Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 48
48 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
thorhallur.heimisson@kirkjan.is
• Samskipti hjóna.
• Leiðir til að styrkja hjónabandið.
• Orsakir sambúðarerfiðleika.
• Leiðir út úr vítahring deilna og átaka.
• Ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin.
Á námskeiðunum er m.a. fjallað um:
Leiðbeinandi á námskeiðinu er
sr. Þórhallur Heimisson
Upplýsingar og skráning á
Skráning stendur yfir
á sumarnámskeið
um hjónaband og sambúð
í Hafnarfjarðarkirkju
Sr. Þórhallur
Heimisson
HINN 30. maí sl. birtist inn-
römmuð grein í Morgunblaðinu und-
ir fyrirsögninni „Ekki sendar of
snemma heim“. Í upphafi greinar
stendur: „Konur sem hafa þurft að
liggja fæðingarleguna þurfa ekki að
fara heim nema þeim sé
tryggð heimaþjón-
usta.“ Mér er ekki
nokkur leið að skilja
hvað við er átt … og
hvað er fæðingarlega?
Er ekki öllum konum
bráðnauðsynlegt að
hvíla sig vel eftir það
andlega og líkamlega
erfiði sem barnsfæðing
er, þótt á því geti verið
stigsmunur frá einu til-
felli til annars! Hver
einasta kona, sem er
send heim áður en hún
er búin að sofa vel og hvílast eftir
fæðinguna, er send of snemma heim!
Hver einasta kona, sem er send heim
áður en hún hefur kynnst barninu
sínu vel sem og sjálfri sér við breytt-
ar aðstæður, er send of snemma
heim! Hver einasta kona, sem er
send heim áður en hún hefur náð tök-
um á lífskúnstinni – brjóstagjöf – er
send of snemma heim jafnvel þótt
hún fái heimaþjónustu. Hvernig til
tekst fyrstu dagana eftir fæðingu
barns skiptir máli og getur skipt
sköpum. Þetta vita að sjálfsögðu allir
sem vinna við fæðingarhjálp, eigi að
síður eru ákvarðanir teknar sem
hreinlega blása á þessar staðreyndir,
jafnvel þótt meirihluti þeirra sem við
fæðingarhjálp starfa sé konur og
margar þeirra mæður,
sem þekkja þessar
staðreyndir á eigin
skinni. Þessar konur
vinna verk sín af stakri
prýði, alúð og miklum
kærleik, en ákvarð-
anavaldið virðist ekki
vera í þeirra höndum,
því miður. Til viðbótar
framansögðu má geta
þess að allar konur
þyrftu nokkurra vikna
orlof – fyrir áætlaðan
fæðingartíma – frá
störfum utan heimilis.
Streitan sem eykst, hvert sem litið
er, hefur slæm áhrif á barnshafandi
konur, heilsu þeirra og krafta og
virkar ótvírætt inn á fæðingarferlið
og líðan þeirra í og eftir fæðinguna. Í
baráttunni til jafnréttis má ekki
gleyma þeim sjálfsögðu réttindum að
fá að vera kona og njóta þeirra for-
réttinda sem því fylgja frá náttúr-
unnar hendi. Kvenfrelsi er ekki að
hætta að vera kona og takast á við
það sem því fylgir, heldur frelsi til að
vera kona! Þökk sé konunum á Suð-
urnesjum sem létu í sér heyra, það
ætti að sæma þær riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu. Það hljóta
að finnast lausnir svo ekki þurfi að
loka. Húsnæðisskortur er að sjálf-
sögðu ímyndað vandamál, hins vegar
er ekki hægt að búa til ljósmæður á
örskotsstundu, á þeim vanda þarf að
finna varanlega lausn, e.t.v. byrja á
því að skoða menntun ljósmæðra eins
og hún er í dag. Og svona rétt í lokin.
Ég er sannfærð um að karlar myndu
ekki sætta sig við það sem nefnt er
hér að framan ef þeir væru í sömu að-
stöðu. Hvers vegna gera konur það?
Í virðingu og vinsemd.
