Morgunblaðið - 10.06.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 45
UMRÆÐAN
UNDANFARIÐ hefur mikið ver-
ið rætt um utanvegaakstur vélhjóla-
manna. Margir hafa vakið athygli á
því ófremdarástandi sem hefur
skapast í kjölfar þess að yfirvöld
leyfðu innflutning á sérútbúnum
hjólum án þess að tryggja aðstöðu
fyrir notkun þeirra. Um tvenns kon-
ar hjól er að ræða, annars vegar
motorcross-hjól en hins vegar tor-
færuhjól. Þau fyrrnefndu þurfa af-
mörkuð æfinga- og keppnissvæði en
eigendur hinna vilja helst ferðast á
slóðum og vegleysum vítt og breitt
um landið. Það eru einkum síð-
arnefndu hjólin sem ítrekað hafa
valda skaða utan vega undanfarin
ár.
Í nágrenni Reykjavíkur hafa tor-
færuhjólamenn fengið Jósefsdalinn
og svæði við Þorlákshöfn til afnota.
Margir þeirra skemma land og
skapa hættu með því að fara eftir
reiðvegum eða öðrum slóðum á leið á
þessi svæði eða á staði sem þeir
mega ekki vera á eins og í Reykja-
nesfólkvangi. Í raun mega vélhjól
sem eru með númer einungis vera á
vegum og viðurkenndum slóðum en
þau númeralausu aðeins á afmörk-
uðum æfingasvæðum. Þetta er stað-
reynd sem mjög mikilvægt er að all-
ir átti sig á.
Það er skoðun undirritaðrar að
nauðsynlegt sé að stöðva innflutning
á torfæruhjólum. Of margir öku-
mannanna virða ekki lög og til eru
þeir sem virðast jafnvel gangast upp
í því að brjóta þau. Auk þess er úti-
lokað að það skapist sátt um að mörg
svæði verði tekin frá fyrir fólk til að
sinna þessu sporti. Ástæður þess eru
fyrst og fremst þær að skemmdirnar
sem þau valda á landinu eru allt of
miklar og hávaðinn í hjólunum trufl-
ar fólk sem vill njóta náttúrunnar.
Ástandið er orðið skelfilegt víða á
Reykjanesi, og þá sérstaklega innan
Reykjanesfólkvangs. Menn hjóla um
allt og telja sig í fullum rétti þegar
þeir sjá kindagötur og för eftir aðra
hjólamenn! Löggæsla innan fólk-
vangs hefur verið afar lítil en hún er
á vegum Hafnarfjarðar og Grinda-
víkur. Það var því fagnaðarefni að
heyra að yfirvöld fóru í þyrlum yfir
Hellisheiðina og inn í fólkvanginn til
að fylgjast með ólöglegri umferð. Í
framhaldinu birtust fréttir og mynd-
ir í sjónvarpinu sem höfðu m.a. þau
áhrif að umhverfisráðherra fór á
vettvang annan í hvítasunnu til að
skoða ummerki í fólkvanginum. Í
fréttum í RÚV sást þegar hún hitti
tvo menn sem voru að keyra ólög-
lega og sagði þeim að ef svona at-
hæfi linnti ekki þá yrði að banna tor-
færuhjólin. Það gladdi mig mikið að
heyra umhverfisráðherra lýsa því
yfir að hún muni taka af festu á
þessu vandamáli.
Fulltrúar sjö sveitarfélaga skipa
stjórn fólkvangsins og framundan
eru stjórnarskipti í kjölfar sveita-
stjórnarkosninga. Stjórnin sem skil-
ar nú af sér hefur lagt sig fram við
að vekja athygli á þessari gersemi,
sem fólkvangurinn er, fyrir sveit-
arstjórnum og almenningi, m.a. með
því að halda málþing, með opnun
heimasíðu og gerð úttektar um stöðu
fólkvangsins og framtíðarsýn. Mjög
lítið fé hefur verið lagt í rekstur fólk-
vangsins og er löngu kominn tími til
að breyta því. Í ár samþykktu svo til
öll sveitarfélögin að tvöfalda framlag
sitt en þrátt fyrir það er sú upphæð
sem er til reiðu innan við fimm millj-
ónir. Eitt síðasta verk stjórnarinnar
var að ráða landvörð, en það hefur
ekki verið gert fyrr, sem mun sjá um
eftirlit í sumar og standa fyrir
gönguferðum. Ég skora á hina nýju
stjórn að fylgja málum eftir af festu
og berjast fyrir verndun þessa svæð-
is svo menn geti notið útivistar þar
eins og hugmyndin var þegar fólk-
vangurinn var stofnaður fyrir rúm-
um 30 árum.
Utanvegaakstur –
ráðherra boðar aðgerðir
Hrefna Sigurjónsdóttir
fjallar um utanvegaakstur
’ Það er skoðun undir-ritaðrar að nauðsynlegt
sé að stöðva innflutning
á torfæruhjólum. Of
margir ökumannanna
virða ekki lög og til eru
þeir sem virðast jafnvel
gangast upp í því að
brjóta þau.‘
Hrefna
Sigurjónsdóttir
Höfundur er líffræðingur og hefur
verið formaður stjórnar Reykjanes-
fólkvangs sl. fjögur ár.
edda.is
Íslenskir fiskar
í Sjóminjasafninu
Bókin Íslenskir fiskar er stórvirki í íslenskri
bókaútgáfu. Bókin opnar fyrir lesendum heim
hafsins umhverfis Íslandmeð aðgengilegum
og yfirgripsmiklum upplýsingum sem settar
eru fram á nútímalegan ogmyndrænan hátt.
Aldrei áður hefur birst jafn heildstætt safn
málaðra mynda af fiskum við strendur Íslands.
Við höldum upp á Hátíð Hafsins meðmynd-
listarsýningu á verkum Jóns Baldurs Hlíðberg
úr bókinni Íslenskir fiskar á fyrstu hæð
Sjóminjasafns Reykjavíkur, Grandagarði 8.
Tryggðu þér stórvirkið
Íslenskir fiskar á sérstöku
kynningarverði 17.990 kr.
Fullt verð 19.980
Þeir fiska sem róa ... gestum sýningarinnar gefst
kostur á að taka þátt í getraun og kanna
kunnáttu sína um fiskana í sjónum umhverfis
Ísland. Fimm heppnar aflaklær sem svara öllum
spurningunum rétt geta unnið sér inn hina
glæsilegu bók Íslenskir fiskar.
Sýnining er opin laugardag frá klukkan 12 til 17
og sunnudag frá klukkan 11 til 17.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Jón Baldur Hliðberg
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
Fréttir á SMS