að sumarlagi. Þátttakan sjálf
reyndist vera uppbyggjandi og
áhugavekjandi að mati kennara.
Önnur verðlaun hlaut 8. bekkur
Víkurskóla fyrir verkefni sitt:
Skipulagning Geldinganess. Þar
var hugmyndin sú að gera Geld-
inganesið að áhugaverðum fjöl-
skyldu- og skemmti-
garði.
Kennari sá sem hélt
utan um verkefnið
uppgötvaði fljótlega,
að hann gæti ekki
staðið einn í því að
koma verkefninu á
laggirnar. Aðrir kenn-
arar tóku sig þá til og
lögðu hönd á plóginn.
Í lokin áttu allir
helstu fagkennarar
skólans sinn þátt í
lausn þess. „Annars
hefðum við aldrei náð
þessu,“ sagði aðal-
kennarinn.
Landsbyggðarvinir
í Reykjavík og ná-
grenni eru stoltir af
því, hve vel verkefnið
hefur verkað á skap-
andi hugsun og þver-
faglega starfshætti,
og um leið stuðlað að
framþróun í skóla-
málum.
Ferð til Kaup-
mannahafnar –
Draumur sem get-
ur ræst
Fyrir lítið og ungt
félag eins og Lands-
byggðarvini í Reykja-
vík og nágrenni er
það meira en að segja það að ætla
sér að fara með stóran hóp til út-
landa. Okkar lán er, að margir
hafa lagt fram fé til að stuðla að
framgangi verkefnisins, bæði
opinberir aðilar, fyrirtæki og
einstaklingar. Þar við bætist, að
Sparisjóðirnir á Íslandi hafa
ákveðið að verða okkar fjárhags-
legi bakhjarl.
Ný aðferðarfræði
í byggðaþróun samtímans
Unglingar á 21. öldinni eru
bráðþroska – á sumum sviðum –
og vilja að eftir þeim sé tekið og
því mikilvægt að grípa þá til virkr-
ar þátttöku, þegar þeir sýna áhuga
og vilja til að sinna þeim málum,
sem varða þá sjálfa og framtíðina.
Því má segja, að verkefnið Ung-
lingalýðræði í sveit og bæ feli í sér
nýja aðferðafræði í byggðaþróun
samtímans.
Á meðan á verkefninu stóð kom
í ljós, að krakkar í Reykjavík vissu
lítið um, hvernig það er að búa ut-
an Reykjavíkur og öfugt. Til að
bæta úr þessu munu Landsbyggð-
arvinir í Reykjavík og nágrenni,
beita sér fyrir gagnkvæmum heim-
sóknum og netsambandi milli þátt-
takenda, t.d. á milli Víkurskóla í
Reykjavík og skóla í Vesturbyggð.
Þannig viljum við stuðla að já-
kvæðri víxlverkun borgar og
byggðar.
Verkefnið hefur sannað sig, sem
virkt afl til framþróunar byggða.
Því er hugmyndin að endurtaka
það næsta skólaár undir heitinu
Unglingar, lýðræði og heima-
byggðin.
Unga fólkið – fyrir-
heit til framtíðar
fyrir byggðarlagið
Fríða Vala Ásbjörnsdóttir
fjallar um verkefnið „Unglinga-
lýðræði í sveit og bæ“
Fríða Vala
Ásbjörnsdóttir
’Verkefnið hefursannað sig, sem
virkt afl til
framþróunar
byggða. Því er
hugmyndin að
endurtaka það
næsta skólaár
undir heitinu
Unglingar, lýð-
ræði og heima-
byggðin.‘
Höfundur er skipuleggjandi verkefn-
isins og stjórnandi og
formaður Landsbyggðarvina í
Reykjavík og nágrenni.
MEÐ boðaðri afsögn Halldórs Ás-
grímssonar er viðurkennt í verki að
ríkisstjórnin og stjórnarsamstarfið
sem slíkt er komið í
þrot. Við blasir að rík-
isstjórnin er óstarfhæf
og hefur reyndar verið
lítt starfhæf um
margra mánaða skeið.
Sú atburðarás sem
landsmenn hafa agn-
dofa orðið vitni að und-
anfarna daga fer að
sjálfsögðu ekki af stað
upp úr þurru. Ástand-
ið innanbúðar skýrir
að hluta til hvers
vegna ríkisstjórnin
hefur verið máttlaus,
aðgerðalaus og á full-
komnu afneitunarstigi gagnvart
verkefnum sínum undanfarna mán-
uði og misseri, einkum á sviði efna-
hagsmála.
Ástandið í Framsóknarflokknum
talar fyrir sig sjálft. Ábyrgðin á því
að framlengja líf ríkisstjórnarinnar
er hins vegar alfarið Sjálfstæð-
isflokksins og Geirs H. Haarde.