Flestar sendar
of snemma heim
Hulda Jensdóttir
fjallar um fæðingarhjálp ’Hver einasta kona, semer send heim áður en hún
hefur náð tökum á lífs-
kúnstinni – brjóstagjöf –
er send of snemma heim
jafnvel þótt hún fái
heimaþjónustu.‘
Hulda Jensdóttir
Höfundur er fyrrverandi
yfirljósmóðir.
SAMTÖK atvinnulífsins bætast
nú í hóp þeirra sem lýsa efasemd-
um um fyrirhugaðar framkvæmdir
svonefnds hátæknisjúkrahúss í
Vatnsmýri. Formenn og fram-
kvæmdastjórar aðildarfélaga ÖBÍ
ályktuðu þann 9. febrúar að heild-
arsamtök fatlaðra, sjúkra og aldr-
aðra skyldu hið fyrsta koma að
málinu. Fundurinn
lagði á það áherslu að
allir kostir væru
gaumgæfilega skoðaðir
varðandi nýtt hátækni-
sjúkrahús með fulltrú-
um notenda þjónust-
unnar. Mestu máli
skipti að komið væri til
móts við brýnustu
þarfir þeirra um leið
og vandað væri til upp-
byggingar sjúkra-
húsþjónustu, eins og
þar sagði. ÖBÍ hefur
ekki lýst yfir andstöðu
við fyrirhugaðar framkvæmdir í
Vatnsmýri en mikillar óánægju
gætir með skort á samráði við not-
endur og framtíðarsýn í heilbrigð-
isþjónustu. Alþjóða heilbrigð-
ismálastofnunin, Evrópusamtök
fatlaðra og fleiri aðilar hafa lagt
mikla áherslu á flutning þjónustu af
stofnunum og út í nærumhverfi
fólks. Sennilega er hvergi verið að
ganga lengra í þessa átt nú en í
Danmörku þar sem sveitarfélögin
hafa málaflokkinn mikið á sinni
könnu. Akureyri er gott dæmi um
mikilvægi nærþjónustu í málefnum
aldraðra. Innan nokkurra mánaða
verður þar enginn á biðlista eftir
hjúkrunarrými fyrir aldraða á með-
an á sjöunda hundrað manns bíða í
Reykjavík. Reynslan er góð, sama
hvort rætt er við yfirvöld, þjón-
ustuveitendur eða notendur þjón-
ustunnar. Stjórn og ábyrgð nær-
þjónustunnar er í nærumhverfinu
sem skilar sér í mun betri þjónustu.
Með tilkomu þjónustumiðstöðva
Reykjavíkurborgar hefur opnast
gullið tækifæri til að flytja þjónustu
af hefðbundnum stofnunum út í
hverfin í auknum mæli. Þannig má
hugsa sér að færa ýmis verkefni frá
LSH yfir á heilsugæslustöðvar og
þjónustumiðstöðvar og styrkja þar
með nærþjónustuna. Ég hef áður
lýst þeirri skoðun minni að brýnt er
að huga að lokun hefðbundinna
geðsjúkrahúsa með öllu og þjón-
usta fólk í smærri einingum,
minnka áherslu á lyfjagjöf og stytta
innlagnartíma. Nú þegar er farið að
vinna með þeim hætti í Trieste á
Ítalíu og í Slóveníu með góðum ár-
angri. Um það geta stjórnvöld aflað
sér upplýsinga hjá Al-
þjóða heilbrigð-
ismálastofnuninni.
Hins vegar gætir
tregðu meðal tiltek-
inna fagstétta að við-
urkenna gjaldþrot
geðsjúkrahúsanna.
Það er kominn tími til
að horfast í augu við
að þetta 19. aldar fyr-
irkomulag virkar alls
ekki. Starfsfólk margt
er gott en kerfið
ónýtt. Sú þjónusta
sem miklu varðar að
sé stórefld er hin persónulega lið-
veisla, einstaklingsbundin þjónusta.
