Morgunblaðið - 10.06.2006, Síða 46

Morgunblaðið - 10.06.2006, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐ ÁRI verður hafist handa um að drekkja Hagaey í Gnúpverja- hreppi. Þrjár virkjanirnar í byggð í Þjórsá hafa verið leyfðar. Andóf gegn þeim hefur setið á hakanum vegna þess andófs sem allt snerist um, gegn framkvæmdum í Þjórs- árverum. Tveir þriðju Hagaeyjar fara í kaf. Gera má ráð fyrir hækk- aðri grunnvatnsstöðu í því sem upp úr stend- ur. Varpland 26 fugla- tegunda verður eyði- lagt. Þetta verður fyrsta jökullónið í byggð. Er ekki ástæða til að skála fyrir því í kokkteilpartíi? Klippa á borða? Málinu var fleytt fram í skugga deilna um meginásteyting- arefnið, sem voru Þjórsárver. Lónið við eyna er ekki miðl- unarlón og er minna en svæðin sem drekkt hefur verið á hálend- inu. Áin er þegar að verulegu leyti rennsl- isjöfnuð; Tungná, rúm- ur helmingur Þjórsár nánast alveg. Um fjórðungur Þjórsár sjálfrar er þegar tek- inn austur um Búð- arháls í miðlunarlón Tungnaár. Lónið við Hagaey drekkir ekki miklu utan klöppum með árfarveg- inum og eynni. Eitthvað fá Skeiða- menn á sig af hærri grunnvatnsstöðu ofan Urriðafoss. Rafeindirnar eru eyrnamerktar stækkuninni sem fyr- irhuguð er inni í byggð Hafna- fjarðar, álrisa Alcan. Fínt skal það vera. Það hverfur ekki annað en Hagaey og flúðir við Fossnes, feiknalega glæsilegar flúðir við Öl- móðsey, Búði, Hestafoss og gróð- urlendi Þóristungna í tengslum við Búðarhálsvirkjun (enn ein hálend- isvinin, sem hljótt er um). Er ekki mál að linni? Nú þegar er aðeins Ármótafoss horfinn, fjórðungur af hverjum: Dynk, Hvanngiljafossi og Gljúf- urleitarfossi, – Tröllkonuhlaup og Þjófafoss. Búrfellshólmaumhverfið er gerbreytt. Hér er umbyltingu Tungnaármegin sleppt. Smádæmi um það: Hrauneyjafoss. Tekist hefur að verja Þjórsárver (vonandi). Er þetta nokkuð sem munar um? Þjóðin krefst þessara fórna, eða hvað? Þetta er hagkvæmt! Af hverju má ekki halda því sem eftir er af náttúrulegu umhverfi Þjórsár, leyfa henni að renna með því sem eftir er af jökulkorg og flúð- um? Verða blessun þeirri ferðamennsku sem blómgast æ meir í landinu? Þarf að taka meiri áhættu um að raska grundvallarlífríki sjáv- ar í kringum landið en gert hefur verið með núverandi virkjunum Þjórsár, Blöndu og stórvatna Austurlands? Og: Innri núnings- orka vatnsins er tekin af því með virkjununum. Þegar ísmyndunarskil- yrði eru á annað borð er auðreiknað að hálft ann- að tonn frýs í ánni á sek- úndu, nú þegar. Ís- myndunin verður meiri með nýju virkjununum! Um þann vanda hefur Landsvirkjun þagað. Áin kemst varla úr stað þegar hiti fer að ráði niður fyrir frostmark. Er hálfstirðnaður krapa- grautur. Það sjá þeir sem við hana búa. Hvað ætlast Landsvirkjun fyrir með þann vanda, sem er mikill, en vex? Og það sem mestu skiptir: Aðal- innkeyrslunni inn á hálendið, leiðinni upp Gnúpverjahrepp, landslagi sem gefur ekki eftir innkeyrslunni vestan í Mývatnssveit, er fórnað á altari álguðsins. Þjórsá er endanlega þögn- uð! Hafnfirskir karlmenn! Mér skilst að meirihluti ykkar vilji stækkaðan álrisa inni í byggð ykkar. Virkj- anirnar við Hvamm, Urriðafoss og Holtavirkjun eiga að knýja álþursinn í Hafnarfirði. Kjósið þið yfir ykkur þessa framkvæmd, sem konur ykkar eru á móti, ef marka má skoð- anakannanir? Nú er nóg komið, segja ekki aðeins framsýnar konur þessa lands, listamenn, náttúrufræð- ingar, verulegur hluti bænda. Þá sem vilja varðveita umhverfi kalla og jökullónamennirnir haldna umhverf- isofstæki: Þeir eru ekki minnihluti, heldur eru merki þess að þjóðin, þ. á