Hann gengst nú undir sitt stærsta
próf hingað til sem formaður Sjálf-
stæðisflokksins og það próf er ein-
faldlega fólgið í eftirfarandi: Hvort
velur hann frekar að máta sig í for-
sætisráðherrastólinn með ónýta rík-
isstjórn að baki sér í nokkra mánuði
eða að taka ábyrga afstöðu og stuðla
að kosningum? Kostir þess að boða
til kosninga eru augljósir. Þá getur
ný og starfhæf stjórn með nýtt um-
boð snúið sér að því af alefli að tak-
ast á við óumflýjanleg verkefni í
landsstjórninni. Geir axlar mikla
ábyrgð ef hann, þrátt fyrir augljós
rök sem mæla með kosningum,
ákveður að bjóða þjóðinni uppá
áframhaldandi samstarf við Fram-
sóknarflokkinn eins og hann er á sig
kominn. Með því axlar hann ábyrgð
á framhaldinu ekki aðeins sem for-
sætisráðherra heldur líka á því að
þjóðinni sitji uppi með draghalta rík-
isstjórn heilan vetur.
Verkefnin
erfið og ærin
Verkefnin sem við ríkisstjórn og
Alþingi blasa eru erfið og ærin.
Langhæst ber þar jafnvægisleysið í
efnahagsmálum og brýn úrlausn-
arefni í hagstjórn. Þar
er allt það að koma
fram sem varað hefur
verið við og spáð fyrir
um undanfarin misseri.
Afleiðingar stór-
iðjustefnunnar, hinna
miklu og samþjöppuðu
framkvæmda og þeirra
væntinga sem þeim
tengjast, afleiðingar illa
tímasettra og ranglátra
skattalækkana, mistaka
í húsnæðismálum og á
fasteignamarkaði, blasa
nú við hverjum manni.
Innlendar og erlendar
sérfræðistofnanir með Seðlabanka
Íslands í broddi fylkingar hafa varað
við þessu ástandi. Seðlabankinn hef-
ur undanfarin misseri beðið um
hjálp og sagt að hann og stjórntæki
hans eða úrræði muni ekki duga til
ein og sér. Ríkisstjórnin hefur dauf-
heyrst við öllum slíkum tilmælum og
lifað sjálfri sér inní fílabeinsturni
ímyndaðs góðæris en starfað út á við
á grundvelli afneitunar- og af-
skiptaleysisstefnunnar.
Stóraukin verðbólga er alvarleg-
asta og hættulegasta vandamálið.
Hún er nú nálægt 8% á árs-
grundvelli en um og yfir 15% miðað
við síðustu þriggja mánaða meðaltöl.
Viðskiptahallinn slær öll met og hef-
ur tvöfaldast á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs miðað við sama tíma í
fyrra. Er 66 milljarðar nú í stað 33
milljarða í fyrra. Miðað við þetta er
eins líklegt að viðskiptahalli ársins
fari um eða yfir 200 milljarða í stað
þeirra 150 sem spáð hefur verið.
Þessar tölur eru geigvænlegar í ljósi
gríðarlegrar skuldaaukningar þjóð-
arbúsins út á við á undanförnum ár-
um. Hagvöxturinn undanfarið sem
svo mjög hefur verið gumað af hefur
að verulegu leyti verið drifinn áfram
af stórauknum lántökum erlendis.
Gengisfallið að undanförnu færir nú
upp hinar himinháu tölur erlendra
skulda þjóðarbúsins þannig að þær
nema hátt á fjórða hundrað prósent-
um af landsframleiðslu.
Horfurnar versnandi
Tvö virt erlend matsfyrirtæki hafa
nú með stuttu millibili breytt horfum
um lánshæfismat ríkissjóðs úr stöð-
ugum í neikvæðar. Fyrst Fitch í
febrúarmánuði sl. með alkunnum af-
leiðingum, ekki síst fyrir gengi krón-
unnar, og nú Standard & Poor’s.
Mat þessara aðila og fleiri í kjölfarið
svo sem vina okkar hjá Den Danske
Bank er að líkur á harðri lendingu í
íslenska efnahagslífinu hafi aukist.
Við þessar aðstæður er hreint
ábyrgðarleysi af ríkisstjórninni að
láta sem ekkert sé og stritast við að
sitja þessa mánuði sem hún getur
húkt í stólunum án þess að vera við
stjórn. Einhverjar mannabreytingar
og hrókeringar í tengslum við afsögn
forsætisráðherra breyta að sjálf-
sögðu engu ef stjórnarstefnan verð-
ur áfram sú sama, ef ríkisstjórnin
verður áfram ófær um að koma sér
saman um nokkurn skapaðan hlut
sem snýr að vanda þjóðarbúsins
annað en það að gera ekkert neitt.
Slík ríkisstjórn er ekki við völd, hún
bara situr. Hún er í reynd eins og
starfsstjórn. Hefur Geir H. Haarde,
formaður Sjálfstæðisflokksins, ekki
meiri metnað en þann í íslenskum
stjórnmálum að vera forsætisráð-
herra starfsstjórnar í 10–11 mánuði
og síðan ef til vill ekki söguna meir?
Hvers vegna á að kjósa?
Steingrímur J. Sigfússon fjallar
um stjórnmálaviðhorfið ’Kostir þess að boða tilkosninga eru augljósir.
Þá getur ný og starfhæf
stjórn með nýtt umboð
snúið sér að því af alefli
að takast á við óumflýj-
anleg verkefni í lands-
stjórninni.‘
Steingrímur J.
Sigfússon
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.