Þá fær hinn, sjúki, fatlaði eða aldr-
aði stuðningsfulltrúa á eigin for-
sendum til daglegra athafna. Þessi
þjónusta er veitt í skötulíki á Ís-
landi í dag og í engu samræmi við
veruleikann á hinum Norðurlönd-
unum. Það sama á við um end-
urhæfingu. Hér er um að ræða
fjárfestingu í fólki og þjónustu svo
þúsundir megi hverfa úr aðgerða-
leysi til virkni og skapandi sam-
félagsþátttöku. Góð félagsleg þjón-
ustu minnkar heilbrigðiskostnað.
Svo einfalt er það. Daglega berast
fréttir af rekstrarvandræðum
Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Ekki eru til peningar til að greiða
hjúkrunarfræðingum sómasamleg
laun og því stuðst við starfs-
mannaleigur og ekkert lát virðist
vera á kúgun unglækna. Biðlistar
eftir aðgerðum eru langir og aldr-
aðir teppa rúm vegna skorts á
hjúkrunarrýmum. Búast má við að
með því að steypa allri starfseminni
saman í eina byggingu megi ná ein-
hverjum rekstrarsparnaði til fram-
tíðar en hér eru bara of margir
lausir endar og ég er ekki sann-
færður um að allir kostir hafi verið
grandskoðaðir. Fyrirfram er ljóst
að stór hluti LSH verður ekki í fyr-
irhuguðu sameiginlegu sjúkrahúsi
s.s. geðsvið, Barna- og unglinga-
geðdeild og nýr barnaspítali
Hringsins. Í Fossvogi hefur verið
byggt upp stórt og gott sjúkrahús á
alþjóðlegan mælikvarða. Er rétt að
fórna því? Ég er ekki sannfærður
um að útilokað sé að stækka þann
spítala fyrir miklu minni tilkostnað.
Með aukinni tækni minnkar þörfin
á legurýmum og því spurning hvort
nýr spítali þurfi að vera svona stór.
Hvað með samkeppni um starfsfólk
og val sjúklinga? Með ályktun for-
manna og framkvæmdastjóra aðild-
arfélaga ÖBÍ þann 9. febrúar sl.
var óskað eftir samráði um upp-
byggingu heilbrigðisþjónustu. Við
því hefur ekki verið orðið af hálfu
bygginganefndar hins fyrirhugaða
hátæknisjúkrahúss. Heildarhags-
munasamtök fatlaðra hafa aldrei
verið boðuð til fundar vegna verk-
efnisins. Þó má með nokkrum rök-
um segja að fá ef nokkur hags-
munasamtök hafi ríkari hagsmuni
af því að vandað sé til þessarar
vinnu og hugsað vel fyrir þörfum
notenda en ÖBÍ með á þriðja tug
þúsunda félagsmanna sinna. Sú
bygging sem nú er á teikniborðinu
kostar gríðarlegar fjárhæðir, senni-
lega hátt í hundrað milljarða þegar
upp verður staðið. Um er að ræða
fjármagn sem varið verður til vel-
ferðarmála á Íslandi á næsta ára-
tug, fjármagn sem tekið er úr sam-
eiginlegum sjóði þjóðarinnar og því
ekkert einkamál nokkurra núver-
andi, fráfarandi og fyrrverandi
stjórnmálamanna hvernig með það
er farið.
Hönnun nýrrar
heilbrigðisþjónustu
Sigursteinn Másson fjallar um
fyrirhugaðar framkvæmdir
vegna hátæknisjúkrahúss ’Sú bygging sem nú er áteikniborðinu kostar
gríðarlegar fjárhæðir,
sennilega hátt í hundrað
milljarða þegar upp verð-
ur staðið.‘
Sigursteinn Másson
Höfundur er formaður ÖBÍ.
Í DAG fer fram einn merkilegasti
samfélags- og menningarviðburður
á Íslandi síðustu ár – Sjóvár-
Kvennahlaup ÍSÍ. Viðburðurinn –
sem nú er haldinn í 17. sinn – hefur
unnið sér sess sem einn fjölmenn-
asti íþróttaviðburður þjóðarinnar,
sem út af fyrir sig er merkilegt í
ljósi þess að markhóp-
urinn er í raun ein-
ungis helmingur sam-
félagsins. Varla er
þorandi að nota hina
vinsælu íslensku skír-
skotun til höfðatölu-
reglunnar frægu, en
án efa er hér um að
ræða einstaka hlut-
fallsþátttöku á heims-
vísu.