m. hluti af kjósendum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi fengið nóg. Umhverfisflokkarnir, Vinstri græn og Frjálslyndir unnu á í bæjarstjórn- arkosningunum. Framsókn með ál- merki í barminum var hýdd. Nóg er af því komið að drekkingarhyljir séu gerðir hvar sem væna gróðurvin er að finna á hálendinu. Búa á til á nú fyrsta sinni í byggð þessi hrægráu jökullón, sem endurspegla ekki him- ininn né hleypa sólarbirtu ofan um yfirborðið. Löppum upp á skömmina og köllum nýja lónið við Hagaey Fagralón, eins og fyrrverandi iðn- aðarráðherra skírði Hágöngulónið? „Vakri Skjóni hann skal heita“. Drekkingarsinnar: Við erum búnir að fá nóg af ykkur. Tími ykkar er lið- inn. „Vatn sem rennur óbeislað til sjávar er ekki vannýtt auðlind“ (Jón Ólafsson í speglinum ap. 2006, þegar sagt var frá að lífríki Kínahafs væri að hrynja vegna virkjunar Yangtse- fljóts.) Virkjunarsinnar eru ekki herrar jarðarinnar. Skoðun þeirra er skoð- un hrímþursa. Það skilst æ fleirum. Hver er réttur fugla himinsins, sem hafa búið hér tíu eða hundrað þús- und árum lengur en ykkar kyn? Fuglar eiga æ fleiri bandamenn meðal manna á Íslandi. Hernaðurinn gegn landinu Egill Egilsson fjallar um virkjanaframkvæmdir Egill Egilsson ’Virkjunarsinn-ar eru ekki herr- ar jarðarinnar. Skoðun þeirra er skoðun hrím- þursa. Það skilst æ fleirum.‘ Höfundur er eðlisfræðingur. EITT brýnasta verkefnið í starfsmenntamálum á Íslandi er að koma á viðurkenndri menntun fyrir verslunar- og þjónustugrein- ar. Um 70% starfandi landsmanna vinna við þessar greinar og mikilvægi þeirra fer vaxandi með hverju ári. Þróun atvinnulífsins hefur einkennst af því að verðmætasköpunin færist frá fram- leiðslugreinum yfir í þjónustu og er nú svo komið að hlutdeild verslunar og þjónustu í landsframleiðslu er um 67%. Starfs- menntun hefur hins vegar ekki fylgt þess- ari breytingu í atvinnuháttum okk- ar. Erfitt er að fullyrða um hvers vegna ekki hefur þótt ástæða til að gera til dæmis verslunarmennt- un jafn hátt undir höfði í formlega skólakerfinu og iðnnámi, heilbrigð- isstarfsnámi eða landbúnaðarnámi. Staðreynd er að störf í verslun krefjast fagkunnáttu á sama hátt og í öðrum atvinnugreinum. En líklega þykir verslunarfagið ekki jafn merkilegt og ýmsar aðrar starfsgreinar. Viðhorfið er að fólk þurfi ekki að fara í skóla til að af- greiða á kassa í dagvöruverslun eða raða í hillur. Það er því full ástæða til að nefna nokkur af þeim atriðum sem við- urkennd versl- unarmenntun hefur í för með sér:  Í smásöluversl- un starfa a.m.k. 12.000 manns. Margir þeirra hafa hætt námi í framhaldsskóla og ákveðið að fara út á vinnumarkaðinn. Ein árangursríkasta leiðin til að veita þessu fólki annað tækifæri til náms er að koma á starfsnámi í því fagi sem það hef- ur valið sér.  Talið er að minnst 60% þeirra sem starfa í smásöluversl- un, eða 7.200 manns, hafi ekki lok- ið formlegu framhaldsnámi. Að meðaltali í öðrum greinum er þetta hlutfall um 40% og er talið meira en gerist í öðrum OECD löndum  Miklir framamöguleikar eru fyrir fólk sem aflar sér starfs- menntunar í verslunarfagi. Nú- tíma verslanir krefjast sérhæfs starfsfólks á fjölmörgum sviðum, hvort sem er við sérhæfða vöru- kunnáttu, þjónustustjórnun, stjórnun sérvörudeilda, inn- kaupastjórnunar, upplýsingatækni, öryggismála eða annarra sviða.  Samkeppni á smásölumark- aði er mjög mikil hér innanlands og verður einnig sífellt alþjóðlegri. Bæði valda því sala í gegnum net- verslanir og auknar innkaupaferð- ir landsmanna til útlanda. Þar að auki starfa sömu verslanir í aukn- um mæli í fleiri löndum samtímis og keppa því ekki bara innanlands heldur einnig á alþjóðamarkaði. Þessi nýja samkeppnisstaða versl- ana veldur því að gera verður meiri kröfur til fagmennsku í starfseminni.  