Ömmur, mæður og
dætur. Frænkur, vin-
konur og vinnu-
félagar. Háar, lágar
og sporléttar. Ungar,
aldnar og þroskaðar.
Forstjórar, verkakon-
ur og húsmæður. All-
ar taka þær þátt – og
allar á jafnræð-
isgrundvelli. Í kvenna-
hlaupi er engin stétta-
skipting, engar deilur,
og umfram allt, engin
sem tapar.
Hið viðeigandi slag-
orð kvennahlaupsins í
ár – „hvert skref
skiptir máli “– hefur
nefnilega skírskotun
til þess samfélagsanda sem end-
urspeglar íþróttahreyfinguna í heild
sinni. Við erum ein fjölskylda sem
höfum það að markmiði að ná okkar
markmiðum – í góðu samstarfi við
„keppinauta“ okkar, hvort sem þeir
eru aðrir iðkendur, lið eða einfald-
lega við sjálf. Í kvennahlaupinu er
þátttakan markmið í sjálfu sér.
Slagorðið vísar jafnframt til bar-
áttu UNIFEM á Íslandi – sem að
þessu sinni nýtur með táknrænum
hætti góðs af viðburðinum – og hef-
ur skírskotun til mun alvarlegri
samfélagsmála víða um heim. Hin
heilbrigðu gildi íþróttahreyfing-
arinnar fela í sér lífssýn sem von-
andi og án efa gagnast í þeirri erf-
iðu baráttu.
Þótt kvennahlaupið hafi í önd-
verðu byrjað sem n.k. baráttu-
yfirlýsing hinnar íslensku íþrótta-
hreyfingar um jafnan rétt kynjanna
hefur viðburðurinn öðlast miklu víð-
tækari skírskotun til samfélagsgilda
– og raunar vona ég sannarlega að
við höfum náð að þokast eitthvað
fram á veginn þeim málaflokki síð-
an fyrsta kvennahlaup-
ið fór fram.
Rétt er að geta þess
að bakhjarl hlaupsins
hefur í 14 ár verið
Sjóvá – og án þeirra
dygga stuðnings er
ekki víst að viðburð-
urinn hefði haldist jafn
vaxandi og glæsilegur
og raun ber vitni.
Kvennahlaupið fer
fram nánast á hverju
byggðu bóli á Íslandi, á
samtals tæplega 90
stöðum, þótt hjarta við-
burðarins sé – og hafi
frá upphafi verið – í
Garðabæ. Vert er að
þakka öllum okkar
góðu samstarfsaðilum
sem hafa hlaupið sam-
ferða okkur þessi ár.
Ánægjulegt er enn-
fremur til þess að vita
að þetta séríslenska
framtak er farið að
breiðast út um heim-
inn – og mun Sjóvár-
Kvennahlaup ÍSÍ nú
fara fram á 10 stöðum
erlendis. Hver veit
nema litla Ísland verði frumkvöðull
að bylgju kvennahlaupa um allan
heim.
Það er von mín og trú að ekki
verði margar konur á Íslandi sem
láti sig vanta á þennan viðburð – og
slái þar með nokkrar flugur í einu
höggi. Styðji framangreinda bar-
áttuyfirlýsingu íþróttahreyfing-
arinnar og baráttu UNIFEM á Ís-
landi, taki þátt í einum stéttlausasta
fjöldaviðburði samfélagsins – og
e.t.v. umfram allt fái sem bónus
holla hreyfingu í góðra vina hópi.
Hvert skref
skiptir máli
Ólafur Rafnsson fjallar
um Kvennahlaup ÍSÍ
Ólafur Rafnsson
’Það er von mínog trú að ekki
verði margar
konur á Íslandi
sem láti sig vanta
á þennan viðburð
– og slái þar með
nokkrar flugur í
einu höggi. ‘
Höfundur er forseti ÍSÍ.