Ekki má gleyma áhrifum aukinnar starfsmenntunar á neyt- endur. Öll gerum við kröfu um að starfsmenn verslana þekki þær vörur sem þeir selja okkur auk þess sem aukin fagmennska skilar sér í bættum rekstri sem aftur skilar sér vonandi í hagstæðara vöruverði. Það eru sennilega ekki margir sem átta sig á því að á hverju ári fara þúsundir Íslendinga í gegnum fræðslu á vegum stærstu versl- anafyrirtækjanna hér á landi. Þar er um að ræða bæði nýliðafræðslu og endurmenntun þeirra sem hafa lengri starfsreynslu. Nú er komið að því að skólakerfið sinni þessari menntun af sama metnaði og öðru starfsnámi. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa lagt mikla áherslu á að tekin verði upp vönduð og við- urkennd starfsmenntun fyrir þess- ar starfsgreinar. Ástæðan er brýn þörf fyrirtækjanna fyrir fag- menntað starfsfólk til að takast á við harðnandi samkeppni og aukn- ar kröfur um meiri gæði. Fyrir at- beina SVÞ og fleiri aðila hefur nokkuð áunnist og vonandi að nýir tímar séu framundan ef svo fer sem horfir. Starfsnám þarf að vera í takt við þarfir atvinnulífsins Finnur Árnason fjallar um starfsnám ’Það eru sennilega ekkimargir sem átta sig á því að á hverju ári fara þús- undir Íslendinga í gegn- um fræðslu á vegum stærstu verslanafyr- irtækjanna hér á landi. ‘ Finnur Árnason Höfundur er forstjóri Haga hf. og stjórnarmaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. MÁLEFNI barna með athygl- isbrest og ofvirkni eða ADHD fengu ítarlega umfjöllun í Morg- unblaðinu í apríl- og maímánuði sl., mitt í aðdraganda sveit- arstjórnakosninga, alls í þremur sunnudagsblöðum Morgunblaðsins. Sér- staklega var fjallað um raunveruleikann í grunnskólanum fyrir börn með hegð- unarfrávik og geð- raskanir. Sigríður Víðis Jónsdóttir greinahöfundur á þakkir skildar fyrir yfirgripsmikla um- fjöllun og fagleg vinnubrögð. Hún leit- aði víða álits og fengu frásagnir foreldra jafnt vægi á við lýsingar fagfólks og sérfræðinga á stöðu mála. Í viðtali við Kristján Má Magn- ússon sálfræðing í Morgunblaðinu 14. maí sl. kom fram „að ákvarð- anatökur stjórnvalda virka tilvilj- anakenndar“, en Kristján var verkefnisstjóri í verkefni sem var liður í stefnumótun fyrir málefni barna og unglinga með geðrask- anir árið 2004. Skýrslan var skrif- uð í samræmi við umleitan heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra til menntamálaráðherra, félags- málaráðherra og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Í skýrslunni var tillaga um skilgreiningu þriggja þjónustustiga í málefnum barna og unglinga með geðrask- anir. Jafnframt var tillaga um að- gerðir til að auka samþættingu þjónustunnar. Svo áfram sé vitnað í Kristján þá segir hann: „Eins og málum er háttað í dag er oft ekki tekin fagleg afstaða til hlutanna. Fagskrifstofur ráðuneytanna virð- ast hreinlega verða undir fjár- málaskrifstofum þeirra. Auk þess bætist við hinn eilífi slagur á milli ríkis og sveitarfélaga. Slagurinn um kostnaðarskiptinguna heftir að menn taki afleiðingum í málum sem þessum.“ Hann tekur sem dæmi reglugerð þar sem segir „að ríkið eigi að sinna meðferð þeirra barna þar sem ástæðu vandans sé að leita í börnunum sjálfum en ef vandinn sé í fjölskyldunni heyri málið undir sveitarfélögin. Út frá faglegu sjónarmiði er þetta mjög furðulegur aðskilnaður, enda yf- irleitt um sambland þessa tvenns að ræða. Þessi viðmið eru í besta falli ónothæf og í versta falli verða þau til að eyðileggja. Menn neita þá að sinna öðru en því sem sam- kvæmt bókstafnum heyrir beint undir þá, til dæmis þegar börn fara á meðferðarheimili.“ Enn fremur bendir Kristján á „að þegar óskilgreint sé hvaða aðilar eigi að vinna með mál barna og unglinga með vægan vanda séu meiri líkur á að leitað verði með slík mál til geðdeilda, til dæmis vegna greiningar ofvirkra barna.“ (Mbl. 14. maí 2006). Foreldrar barna með ADHD og skyldar raskanir þekkja mætavel umræddar frásagnir sem birtust á síðum Morgunblaðsins. Það er í raun dapurlegt til þess að vita að þrátt fyrir hverja skýrsluna á fæt- ur annarri og skýrar tillögur virð- ast stjórnvöld ekki sjá sér hag í því að forgangsraða brýnum mál- efnum barna með taugaraskanir, þ.e. ADHD og skyldar raskanir, né þeirra barna sem glíma við al- varlegri geðraskanir. Þrátt fyrir að almennt sé vitað að snemmtæk íhlutun geti sparað samfélaginu ómældan kostnað, sem felst í barnaverndarúrræðum þegar vandi barnsins hefur vaxið og for- eldrar rísa ekki undir álaginu, ekki síst þegar komið er á ung- lingsárin. En unglingar með ADHD og skyldar raskanir eru sí- fellt meira áberandi á Stuðlum, meðferðarheimilum ríkisins og í öðrum úrræðum á vegum sveitar- félaga. ADHD samtökin fara fram á skýr svör hjá pólitísku flokkunum um hvaða flokkur er tilbúinn að taka á þessum málum fyrir alvöru. Ljóst er að þörfin fyrir skýra fjölskyldustefnu stjórnvalda er brýn. Foreldrar geta ekki beðið endalaust, ef stefnt skal að skóla án aðgreiningar þurfa allir málinu viðkomandi að vinna heimavinn- una sína og setja fram samhenta áætlun sem hægt er að vinna sam- kvæmt. Í millitíðinni hvetjum við foreldra barna með ADHD og skyldar raskanir óspart til að láta reyna á kæruleiðir í skólakerfinu. Í haustfréttabréfi ADHD samtak- anna munum við birta leiðbein- ingar um kæruleiðir í grunn- skólakerfinu sem Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, hefur verið beðin um að vinna fyrir okkur. Kæruleiðir í skólakerfinu eru alls ekki skýrar, en fyrst af öllu er að fara fram á skriflegan rökstuðning frá skóla- stjóra vegna synjunar á aðstoð. Slík beiðni getur orðið til þess að þjónustan/stuðningurinn sem beð- ið var um standi allt í einu til boða og þá er bara að nota þessa aðferð á hverri önn. Því fleiri sem kæra málin, því fleiri mál ættu að rata inn á borð skólaskrifstofa, bæj- arstjórna og að lokum til mennta- málaráðuneytisins. Þetta er ein leið til að láta vita af því hvað gengur á í samskiptum skóla og heimila barna með sérþarfir og knýja á um úrbætur. ADHD samtökin eru til stuðn- ings börnum, unglingum og full- orðnum með athyglisbrest, of- virkni og skyldar raskanir, sem og fjölskyldum þeirra. Virkir fé- lagsmenn telja yfir 900 fjölskyldur barna með ADHD og skyldar raskanir. ADHD er alþjóðleg skammstöfun sem stendur fyrir athyglisbrest og ofvirkni. Að gefnu tilefni skal tekið fram að hjá mörgum þessara barna er athygl- isbresturinn meira áberandi en t.d. ofvirknin, auk þess glíma þau við ýmsar fylgiraskanir, svo sem námserfiðleika, hegðunartruflun, áráttu/þráhyggju, kvíða og þung- lyndi. Börnin í forgang Ingibjörg Karlsdóttir fjallar um málefni barna með athyglis- brest og ofvirkni og starfsemi ADHD-samtakanna ’ADHD-samtökin farafram á skýr svör hjá póli- tísku flokkunum um hvaða flokkur er tilbúinn að taka á þessum málum fyrir alvöru.‘ Ingibjörg Karlsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og for- maður ADHD samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.